Morgunblaðið - 21.05.2022, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022
Sumaryfirhafnir
B E R N H A R Ð
L A X D A L
Skipholti 29b • S: 551 4422
LAXDAL er í leiðinni
laxdal.is
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Verð
22.980
E-listi Eyjalistans og H-listi Fyrir
Heimaey skrifuðu í gærmorgun und-
irsamkomulag um meirihlutasam-
starf í bæjarstjórn Vestmannaeyja.
Flokkarnir tveir áttu einnig í meiri-
hlutasamstarfi fyrir kosningar.
Íris Róbertsdóttir heldur áfram
sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Páll Magnússon, oddviti Fyrir
Heimaey, verður forseti bæjar-
stjórnar og Njáll Ragnarsson, odd-
viti Eyjalistans, formaður bæjar-
ráðs.
Að sögn Páls Magnússonar voru
allir sammála um að Íris, sem sat í
þriðja sæti lista H-lista, skyldi halda
áfram sem bæjarstjóri. „Þetta gekk
hratt og örugglega fyrir sig í já-
kvæðum anda,“ sagði hann um
meirihlutaviðræðurnar. „Við erum
mjög sátt við þetta. Þetta verður þá
framhald af því góða og árangurs-
ríka samstarfi sem verið hefur síð-
ustu fjögur árin og felur í sér góð
fyrirheit fyrir næstu fjögur.“
„Þetta er að mörgu leyti áfram-
hald á þeirri stefnu sem við höfum
rekið síðustu fjögur árin, þar sem
áherslan er á fjölskyldu- og fræðslu-
mál að miklu leyti og uppbyggingu
innviða og þjónustu við íbúa Vest-
mannaeyjabæjar,“ sagði Njáll Ragn-
arsson við mbl.is.
Um er að ræða fyrsta meirihluta-
samstarfið sem samþykkt hefur ver-
ið eftir sveitarstjórnarkosningarnar,
ef frá eru talin þau sveitarfélög þar
sem hreinn meirihluti náðist. Njáll
segir að auðvitað hafi flokkarnir
þurft að ræða ákveðin atriði en að
áherslur flokkanna rími vel saman.
„Við erum búin að vinna að þessari
stefnu síðastliðin fjögur ár svo þetta
var svolítið eins og að endurnýja hjú-
skaparheitin. Við vorum ekki á nein-
um byrjunarreit, við byggðum þetta
á góðum grunni.“
Hann sagðist vera sáttur við
verkaskiptinguna. „Við höfum unnið
þetta mjög vel saman, Íris og okkar
fulltrúar. Íris hefur að öllu leyti stað-
ið sig vel sem bæjarstjóri. Við treyst-
um henni fullkomlega til þess að
halda því áfram.“
Skref í átt að gjaldfrjálum
leikskóla
Í málefnasamningi flokkanna seg-
ir að þeir muni halda áfram fjárfest-
ingu í innviðum samfélagsins í
Heimaey. Ætla þeir að halda skóla-
og fræðslumálum áfram í forgangi,
t.a.m. með því að efla þjónustu í leik-
og grunnskólum. Þá verða fyrstu
skref að gjaldfrjálsum leikskóla tek-
in í haust fyrir börn í Víkinni. Sömu-
leiðis verða teknar upp heim-
greiðslur vegna 12 til 16 mánaða
barna sem ekki eru á leikskóla.
Þá ætla flokkarnir að byggja þjón-
ustuíbúðir fyrir eldra fólk sem og
íbúðir fyrir 60 ára og eldri í sam-
starfi við einkaaðila.
Meirihlutinn í Vestmannaeyjum
sér fyrir sér að þrýsta á ríkið um að
staðið verði við loforð um bætta
Landeyjahöfn, að flug milli lands og
Eyja verði ríkisstyrkt o.s.frv.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Samstarf Helga Jóhanna Harðardóttir og Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúar E-lista, Íris Róbertsdóttir, Páll Magn-
ússon og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, fulltrúar H-lista, eftir að samningur um samstarf var undirritaður í gær.
Meirihlutasamstarf
endurnýjað í Eyjum
- Eins og að endurnýja hjúskaparheitin, segir oddviti E-lista
Klak – Icelandic Startups efndi til
viðburðar í vikunni þar sem fulltrúar
sprotafyrirtækja kynntu hvaða
lausnir þeir sæju á því að hraða inn-
leiðingu hringrásarhagkerfisins á
Íslandi.
Að sögn Andrésar Jakobs Guð-
jónssonar, verkefnastjóra Klaks –
Icelandic Startups, var húsfyllir í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur
þar sem fulltrúar sprotafyrirtækj-
anna tóku þátt í svokölluðum Shark
Tank en hver þeirra fékk þrjár mín-
útur til að kynna hugmynd sína og
þeir þurftu svo að svara erfiðum
spurningum tveggja „hákarla“,
þeirra Margrétar Ormslev Ásgeirs-
dóttur, fjárfestingarstjóra hjá
Brunni Ventures, og Gests Péturs-
sonar, eiganda Pyxis, um verkefnin.
Einnig var hringborð þar sem
Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðla-
maður ræddi við Guðlaug Þór Þórð-
arson umhverfisráðherra, fjárfest-
inn Bala Kamallakharan og
Ragnheiði Magnúsdóttur sérfræð-
ing um hringrásarhagkerfið.
Andrés segir að í umræðunum
hafi verið farið vítt og breitt í um-
ræðu um grænvæðingu heimsins og
hvernig megi hraða innleiðingu
hringrásarhagkerfisins á Íslandi og
stuðla að sjálfbæru samfélagi. Hann
sagði að fulltrúar sprotafyrirtækj-
anna hefðu fengið lof frá öllum í um-
ræðunni og miklar vonir væru
bundnar við frekari þróun á því
sviði.
Sprotafyrirtækin sem tóku þátt í
hákarlabúrinu voru Snerpa Power,
SideWind, Álvit, Ýmir, GreenBytes,
Plogg-In og e1.
Rætt um hringrásarhagkerfið
Ljósmynd/Hari
Sprotaumræður Margir fylgdust með viðburði á vegum Klaks – Icelandic Startup um hringrásarhagkerfið.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Land hefur rofnað á mörgum stöð-
um í fjörunni við Vík í Mýrdal. Mikið
rof er á flestum svæðum sem sér-
fræðingur hjá Kötlusetri mældi og
Kötlugarður hefur einnig skemmst
mikið. Fjaran er víða orðin stutt og
brött. Í skýrslu Jóhannesar Mar-
teins Jóhannessonar til Mýrdals-
hrepps sem Vegagerðin vitnar til í
frétt á vef sínum er því haldið fram
að rof af þessari stærðargráðu geti
varla talist annað en náttúruhamfar-
ir.
Forsvarsmenn Mýrdalshrepps
hafa lengi barist fyrir varanlegri úr-
bótum á vörnum í fjörunni. Í til-
kynningu sem sveitarstjórinn sendi
íbúum í vikunni kemur fram að sjór-
inn heldur áfram að nálgast hest-
húsin austan við Vík, sjór er farinn
að ganga þar upp á rofabörðin og
valda enn frekara tjóni en orðið er.
Þórdís Gísladóttir sveitarstjóri segir
að það sé aðeins tímaspursmál hve-
nær sjórinn nær til hesthúsanna.
Sjórinn nálgast hesthúsin
Veðuraðstæður hafa verið óhag-
stæðar í vetur, með slæmum vestan-
áttum. Bæði hefur land rofnað mikið
og sandur fokið yfir Víkurþorp til
óþæginda fyrir íbúa.
„Sandfangarar eru það eina sem
dugar. Við höfum lengi barist fyrir
því að fá tvo sandfangara til við-
bótar, annan við hesthúsin og hinn
við Kötlugarðinn. Menn áttu þó ekki
von á því að rofið héldi jafn lengi
áfram fram í vorið og raun hefur
orðið á, því enn er að klípast þarna
af. Við höfum verið að óska eftir því
að sérfræðingar Vegagerðarinnar
komi til að skoða aðstæður, ræða við
húseigendur og koma með tillögur
um það hvað hægt sé að gera,“ segir
Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýr-
dalshrepps.
Einn sandfangari á áætlun
Vegagerðin byggði sandfangara
2011 og annan 2018. Í frétt á vef
Vegagerðarinnar kemur fram að
þeir verji núverandi byggð fyrir rofi.
Annar sandfangarinn hafi safnað
miklum sandi en hinn litlum.
Vegagerðin stefnir að því að
hækka flóðvarnargarð sem liggur
meðfram öllu þorpinu og byggður
var fyrir aldamót. Garðurinn verði
hækkaður um 50-70 sentimetra á
þeim svæðum sem flætt hefur yfir,
til að minnka hættuna á flóði á landi.
Nýr sandfangari sem verja á hest-
húsin verður settur inn á samgöngu-
áætlun á næstunni. Umræða er í
gangi um aðrar lausnir, að því er
fram kemur hjá Vegagerðinni, en
stofnunin hefur ekki talið nauðsyn-
legt að ganga lengra en þetta í bili.
Það þýðir að bið verður á því að
fjórði sandfangarinn verði byggður.
„Við erum hörð á því að hann þurfi
að koma. Það er orðið stutt í þjóð-
veginn og Vegagerðin verður að
verja hann,“ segir Einar Freyr.
Farið fram á
tvo sandfangara
- Rofið við Vík heldur áfram - Flóð-
varnargarðurinn verður hækkaður
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Vík Sjórinn hefur náð í heyrúll-
urnar og nálgast hesthúsin.