Morgunblaðið - 11.05.2022, Síða 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022
„ÞAU ERU EKKI KOMIN. Á ÉG AÐ
HRINGJA Í ÞAU OG MINNA ÞAU Á HVAÐ
ÞÚ ERT MIKILVÆGUR?“
„HANN ER BÚINN AÐ LÆRA Á TROMPET Í
TVÖ ÁR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera sammála um
að vera ósammála.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HEYRÐU… KANNSKIÆTTUM VIÐ
AÐ KYNNA ÞÁ FYRIR
HVORÖÐRUM!
ÉG LÆT EKKI KOMA FRAM VIÐ
MIG EINSOG DÝR Í BÚRI!
JÓN,
JÓN,
JÓN…
EKKI VERA SVONA FÚLL! LEYFÐU
HINRIKI PRINS AÐ GEFA ÞÉR HNETU!
ÉG ÁTTI MÉR
ÍMYNDAÐAN VIN
ÞEGAR ÉG VAR
LÍTIL
ÉG
LÍKA!
una snúast mikið um langhlaup,
fjallahjól og skíðaferðir innanlands
og erlendis og að eyða tíma með
fjölskyldunni. Svo reyni ég að troða
golfinu inn á milli. Ég er núna að
æfa fyrir Laugavegshlaupið sem ég
er að fara að hlaupa í fimmta skiptii
og reyni að taka þátt í alls konar
viðburðum sem þjálfa mig fyrir það.
Síðast hljóp ég Puffin run í Eyjum
20 km og næstu hlaup eru í Vík 21
km, Hengillinn 26 km, Laugavegur
55 km, Jökulsárhlaupið 33 km og
Súlur á Akureyri 28 km.“
Fjölskylda
Eiginkona Bjarka er Rannveig
Björk Guðjónsdóttir, f. 11.12. 1974,
hjúkrunarfræðingur á Barnaspítala
Hringsins. Þau gengu í hjónaband
1995, fluttu aftur á Akranes 2007 og
byggðu sér hús á Hlynskógum 6 þar
sem þau búa enn í dag. Foreldrar
Rannveigar eru hjónin Guðjón Sól-
mundsson, f. 9.5. 1948, og Sigríður
Karen Samúelsdóttir, f. 31.7. 1952.
Þau eru búsett á Akranesi.
Börn Bjarka og Rannveigar eru:
1) Eiður Daði, f. 7.5. 1996 á Akur-
eyri, jarðfræðingur, hann er í sam-
bandi með Áslaugu Jónu Rafnsdótt-
ur og saman eiga þau Jaka Hrafn, f.
10.3. 2022; 2) Alex Mar, f. 23.11.
1999 á Akureyri, nemi í sjúkraþjálf-
un, hann er í sambandi með Nönnu
Lísu Schweitz Ágústsdóttur; 3) Þor-
geir Örn, f. 9.1. 2003 í Reykjavík,
rafvirkjanemi í Fjölbrautaskóla
Vesturlands, hann er í sambandi
með Emblu Ísaksen; 4) 2010 Lena
Björk, f. 26.8. 2010 á Akranesi, nemi
í Grundaskóla.
Systkini Bjarka eru Anna Ósk, f.
22.8. 1965, viðskiptafræðingur, bú-
sett í Reykjavík; Hjörtur, f. 23.10.
1966, málarameistari, búsettur í
Reykjavík og Rósa Björk, f. 2.12.
1980, viðskiptafræðingur, búsett á
Akranesi.
Foreldrar Bjarka voru hjónin.
Valgerður Gísladóttir, f. 17.12. 1944,
d. 19.2. 2021, húsmóðir og listakona,
og Lúðvík Jakobsson, f. 12.12. 1944,
d. 20.8. 1989, trésmiður. Þau bjuggu
lengst af á Akranesi. Valgerður var
síðastliðin 25 ár í sambúð með Þor-
valdi Valgarðssyni, f. 24.7. 1945,
fyrrverandi bónda á Eystra-Miðfelli
í Hvalfjarðarsveit. Hann er búsett-
ur á Akranesi.
Bjarki
Lúðvíksson
Kristín Sveinbjörnsdóttir
húsmóðir á Mýrum
Hjörtur Rósmann Jónsson
bóndi á Mýrum í Eyrarsveit
Rósbjörg Anna Hjartardóttir
húsmóðir í Grundarfirði og á Akranesi
Jakob Karel Þorvaldsson
smiður í Grundarfirði og á Akranesi
Lúðvík Jakobsson
trésmiður á Akranesi
Kristín Karolína Jakobsdóttir
húsmóðir á Skerðingsstöðum
Þorvaldur Þórðarson
bóndi á Skerðingsstöðum í Eyrarsveit
Ragnheiður Guðmundsdóttir
húsmóðir á Akranesi og í Reykjavík
Guðmundur Steinsson
verkamaður á Akranesi og í Reykjavík
Ósk Guðmundsdóttir
húsmóðir á Akranesi
Gísli Kristinn Bjarnason
húsasmíðameistari á Akranesi
Helga Sigríður Bjarnadóttir
húsmóðir á Akranesi
Bjarni Gíslason
trésmiður á Akranesi
Ætt Bjarka Lúðvíkssonar
Valgerður Gísladóttir
húsmóðir og listakona
á Akranesi
Gylfi Þorkelsson yrkir á Boðn-
armiði:
Vor af svefni vaknar stillt,
velgir morgunsopa,
gefur svo, í geði milt,
grundu tíu dropa,
spóinn vellur, vængjum fer,
vagar gæs í móa,
hrossagaukur hraðar sér,
hreiðrar um sig lóa.
Ingólfur Ómar Ármannsson
kveður:
Lyftir art og lífgar móð
ljúfust skarta kynni.
Sólar bjarta geislaglóð
glæðir hjartans inni.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
um „Mynd í ramma“.
Líkt og andblær líði hjá
lifnar gömul saga,
fjöllin verða fagurblá
sem forðum daga,
grundin ilmar, glóey heit
geislana sína
fléttar þá um fagra sveit,
og föður minn
og móður mína.
Eggert J. Levy orti 7. maí á
Reykjaskóla í Hrútafirði á 55 ára
útskriftarafmæli:
Áttum góða yndisstund
öllum þótti gaman
gott að hafa góða lund
gátum hlegið saman.
Ekki er það gott ef satt er. Gunn-
ar J. Straumland yrkir:
Allra mest við eygjum flest
ótal bresti náungans.
Mannsins lesti munum best
mitt í verstu stundum hans.
Í Prestavísum segir frá því að sr.
Sigurður Pálsson í Hraungerði hafi
átt altari sem blása mátti upp og
nota hvar sem var. Sr. Helgi Sveins-
son orti:
Vindaltari í fræga ferð
flytja má í skyndi.
Eftir myndar messugerð
má svo hleypa út vindi.
Enn segir í Prestavísum: Hr.
Ólafur Skúlason biskup vísiteraði
Viðvíkurkirkju í Skagafirði 27. maí
1991. Sr. Hjálmar Jónsson vitnaði í
ræðu biskups í þessari vísu:
Vonandi reynist ei mönnum til meins
að mörg hver er freistingin byrði;
að hjörtun séu víst alveg eins
í Eden og Skagafirði.
Þórarinn Eldjárn yrkir og kallar
„Gagn ógaman“:
Gagnrýna álitsgjafa
er gagnlaust að hafa – án vafa –
en samt er það slæmt
ef slæmt verk er dæmt
af sláturleyfishafa.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vorið er að vakna
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Blóma kjóll
7.990 kr
Stærðir 42-58
Soft túnika
6.990 kr
Stærðir 42-50
Sólarlanda kjóll
7.990 kr
Stærðir 42-58
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
KJ
Frábært úrval af fatnaði í stærðum 42-58
Þú getur skoðað úrvalið og
pantað í netverslun www.curvy.is
Afgreiðslutímar í verslun Curvy
í Hreyfilshúsinu við Grensásveg
Alla virka daga frá kl. 11-18
og Laugardaga frá kl. 11-16