Morgunblaðið - 18.05.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.05.2022, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 Malbikstöðin ehf • 516 0500 • tilbod@malbikstodin.is • malbikstodin.is „MIKIÐ RÉTT – ÉG ÆTTI AÐ SLEPPA ÞÉR. ÉG ER ÖNNUM KAFINN.“ „HALLDÓR, ÉG HRINGI ÚR BÍLNUM.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sakna hennar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HVERNIG HEFURÐU ÞAÐ Í DAG, GRETTIR? UH… HVERNIG GET ÉG SVARAÐ ÞESSU ÁN ÞESS AÐ LENDA Í LÆKNISSKOÐUN? Á ÉG AÐ SEGJA ÞÉR BRANDARA? KAUPTU ÞÉR STANDARA! ÉG KANN EKKI AÐ META HÓTFYNDNI! haft gaman af vinnunni. Ég skipti bara um vinnu ef hún hættir að vera skemmtileg og krefjandi. Ég er að rembast við að bæta mig í golfinu, er í Nesklúbbnum á Sel- tjarnarnesi, við hjónin höfum mikið gaman af því að vera saman í golfi með því góða fólki sem í klúbbnum er. Nú veiði ég bara í góðra vina hópi, einn til tvo túra á ári á stöng og skýt rjúpu í jólamatinn, sú veiði nægir mér. Svo hef ég gaman af því að glamra á píanóið heima hjá mér.“ Fjölskylda Eiginkona Árna er Guðrún Björg Magnúsdóttir, f. 23.5. 1957, skrif- stofustjóri hjá JS Gunnarssyni ehf. Þau gengu í hjónaband 25.4. 1996, bjuggu lengst af við Hjarðarhaga í Reykjavík, en síðustu ár í Stóra- gerði. Foreldrar Guðrúnar voru hjónin Magnús Árnason, f. 3.7. 1919, d. 31.12. 1999, bakari, og Sig- ríður Guðmundsdóttir, f. 5.5. 1917, d. 28.12. 2005, húsmóðir. Börn Árna og Guðrúnar eru 1) Karin Kristjana Hindborg, f. 19.1. 1982, snyrtifræðingur og eigandi Nola.is, gift Friðrik Runólfssyni kerfisfræðingi, synir þeirra eru Styrmir, f. 8.3. 2011, Sölvi, f. 4.10. 2012, og Úlfur Skuggi, f. 19.7. 2018; 2) Kristinn, f. 19.7. 1990, tæknimað- ur hjá Vodafone, í sambúð með Oddnýju Sigmundsdóttur verslunarkonu, sonur þeirra er Máni Snær, f. 9.12. 2020. Systkini Árna eru Björn, f. 26.2. 1954, rafmagnstæknifræðingur, bú- settur í Stykkishólmi; Ingibjörg, f. 21.11. 1957, ritari hjá Orkuveitu Reykjavíkur; Júlía Linda, f. 12.10. 1963, hárskeri og kennari, búsett í Vogum við Hofsós; Sveinn, f. 22.3. 1969, sjúkraþjálfari á Sauðárkróki. Foreldrar Árna eru hjónin Sverr- ir Sveinsson, f. 5.7. 1933, fyrrver- andi veitustjóri og Auður Björns- dóttir, f. 16.2. 1936, fyrrverandi stuðningsfulltrúi. Þau eru búsett á Siglufirði. Árni Sverrisson Jónína Anna Jósafatsdóttir húsfreyja í Gröf Sigfús Hansson bóndi í Gröf á Höfðaströnd, Skagafirði Ingibjörg Sigfúsdóttir húsfreyja og saumakona á Siglufirði Sveinn Jónsson bifreiðarstjóri í Reykjavík Sverrir Sveinsson fv. veitustjóri á Siglufirði Sigurbjörg Sveinsdóttir húsfreyja á Torfastöðum Jón Egilsson bóndi á Torfastöðum í Fljótshlíð Margrét Friðriksdóttir húsfreyja á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði Halldór Jónsson bóndi og hákarlaformaður á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði Júlía Jónína Halldórsdóttir húsmóðir og verkakona á Siglufirði Björn Þórðarson skipstjóri á Siglufirði Þórunn Ólafsdóttir húsfreyja á Siglufirði Þórður Guðni Jóhannesson trésmiður á Sauðárkróki Ætt Árna Sverrissonar Auður Björnsdóttir fv. stuðningsfulltrúi á Siglufirði Magnús Halldórsson rifjar upp gömul sannindi um pólitíkina: Hún er slóttug, hún er þver, hljóð úr barka digur. Þegar fylgi þrotið er, það er varnarsigur. Magnús Geir Guðmundsson yrkir: Í kosningum kappið og fumið, með kraftmestu skjálftum var numið. Þar hálf þjóðin keypti og hrátt í sig gleypti Helvítis Framsóknarskrumið! Ægir Breiðfjörð Jóhannsson skrifar: „Þessi varð til í síðustu viku, en þar sem ég er gamall Vest- mannaeyingur þá þorði ég ekki, af öryggisástæðum, að setja hana inn fyrr en núna.“ Á frétta lygum fæ ég leið fari menn að kjósa. Oft var þörf en núna neyð nú má fara að gjósa. Ingólfur Ómar Ármannsson er í sólskinsskapi: Veröld ljómar drungi dvín daga rómum langa. Söngvar óma, sólin skín sumarblómin anga. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir: Léttir til og loft er blátt. Ljómar sólin. Nú er meira grænt en grátt gras um hólinn. Ísa leysir. Ástin vex. Út um víkur fuglar stunda fjörugt sex. Fiðrið rýkur. Þó að finni fóturinn forna sporið eins og nýtt í sérhvert sinn samt er vorið. Það er fallegt á vorin í Mývatns- sveit. Friðrik Steingrímsson skrif- aði á sunnudag: „Við hjónin sátum úti á palli áðan í góða veðrinu og ég tók nokkur lög á nikkuna“: Ég nikku tók með nokkrum stæl og nótur sló ég fínar, og frúin hlýddi fjarska sæl á feilnóturnar mínar. Vigfús M. Vigfússon skrifar við fallega mynd af ginflösku úti í gró- andinni: „Limran er form fyrir því- líkar tilraunir“: Sem andrými í augnabliks tónhiki og alsýn í leiftrandi sjónbliki; á gulaldinsgrein vex ginflaska ein þar sem trén eru vökvuð með tóniki. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um vorið, gróandina og pólitíkina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.