Morgunblaðið - 11.05.2022, Page 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022
HJÁLMADAGAR
HJÓLAÐU Í VINNUNAMEÐÖRUGGANHJÁLM
Skoðaðu úrvalið á orninn.is
ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA
20%
FSLÁTTUR
TVEIR HJÁLMARÁ
25%
AFSLÆTTI
ÞRÍRHJÁLMARÁ
30%
AFSLÆTTI
MARGARGERÐIR OG LITIR TIL
FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890
Nokkrir valkostir um nýja legu há-
spennulínu í Borgarfirði verða
metnir í umhverfismati fyrir Holta-
vörðuheiðarlínu 1. Kaflarnir eru
einkum við Grundartanga, í Bæjar-
sveit og Þverárhlíð. Á síðarnefndu
svæðunum liggur núverandi lína
nálægt bæjum.
Endurnýjun háspennulínunnar
úr Hvalfirði og að nýju tengivirki á
Holtavörðuheiði er liður í endur-
nýjun byggðalínuhringsins. Fyrstu
línurnar í þessu verkefni eru
Kröflulína 3 sem er komin í rekstur
og Hólasandslína 3 sem er í bygg-
ingu. Blöndulína 3 er í umhverfis-
mati og Holtavörðuheiðarlína 1 er
næst í röðinni.
Matsáætlun sem Landsnet hefur
nú lagt fram til kynningar er fyrsta
skrefið í lögformlegu mati á um-
hverfisáhrifum en um tíma hefur
verið unnið að samráði við landeig-
endur og hagsmunaaðila um val-
kosti.
Ýmsir valkostir verða metnir,
auk lagningar línunnar í núverandi
línustæði. Nefna má sérstaklega
nýjar leiðir um Andakíl, Bæjarsveit
og Þverárhlíð, meðal annars til að
færa línuna lengra frá bæjum. Þá
verður ný lega við verksmiðjurnar
á Grundartanga metin í þeim til-
gangi að stytta línuleiðina sem og
lega hennar um Hellistungur ná-
lægt Fornahvammi vegna þess
hversu erfitt er að koma annarri
línu fyrir við hlið núverandi línu.
helgi@mbl.is
Meta færslu byggðalínu
- Umhverfismat fyrir lagningu Holtavörðuheiðarlínu
formlega hafið - Nokkrir kostir verða til skoðunar
Holta-
vörðu-
heiði
Borgarnes
Akranes
Holtavörðu-
heiðarlína
Lega núverandi
háspennulína
Klafastaðir
(Grundartangi)
BORGAR-
FJÖRÐUR
móts við íbúa í þeim málum og hvaða
lausnir eru skynsamlegar.
Fulltrúar minnihlutans gagnrýndu
meirihlutann fyrir að bregðast ekki
hraðar við þeirri þróun sem hefur
verið uppi. Virtust flestir sammála
um mikilvægi þess að hrinda af stað
framkvæmdum á þeim lóðum sem bú-
ið er að skipuleggja.
Dagur segir Reykjavík eina sveit-
arfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem
hafi tvöfaldað lóðaframboð vegna
þeirra aðstæðna sem voru uppi. Eru
lóðirnar á þéttingarreitum sem eru
tilbúnir.
Ómar Már Jónsson oddviti Mið-
flokksins leggur til að leiguþaki verði
komið á í borginni og því viðhaldið
þar til markaðurinn hefur jafnað sig.
Almennt kveðst hann þó sammála því
að markaðurinn eigi að ráða en í
óeðlilegum aðstæðum sem þessum
verði að grípa inn í.
Þá vakti Sanna Magdalena jafn-
framt athygli á því að ekki væri nóg
að byggja íbúðir ef ekki væri tekið til-
lit til þarfa íbúanna og getu þeirra.
„Ef það gengur svona vel hjá meiri-
hlutanum og þau hafa aldrei byggt
meira, af hverju eru þá um 900 á bið-
lista hjá félagsbústöðum, af hverju
eru þá 860 í Reykjavík í atvinnuhús-
næði sem hentar ekki til búsetu út af
meðal annars of háu leiguverði, af
hverju er fólk að greiða 70 prósent af
ráðstöfunartekjum í leigu, af hverju
býr þá fólk inni hjá öðrum því það
kemst ekkert annað, af hverju eru þá
fleiri að kaupa íbúð númer tvö og hafa
ekki efni á því að kaupa fyrstu íbúð, af
hverju eru fyrirtæki að kaupa íbúð
númer tvö? Þetta er eignafólk sem er
að sópa til sín íbúðum til þess að geta
leigt til annarra, til þess að geta hagn-
ast á neyð þeirra, þannig að dæmið
gengur ekki upp.“
Vill frysta fasteignagjöld
Til að létta á heimilunum í borginni
talaði Hildur fyrir því að fasteigna-
gjöld yrðu fryst út kjörtímabilið.
„Við erum að tala fyrir því að heim-
ilin finna fyrir þessum fasteigna-
hækkunum. Og það er í rauninni
þannig í dag að borgin hefur beinlínis
hvata af því að halda fasteignaverðinu
háu því eftir því sem fasteignamat
hækkar og fasteiganverð er hátt þá
koma inn meiri tekjur í kassann hjá
borginni. Við viljum aftengja þennan
hvata.“
Hún segir svigrúm fyrir hendi í
fjármálum borgarinnar fyrir slíka að-
gerð þar sem næg tækifæri séu til
hagræðingar.
Morgunblaðið/Eggert