Morgunblaðið - 18.05.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.2022, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 8. M A Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 115. tölublað . 110. árgangur . EKKI HRÆDD- UR VIÐ SAM- KEPPNI NÝBYLGJA Á CRUEL WORLD MUN BOSTON KOMAST ALLA LEIÐ Í ÚRSLITIN? HÁTÍÐ Í LA 24 SPENNAN EYKST Í NBA 22VIÐSKIPTI 12 SÍÐUR Andrés Magnússon andres@mbl.is Óformlegar viðræður milli oddvita borgarstjórnarflokka í Reykjavík héldu áfram í gær, bæði með funda- höldum og símtölum. Sem fyrr hverfist umræðan mikið um Fram- sókn, hvort hún vilji fremur horfa til hægri eða vinstri. Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálf- stæðismanna, átti langan fund með Einari Þorsteinssyni, oddvita Fram- sóknar, í gær og segja kunnugir að hann hafi verið árangursríkur til þess að glöggva sig á stöðu og mögu- legum samstarfsflötum. Af fasi Hild- ar var ljóst að hún var hæstánægð með fundinn. Morgunblaðið hefur heimildir fyr- ir því að hún hafi átt fleiri fundi með borgarfulltrúum annarra flokka í gær. Ekki þó fulltrúa Samfylkingar. Af samtölum við ýmsa borgarfull- trúa að dæma er staðan enn þá gal- opin og fátt hægt að útiloka umfram það sem leiðir af yfirlýsingum Pí- rata, Sósíalista og Vinstri grænna. Þannig segir Samfylkingarfólk sam- starf við Sjálfstæðisflokk langsótt, en vill þó ekki hafna því fortakslaust. Af hinum eiginlegu samtölum og þreifingum oddvitanna er fátt að frétta, staðan viðkvæm og enginn vill láta hafa neitt eftir sér. Sumir fót- gönguliðarnir kvarta jafnvel undan því að lítið sé að frétta frá forystunni. Þó er um það talað að fallist sé á það á öllum stöðum að breytinga sé þörf í borginni, en víðtæka sátt þurfi um stærstu málaflokkana. Fram- sóknarmenn telja að það sé vel mögulegt, undir sinni stjórn. Sagt er að innan Samfylkingar séu ýmsir farnir að ókyrrast, m.a. vegna þess að þeir telja að samningar við Framsókn geti reynst erfiðir og dýr- ir, sé það samstarf eini kosturinn. Af þeim sökum hefur þrýstingur aukist á Dag B. Eggertsson borg- arstjóra um að opna á samtal við Sjálfstæðisflokkinn, en hann hefur til þessa ekki viljað taka símann frá Hildi. »2, 10 og 12 Meirihlutaþreifingar milli flestra flokka - Óformlegar viðræður halda áfram - Biðlað til Framsóknar Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir hefur ekki slegið af eftir kosningar. Ákvörðun Bankasýslu ríkisins um að takmarka þátttöku í útboði á 22,5% hlut ríkisins á Íslandsbanka við hæfa fjárfesta, án viðbótar skilyrðis um lágmarkstilboð, fól ekki í sér brot gegn jafnræðisreglu. Auk þess voru fullnægjandi ráðstafanir gerðar af hálfu Bankasýslunnar til að tryggja jafnt aðgengi hæfra fjárfesta að út- boðinu í lagalegu tilliti. Þetta er niðurstaða í lögfræðiáliti sem Logos lögmannsþjónusta vann fyrir Bankasýsluna og Viðskipta- Moggi hefur undir höndum. Bankasýslan fól Logos að leggja mat á það hvort jafnræðis hefði verið gætt við sölumeðferð eignarhlutar- ins í Íslandsbanka, eftir að gagnrýni hafði komið fram, meðal annars frá þingmönnum, um að svo hefði ekki verið. Sem kunnugt er hefur salan hlotið mikla gagnrýni í þjóðfélags- umræðu undanfarið. Í áliti Logos er farið ítarlega yfir aðdraganda sölunnar, fyrirkomulag og kynningu á henni sem og helstu ákvarðanir í tengslum við útboðið. Einnig er vísað til þeirra lagareglna og lögskýringargagna sem helst hafa þýðingu og jafnframt tekin afstaða til þeirra álitaefna sem fyrir liggja. Nánar er fjallað um málið í Við- skiptaMogganum í dag. Segja gætt að jafnræðisreglu - Logos vann álit fyrir Bankasýsluna Morgunblaðið/Eggert Álit Fulltrúar Bankasýslunnar á fundi fjárlaganefndar í lok apríl. Þjóðhátíðardagur Noregs, 17. maí, var haldinn hátíðlegur í gær, en löng hefð er fyrir því hér á landi að þeir Norðmenn sem búsettir eru hér á Íslandi komi saman og haldi upp á daginn. Þau Gunnar Bjarki Hjörleifsson og Malene Mykle- bust settust niður á Fjallkonunni í gær ásamt hundinum Baldri eftir hátíðahöldin, og nutu þau þess að sólin ákvað að skarta sínu prúðasta í til- efni þjóðhátíðardagsins. Morgunblaðið/Eggert Haldið upp á þjóðhátíðardag Norðmanna í sólinni Endurvinnslufyrirtækið Pure North hefur samið við tvö sveitarfélög um tilraunaverkefni til þriggja ára um flokkun og skil á endurvinnanlegum úrgangi. Fleiri sveitarfélög hafa sýnt verkefninu áhuga en það geng- ur út á að íbúar flokki sjálfir úrgang- inn, skili á móttökustöð fyrir- tækisins og fái greitt fyrir. Þar með myndist viðlíka hvati og gefist hefur vel við skil á drykkjarumbúðum. „Hugmyndin er að fyrstu fimm móttökustöðvarnar verði reistar í september og við erum þegar byrjuð að huga að næstu fimm stöðvum,“ segir Sigurður Halldórsson, for- stjóri fyrirtækisins. „Kerfið í dag er þannig að það kostar þig lítið að vera sóði. Með þessu móti fær fólk umbun fyrir að flokka eftir kúnstarinnar reglum. Þeir sem ekki gera það þurfa að borga meira,“ segir forstjórinn. »4 Móttökustöð Pure North stefnir að því að reisa stöðvar um allt land. Borga fólki fyrir að flokka - Tilraunaverkefni í endurvinnslu kynnt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.