Morgunblaðið - 11.05.2022, Page 4

Morgunblaðið - 11.05.2022, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 Aðalfundur Haga hf. 1. júní 2022 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn miðvikudaginn 1. júní 2022 og hefst hann kl. 15:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1) Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsári. 2) Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samþykktar. 3) Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2021/22. 4) Tillaga að lækkun hlutafjár og breytingum á samþykktum. • Grein 2.1 um hlutafé félagsins verði breytt þar sem hlutafé verði lækkað úr kr. 1.154.232.879 að nafnverði í kr. 1.132.676.082 að nafnverði og eigin hlutir, að nafnverði kr. 21.556.797, þannig ógiltir. • Grein 1.3 um heimilisfang félagsins og því verði breytt í Holtagarðar 10, Reykjavík 5) Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda. 6) Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu og skýrsla starfskjaranefndar. 7) Kosning tilnefningarnefndar. 8) Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda. 9) Ákvörðun um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum. 10) Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Ítarlegri upplýsingar um tillögur stjórnar, ársreikning og önnur gögn, ásamt upplýsingum um póstatkvæðagreiðslu, rétt hluthafa til að bera fram tillögur og framboð til stjórnar er að finna á vefsíðu félagsins, https://www.hagar.is/fjarfestar/hluthafafundir/2022/ Stjórn félagsins vill einnig árétta að forsvarsmenn hluthafa sem sækja fundinn, þ.e. forsvarsmenn fyrirtækja, lífeyrissjóða, fjárfestingasjóða, einstaklinga og annarra hluthafa, ber að skila umboði við skráningu inn á fundinn. Einnig verða einstaklingar beðnir um að framvísa persónuskilríkjum. Stjórn Haga hf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Verð fyrir margar tegundir sjávar- afurða er nú í hæstu hæðum að sögn Gunnars Tómassonar, fram- kvæmdastjóra Þorbjarnarins í Grindavík. Eftir verðlækkanir stór- an hluta þess tíma sem kórónuveiru- faraldurinn geisaði í heiminum tók verð að hækka síðasta haust. Flestar tegundir hafa hækkað í verði og verð fyrir sjófryst þorskflök er nú meira en 20% hærra en það var áður en far- aldurinn skall á og hefur aldrei verið hærra, að sögn Gunnars. Á móti kemur að gengi krónunnar hefur að- eins styrkst. Afurðirnar fara víða um heim Þorbjörninn gerir út tvo flaka- frystitogara, tvö línuskip og einn lít- inn ísfisktogara. Frystitogararnir Tómas Þorvaldsson og Hrafn Svein- bjarnarson hafa síðustu vikur slegið hvert metið af öðru hvað varðar verðmæti í veiðiferð. Í gær var verið að landa úr Hrafni Sveinbjarnarsyni í Grindavík og var áætlað að verð- mætið væri vel yfir 500 milljónir, sem er það mesta í sögu útgerðarinn- ar. Í byrjun apríl var afla landað úr skipinu að verðmæti 432 milljónir þannig að verðmæti úr þessum tveimur veiðiferðum gæti verið ná- lægt 950 milljónum. Afurðirnar selur Þorbjörninn frystar, ferskar og saltaðar víða um heim og hefur orðið verðhækkun á árinu á öllum mörkuðum, að sögn Gunnars. Flök fara einkum á Bret- land, Bandaríkin, Spán og önur Evr- ópulönd. Saltfiskur fer aðallega á Spán. Karfi og grálúða er að stórum hluta selt til landa í Asíu, en gulllax og ufsi frekar á A-Evrópu. Ufsinn fer þó víðar og nefnir Gunnar að hótel- keðjur á Spáni noti mikið af ufsa. Nú þegar þær hafi tekið við sér eftir far- aldurinn hafi ufsi tvöfaldast í verði, sem hafi reyndar verið mjög lágt. „Við þurftum að hafa fyrir því að byggja upp fiskstofna og skapa þær aðstæður sem nú eru á fiskimiðum allt í kringum landið. Árangurinn í vetur í þeim veðrum sem gengu yfir var einstakur og ekki annað hægt að segja, en að það sé bjart yfir sjávar- útveginum,“ segir Gunnar. Yfirlýsingar um hindranir ekki virkjaðar en trufla Meginskýringuna á mikilli eftir- spurn og háu verði telur Gunnar vera gæði íslensku afurðanna, en einnig minni kvóta og samdrátt í veiðum í Barentshafi. Þá vegi það þungt að alls konar fréttir um hindranir á fisk frá Rússlandi inn á markaði í Evrópu hafi haft þau áhrif að menn hafa vilj- að taka stöðu og tryggja aðföng. Þó svo að yfirlýsingar um slíkar hindranir hafi alls ekki allar verið virkjaðar hafi þetta truflað markað- inn. Ljósmynd/Björn Halldórsson Löndun Hrafn Sveinbjarnarson GK við bryggju í Grindavík í gærdag. Verð fyrir afurðir í hæstu hæðum - Hver mettúr Grindvíkinga af öðrum Atvinnuleysi sígur áfram niður á við. Það mældist 4,5% á landinu öllu í seinasta mánuði og minnkaði úr 4,9% milli mánaða. Voru rúmlega níu þúsund einstaklingar skráðir at- vinnulausir um seinustu mánaðamót, 5.051 karl og 4.025 konur. Vinnumálastofnun spáir því í ný- útkominni mánaðarskýrslu um skráð atvinnuleysi að það minnki ennfrekar í maí og verði á bilinu 4% til 4,3%. Atvinnulausum fækkaði alls stað- ar á landinu í apríl en það minnkaði þó meira á landsbyggðinni sem heild en á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnu- leysið mælist sem fyrr mest á Suð- urnesjum þar sem það var 7,6% í apríl en þar hefur dregið úr atvinnu- leysi á undanförnum mánuðum og minnkaði það um heilt prósentustig frá því í marsmánuði. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur ekki mælst svo lágt frá því í október árið 2019. Næstmest var atvinnuleysi í apríl 4,7% á höfuðborgarsvæðinu og minnkaði úr 5,1% í mars. „Minnst var atvinnuleysi í apríl á Norður- landi vestra 2%, 2,2% á Vesturlandi, 2,4% á Vestfjörðum og 2,5% á Aust- urlandi,“ segir í skýrslu Vinnumála- stofnunar. Hópur langtímaatvinnulausra er enn stór en alls höfðu 3.087 einstak- lingar verið án atvinnu í meira en tólf mánuði um seinustu mánaðamót. Fækkaði þeim um 173 frá mars en á hinn bóginn voru þeir 6.495 í lok apr- íl í fyrra og hefur þeim fækkað um- talsvert eða um 3.408 á milli ára. Þegar litið er á þróunina í ein- stökum atvinnugreinum og meðal starfsstétta kemur í ljós að mest var hlutfallsleg fækkun atvinnulausra í apríl í ferðatengdum atvinnugrein- um. Fækkaði atvinnulausum í far- þegaflutningum um 15% frá mars og um tæplega 11% í gistiþjónustu. „Alls voru 3.857 erlendir atvinnuleit- endur án atvinnu í lok apríl og fækk- aði um 240 frá mars. Þessi fjöldi samsvarar um 9,9% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara,“ segir í skýrslunni. omfr@mbl.is Atvinnuleysi þokast niður - 4,5% atvinnuleysi í apríl - Minnkaði um eitt prósentustig á Suðurnesjum - 9,9% atvinnuleysi erlendra ríkisborgara 17,8% 13,0% 9,6% 8,8% 9,4% 9,8% 11,1% 12,0% 12,1% 12,8% 12,5% 12,1% 11,5% 10,0% 7,4% 6,1% 5,5% 5,0% 4,9% 4,9% 4,9% 5,2% 5,2% 4,9% 4,5% 10,3 7,5 5,6 7,4 2,1 7,5 7,9 8,5 9,0 9,9 1,4 10,6 1,4 10,7 1,2 11,6 11,4 11,0 10,4 9,1 7,4 6,1 5,5 5,0 4,9 4,9 4,9 5,2 5,2 4,9 4,5 Þróun atvinnuleysis frá apríl 2020 2020 2021 2022 apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl Almennt atvinnuleysi Vegna skerts starfshlutfalls Heimild: Vinnumálastofnun Höfuðb.sv. Landsbyggðin Vesturland Vestfirðir Norðurl.vestra Norðurl.eystra Austurland Suðurland Suðurnes Almennt atvinnuleysi eftir landshlutum 5,1 4,7% 4,6 4,0% 2,6 2,2% 3,0 2,4% 2,2 2,0% 4,1 3,5% 2,7 2,5% 3,8 3,4% 8,6 7,6% Mars 2022 Apríl 2022 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Talsverð fækkun hefur orðið undan- farin misseri í stétt dagforeldra á landinu. Anna Steinunn Þórhalls- dóttir, formaður Barnavistunar, fé- lags dagforeldra, segir ýmsar skýr- ingar á fækkuninni. Dagforeldrar kjósi annan starfsvettvang, fari í nám eða séu komnir á aldur. Þá sé nýliðun í stéttinni lítil. „Það eru nokkrar í félaginu að hætta í sumar. Við vorum 100 í félag- inu fyrir nokkrum árum en núna er- um við 70.“ Staðan sé svipuð hjá dag- foreldrum utan félagsins. Þá segir hún að hækka þyrfti nið- urgreiðslur svo dagforeldrar yrðu fýsilegri kostur fyrir foreldra. Betur sé staðið að því í Kópavogi en í Reykjavík þar sem hún starfar sjálf. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur- borgar, segir: „Borgin hefur haft þá stefnu að brúa bilið milli fæðingar- orlofs og leikskóla.“ Þunginn hafi ver- ið í því að leikskólar geti tekið inn yngri börn og þá minnkar þörfin fyrir dagforeldra. Þó sé stefnan að for- eldrar eigi að hafa val um leikskóla eða dagforeldra en margir kjósi leik- skólann frekar og reynt sé að koma til móts við það. Hann bætir við að það sé kjörinna fulltrúa að svara fyrir stefnu borgarinnar í málum á borð við niðurgreiðslur. Elísabet Pálmadóttir, fagstjóri leikskóla í Breiðholti, tekur undir með Helga og segir breytingarnar þýða að tíminn sem foreldrar þurfi þjónustu dagforeldra hafi verið stytt- ur. „Dagforeldrar eru mjög mikilvæg stétt með okkur í daggæsluþjónustu.“ Hún nefnir að það að foreldrar greiði hærra verð fyrir þjónustu dag- foreldris hafi áhrif og því kjósa þeir frekar leikskólann. „Þannig að við höf- um ekki raunhæfan samanburð á því hvað fólk myndi velja fyrir sitt barn ef það væri sama gjald. Það væri frá- bært ef þetta væri raunverulegt val.“ Hún nefnir þó einnig að sjálfstæður rekstur dagforeldra geri það að verk- um að þeir stjórni sjálfir þjónustu- tíma. Veikist þeir þá sé enginn til að leysa af. Þetta hafi áhrif á valið. Hún játar því að fækkun dagfor- eldra sé áhyggjuefni. „Börnum hefur fjölgað og leikskólakerfið annar ekki stöðunni eins og staðan er núna. Mikil uppbygging hefur orðið, en við erum ekki komin á þann stað að geta brúað bilið milli fæðingarorlofs og leik- skóla.“ Leitað sé leiða til þess að styðja betur við þá dagforeldra sem eru starfandi hjá borginni. Dagforeldrum fækkar enn - Lítil niðurgreiðsla hefur áhrif Morgunblaðið/Ómar Börn Margir velja ungbarnaleik- skóla fram yfir dagforeldra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.