Morgunblaðið - 21.05.2022, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.05.2022, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórnendur Gufu ehf., móður- félags baðstaðarins Fontana á Laugarvatni, hafa áhuga á að stækka staðinn og breyta. Meðal annars er vilji til að gera laug- arnar náttúrulegar og jafnvel að hafa eina úti í Laugarvatni. Gufa hefur sótt um stækkun byggingarlóðar til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, að tvöfalda kaup á heitu vatni og um stækkun bíla- stæða. Sigurður Rafn Hilmarsson framkvæmdastjóri tekur fram að áformin séu enn á frumstigi. „Við höfum áhuga á að breyta staðnum og stækka hann og tileinka okkur nýja tæknimöguleika og fleira sem við höfum ekki verið að nýta okkur til þessa,“ segir hann. Yrðu náttúrulegar laugar Sigurður segir að áhugi sé á því að breyta lögun lauganna. Tengja þær náttúrunni meira en nú þegar er, jafnvel að hafa eina laug úti í sjálfu vatninu. Hugmyndin er að gera laugarnar sem nú eru bland- aðar með klór að náttúrulegum laugum. Hugmyndin er að stækka bún- ingsaðstöðu. Meiri kröfur eru nú gerðar til aðstöðu gesta en áður var. Það yrði meðal annars gert með því að lengja húsið í báða enda. Einnig að byggja yfir garð- inn sem er í miðju húsinu og skapa þar kaffiaðstöðu. „Það eru margar spennandi hug- myndir í gangi og verður gaman að sjá lokaútgáfuna,“ segir Sig- urður. Hann segir að fram- kvæmdir hafi ekki verið tímasettar enda eigi eftir að ganga frá breyt- ingu á deiliskipulagi, en sjálfur hefði hann viljað hefja fram- kvæmdir í haust eða fyrrihluta vetrar. Leitað að heitu vatni Vegna stækkunarinnar þarf Fontana að tvöfalda kaup sín á heitu vatni. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri segir að vatnið úr hvernum á Laugarvatni dugi nú- verandi starfsemi og íbúum á Laugarvatni en lítið umfram það. Hún segir að til standi að gera rannsóknarholur í sumar til að finna stað til að bora vinnsluholu til að virkja meira vatn. Sveitarfélagið hefur tekið vel í beiðni um stækkun á byggingarreit og bílastæðum og verða gerðar til- lögur að breytingu á deiliskipulagi til að það geti orðið að veruleika. Hlökkum til sumarsins Laugarvatn Fontana er að koma út úr erfiðum tímum, eins og önn- ur fyrirtæki í ferðaþjónustu, en Sigurður ber sig vel. „Það hefur verið töluvert að gera að undan- förnu, í hvataferðum og slíku, og svo finnur maður hvernig aðsóknin stigmagnast í maí. Við horfum bjartsýn inn í vorið og hlökkum til sumarsins. Bókunarstaðan er fín og við erum afskaplega fegin að vera komin inn í eitthvert venju- legt ástand, vonandi,“ segir Sig- urður Rafn. Áforma baðlaug úti í Laugarvatni - Fontana hefur hug á að stækka bað- laugar og aðra að- stöðu á Laugarvatni Morgunblaðið/Kristinn Laugarvatn Gestir heilsulindarinnar Fontana njóta ylsins frá hvernum. Áform eru um að tengja laugarnar betur við vatnið og gera þær náttúrulegar. Auka þarf fjárframlög ríkisins til SÁÁ, þar sem fjárveitingar til sam- takanna í ár eru um 300 milljónum króna of lágar að mati Samtaka fyr- irtækja í velferðarþjónustu (SFV). Benda SFV á í umsögn við fjármála- áætlun til ársins 2027 að afkastageta Sjúkrahússins Vogs sé ekki fullnýtt með samningum við ríkið. Á þessu ári hafi eftirspurn eftir meðferð fyrir 45 ára og yngri aukist mjög. „SÁÁ fá einungis greitt fyrir 90 sjúklinga í lyfjameðferð við ópíóðafíkn en þeir eru yfir 230 í meðferðinni í dag,“ seg- ir í umsögn SFV Einnig kemur fram að launakostn- aður SÁÁ sé verulega íþyngjandi bæði vegna kjarasamningsbundinna hækkana og styttingar vinnuvikunn- ar. „Þau hafa þurft að fjölga stöðu- gildum á meðferðarsviði til að manna lágmarksstarfsemi á vöktum þar sem síðustu ár hafa þau rekið rekst- urinn á lágmarksvinnuafli vegna úr- eltra þjónustusamninga,“ segir enn- fremur og bent er á að þörf sé á auknu fjármagni til að geta haldið starfsemi meðferðarúrræðisins á Vík opinni yfir sumarorlofstíma starfsfólks. Þá sé biðlisti eftir sál- fræðiþjónustu fyrir börn 8-18 ára um fjórir mánuðir og nauðsynlegt sé að geta bætt við starfsfólki. Uppfæra þarf fjármálaáætlun Samtökin hvetja einnig til þess að fjármálaáætlunin verði uppfærð með tilliti til nýrra þjónustusamninga sem ríkið hefur gert við hjúkrunar- heimilin og þeirra fjárveitinga sem ríkið hefur þar skuldbundið sig til. Í áætluninni eins og hún er í dag er gert ráð fyrir að framlög í rekstur fari úr 65.608 milljónum kr. í 68.696 milljónir á fimm árum. Þessi hækkun nemi um 0,9% á ári, sem sé tölu- vert frá því að endurspegla kostnað ríkisins vegna þessarar þjónustu. Frá því að áætlunin var upphaf- lega lögð fram hafa náðst þjónustu- samningar milli ríkisins og hjúkrun- arheimilanna sem feli í sér aukinn kostnað á næstu árum sem ríkið hafi skuldbundið sig til að greiða langt umfram umrædda 0,9% árlegu hækkun. Fram undan séu kjara- samningar og verðbólga er mikil þessa dagana. omfr@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Vogur Launakostnaður SÁÁ er sagður vera verulega íþyngjandi. SÁÁ þarf 300 millj. viðbótarframlag - Greitt fyrir 90 sjúklinga í lyfjameð- ferð við ópíóðafíkn en þeir eru yfir 230Snyrtivöruverslunin Glæsibæ er til sölu Tísku- og snyrtivöruverslunin hefur verið starfrækt í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ frá því hún tók til starfa árið 1970. Eigendum þykir tími til kominn að aðrir taki við keflinu og vilja selja rekstur, birgðir og innanstokksmuni. Auk snyrtivara selur verslunin fatnað og fylgihluti með áherslu á aldurshópinn 40+. Hlutfall fatnaðar í sölu er um 50%. Í versluninni eru seld þekkt alþjóðleg snyrtivörumerki s.s. Chanel, Lancome, Guerlain, Helena Rubenstein, Bioterm og Bioeffect auk ilmvatna. Verslunin er vel staðsett í rúmlega 100 fm. leiguhúsnæði. Stöðugildi eru að jafnaði 2-3. Hentar vel einum eða fleiri einstaklingummeð áhuga á þessu sviði. Nánari upplýsingar veitir Brynhildur Bergþórsdóttir | Kontakt fyrirtækjaráðgjöf brynhildur@kontakt.is | 868 8648

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.