Morgunblaðið - 18.05.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022
Rað- og smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Límmiðar
Prentun
Tilboð/Útboð
Auglýsing um skipulagsmál
í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur
að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Hagi lóð L165212, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.5.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir
Haga lóð L165212. Gert er ráð fyrir byggingareitum fyrir allt að fjórum frístundahúsum / gestahúsum og
skemmu ásamt því að skilgreina reit undir núverandi hús með áform um að stækka það síðar. Aðkoma að
svæðinu er af Hagavegi (286) meðfram Breiðuvík og um einkaveg þaðan.
Hrafnhólmi og Hrafntóftir 3, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.5.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir
Hrafnhólma og Hrafntóftir 3. Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, gestahúss og skemmu á hvorri lóð.
Aðkoma að svæðinu er af Þykkvabæjarvegi nr. 25.
Gaddstaðir íbúðasvæði í stað frístundasvæðis, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.5.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á
gildandi deiliskipulagi fyrir Gaddstaði. Lögð er fram tillaga fyrir þann hluta svæðisins sem þegar hefur
hlotið staðfestingu í aðalskipulagi sem íbúðasvæði, þar sem skilmálar hafa verið skilgreindir að nýju.
Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi nr. 1.
Leirubakki, Efra-Fjallaland, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.5.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi
fyrir nýtt frístundasvæði úr landi Leirubakka. Gert verði ráð fyrir allt að 40 frístundalóðum á skilgreindu
frístundasvæði jarðarinnar. Aðkoma að svæðinu er um núverandi vegtengingu frá Landvegi (26) og um
Réttarnesveg og þaðan um veg, sem liggur að frístundalóðum Efra – Fjallalands.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu
og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 29. júní 2022.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra
í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
RANGÁRÞING YTRA
Tilkynningar
Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með
auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögu.
PRESTHÚSAGERÐI - Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagið nær yfir 3.088 m². Innan skipulagssvæðisins er
gert ráð fyrir nýbyggingum á einbýlishúsi ásamt gestahúsi.
Tillaga þessar liggur frammi hjá fulltrúa skipulags- og byggingar-
mála í Mýrdalshreppi Austurvegi 17, 870 Vík og á heimasíðu
Mýrdalshrepps www.vik.is frá 18. maí 2022 til og með 1. júlí 2022.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu
Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á
bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út
föstudaginn 1. júlí 2022.
George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshrepps
Auglýsing um skipulagsmál
í Mýrdalshreppi
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Morgunspjall,
heitt á könnunni milli kl. 9-11. Jóga með Grétu kl. 12.15 og 13.30.
Söngstund með Helgu Gunnars kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15. Bókaspjall
með Hrafni kl. 15. Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir.
Árbæjarkirkja Kyrrðar- og fyrirbænarstund kl. 12 í kirkjunni. Léttar
veitingar í safnaðarsal gegn vægu gjaldi. Opið hús, fullorðinsstarf.
Leikfimi, spjall, öðru hverju koma góðir gestir og segja frá einhverju
skemmtilegu. Kaffi og meðlæti og spjall.
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Bónusbíllinn fer
frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Pílukast kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir.
Sími 411-2600.
Boðinn Handavinnustofa er opin frá kl. 12.30-16. Sundlaugin er opin
frá kl. 13.30-16.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Morgunleikfimi með Halldóru á RÚV kl. 9.45-10. Ljóðahópur Soffíu kl.
10-12. Línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heimaleikfimi
á RÚV kl. 13-13.10.Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl.
14.30-15.30.
Garðabær Kl. 9 pool-hópur í Jónshúsi, kl. 10 gönguhópur frá Jóns-
húsi, kl. 10.30 skák og scrabble í Jónshúsi, kl. 11 stóla-jóga í Kirkju-
hvoli, kl. 12.30-15.40 brids í Jónshúsi, kl. 13 leirnámskeið í Smiðjunni,
kl. 13 gönguhópur frá Smiðju, kl. 15 / 15.40 / 16.20 vatnsleikfimi í Sjá-
landi, kl. 16.30 Zumba Gold í Kirkjuhvoli.
Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa og verkstæði. Kl. 10-
11.15 botsía, opinn tími. Kl. 13-15.30 postulínsmálun. Kl. 13 til ca 15
bingó.
Hraunsel Billjard kl. 8 -16. Stóla jóga kl. 10. Línudans kl. 11. Bingó kl.
13. Handverk kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Fram-
haldssaga kl. 10.30. Handavinna, opin vinnustofa kl. 13-16. Brids kl.
13. Söguganga með Soffíu Sæmundsdóttur myndlistarkonu kl. 13,
skráning nauðsynleg. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir
hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll, tveir
styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10. Bingó kl.
13. Vortónleikar Korpusystkina og einsöngur; Einar Örn Magnússon
syngur lög afa síns, Ragga Bjarna, kl. 15.30. Qi-gong kl. 16.30. Gleðin
býr í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni. Postulínsmálun í hand-
verksstofu kl. 9-12. Bókband í smiðju kl. 9-12.30. Myndlist í hand-
verksstofu kl. 13-16. Bókband í smiðju kl. 13-16.30. Hinn sívinsæli
dansleikur með Vitatorgsbandinu er svo á sínum stað frá kl. 14-15 og
síðdegiskaffið. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartan-
lega velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Skólabraut: Kaffikrókur frá kl. 9. Leir kl. 9. Botsía kl. 10.
Handavinna, samvera og kaffi kl.13. Billjard í Selinu kl. 10. Kyrrðar-
stund í kirkjunni kl. 12.Timburmenn í Valhúsaskóla kl. 13. Gler í félags-
heimilinu kl. 13. Í dag er síðasti dagur skráningar vegna GAMAN
SAMAN sem verður á morgun í salnum á Skólabraut kl. 17.30. Grill-
vagninn, söngur og gaman. Skráning og uppl. hjá Kristínu í síma
8939800.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
alltaf - allstaðar
mbl.is
menn í Skíðadeild Fram, fengum
að njóta þess að æfa skíði á með-
an Benni var í forsvari fyrir
Fram. Hann hefur því tengst
okkur órjúfanlegum böndum í
langan tíma í sportinu. Skálinn
okkar í Eldborgargili var byggð-
ur upp af hörkuduglegu skíða-
fólki á árunum 1988-1991. Hann
var byggður að stórum hluta í
sjálfboðavinnu og minnumst við
stjórnarmeðlimir þess að við
eyddum nokkrum tíma í að sópa,
naglhreinsa og skafa undir
„harðri“ stjórn góðra manna,
meðal annars Benna. Þrátt fyrir
brösugleg ár okkar Framara eft-
ir að gangsetningu lyftunnar
okkar var hætt og hún loks fjar-
lægð af svæðinu, stóð eftir þessi
fallegi, vel byggði skáli sem, eins
og aðrar eignir, þarf viðhald og
eftirlit. Benni gekk inn í það hlut-
verk af miklum áhuga og natni.
Oft var því fleygt fram að við
værum komin með skálavörð í
ólaunað starf, þar sem hann
sinnti skálanum okkar góða af
mikilli alúð og festu. Hann gerði
sér ferðir til að huga að skálan-
um eftir vond veður. Voru örugg-
lega allir gluggar óbrotnir, var
nokkur vatnsleki eða vantaði
kannski bara klósettpappír?
Ávallt var hann boðinn og búinn
að sinna tilfallandi verkefnum.
Verandi varamaður í stjórn, sótti
hann alla aðalfundi og nú síðast í
apríl síðastliðnum. Eins og
endranær kom hann með hug-
myndir og vangaveltur um betri
nýtingu skálans og hvað þyrfti að
gera til þess að halda honum við
og betrumbæta á meðan ekki
væri til staðar lyfta til að nota í
Eldborgargili. Hann var ávallt
vakinn og sofinn yfir skálanum
okkar og deildinni.
Benni kom víðar við i störfum
fyrir skíðahreyfinguna. Hann
var meðal annars formaður
Skíðasambands Íslands á árun-
um 1994-1998. Framlag Bene-
dikts til skíðaíþróttarinnar var
mikið og alltaf var hægt að leita í
hans miklu reynslu við úrlausn
mála sem komu upp.
Við í stjórn Skíðadeildar Fram
vottum fjölskyldu hans og vinum
innilega samúð. Megi minning
um góðan mann lifa áfram.
Stjórn Skíðadeildar Fram.
Lára Guðrún Jónsdóttir,
Ingi Rafnar Júlíusson.
Nú er Benedikt Geirsson lát-
inn eftir erfið veikindi. Það er
erfitt að sjá á eftir þessum góða
félaga, sem nú hefur yfirgefið
okkur. Það var ótrúlegt að fylgj-
ast með Benna í veikindum sín-
um, sem hann tæklaði af æðru-
leysi og dugnaði. Þegar þessi
alvarlegu veikindi voru staðfest,
ákvað Benni að draga úr vinnu
og einbeita sér að því að berjast
við sjúkdóminn og njóta þess
sem hann gat með erfiðum veik-
indum. Áfram var farið á skíði og
farið í sumarbústaðinn og
ferðast. Sjúkdómurinn ágerðist
og sigraði eftir erfiða baráttu.
Þrír af okkur félögunum byggð-
um á sama tíma og Benni fyrir
rúmum fjörutíu árum á sama
horninu í Seljahverfi og höfum
við haldið sambandi síðan. Minn-
isstæðar eru skíðaferðir, veiði-
ferðir, útilegur og utanlands-
ferðir, þar sem allir skemmtu
sér vel. Skíði voru eitt mesta
áhugamál Benna. Hann sat í
stjórn Skíðadeildar Fram í mörg
ár og gegndi formennsku í
Skíðasambandi Íslands í fjögur
ár, þar sem hann beitti sér af
krafti í baráttumálum skíða-
hreyfingarinnar og að skíðaað-
staðan í Reykjavík yrði bætt.
Skíðadeild Fram byggði skíða-
skála á þessum tíma, stórt og
vandað hús sem enn er í notkun.
Þær voru ófáar vinnustundirnar,
sem Benni og aðrir félagar
skíðadeildarinnar lögðu fram,
við byggingu skálans. Benni kom
einnig mikið að mótahaldi skíða-
félaga í Reykjavík. Hann kunni á
græjurnar og sagði aldrei nei
þegar hann var beðinn um að-
stoð. Við starfslok hugðist Benni
nota tímann og stunda skíðin af
kappi með fjölskyldunni en
börnum og barnabörnum var öll-
um kennt á skíði fljótlega eftir að
þau byrjuðu að ganga. Því miður
varð þessi tími styttri en vonir
stóðu til. Fyrir 30 árum datt
Benna í hug að það væri senni-
lega gaman að spila golf enda
áhugi á golfi að aukast og golfið
fínt trimm fyrir alla. Benni dró
okkur tvo félagana ásamt eigin-
konum á golfnámskeið. Benni
fann sig ekki alveg í þessu sporti
en við hin féllum og stundum
þetta enn. Þó má segja að Benni
hafi lokið sínum golfferli með
stæl. Við félagarnir gáfumst
ekki alveg upp á Benna og golfi.
Við náðum að fá hann með okkur
til Englands í golfferð á Belfry
þar sem Benni spilaði sinn síð-
asta hring á Brabazon vellinum,
einum frægasta golfvelli heims.
Eftir rúmlega tuttugu ár í Selja-
hverfinu, dreifðist hópurinn þeg-
ar menn fluttu í hentugra hús-
næði á
Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Fljótlega kom í ljós að við fé-
lagarnir vildum halda samband-
inu lifandi. Ákveðið var að hitt-
ast í hádeginu á mánudögum og
ræða þjóðmálin og önnur mik-
ilvægari mál og renna þeim nið-
ur með góðri máltíð. Það var
pláss fyrir fleiri við hádegisborð-
ið þannig að fleiri góðum mönn-
um var boðið að vera með, enda
veitti ekki af að fá fleiri álit á um-
fjöllunarefnum dagsins. Alltaf
skildu menn sáttir, alla vega
nokkurn veginn og Benni boðaði
næsta fund. Nú taka aðrir að
taka að sér fundarboðin. Benna
verður sárt saknað.
Við sendum Helgu, börnum
og barnabörnum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Bragi Jónsson,
Gylfi Héðinsson,
Gunnar Þorláksson,
Hrafn Magnússon,
Hans Kristjánsson,
Eyjólfur Árni Rafnsson,
Gunnar Andrésson.
Benedikt Geirsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar