Morgunblaðið - 18.05.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.05.2022, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 60 ÁRA Albert Þór ólst upp í Reykjavík en býr í Kópavogi. Hann er viðskiptafræðingur (cand. oecon.) að mennt frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í fjármálum fyrir- tækja. Albert Þór starfar við fjármál og fjárfestingar. MAKI Elín Þórðardóttir, f. 1963, rekstrarhagfræðingur og fjármála- stjóri Árvakurs. BÖRN Sara Margrét, f. 1986, Aron Þórður, f. 1996, og Agla María, f. 1999. FORELDRAR Jón Líndal Bóasson, f. 1942. d. 2019, vélstjóri og járnsmiður, og Sigrún Karlsdóttir, f. 1943, fv. fulltrúi og húsmóðir. Búsett í Reykja- vík. Albert Þór Jónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Hreinsaðu hugann og reyndu að komast eitthvað í burtu. Taktu upp hansk- ann fyrir vin sem stendur höllum fæti og mundu að aðgát skal höfð í nærveru sál- ar. 20. apríl - 20. maí + Naut Viss atburður mun hafa djúp áhrif á þig og gera þér ókleift um skeið að sjá hlutina í réttu ljósi. Gefðu umhverfi þínu meiri gaum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Bjartsýni þín og framtakssemi eru smitandi og því vilja allir vera í návist þinni í dag. Búðu í haginn fyrir næsta haust. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Óklárað verkefni dregur ósjálfrátt úr þér allan kraft. Ekki setja þig á háan hest. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú ert frekar viðkvæm/ur núna. Reyndu að blanda meira geði við fólk, það hjálpar. Segðu hlutina hreint út. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Eitthvað veldur þér áhyggjum í dag og óróleiki gerir vart við sig. Þú hefur samt ekkert að óttast. Morgundagurinn verður frábær. 23. sept. - 22. okt. k Vog Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýj- ungagirni. Fylgdu leiðbeiningum, þú þarft ekki að finna upp hjólið aftur. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar. Hrósaðu þér fyrir dugnaðinn sem í þér býr. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þér finnst eitthvað að þér þrengt í vinnunni. Ef þú finnur fyrir minni- máttarkennd ýttu henni þá frá þér. Stilltu væntingum í hóf. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Af hverju ættir þú að flýta þér þegar þú veist ekki hvert þú ert að fara? Hægðu á þér, slappaðu af eða hreinlega stoppaðu. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er ekki við aðra að sakast þótt þú sjáir ekki út úr augum vegna vinnuálags. Veltu því fyrir þér hvar þú vilt vera eftir fimm ár. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú þarft á allri þinni þolinmæði að halda í samskiptum við einstakling í dag. Hóf er best í öllu. Einhver heillar þig í kvöld. áhuga á félagsmálum og var meðal annars í 12 ár gjaldkeri Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar í Reykjavík. Hann kom að stofnun Félags skipstjórnarmanna árið 2004, en það félag var stofnað í kjöl- far sameiningar margra stýri- 2017 sem sérfræðingur í sjótrygg- ingum. Eftir að hann hætti hjá VÍS hóf hann störf hjá Félagi skip- stjórnarmanna og hefur starfað þar sem framkvæmdastjóri síðan í janúar 2019. Árni hefur alltaf haft mikinn Á rni Sverrisson fæddist 18. maí 1962 á Siglu- firði og ólst þar upp. „Það var ævintýri lík- ast, leiksvæðin voru bryggjurnar, fjörurnar, yfirgefnir bátar og braggar sem áður voru heimili síldarverkafólks, þar var ýmislegt brallað. Á sumrin var með- al annars veitt á stöng í sjónum eða í Hólsánni. Á veturna var ég mikið á skíðum öll bernsku- og unglings- árin og tók þátt í flestum skíða- mótum.“ Á Siglufirði snerist lífið um sjávarútveg og vaknaði snemma áhugi Árna á öllu sem sneri að sjó og fiski, hann byrjaði að gella 13 ára, fór að vinna í saltfiski hjá Páli Gíslasyni 14 ára, vann á vöktum í SR loðnubræðslunni 15 ára og byrj- aði þá einnig til sjós, fyrsta túrinn á Degi SI. Árni byrjaði að fara afleys- ingatúra á togaranum Sigluvík sumarið sem hann var 16 ára. Árið 1984 lauk Árni stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Sauðár- króki, eftir það lá leiðin til Reykja- víkur í Tækniskóla Íslands. Árni út- skrifaðist sem útgerðartæknir 1985, en þaðan lá leiðin í viðskiptafræði í HÍ. Hann hóf nám í Stýrimanna- skólanum á hraðferð þegar hann var á þriðja ári í viðskiptafræðinni og ákvað að hætta því og ná sér í skipstjórnarréttindi. Öll námsárin var Árni meira og minna til sjós á hinum ýmsu skipum og bátum, t.d. togurunum Sigluvík SI, Sigurey SI, Ými HF, Viðey RE, Hjörleifi RE, Elliða AK, Keflvíking KE og fleiri skipum. Árni hefur alltaf haft mikinn áhuga á öllu er lýtur að sjávar- útvegi, hann var mörg ár stýrimað- ur og skipstjóri á hafrannsókna- skipum, síðast frá 2000 til 2004 á rannsóknaskipinu Árna Friðriks- syni RE. „Árin hjá Hafrannsókna- stofnun voru ákaflega áhugaverð og lærdómsrík, að kynnast öllu því vís- indafólki sem þar vann var ómet- anlegt.“ Árni ákvað að hætta til sjós árið 2004, þegar honum bauðst framkvæmdastjórastaða hjá Scan- mar á Íslandi, þar var hann í fjögur ár til 2008 er hann réð sig til VÍS, þar sem hann starfaði frá 2008 til manna- og skipstjórafélaga um land allt. Félag skipstjórnarmanna fer nú með samningsrétt fyrir alla skip- stjórnarmenn á Íslandi. Árni hefur setið í fjölmörgum ráðum, nefndum og stjórnum fyrir sjómenn, er með- al annars í stjórn sjómannadags- ráðs, er þar varaformaður fyrir tímabilið 2022-2024. Árni gekk í Oddfellow-stúkuna Baldur nr. 20 IOOF, í febrúar árið 2009. „Það var mikið gæfuspor, þar hef ég kynnst mörgum góðum mönnum og eigin- konum þeirra.“ Í gegnum tíðina hafa áhugamálin breyst hjá Árna, veiðin átti hug hans allan í mörg ár, bæði stang- veiði og skotveiði, auk þess átti hann um árabil strandveiðibát með föður sínum. Einnig átti hann mót- orhjól, ferðahjól sem hann komst á um fjöll og firnindi eftir slóðum og vegum. Þegar Árni var 50 ára fékk hann golfsett í afmælisgjöf frá konu sinni. „Nú má segja að helstu áhugamálin séu fjölskyldan, golfið, Oddfellow- starfið og vinnan. Já, ég lít á vinn- una sem áhugamál, því ég hef alltaf Árni Sverrisson framkvæmdastjóri – 60 ára Fjölskyldan Gunna Bogga, börn, tengdabörn og barnabörn á jólum 2021. Árni er bak við myndavélina. Fékk snemma áhuga á sjómennsku Hjónin Árni og Gunna Bogga á Hamarsvelli í Borgarfirði. Afmælisbarnið Árni er í Odd- fellow-stúkunni Baldri nr. 20 IOOF. Til hamingju með daginn Akureyri Arnór Dan Einarsson fædd- ist 31. október 2021 kl. 19.18 á Sjúkra- húsinu á Akureyri. Hann vó 4.626 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Einar Sigurðsson og Alexía María Gestsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.