Morgunblaðið - 11.05.2022, Page 15

Morgunblaðið - 11.05.2022, Page 15
UMRÆÐAN 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 OSMANTHUS EAUDE TOILETTE Umvefðu þig blómum Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Enn eina ferðina byrjar fjörið hér í bæ og fólk byrjar að velta því fyrir sér hvað það á að kjósa. Það er stór og jafnframt mikilvæg ákvörðun hvað þú kýst, því fólkinu sem þú kýst gefurðu möguleika á að tryggja lífsgæði, loft- gæði og umhverfið fyrir þig og komandi kyn- slóðir hér í Reykjanes- bæ. Allt snýst þetta um traust til frambjóðenda. Vissulega eru kosninga- loforðin eins misjöfn og þau eru mörg en yfir- leitt eiga þau það öll sameiginlegt að þau eru „gylliboð“ til að ná til kjósenda. Stundum er jafnvel gengið það langt að fyrir fram er vitað að engin innistæða er fyrir þeim hjá veikum bæjarsjóði, engu að síður er haldið áfram á sömu braut í að telja kjósendum trú um annað, það er bæði gömul saga og ný hér í bæ. Það merkilega við kosningar er sú staðreynd að sömu kosningaloforðin eru gefin aftur og aftur, stundum finnst fólki eins og „copy paste“ sé viðloðandi eða fast í kerfi ljósrit- unarvélarinnar góðu þegar snepl- arnir með fögru fyrirheitunum fara þar í gegn. Vissulega eru mörkuð spor og áherslur og innviðir hafa ver- ið og verða áfram lagaðir, en stóra spurningin þegar inn í kjörklefann er komið verður alltaf á endanum: Hverjar voru efndirnar fyrir mig sem íbúa og skattgreiðenda? Hverjar eru líkurnar á því að nýtt fólk í brúnni muni gera betur en þeir sem fyrir voru? Ég fyrir mitt leyti er mjög ánægð- ur með að mitt baráttumál og fleiri til fjölda ára sé loksins komið í góðan farveg, en í nýlegri frétt í fjölmiðlum og pósti, sem mér barst 28. apríl sl. frá Krabbameinsfélagi Íslands, segir orðrétt að samstarf hafi náðst milli Krabbameinsfélagsins og bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar um að Reykjanesbær leggi Krabbameins- félaginu til fé til rannsóknar á því hverju hið mikla nýgengi krabba- meins hér um slóðir veldur. Það kom líka fram í sömu frétt að mikill áhugi væri í Reykjanesbæ á að fá þessi mál öll á hreint og vitnað í lýðheilsufull- trúa bæjarins og því ber sérstaklega að fagna þótt málið hafi tekið tíma í kerfinu. Sagt er að góðir hlutir gerist hægt, en ef þeir skila sér þótt síðar sé þá má fyrirgefa og fagna hverju sinni. Einmitt þetta tel ég vissan áfanga- sigur fyrir okkur íbúa sveitarfélags- ins í því að fá öll þessi mál á hreint og hefur Krabbameinsfélagið upplýst að það hafi fengið sér til aðstoðar er- lenda aðila eins og opinbert er orðið. Svo er bara að bíða og sjá hvert um- rædd rannsókn kann að leiða okkur, en hvað sem öðru líður er það opin- bert að rannsóknin mun eiga sér stað og niðurstaðna úr henni að vænta með haustinu 2022. Mín skoðun í dag er sú að hætta að horfa til hægri eða vinstri en þess í stað horfa eingöngu til framtíðar fyr- ir mitt sveitarfélag. Það vilja allir flokkar og allir á listunum sem bjóða fram gera bæinn okkar betri, þetta er bara spurning um hverjum þú treyst- ir til að leiða verkefnið hverju sinni. Í hreinskilni sagt er valið erfitt í dag, því það er flott og frambærilegt fólk á öllum listum, í sumum tilvikum skyld- menni, vinir og félagar, erfitt að gera upp á milli fólks skiljanlega. Ástæða þess að ég nýti alltaf kosn- ingarétt minn er aðallega svo ég hafi rétt á að tjá mig um hlutina, þ.e.a.s. hvernig fólk hefur staðið sig í að efna það sem lofað var. Nú ef það fór ekki eins og ég vildi þá hef ég alltaf val um hvar X skal setja. Verum stolt af því að vera íbúar Reykjanes- bæjar og verum stolt af því að hafa eitthvað um mannanna verk að segja hverju sinni. Ver- um þess vel meðvituð að bæjarfulltrúar og þeir sem bjóða fram krafta sína næstu fjög- ur árin hér í bæ eru bara fólk eins og við hin og ekki yfir neina hafn- ir. Sama á við um okkar góða bæjarstjóra, sem ég nota bene vil hafa áfram enda Kjartan Már Kjartansson kom- ið sterkur inn sem slík- ur sl. tvö kjörtímabil og fyrir það ber að þakka. Setjum okkur í kosn- ingagírinn, tökum fram góða skapið og skund- um á kjörstað 14. maí næstkomandi. Gerum Reykja- nesbæ að frábæru bæj- arfélagi að búa í nú sem endranær, um það snýst málið og ekki neitt ann- að. Góðar stundir. Eftir Sigurjón Hafsteinsson Sigurjón Hafsteinsson »Gylliboð eða innihaldslaus kosningaloforð? Þitt, kjósandi góður, er að vega og meta hvort innistæða sé fyrir slíku. Höfundur er umhverfissinni og íbúi í Reykjanesbæ. Enn eina ferðina byrjar fjörið í Reykjanesbæ Hann er í rauninni að slá vindhögg, fulltrúi Viðreisnar í Reykjavík sem ætt- aður er frá Póllandi, Pavel að nafni og talar prýðilega íslensku. Vill ef endurkjörinn verður troða niður heilu íbúðahverfi innan vall- arsvæðis Reykjavík- urflugvallar þótt Isavia og flugmenn al- mennt gjaldi varhug við því. Vilji sem sagt ekki sjá þetta fremur en íbúar Skerjafjarðar, rótgróins hverfis í grennd. Liggur einnig í augum uppi meðal alls almennilegs fólks. Ekki þó hjá Viðreisn né hinum furðuflokkunum í borgarstjórn höf- uðborgar einnar framsæknustu þjóðar jarðar – svo blessunarlega eru það allt önnur yfirvöld en borg- arstjórnin sem ráða munu örlögum flugvallarins og þessa nýja ágæta hverfis – sem hæglega ætti að vera hægt að færa í heilu lagi yfir á ann- að hentugt svæði í eigu borgarinnar. Vitaskuld flatlent, ekki má öll þessi skipulagsvinna fara forgörðum. Ónýtast! Alvörufólk á auðvitað að stjórna höfuðborginni. Ekki draumórafólk með sósíalískar ranghugmyndir og firrur í kollinum. Og þá kemur Sjálf- stæðisflokkurinn ósjálfrátt strax upp í hugann. Þar er að finna raunsæja fólk- ið með þekkinguna og reynsluna. Fólk á öll- um aldri sem áttar sig á samhengi hlutanna og er víðsýnt. Ólíkt vinstriflokkunum sem sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Hörmuleg óstjórn höfuðborg- arinnar á núverandi kjörtímabili er til vitnis um það. Konur virðast hafa yfirtekið Sjálfstæð- isflokkinn í Reykjavík, má nánast segja fullum fetum. Þrjár rosaflott- ar konur og þrír karlkyns reynslu- boltar í sex efstu sætum framboðs- ins ættu að vera uppskrift að ágætum árangri í kosningunum í vor. Vel við hæfi á „öld vatnsber- ans“ – sem þýðir víst í rauninni „öld konunnar“ og kvað hafa gengið í garð fyrir tveimur eða þremur ára- tugum. Segir sig eiginlega sjálft; konurnar eru traustara kynið og bera jafnan vatnið (vökvana marga og misjafna) í hús. Íslendingar almennt eru skyn- samt og gott fólk. Ég fullyrði það af öryggi atvinnumannsins. Það kæmi manni því illilega á óvart ef Píratar eða Sósíalistar næðu einhverju flugi. Niðurrifsöfl sýnist manni sem ekki hafa mikið álit á uppbyggingu for- feðranna, jafnvel þótt þar sé oft um að ræða stórvirki á mörgum sviðum. Ekki er þó líklegt að þetta ágæta Eftir Pál Pálmar Daníelsson » Falsfréttaflutningur og hálfsannleikur er sérgrein vinstrisins, auk beinna lyga og fals- vináttu. Því ber að hafa allan vara á sér og trúa varlega ýmsum stað- hæfingum. Páll Pálmar Daníelsson Höfundur er leigubílstjóri. Kjósum af varkárni í vor fólk sé endilega með betri úrræði á hraðbergi – upphrópanirnar á Al- þingi bergmála í Reykjavík. Vel skipulagðar árásir á formann Sjálfstæðisflokksins að undanförnu vegna sölunnar á hlut í Íslands- banka gætu ruglað fólk og afvega- leitt, eins og að er stefnt. Fals- fréttaflutningur og hálfsannleikur er sérgrein vinstrisins, auk beinna lyga og falsvináttu. Því ber að hafa allan vara á sér og trúa varlega ýmsum staðhæfingum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Hildur Björnsdóttir, kemur svo sannarlega sterk inn í myndina sem slík. Eftir að hafa heyrt í henni á öldum ljósvakans nokkrum sinnum í viðtölum, þar sem hún hefur farið yfir málin með óvenju snaggaralegum og skýrum hætti, get ég með góðri samvisku gefið henni mína hæstu einkunn (9,5) og hvet borgarbúa og auðvitað alla Íslendinga til að kjósa XD.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.