Morgunblaðið - 11.05.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.05.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Túnikur • Vesti • Kjólar Peysur • Bolir • Jakkar Blússur • Buxur • Pils SUMAR- VÖRUR Vinsælu velúrgallarnir Nýjir litir - Stærðir S-4XL Einnig stakar velúrbuxur í svörtu, gráu og dökkbláu Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Irína Verestsjúk, aðstoðarforsætis- ráðherra Úkraínu, sagði í gær að rúmlega 1.000 hermenn væru enn að verja Asovstal-stálverksmiðjuna í Maríupol, síðasta vígi hafnarborgar- innar mikilvægu. Sagði Verestsjúk að nokkur hundruð af þeim hefðu særst, sumir alvarlega, og að koma þyrfti þeim á brott hið fyrsta. Kallaði hún eftir því að alþjóðasamfélagið þrýsti á Rússa um að heimila brottflutning hinna særðu, sem og óbreyttra borgara sem leitað hafa skjóls þar. Búið er að flytja á brott allar konur, börn og gamalmenni sem höfðust við í verk- smiðjunni. Fimm byggingar eyðilögðust og verslunarmiðstöð varð eldi að bráð eftir að Rússar skutu eldflaugum í fyrrinótt á hafnarborgina Ódessa. Sagt var að einn hefði látist í árás- unum, en þær komu örfáum klukku- stundum eftir að Charles Michel, for- seti leiðtogaráðs ESB, heimsótti borgina. Michel þurfti raunar meðan á heimsókn hans stóð að leita skjóls í örskamma stund meðan Rússar gerðu eldflaugaárás, en hann var þá á fundi með Denys Smíhal, forsætis- ráðherra Úkraínu. Ríki Evrópusambandsins ræða nú enn mögulegar refsiaðgerðir á hend- ur Rússum eftir að stjórnvöld í Ung- verjalandi sögðust um helgina ekki styðja þær tillögur sem fram- kvæmdastjórn sambandsins hefði lagt fram um bann á innflutning á olíu frá Rússlandi. Frakkar, sem fara nú með forsæti ESB, sögðu í gær að Ungverjar kynnu að samþykkja slíkt bann á næstunni, og þá jafnvel fyrir lok þessarar viku. Clement Beaune, Evrópumálaráðherra Frakklands, sagði að unnið væri hörðum höndum að því að finna lausn sem Ungverjar gætu sætt sig við. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar- innar, ræddi við Viktor Orbán, for- sætisráðherra Ungverjalands, á mánudaginn, og sagði hún að þær viðræður hefðu skilað nokkrum árangri. Óvænt heimsókn ráðherra Annalena Baerbock, utanríkisráð- herra Þýskalands, og Wopke Hoekstra, utanríkisráðherra Hol- lands, heimsóttu í gær Úkraínu, en ekki var tilkynnt um heimsókn þeirra fyrirfram. Baerbock nýtti ferðina til að kanna aðstæður í Bútsja á meðan Hoekstra heimsótti Irpín en Rússar eru sakaðir um að hafa framið fjölda- morð á óbreyttum borgurum þar áð- ur en þeir flúðu frá Kænugarði. Baerbock sagði að Bútsja væri staður þar sem „verstu mögulegu glæpir“ hefðu átt sér stað. „Við skuldum fórnarlömbunum það, að minnast þeirra ekki bara hér, heldur einnig að gerendurnir sæti ábyrgð,“ sagði Baerbock. Hoekstra sagði að rústir Irpín sýndu hvaða áhrif stríðið hefði haft á Úkraínu, og að það mætti ekki hjá líða að refsa fyrir þá glæpi sem framdir hefðu verið í innrásinni. Sagði Hoekstra að Hollendingar væru og myndu áfram styðja við rannsóknir Alþjóðaglæpadómstóls- ins, en þeir hafa einnig sent rann- sóknarteymi til Úkraínu. Spurning um stríð eða frið Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, tók á móti ráðherrunum tveimur og sagði við það tækifæri að Úkraínumenn væru þakklátir þýsk- um stjórnvöldum fyrir að hafa skipt um skoðun varðandi hertar refsi- aðgerðir gegn Rússum, sem og ákvörðun þeirra að senda þungavopn til landsins. „Við skiljum að þetta var erfið ákvörðun fyrir Þýskaland,“ seg- ir Kúleba, og bætti við að Evrópu- sambandsaðild Úkraínu væri spurn- ing um stríð eða frið í Evrópu. Vísaði hann þar mögulega til um- mæla Emmanuels Macron Frakk- landsforseta, sem sagði í fyrradag að það gætu liðið mörg ár ef ekki ára- tugir áður en Úkraína gæti fengið að- ild að ESB. Lagði Macron því til að stofnað yrði víðtækara samband lýðræðis- ríkja í Evrópu, sem gæti þá náð til Bretlands, Úkraínu og annarra ríkja sem standa utan sambandsins. Gitanas Nauseda, forseti Lithá- ens, fordæmdi hins vegar hugmynd Macrons og sagðist líta á hana sem tilraun til að „fela hinn augljósa skort á pólitískum vilja til að veita [Úkra- ínu] stöðu umsóknarríkis“. Nauseda sagði að það væri ekki gott, og að líklega hefði átt að spyrja Úkraínumenn álits áður en hug- myndinni var varpað fram, og hvort hún stæðist væntingar þeirra. Enn barist um stálverksmiðjuna - Eldflaugum skotið á Ódessa - Rætt við Ungverja um innflutningsbann á olíu - Fordæmir hugmyndir Macrons KÆNUGARÐUR ÚKRAÍNA Staða herja, 9.maí, 19:00GMT 10.maí 07:00GMT: Svæði þar sem Rússar eru með aðgerðir/árásir Svæði sem Rússar segjast ráða yfir Kortagögn: OSM Heimildir: Fréttastofur AFP, Institute for the Study ofWar og Critical Threats-verkefni AIE, Úkraínuher, Franska hermálaráðuneytið Sprengingar/Árásir Bardagar Svæði sem hafa verið frelsuð og gagnsóknir Úkraínumanna Kortið er ekki tæmandi, helstu atvik sem tilkynnt var umáundangengnumsólarhring Áætlað á valdi Rússa Svæði þar sem skæruliðar eru sagðir virkir Innrás Rússa í Úkraínu M O L D Ó V A Svæði á valdi aðskilnaðarsinna fyrir innrásina ÚKRAÍNA Lúhansk Asov-haf Kramatorsk Karkív Kerson Saporisjía Ódessa Maríupol Donetsk Míkólaív KÆNUGARÐUR Dnípró Svartahaf Innlimaðaf Rússlandi 2014 AFP/ Sergei Supinsky Kænugarður Baerbock nýtti tæki- færið til að draga þýska fánann að húni við sendiráðið í Kænugarði. Avril Haines, yfirmaður leyniþjón- ustustofnana Bandaríkjanna, sagði í gær að Vladimír Pútín Rússlands- forseti hefði enn miklar vonir um að Rússar myndu ná hernaðarmark- miðum sínum í Úkraínu, en að það gæti reynst erfitt að ná þeim án al- mennrar herkvaðningar. Fundaði hún í gær með varnarmálanefnd öld- ungadeildar Bandaríkjaþings og ræddi þar stöðuna í Úkraínu. Haines sagði þar meðal annars að mat Bandaríkjastjórnar væri að Pútín væri að undirbúa sig fyrir langt stríð í Úkraínu, og að hann vildi leggja undir sig meira land- svæði en bara það sem tilheyrði Donbass-héruðunum tveimur. Sagði Haines hættu á að hegðun Rússa yrði ófyrirsjáanlegri og að þeir myndu jafnvel reyna að stigmagna átökin á næstu mánuðum til að ná markmiðum sínum. Gæti sett á herlög „Núverandi þróun eykur líkurnar á að Pútín forseti muni grípa til meiri örþrifaráða, þar á meðal að setja á herlög, breyta iðnaðarfram- leiðslu landsins, eða mögulega stig- vaxandi hernaðaraðgerða til að losa um þau úrræði sem hann þarf til að ná markmiðum sínum,“ sagði Haines. Taldi Haines að Rússar gætu meðal annars reynt að ógna með kjarnorkuvopnum sínum, og að ef Pútín teldi að ekki hefði verið hlust- að á þær hótanir, gæti hann boðað til tilrauna með eldflaugar eða kjarn- orkuvopn Rússa. Haines sagði hins vegar það einn- ig vera mat Bandaríkjastjórnar að Pútín væri ólíklegur til að beita þeim nema ef „tilvistarleg ógn“ steðjaði að Rússlandi. Engu að síður fylgdist Bandaríkjastjórn vel með kjarn- orkuherafla Rússa. Búa sig undir langt stríð í Úkraínu - Ekki mikil hætta á kjarnorkuárás AFP/Kirill Kudryavtsev Sigurdagur Pútín gæti boðað til al- mennrar herkvaðningar að mati bandarísku leyniþjónustustofnananna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.