Morgunblaðið - 18.05.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Túnikur • Vesti • Kjólar
Peysur • Bolir • Jakkar
Blússur • Buxur • Pils
SUMAR-
VÖRUR
Vinsælu velúrgallarnir
Nýjir litir - Stærðir S-4XL
Einnig stakar velúrbuxur
í svörtu, gráu og dökkbláu
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Alls eru yfir 100 þúsund manns á
lista yfir horfna einstaklinga í
Mexíkó. Mannréttindasamtök þar í
landi kalla eftir tafarlausum aðgerð-
um stjórnvalda til að bregðast við
stöðunni en glæpahópar eru sagðir
bera ábyrgð á ástandinu. Frétta-
veita AFP greinir frá.
Haldið hefur verið utan um tölur
yfir horfna einstaklinga í Mexíkó frá
árinu 1964. Eru þeir nú alls 100.012
og eru flestir þeirra karlmenn, eða
75 prósent. Undanfarin 16 ár hefur
mikil stígandi verið í tilkynningum
um horfið fólk og helst það í hendur
við aukna fíkniefnaneyslu í landinu.
Ólýsanlegur harmleikur
Sameinuðu þjóðirnar hafa varað
við þessari þróun og sagt ljóst að
glæpahópar beri ábyrgð á örlögum
þessa fólks. Segir AFP yfirvöld í
Mexíkó hafa takmarkaða getu og
áhuga til að rannsaka mannshvörfin.
Ættingjar hinna horfnu hafa því
ósjaldan myndað leitarhópa. Slíkir
hópar hafa meðal annars fundið
jarðneskar leifar fólks sem myrt
hefur verið á afskekktum stöðum.
Í mörgum tilfellum hefur reynst
ómögulegt að bera kennsl á viðkom-
andi. Þá eru yfirvöld í Mexíkó með
um 37 þúsund lík í sínum geymslum
sem enginn veit deili á. Mannrétt-
indasamtök segja þessa tölu þó að
líkindum enn hærri.
Er ástandinu í Mexíkó, að sögn
Sameinuðu þjóðanna, best lýst sem
„mannlegum harmleik af gríðarlegri
stærðargráðu“.
AFP
Sorg Móðir sýnir mynd af 15 ára
gömlum syni sínum sem er horfinn.
Yfir 100 þúsund
á lista yfir horfna
- Reyna að greina yfir 37.000 lík
Einræðisherra Norður-Kóreu, Kim
Jong-un, hefur svo gott sem skellt
ríki sínu í lás til að reyna að sporna
við útbreiðslu kórónuveiru, en
fréttaveita AFP greinir frá því að
veikin fari nú sem eldur í sinu yfir
landið. Hafa Sameinuðu þjóðirnar
nú lýst yfir þungum áhyggjum
vegna stöðunnar.
Ljóst má vera að innviðir ríkisins
eru á engan hátt færir um að ráða
við hraða útbreiðslu kórónuveiru,
bólusetningar séu nær óþekktar og
mikill skortur á nauðsynlegum
tækjabúnaði og aðstöðu. Á einni
viku hafa borist tilkynningar um
mikla „hitaveiki“ hjá 1,5 milljónum
manns og eru 56 sagðir látnir. Gera
má ráð fyrir því að raunverulegar
tölur séu talsvert hærri.
Meðfylgjandi er áróðursljósmynd
af einræðisherranum í apóteki.
Öllu skellt
í lás vegna
„hitaveiki“
AFP
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Hvíta-Rússland hefur sent herlið
upp að landamærum Úkraínu í
norðri. Er það gert í kjölfar nýlegrar
heræfingar þar í landi, en að sögn
varnarmálaráðuneytis Bretlands er
meðal annars um að ræða loftvarna-
sveitir, stórskotalið og eldflauga-
kerfi af ýmsum gerðum. Viðvera
þessara sveita veldur því að Úkra-
ínumenn eiga erfitt með að slaka á
vörnum landsins í norðurhlutanum
til að styrkja hersveitir sínar annars
staðar, s.s. í héraðinu Donbass.
Í upphafi innrásarstríðs Rúss-
landsforseta var talið að hersveitir
Hvíta-Rússlands hefðu einnig farið
yfir landamærin Rússum til stuðn-
ings. Fljótlega kom þó í ljós að svo
var ekki. Rússneskum hersveitum
var hins vegar leyft að stunda eld-
flaugaárásir frá Hvíta-Rússlandi.
Var meðal annars gríðaröflugum
Iskander-flaugum skotið þaðan þeg-
ar rússneskur landher sótti í átt að
Kænugarði og Chernihiv. Eins fékk
flugher Rússlands að ráðast á skot-
mörk frá Hvíta-Rússlandi.
Segir varnarmálaráðuneytið þeim
leyft að stunda árásir frá Hvíta-
Rússlandi í þeirri von að Moskvu-
valdið telji það nægan stuðning. For-
seti Hvíta-Rússlands vilji síður þurfa
að veita Moskvuvaldinu beina hern-
aðaraðstoð, enda myndi slíkt kalla á
hörð viðbrögð Vesturlanda.
Yfirgnæfandi stuðningur
Finnska þingið samþykkti í gær
aðildarumsókn að Atlantshafsbanda-
laginu (NATO). Af þeim 200 sem
eiga sæti á þingi samþykktu 188 að-
ildarumsóknina. Svíþjóð hefur sömu-
leiðis ákveðið að sækja um aðild.
Búist er við því að fulltrúar Finn-
lands og Svíþjóðar haldi í dag til
höfuðstöðva NATO í Brussel til að
undirrita formlega umsókn um aðild.
Forsætisráðherra Svíþjóðar,
Magdalena Andersson, segist gleðj-
ast yfir því að ríkin tvö sæki sameig-
inlega um aðild að varnarbandalag-
inu. „Það gleður mig að við fetum nú
sömu slóð og saman mun okkur tak-
ast þetta,“ hefur AFP eftir henni.
Á morgun, fimmtudag, munu for-
seti Finnlands, Sauli Niinistö, og
Andersson forsætisráðherra funda
með Joe Biden Bandaríkjaforseta í
Hvíta húsinu vegna komandi NATO-
aðildar. Þar verður meðal annars til
umræðu umsóknarferlið og staða
öryggismála í Evrópu, að því er segir
í tilkynningu frá Hvíta húsinu.
Utanríkisráðherra Rússlands,
Sergei Lavrov, segir aðild Finnlands
og Svíþjóðar engu skipta. Ríkin hafi
árum saman æft með herjum NATO
sem gert hafa ráð fyrir aðgengi að
landsvæðum þeirra í átökum.
Truflandi viðvera við landamærin
- Hersveitir Hvíta-Rússlands koma í veg fyrir liðstyrk í Donbass - Svíþjóð og Finnland ætla í NATO
AFP
Félagar Forsetarnir Vladimír Pútín og Alexander Lukasjenkó sjást hér
ásamt yfirmanni rússnesku geimferðastofnunarinnar Roscosmos.
Rússar hafa nú slakað á öryggis-
kröfum í framleiðslu ökutækja þar í
landi. Er þannig t.a.m. ekki lengur
gerð krafa um loftpúða í bílum.
Ástæðan er sögð efnahagsþving-
anir Vesturlanda vegna innrásar
Moskvuvaldsins í Úkraínu, en þær
hafa leitt til mikils skorts á ýmsum
tækjabúnaði og bílaíhlutum.
Hinn 12. maí sl. ákvað Moskvu-
valdið að slaka á öryggiskröfum.
Er því nú heimilt að framleiða öku-
tæki án loftpúða, ABS-bremsu-
kerfis og ELR-öryggisbelta. Að
sama skapi er slakað á þeim kröf-
um sem snúa að útblæstri öku-
tækja. Eru þær nú á pari við þær
reglur sem giltu árið 1988.
RÚSSLAND
Rússabílar komnir
aftur til ársins 1988