Morgunblaðið - 11.05.2022, Qupperneq 12
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
B
orgarráð samþykkti á fundi
sínum 7. apríl sl. að bjóða
til sölu byggingarrétt á
fjórum íbúðarhúsalóðum í
fyrsta áfanga Skerjafjarðar. Áætlað
er að byggingarréttur lóðarinnar
verði auglýstur fljótlega. Úthlutunar-
og útboðsskilmálar verða með hefð-
bundnum hætti og útbúnir af skrif-
stofu borgarstjóra og borgarritara,
segir í samþykkt borgarráðs.
Þá var á sama fundi samþykkt
að úthluta Bjargi íbúðafélagi lóð og
byggingarrétti fyrir 95 íbúðir í
Skerjafirði og Félagsstofnun stúd-
enta lóð fyrir 110 íbúðir.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um er fyrirhuguð íbúðabyggð í
Skerjafirði umdeild. Sigurður Ingi
Jóhannsson innviðaráðherra tók það
skýrt fram á dögunum að Reykjavík-
urborg væri ekki heimilt að fara í
uppbyggingu í grennd við Reykjavík-
urflugvöll þar til ný staðsetning væri
fundin fyrir flugvöll. Ráðherra vísaði
þar sérstaklega til skýrslu frá hol-
lensku loft- og geimferðastofnuninni
þar sem segir að loka þyrfti vellinum
einstaka sinnum ef til uppbyggingar
kæmi, sem myndi þá ógna flugöryggi.
Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri sagði á Stöð 2 að byggingarnar
séu ásættanlegar út frá flugöryggi. Í
bréfi hans og borgarritara til borg-
arráðs segir að lóðirnar verði bygg-
ingahæfar í lok þessa árs.
Harðorðar bókanir
Þegar tillögur um sölu bygg-
ingaréttar í Skerjafirði komu til af-
greiðslu á fundinum 7. apríl sl. voru
þær samþykktar af fulltrúum meiri-
hlutaflokkanna. Borgarráðsfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við af-
greiðslu málsins og lögðu fram svo-
hljóðandi bókun:
„Mikil óvissa er um uppbygginu
í Skerjafirði enda er þar gert ráð fyr-
ir að koma fyrir umdeildri landfyll-
ingu. Þá hafa komið verulegar at-
hugasemdir varðandi hæð húsa í
nágrenni við flugvöllinn en borgin
hefur enn ekki svarað bréfi innviða-
ráðuneytisins varðandi það mál. Það
er ábyrgðarlaust að bjóða út bygg-
ingarrétt í hverfi þar sem enn er
óljóst hvað verður heimilt að byggja
mikið. Borgin gæti skapað sér skaða-
bótaskyldu með því að binda hendur
sínar við þessar aðstæður og við því
er hér varað.“
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins,
Vigdís Haukdóttir, lagði fram svo-
hljóðandi bókun: „Borgarstjóri þver-
brýtur alla samninga við ríkið hvað
varðar flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Nú
þegar rúmar 5 vikur eru í borgar-
stjórnarkosningar þá er óskað eftir
heimild til að bjóða til sölu bygging-
arrétt í hinum svokallaða „nýja
Skerjafirði“. Í samkomulagi ríkis og
borgar fyrir tveimur árum fólst í raun
ákveðið vopnahlé. Rekstraröryggi
Reykjavíkurflugvallar skyldi tryggt
meðan verið væri að kanna nýtt flug-
vallarstæði í Hvassahrauni. Borgar-
stjóri hefur hent gegnblautum stríðs-
hanska í andlit ríkisins. Enda ætlar
innviðaráðuneytið í hart við borgina
vegna Skerjafjarðar. Það mætti halda
að einhverjir séu um það bil búnir að
missa vitið.“
Á fundinum var samþykkt að út-
hluta Bjargi íbúðafélagi lóð og bygg-
ingarrétti fyrir 95 íbúðir á 2-5 hæðum
í fjórum húsum á lóð við Reginsnes 10
í nýja Skerjafirði. Heimilaður heild-
arbyggingarréttur ofan- og neðan-
jarðar er samtals 7.640 fermetrar.
Þá samþykkti borgarráð að út-
hluta Félagsstofnun stúdenta lóð og
byggingarrétti fyrir 110 námsmanna-
íbúðir á 3-5 hæðum á lóð við Otursnes
62 í nýja Skerjafirði. Heimilað
heildarbyggingarmagn er 9.430 fer-
metrar.
Lóðir í boði í um-
deildu íbúðahverfi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skerjafjörður Hið nýja byggingarland er áformað sunnan flugvallarins.
Byggðin verður að hluta til reist á landfyllingum í óraskaðri fjörunni.
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þrátt fyrir að
aðeins séu
nokkrir dag-
ar í sveitarstjórn-
arkosningar hefur
lítið verið rætt um
rekstur sveitar-
félaganna. Þau hafa þanist út á
síðustu misserum og árum, á
sama tíma og almenni vinnu-
markaðurinn hefur dregist sam-
an. Þetta má sjá í nýrri saman-
tekt Viðskiptaráðs þar sem
fram kemur að stöðugildum hjá
sveitarfélögunum hefur fjölgað
um 1.900 á síðustu tveimur ár-
um en fjölgunin á vinnumark-
aðnum í heild hefur verið 900.
Þessar tölur þýða að fjölgunin
hjá sveitarfélögunum er 8,5% á
sama tíma og samdráttur var á
almenna vinnumarkaðnum.
Þá hefur það gerst á tímabili
núgildandi kjarasamninga að
launahækkanir hjá sveitarfélög-
unum hafa verið mun hærri, um
30%, en á almenna markaðnum,
um 20%. Hækkanir hjá ríkinu
eru þarna mitt á milli. Þetta hef-
ur auðveldað sveitarfélögunum
að soga til sín starfsfólk og al-
menni markaðurinn á erfitt með
að halda í starfsmenn sem sjá að
hlutfallslega verður æ hagstæð-
ara að starfa fyrir hið opinbera.
Þessi óeðlilega þróun getur
ekki gengið til lengdar. Það er
almenni markaðurinn sem held-
ur uppi starfsemi hins opinbera
og þegar hið opinbera, einkum
sveitarfélögin, hagar sér með
þessum hætti er augljóst að í
óefni stefnir. Þetta skýrir meðal
annars allt of háa skatta, bæði
hjá sveitarfélögunum og ríkinu,
og þá staðreynd að sveitar-
félögin taka sér flest hámarks-
útsvar og nýta sér að auki hratt
hækkandi húsnæðisverð til að
auka tekjur sínar.
Vandinn er líka sá að sveitar-
félögin, einkum þó það lang-
stærsta, Reykjavík, bera alla
ábyrgð á að ekki er nóg byggt af
nýju húsnæði og þar með að
húsnæðisverð hækkar úr öllu
hófi. Meirihlutanum í Reykjavík
virðist ætla að takast að tala sig
frá þessu, annars vegar með
þeirri fjarstæðu að óhagstætt sé
að brjóta nýtt land undir byggð
og hins vegar með því að veita
„vilyrði“ fyrir fjölda nýrra
bygginga. Þannig er því enn
einu sinni lofað að brettar verði
upp ermar að kosningum lokn-
um þó að athafnaleysi og skort-
stefna hafi verið rekin árum
saman.
Þessi skortstefna er ekki að-
eins vandamál þeirra sem finna
ekki íbúðir á hófstilltu verði,
hún er líka stór hluti af efna-
hagsvanda þjóðarinnar. Síðasta
mæling Hagstofunnar á verð-
bólgunni sýndi að hún var 7,2%
og mátti rekja yfir þriðjung
mánaðarhækkunar til húsnæðis.
Þessi viðbótarverðbólga sem
stafar af húsnæðishækkunum
skrifast að stærstum hluta á
skortstefnu meirihlutans í
Reykjavík.
Þrýstingur á
verðbólguna stafar
líka af mikilli inn-
lendri eftirspurn
sem skýrist af hröð-
um launahækk-
unum, sem eins og
sjá af samanburði á hækkunum
hjá sveitarfélögunum og al-
menna markaðnum stafar að
drjúgum hluta af aðhaldsleysi
sveitarfélaganna. Þar ber
Reykjavíkurborg einnig mesta
ábyrgð því að hún leiðir sveit-
arfélögin í þessum efnum og
sýndi ístöðuleysi í síðustu samn-
ingum. Það kann að vera til vin-
sælda fallið á meðan á því stend-
ur, en afleiðingarnar birtast nú í
hærri verðbólgu en ella sem
bitnar fyrst og fremst á almenn-
ingi.
Við þessar hækkanir launa
hefur nú bæst hagvaxtarauki,
sem atvinnulífið þarf að bera
þrátt fyrir að hafa ekki jafnað
sig á áhrifum kórónuveiru-
faraldursins, sem sést meðal
annars á því að landsframleiðsla
á mann í ár verður líklega 4%
undir því sem hún var þegar
lífskjarasamningarnir voru
gerðir. Þá kemur fram í
Peningamálum að hagvaxt-
araukinn veldur því að uppsafn-
aður hagvöxtur á þessu ári og
því næsta verður 1½% minni en
hann hefði verið án hagvaxt-
araukans og að auki eykur hag-
vaxtaraukinn verðbólguþrýst-
inginn, sem Seðlabankinn segist
þurfa að bregðast við með „því
að herða á taumhaldi peninga-
stefnunnar“, sem þýðir hærri
vexti.
Innlendur verðbólguþrýst-
ingur er því mikill og að stórum
hluta má rekja hann til sveitar-
félaganna, fyrst og fremst þó til
stefnu meirihlutans í Reykjavík.
Við þetta bætast svo hækkanir
erlendis, eins og sjá má á verð-
bólgutölum ytra og umfjöllun
þar um erfiðleika um aðföng, og
vaxtahækkanir, sem er þriðji
stóri þátturinn í verðbólgunni
hér á landi. Hann er utan við
það sem Íslendingar geta haft
áhrif á en þeir geta ráðið við
hina tvo. Það er hægt að stór-
auka framboð á húsnæði í
Reykjavík ef stjórnvöld í
Reykjavík standa ekki gegn því
eins og þau hafa gert árum sam-
an og það er hægt að gera kjara-
samninga sem fela ekki í sér
margfalt meiri hækkanir en í
nágrannalöndunum og eru í
samræmi við framleiðnivöxt í
atvinnulífinu.
Sveitarfélögin vega þungt í
þjóðarbúskapnum og þess
vegna eru vonbrigði hve margir
frambjóðendur, einkum í
stærsta sveitarfélaginu, leggja
litla áherslu á það hlutverk sitt
að sýna ábyrgð með því meðal
annars að halda uppi eðlilegu
framboði af húsnæði og að gæta
hófs þegar kemur að útgjöldum
sveitarfélagsins. Kjósendur
ættu þó að hafa þessi atriði í
huga.
Sveitarfélögin,
einkum Reykjavík,
hafa líka áhrif á
verðbólguþróunina}
Verðbólga og kosningar
Þ
au stefnumál sem Vinstrihreyfingin
– grænt framboð hefur sett á odd-
inn fyrir sveitarstjórnarkosningar
á laugardaginn næsta eiga erindi í
öllum sveitarfélögum. Hvort sem
það er stærsta sveitarfélag landsins, Reykja-
víkurborg, eða þau minni. Sama hvort sveitar-
félög takast á við uppbyggingu innviða, skulda-
stöðu, fjölgun eða fækkun íbúa, þá þurfa
sjónarmið VG að vera við borðið. Þessi sjón-
armið eru annars vegar félagslegt réttlæti,
jöfnuður og kvenfrelsi. Hins vegar eru það
grænu sjónarmiðin, loftslagsmál, náttúruvernd
í heimabyggð, úrgangsmál og fleira.
Húsnæðismál brenna á öllum
Við þurfum að ganga lengra í því að minnka
húsnæðisbyrði á mið- og lágtekjufólki. Hlutfall
þeirra í lægsta tekjufimmtungi, sem búa við íþyngjandi
heimiliskostnað, hefur lækkað um tíu af hundraði síðustu
fimm ár samkvæmt Hagstofunni. Þetta hlutfall er ennþá of
hátt til að vera ásættanlegt. Vinstrihreyfingin – grænt
framboð vill að enginn þurfi að greiða meira en þriðjung af
ráðstöfunartekjum í húsnæðiskostnað. Það markmið mun
ekki nást ef uppbygging húsnæðis verður alfarið í höndum
markaðarins. Til þess að jöfnuður ríki þarf jöfnuður að vera
á dagskrá í sveitarstjórn. Við í VG viljum tryggja óhagn-
aðardrifnum leigufélögum lóðir og þannig styðja við upp-
byggingu á leigufélögum á félagslegum forsendum. Með því
að ganga lengra í að byggja upp heilbrigðari fasteigna-
markað verður betur tryggt að allir íbúar hafi jöfn tækifæri.
Þannig þarf einnig að vinna að því að bæta
hag barnafjölskyldna. En samkvæmt gögnum
Hagstofunnar hefur staða barnafjölskyldna á
húsnæðismarkaði ekki batnað að sama marki
og staða annarra. Til þess að bæta þeirra hag
er mikilvægt að brúa bil milli fæðingarorlofs
og leikskóla. En einnig að stíga skref í átt að
gjaldfrjálsum skólamáltíðum og leikskóla. Í
þeim efnum þarf að forgangsraða í þágu þeirra
sem hafa minnstar tekjur og þurfa þannig
mest á aðstoð að halda. Með þeim hætti göng-
um við lengra í því að skapa jöfnuð.
Sveitarfélög og loftslagsmál
Næsta kjörtímabil er afgerandi í því hvort
íslenskt samfélag nær markmiðum sínum í
loftslagsmálum. Sveitarfélög geta haft mikið
um það að segja með ákvörðunum sínum um
uppbyggingu almenningssamgangna, reglusetningu í
deilihagkerfinu og skipulagsmálum. Með því að draga úr
umferð drögum við úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
Með því að byggja hverfi upp sem „15 mínútna“ hverfi og
styrkja almenningssamgöngur sláum við tvær flugur í
einu höggi. Við drögum úr umferð og þannig útblæstri
gróðurhúsalofttegunda en drögum líka úr kostnaði al-
mennings við samgöngur. En kostnaður við samgöngur er
meira íþyngjandi fyrir lægri tekjuhópa en þá hærri.
Setjum X við V á laugardaginn, kjósum með jöfnuði og
bættum hag almennings.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
VG á alltaf erindi
Höfundur er matvælaráðherra. svandis.svavarsdottir@mar.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
„Aðilar eru sammála um að
tryggt verði rekstraröryggi á
Reykjavíkurflugvelli á meðan
undirbúningi og gerð nýs flug-
vallar stendur, þar með talið
eðlilegt viðhald og endurnýjun
mannvirkja í samræmi við
ákvæði gildandi samgönguáætl-
unar Alþingis. Miðað verði við
að Reykjavíkurflugvöllur geti
áfram þjónað innanlandsflugi á
fullnægjandi hátt þar til nýr
flugvöllur er tilbúinn til notk-
unar.“
Svo segir orðrétt í sam-
komulagi ríkisins og Reykjavík-
urborgar frá 28. nóvember
2019, þar sem fjallað var um leit
að nýju flugvallarstæði á suð-
vesturhorni landsins. Var sjón-
um aðallega beint að Hvassa-
hrauni. Samkomulagið
undirrituðu Sigurður Ingi Jó-
hannsson, þá samgöngu-
ráðherra, og Dagur B. Eggerts-
son borgarstjóri.
Öryggi vallar
verði tryggt
SAMKOMULAG FRÁ 2019