Morgunblaðið - 21.05.2022, Side 4

Morgunblaðið - 21.05.2022, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Eyþór Óskarsson, stýrimaður og varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni, frá Stykkishólmi varð á miðvikudag annar Íslendinga til að útskrifast úr skóla bandarísku strandgæslunnar, US Coast Guard Academy. Eyþór hefur undanfarin fjögur ár stundað nám í stjórnun við skólann sem er í New London í Connecticut-ríki, en þaðan útskrifast verðandi stjórn- endur bandarísku strandgæslunnar, upplýsir Landhelgisgæsla Íslands. Fyrir tilstuðlan Landhelgisgæsl- unnar fékk Eyþór skólavist við skólann árið 2018 og er hann einn af níu erlendum nemendum sem út- skrifuðust. Alls útskrifuðust 252 nemendur sem er mesti fjöldi í sögu skólans. Mikil hátíðarhöld fóru fram og flugu björgunarþyrlur Strandgæsl- unnar yfir svæðið til heiðurs nýjum sjóliðsforingjum sem að gömlum sið fleygðu húfum sínum á loft. Fyrir 35 árum Foreldrar Eyþórs, þau Helga Sveinsdóttir og Óskar Eyþórsson, voru viðstödd útskriftina. Þar voru einnig Georg Kr. Lárusson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, og Ás- grímur L. Ásgrímsson, fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs. Árið 1987, eða fyrir 35 árum, útskrifaðist Ásgrímur fyrstur Íslendinga frá skólanum en skólafélagi hans, Willi- am Kelly aðstoðarflotaforingi, stýrði útskriftinni. Kelly er nú skólastjóri skólans. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, og Karl Schultz, flotaforingi og yfirmaður strand- gæslunnar, ávörpuðu útskrift- arnemana og fjölskyldur þeirra. Bandaríska strandgæslan getur rakið sögu sína til ársins 1790 en skóli stofnunarinnar var stofnaður árið 1876. Ríkar hefðir eru innan skólans og má nefna að nemendum er gert að sigla á seglskipi Strand- gæslunnar USCGC Eagle. Skipið hefur meðal annars komið nokkrum sinnum við á Íslandi og hefur vakið töluverða athygli enda er hæsta mastrið 45 metrar. Konum var fyrst hleypt í skólann 1976 og var fyrsti erlendi nemand- inn, Miguel Sanchez frá Filipps- eyjum, útskrifaður árið 1980. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Útskrift, f.v.: Ásgrímur L. Ásgrímsson, Óskar Eyþórsson, Eyþór Óskarsson, Helga Sveinsdóttir og Georg Lárusson. Annar Íslendinga sem útskrifast frá skólanum - Eyþór Óskarsson lauk námi við Strandgæsluskólann Ljósmynd/Coast Guard Academy Nemendur Samkvæmt gamalli hefð köstuðu hinir útskrifuðu höttum sínum. Vinna hefst á mánudag við lagn- ingu nýs fjarskiptasæstrengs Far- ice frá Hafnarvík í Þorlákshöfn til Galway á Írlandi þaðan sem land- strengur tekur við sem lagður verð- ur til Dublin. Gert er ráð fyrir að strengurinn verði, ef allt gengur samkvæmt áætlun, tilbúinn til notk- unar fyrir árslok. Bandaríski strengjaframleiðand- inn SubCom hefur framleitt streng- inn og verður kapalskipið Durable notað til að leggja hann en skipið kom til Reykjavíkur í gærmorgun. Farice ehf., félag í fullri eigu rík- isins, hefur síðustu ár unnið að und- irbúningi lagningar nýja strengsins en með honum er nokkurn veginn tryggt að landið verði aldrei sam- bandslaust. Fyrir eru tveir fjar- skiptastrengir, Farice 1, sem liggur til Skotlands með tengingu við Fær- eyjar, og Danice sem liggur til Dan- merkur. Nýr sæ- strengur til Írlands Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Félagsmenn í VM, félagi vélstjóra og málmtæknimanna, vilja leggja mikla áherslu á aukinn kaupmátt launa í næstu kjarasamningum á vinnu- markaðinum og einnig leggja þeir áherslu á að auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðhorfskönnun sem VM gerði meðal félagsmanna á því hvernig semja ætti í næstu kjara- samningalotu en gildandi samningar losna 1. nóvember. Niðurstöðurnar eru birtar á vefsíðu VM. Voru félagsmenn meðal annars spurðir hverjar áherslurnar ættu að vera varðandi launahækkanir við gerð næstu samninga og voru svar- endur beðnir um að raða í mikilvæg- isröð þeim atriðum sem þeir vilja leggja mesta áherslu á. Aukinn kaupmáttur varð efst á listanum og því næst komu áherslur á auknar ráðstöfunartekjur, lága verðbólgu og lága vexti. Valkostirnir um áherslu á almenna hækkun allra launa og hækkun lágmarkslauna sérstaklega fengu mun lægri ein- kunnir. Þegar spurt var hvort föst krónu- töluhækkun eða prósentuhækkun skili betri ávinningi skiptust fé- lagsmenn í þrjá hópa. Stærsti hóp- urinn eða 36% sögðust vilja semja um prósentuhækkun, 34% sögðust vilja fasta krónutöluhækkun og 27% vilja fara blandaða leið krónutölu- hækkana og prósentuhækkana. Einnig kom fram að 73,53% þeirra sem tóku afstöðu segjast vera tilbúin að fara í verkfall til að knýja á um ásættanlegan kjarasamning. Af þeim sem afstöðu tóku vilja 87,26% að lögð verði áhersla á að ein- földuð verði stytting vinnuvikunnar og að hámark dagvinnu verði 36 klst. „86,55% af þeim sem svöruðu sögðu að leggja ætti áherslu á þrí- hliða samkomulag á milli launafólks, atvinnurekanda og stjórnvalda til að tryggja kaupmátt og stöðugleika.“ Leggja áherslu á kaupmáttinn - Mikill áhugi á þríhliða samkomulagi Morgunblaðið/Golli Við störf VM undirbýr kröfugerð. Félagsmenn eru á fjórða þúsund.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.