Morgunblaðið - 18.05.2022, Blaðsíða 23
ég kæmi aftur, eða hvort ég yrði
sami leikmaður. Myndi ég spila fót-
bolta aftur? Nú er ég hinsvegar
komin aftur og búin að sýna þeim að
þetta er vel hægt.“
Fann á ákveðnu augnabliki
að ég var komin aftur
Ertu sami leikmaður, ertu orðin
100 prósent sátt við formið?
„Hvað æfingar varðar er ég það,
en hinsvegar hef ég ekki síðustu vik-
ur fengið þær mínútur í leikjum sem
ég hefði viljað fá. En á æfingunum
finn ég það algjörlega. Til að byrja
með fann ég klikk hér og þar, en á
ákveðnu augnabliki fann ég að ég
væri ég sjálf á ný.
Vissulega tapaði ég aðeins sjálfri
mér á meðan ég var ólétt. Ég var bú-
in að vera í atvinnumennsku í tólf ár
og allt í einu var ég ekki að spila fót-
bolta. Ég var ekki með liðinu, var
ekki í klefanum og missti aðeins tök-
in á sjálfri mér. Ég var heima á Ís-
landi þó ég búi ekki þar og hugsaði
stundum hvað ég væri að gera. En
auðvitað var ég ófrísk og þurfti bara
að finna mig aftur, finna rétta takt-
inn á ný.
Fyrstu vikuna sem ég æfði með
liðinu í janúar var ég ekkert eðlilega
hæg. Andlega var ég tilbúin, ég vissi
nákvæmlega hvað ég vildi gera við
boltann og hvað ég ætti að gera við
boltann, en líkaminn fylgdi ekki al-
veg með. Það var ótrúlega skrýtið.
Um það bil tveimur vikum seinna
man ég að ég hringdi í Árna eftir æf-
ingu og sagði: Nú er þetta komið, nú
er líkaminn farinn að fylgja með.“
Grindin og bakið í lagi
Fyrsti leikur Söru eftir fæð-
inguna var gegn Dijon í frönsku
deildinni 18. mars, rétt rúmum fór-
um mánuðum eftir fæðingu Ragnars
Franks.
„Ég var sett inn á í hálfleik gegn
Dijon og hjá mér var stórt spurning-
armerki hvernig ég myndi bregðast
við. Ég vissi með sjálfri mér hvernig
ég ætlaði að gera þetta og þegar til
kom leið mér ótrúlega vel á vell-
inum, bæði andlega og líkamlega.
Eftir þessa upplifun sé ég ekkert
standa í vegi fyrir því að konur í
fremstu röð eignist börn og komi til
baka.“
Hún kvaðst vera sátt við hvernig
sér hefði gengið eftir að hún sneri
aftur á völlinn.
„Já, ég get ekki sagt annað. Ég
hafði áhyggjur af því að fá einhvers
konar bakslög og þau komu vissu-
lega. Ég tognaði til dæmis í kálfa en
hef aldrei áður þurft að glíma við
tognanir á ferlinum. En það var ekki
vegna óléttunnar sjálfrar, heldur
vegna langrar fjarveru. Rétt eins og
þegar um meiðsli er að ræða. Ég
fann ekkert til í grindinni eða bakinu
sem ég hafði óttast mest, sem var
ákveðinn sigur á þessum tímapunkti
þar sem ég var komin aftur óvenju
snemma.“
Breytt staða fyrir þriðja
úrslitaleik Meistaradeildar
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær fer Sara frá Lyon eftir
tímabilið en gæti áður orðið bæði
Evrópumeistari og franskur meist-
ari með liðinu. Lyon mætir Barce-
lona í úrslitaleik Meistaradeild-
arinnar á laugardaginn og spilar
síðan tvo síðustu leikina í deildinni
undir lok maí þar sem því nægir stig
til að verða meistari.
„Það leggst að sjálfsögðu vel í mig
að vera á leið í minn þriðja úrslita-
leik í Meistaradeildinni, sem er
draumur allra. Við mætum Barce-
lona sem er eitt besta lið heims og
vann keppnina í fyrra. Allir vilja
taka þátt í þessum leik. Nú er mín
staða breytt og ég veit ekki hvort ég
kem til með að spila. Ég er ekki með
eins fasta stöðu í liðinu og áður, en
er eftir sem áður mjög meðvituð um
að vera hluti af þessum hóp sem fer í
úrslitaleikinn, þó ég muni ekki spila í
90 mínútur að þessu sinni. Ef ég fæ
einhverjar mínútur í úrslitaleiknum
mun ég gera allt sem í mínu valdi
stendur til að vinna þennan titil á
ný,“ sagði Sara Björk Gunn-
arsdóttir.
lið með firnasterkan varnarleik,
þannig að ekki má búast við að leikir
liðanna muni einkennast af mikilli
stigaskorun.
Jayson Tatum hefur verið frábær
hjá Boston það sem af er úr-
slitakeppninni. Hann lék betur en
bæði Kevin Durant og Giannis Ante-
tokounmpo í tveimur fyrstu umferð-
unum, sem skóp sigur Boston í þeim
leikseríum. Honum tókst það, þrátt
fyrir að vera hundeltur af bestu varn-
arleikmönnum deildarinnar, svo sem
Durant og Bruce Brown hjá Brook-
lyn Nets og Antetokounmpo og Jrue
Holiday hjá Milwaukee.
Boston-liðið fór í gang um miðja
deildarkeppnina eftir erfiða byrjun.
Síðan þá hefur Celtics verið besta lið-
ið í NBA og aðalsmerki liðsins hefur
verið hversu jafnir leikmennirnir í því
eru. Litlu skiptir hver er meiddur
hverju sinni, ávallt kemur maður í
manns stað.
Hjá Miami hefur Jimmy Butler
leikið firnavel það sem af er. Sterkur
varnarleikur Heat gerði stór-
stjörnum Atlanta Hawks og Phila-
delphia 76ers lífið erfitt í tveimur
fyrstu umferðunum.
Tatum og Butler verða lykilleik-
menn í þessari leikseríu en erfitt er
að veðja gegn Boston hér. Slíkur hef-
ur árangur liðsins verið undanfarna
fjóra mánuði.
Þessi leiksería fer eflaust í sex eða
sjö leiki.
Erfitt verður að stöðva Doncic
Veðbankar hér vestra telja Golden
State Warriors nú sigurstranglegri í
úrslitarimmu Vesturdeildarinnar
gegn Dallas Mavericks, eftir að Dall-
as kom öllum á óvart í stórsigrinum
gegn Phoenix á sunnudag.
Slóveninn Luka Doncic hefur, það
sem af er, verið besti leikmaðurinn í
úrslitakeppninni og það er ávallt erf-
itt að veðja gegn liði í úrslitakeppn-
inni sem virðist vera með óstöðvandi
leikmann. Doncic þurfti aðeins smá
aðstoð í stigaskoruninni gegn Phoe-
nix og þegar hann fékk hana eftir töp-
in í fyrstu tveimur leikjunum gegn
Phoenix, gat lið Suns lítið gert til að
stöðva ruðning Mavericks.
Þjálfarar Golden State munu ef-
laust reyna að nota tvo varnarmenn
gegn Doncic eins mikið og þeir geta -
nákvæmlega það sem þjálfarar Phoe-
nix reyndu - til að neyða aðra leik-
menn Dallas að taka skotin í sókninni.
Doncic tókst þó á endanum að leysa
þann vanda gegn Phoenix. Í sókninni
mun Golden State einnig reyna að
hagnýta sér veikleika Doncic í vörn,
en hæð hans mun gera það erfitt.
Golden State hefur þó Draymond
Green á sínum snærum. Hann hefur
sýnt það í gegnum árin að hann óttast
engan andstæðing og Doncic ekki
heldur. Fyrir utan þetta þarf Dallas
einnig að eiga við þá Stephen Curry
og Klay Thompson, þannig að hlut-
irnir gerast ekkert auðveldari fyrir
Dallas.
Almennt hefur Golden State betri
leikmannahóp og liðið hefur næga
reynslu af því að vinna leikseríur
seint í úrslitakeppninni undanfarin
ár.
Því er erfitt að veðja gegn Golden
State hér en Warriors verða að eiga
svar við Doncic ef þeir ætla sér sigur.
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022
_ Knattspyrnumaðurinn Emil Páls-
son fór í hjartastopp í annað sinn er
hann æfði með FH í síðustu viku. Emil
fór fyrst í hjartastopp í leik með
Sogndal í Noregi í nóvember á síðasta
ári. „Ég er mjög svekktur því ég hélt
að þetta myndi ekki gerast aftur. Í
fyrra skiptið var ég glaður að vera á
lífi en núna er ég sorgmæddur. Ég var
á góðum stað og tilbúinn að byrja í
fótbolta aftur,“ sagði Emil við TV2 í
Noregi. Hann viðurkenndi að vera að
íhuga að leggja skóna á hilluna. „Þeg-
ar þetta gerist tvisvar er erfitt að
halda áfram. Það er hins vegar stutt
síðan þetta gerðist og ég get því lítið
sagt um það núna,“ sagði hann.
_ Handknattleiksmaðurinn Hergeir
Grímsson hefur samið við Stjörnuna.
Kemur hann til félagsins frá Selfossi
þar sem hann hefur leikið allan fer-
ilinn. Hergeir, sem er 25 ára gamall,
hefur verið lykilmaður hjá Selfyss-
ingum undanfarin ár og skoraði hann
70 mörk í 22 leikjum í Olísdeildinni á
leiktíðinni. Þá hefur hann verið valinn
íþróttakarl Árborgar tvö ár í röð. Her-
geir átti sinn þátt í að Selfoss varð Ís-
landsmeistari árið 2019 undir stjórn
Patreks Jóhannessonar, sem þjálfar
nú Stjörnuna.
_ Magnús Öder Einarsson, leik-
maður karlaliðs Fram í handknattleik,
gekkst í fyrradag undir aðra aðgerð á
öxl á innan við einu ári. Handbolti.is
greindi frá í gær. Magnús fór einnig í
aðgerð á öxl síðastliðið haust og eftir
að hann fór úr axlarlið í leik með Fram
fyrir tæplega tveimur mánuðum síðan
varð það ljóst að hann þyrfti að fara
undir hnífinn að nýju. Í samtali við
Handbolta.is kvaðst Magnús reikna
með því að það muni taka hann fjóra
til sex mánuði að jafna sig að fullu
eftir aðgerðina.
_ Argentínski knattspyrnumaðurinn
Ángel Di María mun ganga í raðir Ju-
ventus frá París SG í sumar á frjálsri
sölu. Goal.com greindi frá því í gær að
Di María hafi samþykkt eins árs
samning við ítalska félagið. Di María
kom til Parísarfélagsins fyrir sjö árum
og hefur unnið til fjölmargra titla með
liðinu á þeim tíma. Hann er hins vegar
samningslaus eftir leiktíðina og hefur
ákveðið að róa á önnur mið. Di María
hefur skorað 55 mörk í 196 deild-
arleikjum með PSG og leikur vænt-
anlega sinn síðasta leik fyrir liðið í
lokaumferð frönsku 1. deildarinnar um
næstu helgi.
_ Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí
hóf í gær keppni í B-riðli 2. deildar
heimsmeistaramótsins í Zagreb í Kró-
atíu með 10:1-stórsigri á Suður-Afríku.
Silvía Björgvinsdóttir skoraði þrennu
fyrir Ísland og Hilma Bergsdóttir
skoraði tvö mörk.
Einnig komust
Sigrún Árna-
dóttir, Bryn-
hildur Hjalte-
sted, Sunna
Björgvins-
dóttir,
Katrín
Björns-
dóttir og
Gunnborg
Jóhannsdóttir
á blað hjá íslenska
liðinu.
Ísland á næst leik
gegn Tyrklandi í B-
riðlinum. Fer hann
fram á morgun.
Eitt
ogannað
Jason Daði Svanþórsson, kant-
maður úr Breiðabliki, var besti
leikmaðurinn í sjöttu umferð
Bestu deildar karla í fótbolta að
mati Morgunblaðsins og hann
hefur þar með fengið þá útnefn-
ingu í tveimur umferðum í röð.
Jason fékk tvö M í fyrrakvöld
þegar Breiðablik lék Íslands- og
bikarmeistara Víkings grátt og
var eini leikmaðurinn sem fékk
þá einkunn í 6. umferðinni. Jason
er ennfremur í liði umferðarinnar
hjá Morgunblaðinu í annað skipt-
ið í röð og þeir Rodrigo Gómez úr
KA og Damir Muminovic úr
Breiðabliki eru einnig valdir í
annað sinn.
6 . umferð
í Bestu deild karla 2022
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-4-3
Haraldur Björnsson
Stjarnan
Theódór Elmar
Bjarnason
KR
Jason Daði Svanþórsson
Breiðablik
Oliver
Sigurjónsson
Breiðablik
Davíð Snær
Jóhannsson
FH
Daníel
Hafsteinsson
KA
Fred Saraiva
Fram
Rodrigo Gómez
KA
Damir Muminovic
Breiðablik
Vuk Oskar Dimitrijevic
FH
Daníel Laxdal
Stjarnan
2
2
2
Jason bestur í sjöttu umferð
Víðir Sigurðsson í Lyon
vs@mbl.is
„Ég stefni að því að verða móðir, ekki strax
samt, en Sara er mér mikil fyrirmynd. Það er
ótrúlegt að við séum á leið í úrslitaleik í Meist-
aradeildinni og hún sé að berjast um sæti í lið-
inu, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hún
eignaðist Ragnar. Vonandi tekst mér að fara í
gegnum það, þegar þar að kemur, eins vel og
Sara hefur gert,“ sagði Catarina Macário,
landsliðskona Bandaríkjanna og leikmaður
franska stórliðsins Lyon, við Morgunblaðið eft-
ir kynningu á heimildarmyndinni „Do Both“
sem Puma birti í gær og fjallar um Söru Björk
Gunnarsdóttur, æfingar hennar meðan hún
var ófrísk og endurkomu hennar á knatt-
spyrnuvöllinn á hæsta stigi íþróttarinnar.
Sara er að sumu leyti betri en áður
„Sara er ótrúleg, ég hef sjaldan kynnst
manneskju sem leggur jafn hart að sér og er
eins og fram kemur í myndinni fyrsti leik-
maður Lyon sem eignast barn og snýr aftur á
völlinn. Hún er um leið frábær samherji sem
hefur gríðarleg áhrif á alla í kringum sig. Sara
er leiðtogi og gengur á undan með góðu for-
dæmi á öllum sviðum,“ sagði Macário, sem
skoraði tvö mörk fyrir Bandaríkin í sigrinum á
Íslandi í She Believes-bikarnum í Texas í febr-
úarmánuði og hefur skorað 21 mark fyrir Lyon
í vetur, átta þeirra í Meistaradeildinni.
Spurð hvort Sara hefði sýnt á undanförnum
vikum að hún væri orðin jafngóð og hún var
fyrir barnsburðinn svaraði Macário hiklaust:
„Já, svo sannarlega og ég tel að hún sé meira
að segja að sumu leyti enn betri fótboltakona
en hún var áður en hún eignaðist barnið. Ég
held að hún sé enn meðvitaðri um líkamann og
einbeittari en áður, og hún er með allt á hreinu
hvernig hún eigi að sameina það að vera leik-
maður í þessum gæðaflokki og móðir Ragnars.
Það er magnað að fylgjast með því.“
Macário viðurkenndi að það hefði verið
óvænt og skrýtið að frétta af því í apríl á síð-
asta ári að Sara væri ófrísk og myndi ekki spila
með liðinu næsta árið eða svo.
Hæ, ég er ófrísk
„Þetta var skrýtið. Í þessu starfsumhverfi
heyrirðu sjaldan einhvern segja: „Hæ, ég er
ófrísk.“ Þetta var ákveðið áfall fyrir okkur á
þeirri stundu, en um leið voru þetta yndislegar
fréttir. Sumar okkar nánast grétu því við vor-
um svo hamingjusamar fyrir hennar hönd. Nú
væri nýr stuðningsmaður á leiðinni, lítil og sæt
viðbót við hópinn okkar. En um leið höfðum við
auðvitað áhyggjur. Hvernig ætlaði hún að
leysa þetta? En hún og Árni eiga einstakt sam-
band, hann er frábær persónuleiki og um-
hyggjusamur faðir og unnusti og við sáum að
ef einhverjir gætu þetta þá væru það þau tvö.“
Macário kvaðst afar undrandi á því að Sara
hefði verið byrjuð að spila á ný strax um miðj-
an mars.
„Já, ég var steinhissa og við vorum það allar.
Konur eru ólíkar og erfitt að bera þær saman,
en að hún skuli vera þegar byrjuð að spila á
þessu getustigi og sé að berjast um sæti í liði
sem er á leið í úrslitaleik Meistaradeildarinar
er algjörlega ótrúlegt,“ sagði Catarina Mac-
ário.
Sara er mér mikil fyrirmynd
Morgunblaðið/Víðir Sigurðsson
Öflug Catarina Macário hefur skorað 21 mark
fyrir Lyon á keppnistímabilinu.
- Hefur gríðarleg áhrif
á alla í kringum sig