Morgunblaðið - 21.05.2022, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022
PORTÚGAL
9 DAGA FERÐ, FLUG, GISTING OG FARARSTJÓRN
29. MAÍ - 07. JÚNÍ
CLUBE ALBUFEIRA 3*
SUPERIOR ÍBÚÐ
VERÐ FRÁ77.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
07. - 14. JÚNÍ
GRAND MUTHU FORTE 4*
ÍBÚÐ MEÐ 1 SVEFNHERBERGI
VERÐ FRÁ89.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS
V
IN
S
Æ
LT
BEINT F
LUG
BÁÐAR
LEIÐIR
39.90
0 KR.
TILBOÐTAKMARKAÐFRAMBOÐ
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Aldís Hafsteins-
dóttir, fráfarandi
sveitarstjóri í
Hveragerði og
formaður Sam-
bands íslenskra
sveitarfélaga,
verður næsti
sveitarstjóri í
Hrunamanna-
hreppi.
„Niðurstöður
kosninga í Hveragerði gerðu það
að verkum að ég held ekki stöðu
minni þar. Þau voru alveg ákveðin í
því að bjóða mér þessa stöðu í
Hrunamannahreppi og þegar ég
var búin að skoða þetta og kynna
mér þeirra stefnuskrá og málefni
þá leist mér afskaplega vel á,“ segir
Aldís við blaðamann Morgunblaðs-
ins.
„Auðvitað er leiðinlegt að vera
að yfirgefa sveitarstjórnarmálin í
Hveragerði en svona fóru kosning-
arnar, þá taka bara við ný tækifæri
og ný ævintýri.“
anton@mbl.is
Aldís næsti sveit-
arstjóri Hruna-
mannahrepps
Aldís
Hafsteinsdóttir
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Við höfum verið að fylgjast með
þróun á áburðarverði. Okkur sýnist
það vera komið í jafnvægi í augna-
blikinu. Það er hætt að hækka og
ekki sjáanlegar neinar hækkanir á
næstunni. Rétt er hins vegar að taka
fram að í þessari miklu óvissu sem
fylgir stríðsástandinu í Úkraínu er
ekki gefið upp verð neitt fram í tím-
ann. Verðið á áburði í Evrópu gildir
kannski viku fram í tímann um þess-
ar mundir.
Mestu áhyggjurnar snúast um
hvort við getum nálgast áburð á
haustdögum en við erum að athuga
hvort við þurfum að hafa meiri fyrir-
hyggju í málinu og áburðurinn yrði
þá fenginn fyrr til landsins,“ sagði
Gunnar Þorgeirsson framkvæmda-
stjóri Bændasamtakanna þegar
Morgunblaðið spurði hann út í
áburðarverð í gær.
25% hækkun eftir innrásina
Guðmundur Svavarsson fram-
kvæmdastjóri Reykjagarðs kannast
einnig við þá stöðu að verð á aðföng-
um fyrir kjúklingaræktina gildir nú
bara í einhverja daga enda ekki
hægt að gera áætlanir fram í tímann
á meðan óvissan er allsráðandi í
Úkraínu.
„Heimsmarkaðsverð á fóðri og
hráefnum hefur hækkað um 43%
samkvæmt nýjustu upplýsingum
sem ég hef. Þá þyrfti kjúklingur í
raun að hækka um 20 til 25% út úr
búð en fyrirtækin eru að mestu leyti
að taka þetta á kassann. Við reynum
að koma einhverjum verðhækkunum
út en við þurfum einnig að sýna
ábyrgð,“ segir Guðmundur og vísar
þar til verðbólgunnar sem hefur vax-
ið á Íslandi í framhaldi af aukinni
verðbólgu víða erlendis. Guðmundur
segir lítið hægt að gera annað en að
bíða átekta og halda í bjartsýnina.
„Það er svo sem lítið hægt að
gera. Það hefur hægt á fóðurverðs-
hækkunum og verðið hefur verið
stöðugt síðustu vikurnar. En það
hefur ekki farið niður aftur. Það
skýrist líklega ekki fyrr en menn
vita hvernig horfurnar verða varð-
andi uppskeruna í haust. Við höfum
keypt mest af okkar fóðri frá einum
stærsta fóðurframleiðanda á Norð-
urlöndunum og hann hefur alla vega
tryggt okkur nægt magn á næst-
unni.“
Óvissa varðandi næsta vetur
Sigurður Máni Helguson, fram-
kvæmdastjóri hjá Brauði og co, tek-
ur undir að óvissan varðandi fram-
boð og verð á hrávöru næsta vetur
sé mikil.
„Við erum langmest í lífrænt vott-
uðu hráefni og hráefnisverð til okkar
hefur verið 25-35% hærra en mark-
aðsverðið á ólífrænu. Lífræna hrá-
efnið hefur ekki hækkað eins mikið
hlutfallslega að undanförnu. Við
fáum allt okkar hveiti frá Ítalíu og
reynum að gera samninga til alla
vega eins árs í senn. En það er gríð-
arleg óvissa varðandi næsta vetur.
Maður gerir sér grein fyrir því að
þegar einn markaður lokast þá leita
menn á aðra markaði og því geta
fylgt verðhækkanir.
Önnur hrávara hefur hækkað eins
og fræ, hnetur og sykur auk þess
sem Úkraína er einn stærsti fram-
leiðandi sólblómaolíu og hún hefur
hækkað gríðarlega mikið. Þær
hækkanir sem hafa átt sér stað hafa
aðeins jafnað sig og gengishækkunin
hjálpaði okkur Íslendingum aðeins.
Maður veit ekkert hvað gerist árið
2023.“
Íslensk fyrirtæki finna fyrir
verðhækkunum á hrávöru
- Hærra orkuverð vegna stríðsátaka hefur margvísleg áhrif í álfunni
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Korn Matvælaframleiðsla hefur ekki farið varhluta af verðhækkunum.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Lítið miðaði í þreifingum milli borg-
arstjórnarflokka um myndun meiri-
hluta í gær. Líkt og aðra daga vik-
unnar var nokkuð um fundi og
símtöl, bæði milli flokka og innan
þeirra, en fátt áþreifanlegt lá eftir
þreifingarnar allar.
Þrátt fyrir að fram hafi komið af
hálfu Viðreisnar að ekki sé óhugs-
andi að flokkurinn komi að meiri-
hlutamyndun til hægri heldur hann
fast í samflotið með Samfylkingu og
Pírötum, sem flokkurinn hefur starf-
að með í hinum fallna meirihluta.
Sjálfstæðismenn hafa bundið
nokkrar vonir við að Viðreisn láti til-
leiðast í samstarf, enda þurfa þeir að
óbreyttu að reiða sig á stuðning
bæði Viðreisnar og Flokks fólksins
til þess að geta myndað meirihluta
með Framsókn.
Viðmælendur blaðsins á vinstri
vængnum segja hins vegar óhugs-
andi að Viðreisn fari með Sjálfstæð-
isflokki í meirihluta; hún muni frek-
ar sitja í minnihluta en að leiða hann
til valda í Reykjavík á ný. Sem vissu-
lega gæti orðið raunin, því myndi
Samfylking, Framsókn og Píratar
12 manna meirihluta væri Viðreisn í
raun ofaukið við það borð.
Morgunblaðið/Eggert
Ráðhúsið Þrátt fyrir miklar umræður milli nær allra borgarstjórnarflokka
og ótal samstarfsfleti hefur lítið þokast til eiginlegra meirihlutaviðræðna.
Lítil hreyfing í þreif-
ingum í Reykjavík
Sjómaðurinn Haukur Sveinn
Hauksson hefur að undanförnu
veitt athygli dauðum súlum í Faxa-
flóa, en þar hefur hann verið á
strandveiðum.
„Ég stunda strandveiðar þarna
og ræ frá Hafnarfirði. Ég hef farið
fjóra túra í Faxaflóa og séð dauðar
súlur þarna í hvert einasta skipti.
Stundum upp undir níu til tíu fljót-
andi í sjónum,“ segir Haukur en
aðrar fuglategundir virðast haga
sér eins og þær eiga að sér.
„Ég hef einnig séð súlur sem eru
eitthvað slappar og ekki á flugi. Ég
man ekki eftir að hafa séð þetta
áður og aðrir fuglar virðast vera
hressir. Þarna er til dæmis töluvert
mikið um lunda og hann er hress,“
sagði Haukur Sveinn þegar Morg-
unblaðið heyrði í honum hljóðið í
gær. Súlan er sjófugl sem kunnugt
er, stór og ljós. kris@mbl.is
Dauðar súlur áber-
andi í Faxaflóanum
Íslendingar
taka mest af
áburði frá
Noregi.
Orkuverð í
Evrópu hef-
ur hækkað
eftir innrás
Rússa í
Úkraínu og
það hefur
sín áhrif.
„Orkuverðið í Evrópu hefur
haft áhrif á verðhækkanir á
áburði. Heilmikla orku þarf til
að búa til áburð og stór hluti
þessarar orku hefur verið drif-
inn áfram af gasi. Til dæmis í
Þýskalandi og að hluta til í Nor-
egi. Nú er gasverðið í hæstu
hæðum sem gerir það að verk-
um að áburðurinn er orðinn
svona dýr. Ég fagnaði því mjög
þegar HS Orka, Kaupfélag Skag-
firðinga og Fóðurblandan skrif-
uðu undir viljayfirlýsingu um að
kanna hvort fýsilegt sé að reisa
Áburðarverksmiðju á Íslandi.
Mesta gagnrýnin varðandi
tilbúinn áburð er hversu mikil
mengun fylgir. En mengunin er
tilkomin vegna þess að gas er
notað til að búa hann til. Þess
vegna veltir maður fyrir sér
hvort ekki sé hægt að búa til
áburð á Íslandi með grænni
orku,“ segir Gunnar Þorgeirs-
son. kris@mbl.is
Orkuverðið
hefur áhrif
VERÐBÓLGA Í EVRÓPU
Gunnar
Þorgeirsson