Morgunblaðið - 11.05.2022, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 1. M A Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 109. tölublað . 110. árgangur .
MARKMIÐIÐ AÐ
VERÐA HEIMS-
MEISTARI
ÉG ER
ALÆTA Á
TÓNLIST
MARGIR SÝNA
MBA-NÁMINU
ÁHUGA
STÓRTÓNLEIKAR ÞÓRIS 24 VIÐSKIPTAMOGGINNSÓLEY MARGRÉT 23
Anna Steinunn Þórhallsdóttir, for-
maður Barnavistunar, félags dag-
foreldra, segir ríkja óánægju meðal
dagforeldra um hvernig sé talað til
stéttarinnar. Dagforeldrum hafi
fækkað mikið á landinu undanfarið
og þar hafi áhersla yfirvalda á stofn-
un ungbarnaleikskóla áhrif.
„Það mætti tala eins og stéttin
skipti máli í þessari keðju. Það er
eins og það eigi að þurrka okkur út,
talað eins og allir vilji vera lengi
heima með börnunum og setja þau
svo á leikskóla. En það er ekki raun-
in að allir vilji það. Margir vilja
heimilislegra umhverfi,“ segir Anna.
Starfsmenn hjá skóla- og frí-
stundasviði Reykjavíkurborgar
segja fækkunina áhyggjuefni en vísa
til kjörinna fulltrúa hvað varðar
stefnumótun í þessum málum.
Reynt hafi verið að anna eftirspurn
og bæta þjónustuna. »4
Eins og eigi
að þurrka
okkur út
- Fækkar í stéttinni
Ísland verður meðal þátttakenda í úrslitum
Eurovision í Tórínó á laugardagskvöld. Syst-
ur, eða þær Sigga, Beta, Elín og bróðirinn Ey-
þór, stóðu sig með mikilli prýði á fyrra undan-
úrslitakvöldinu í gærkvöldi. Ísland var þriðja
landið sem tilkynnt var að hefði komist áfram í
úrslitin og braust út mikil gleði á meðal ís-
lensku þátttakendanna.
Sigríður Eyþórsdóttir sagði á blaðamanna-
fundi í gærkvöldi að það skipti þær öllu máli
að finna stuðninginn frá allri Evrópu. Þeim
var ekki spáð góðu gengi í veðbönkum en
sýndu og sönnuðu hvað í þeim býr. „Við týnd-
umst svolítið á meðal stórra laga. Og við erum
lítið land og við týnumst oft í Evrópu líka.
Þannig að það skiptir okkur öllu máli,“ sagði
Sigga spurð hvað það þýddi fyrir Ísland að
komast enn á ný í úrslit Eurovision. „Við ein-
blíndum bara á að koma skilaboðum lagsins á
framfæri og færa fólki von,“ sagði Sigríður og
bætti við að þær vildu færa fólki í neyð von.
„Við ættum öll að halda nafni Úkraínu á loft
og ekki leyfa fjölmiðlum að gera stríðs-
ástandið í Evrópu að venjulegu ástandi,“ bætti
Sigga við og uppskar mikil fagnaðarlæti. Syst-
ur hafa beitt sér fyrir tveimur málefnum í
Eurovision; að vekja athygli á stríðinu í Úkra-
ínu og vekja athygli á málefnum transbarna.
„Sonur minn er trans. Ég uppgötvaði ekki
hversu þröngsýnt fólk er fyrr en hann kom út
sem trans. Því ákváðum við að við vildum opna
augu foreldra fyrir þessu málefni. Fólk getur
verið þröngsýnt, og við viljum ekki dæma það,
heldur viljum við bara deila skilaboðunum og
biðja fólk að elska börnin sín skilyrðislaust,“
sagði Sigga. sonja@mbl.is
AFP/Marco Bertorello
Systur tryggðu sér sæti
í úrslitum Eurovision
Þrír dagar eru í að gengið verði að
kjörborðinu í sveitarstjórnarkosn-
ingum og þá kemur í ljós hvort
meirihlutinn í borgarstjórn Reykja-
víkur muni áfram njóta stuðnings
íbúa borgarinnar. Flokkar í minni-
hlutanum segja skýrt ákall eftir
breytingum. Oddvitar flokkanna
mættust í kappræðum í kosninga-
þætti Dagmála sem fer í loftið í dag.
Einar Þorsteinsson, oddviti
Framsóknarflokksins, telur umræð-
ur milli borgarfulltrúa hafa ein-
kennst af öfgum og að borgarbúar
hafi fengið nóg. Hildur Björnsdóttir,
oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir
rannsóknir sýna að íbúar séu
óánægðir með þjónustu borgarinnar
og traust til borgaryfirvalda sé lítið.
Lengi hafi sömu öfl stýrt borginni,
sem hafi komið niður á rekstri henn-
ar. Birtist það til að mynda í van-
rækslu á snjómokstri og viðhaldi á
skólahúsnæði og skorti á leikskóla-
plássi.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
segir að hvergi hafi fallið skuggi á
núverandi samstarf og eðlilegt sé að
meirihlutinn ræði áframhaldandi
samstarf, haldi hann velli. Hann geri
ekki þá kröfu að allir séu sammála
enda séu ólík sjónarmið kostur sem
endurspegli fjölbreytileika sam-
félagsins. „Næsta kjörtímabil verð-
ur lykilkjörtímabil. Þá fáum við brú
yfir Fossvog, þá hefjast borgarlínu-
framkvæmdirnar, þá hefjast fram-
kvæmdir við að setja Miklubraut í
stokk,“ segir Dagur. Aðrir bentu á
að hann hefði gefið sömu loforð áður.
Lykilkjörtímabil í
vændum í Reykjavík
- Segir langa meirihlutasetu hafa komið niður á rekstrinum
Morgunblaðið/Ágúst Ólíver
Oddvitar Hörð skoðanaskipti voru í kosningaþætti Dagmála á mbl.is.
MUmbreyting eða stöðnun í boði »6
_ Stefna Við-
reisnar í Reykja-
vík er að halla-
laus rekstur verði
á borgarsjóði um
mitt kjörtímabil.
Þá vill Viðreisn
lækka fasteigna-
skatta á atvinnu-
húsnæði niður í
1,55 prósent.
Spurð hvers
vegna ekki megi lækka hraðar segir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti að
hún vilji lækka í skrefum og lækkun
niður í til dæmis 1,2 prósent væri of
stór biti. Viðreisn vill hagræða
skipuriti Reykjavíkurborgar, fækka
ráðum, nefndum og sviðum.
„Það er hægt að sameina ráð og
nefndir. Það munar um það því það
er kostnaður á hverju einasta ári.
Það er hægt að fara í miklu meira
samstarf á milli sviða með verkefni
og starfsfólk sem er á mörgun svið-
um,“ segir Þórdís Lóa spurð hvað
megi missa sín í rekstri borgarinnar.
Viðreisn vill að malbikunarstöðin
Höfði verði seld og bílastæðasjóður
settur í einkarekstur. »10
Vilja spara í rekstri
skrifstofunnar
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir