Morgunblaðið - 11.05.2022, Síða 28

Morgunblaðið - 11.05.2022, Síða 28
Tónverkin Víddir eftir Báru Gísladóttur og Mother Melancholia eftir Sóleyju Stef- ánsdóttur eru til- nefnd fyrir Íslands hönd til tónlistar- verðlauna Norður- landaráðs 2022 fyrir listrænt gildi sitt. Frá Danmörku eru til- nefnd enTmenschT eftir Line Tjørnhøj og Whyt 030 eftir SØS Gunver Ry- berg, frá Finnlandi Alma! eftir Minnu Leinonen og Uni jo- hon herään eftir Yonu, frá Færeyjum 1902 eftir Unn Paturson, frá Grænlandi Visualize Happiness eftir And- achan, frá Noregi The Exotica Album eftir Øyvind Torv- und og Hybrid Spetakkel eftir Knut Vaage og frá Svíþjóð Diversity eftir Ebo Krdum og Silent Earth eftir Karin Rehnqvist. Íslensku dómnefndina skipa Anna Þorvalds- dóttir, Arnar Eggert Thoroddsen og Ásmundur Jónsson. Umsögn þeirra um íslensku verkin má lesa á norden.org. Bára og Sóley tilnefndar þetta árið Bára Gísladóttir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Nóttin er minn tími og mér líður allt- af vel undir stýri,“ segir Finnlaugur Helgason leigubílstjóri. Á þeim tíma kvölds þegar mannlífið er að gírast niður og margir á leið í háttinn heldur okkar maður á taxanum af stað. Bíll númer 468 hjá Hreyfli stimplast inn á stöðinni og er á svæði 14, eins og Ár- bæjarhverfið í Reykjavík er merkt í kerfi stöðvarinnar. Vaktina byrjar Finnlaugur þó jafnan á stöð Orkunn- ar við Vesturlandsveg og kaupir þar hressingu. Segist alveg ómögulegur nema fá kaffi og ætíð hressir sopinn, eins og gjarnan er sagt. Tíu túrar yfir nóttina Sjaldnast líður langur tími frá því Finnlaugur kemur út á göturnar á ellefta tímanum uns fyrstu túrarnir detta inn. Sumir sem panta bíl eru að fara á næturvakt, aðrir á heimleið og hringja því eftir bíl. „Að gera út leigu- bíl á daginn er mikið hark fyrir oft litla vinnu. Á nóttunni eru hins vegar fáir taxar á götunni og við sem ökum þá getum því fengið talsverð við- skipti. Tíu túrar á einni nóttu er al- gengt og að fá ferð suður á Keflavík- urflugvöll undir morgun er best,“ segir Finnlaugur og áfram: „Næturfarþegar geta til dæmis verið þau sem vinna á sjúkrahús- unum og eru að ljúka vakt eða byrja snemma, bílstjórar á strætó og trukkum sem keyra langt fram á kvöld og svo framvegis. Einnig keyr- um við oft þetta fólk sem er í vanda- málum, sem geta verið af ýmsum toga.“ Vaxandi vegur Yfir nóttina koma stundum lá- deyður hjá leigubílstjóranum, sem er með sjónvarp í bílnum og lítur því á bíómyndir eða spennuþætti á dauð- um tímum. Annars er vaxandi vegur í viðskiptum nú þegar mannlíf er að komast á rétt ról eftir kórónutímann. „Á tímabili þegar veiran var í al- gleymingi var nánast ekkert að gera hjá leigubílstjórum. Maður var þó úti á götunum, einfaldlega til að tryggja þjónustu, en tekjurnar rétt dugðu fyrir kostnaði en ekki launum,“ segir Finnlaugur, sem ekur um á KIA Kar- ens, góðum díselbíl sem reynst hefur vel. Fast stöðvarleyfi hjá Hreyfli fékk hann árið 2018, en hafði þá gripið í leigubílaakstur jafnhliða öðru í all- mörg ár. Var því kominn með ágæta reynslu í starfi loksins þegar leyfið fékkst. „Mér finnst mjög varasamt að gefa eftir svo nánast allir geti fengið stöðv- arleyfi og farið að keyra leigubíl. Al- mennt talað eru nógu margir leigubíl- ar úti á götunum og að því leyti er jafnvægi á markaðnum. Að vísu kem- ur undir morgun um helgar kúfur svo bið eftir bíl er löng eða engan að fá. Þetta eru samt ekki nema tvær til þrjár klukkustundir í hvort sinn, þá sjaldan þetta gerist, og málið því ekki svo stórt að kerfisbreytingar þurfi.“ Annar svipur á nóttu en degi Finnlaugur segir að vissulega verði leigubílstjórar vitni að ýmsu, sem ef til vill eigi ekki að fara hátt. Mannlífið í borginni birtist í ýmsum myndum og hafi til dæmis allt annan svip á nóttu en degi. „Annars finnst mér bara skemmtilegur þessi fjölbreyti- leiki sem er meðal farþega. Þetta er alls konar fólk. Stundum þarf fólk að létta á hjarta sínu og segir leigu- bílstjóranum sögu sína, rétt eins og margir rekja raunir sínar við bar- þjóninn. Lífið er alls konar.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Leigubílstjóri Finnlaugur hjá Orku við Vesturlandsveg á leiðinni út í nóttina. Vaktin byrjar alltaf á kaffibolla. Finnlaugur á ferðinni - Reykjavíkurnætur - 468 af stöðinni - Tíu túrar á taxa MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 131. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. ÍBV tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í handbolta með 34:27-heimasigri á Haukum í fjórða leik liðanna í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. ÍBV vann einvíg- ið 3:1 og mætir Íslands- og bikarmeisturum Vals í úr- slitum. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en ÍBV lagði grunninn að sigrinum með góðri byrjun í seinni hálfleik. Þegar lítið var eftir fóru Haukar að hengja haus, ÍBV gekk á lagið og vann að lokum sannfærandi sigur. Ásgeir Snær Vignisson og Arnór Viðarsson skor- uðu fimm mörk hvor fyrir ÍBV. »22 ÍBV mætir Val í úrslitaeinvígi ÍÞRÓTTIR MENNING Sóley Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.