Morgunblaðið - 21.05.2022, Page 12

Morgunblaðið - 21.05.2022, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022 Ferðafélag Íslands | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S. 568 2533 | www.fi.is Sumarleyfisferðir Ferðafélags Íslands Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is A ð fara til Færeyja og hitta Miu og synda þar með henni í sjónum er grilla sem nokkrar innan okkar hóps fengu í vetur þegar við vorum einu sinni sem oftar að synda í sjón- um hér við Íslandsstrendur. Við lét- um verða af þessu núna í vor og sjáum ekki eftir því,“ segir Gróa Kristjánsdóttir sjósundskona en hún er ein af þeim þrjátíu og einni konu sem eru nýkomnar heim eftir ævintýraferð til Færeyja þar sem erindið var nokkurskonar píla- grímsför, að heimsækja hina stór- merku færeysku konu, Mariu á Heygum, eða Miu, en hún er 98 ára sjósundskona. „Mia er alveg mögnuð kona og okkar fyrirmynd. Hún var alveg til í að taka á móti okkur, en hún býr núna á hjúkrunarheimili í heimabæ sínum Vestmanna, enda á hún að- eins tvö ár í að verða hundrað ára. Við þurftum aðeins að ganga á eftir því að fá leyfi til að heimsækja hana og synda með henni í sjónum. Þetta er æðislegt hjúkrunarheimili sem stendur rétt við sjóinn svo það eru hæg heimatökin fyrir Miu að fara í sitt sjósund, aðeins örstuttur göngu- túr niður að sjó. Hún fer ennþá á hverjum einasta degi í sjóinn, rétt eins og hún hefur gert undanfarin sextíu ár.“ Veik og gat ekkert borðað Gróa segir að Mia hafi byrjað að stunda sjósund í kjölfar þess að hún eignaðist Rúnu, dóttur sína. „Þá varð hún mjög illa haldin, bæði andlega og líkamlega, væntan- lega af því sem við köllum fæðingar- þunglyndi í dag. Hún var rosalega veik, gat ekki haldið á barninu eða sinnt því og hún gat ekki matast og léttist um mörg kíló. Maðurinn hennar stakk upp á að hún færi að stunda sjósund til að reyna að ná heilsu á ný, og hún lét tilleiðast. Eft- ir að hafa synt í sjónum daglega í þrjá mánuði fór henni að líða betur. Hún er afar þakklát hafinu að hafa bjargað sér úr þessum erfiðleikum og hún á í einstöku sambandi við sjóinn, sem hún hefur baðað sig í alla daga lífs síns síðan. Núna fær hún ekki að fara ein í sjóinn, en aðstoðarfólk á hjúkrunarheimilinu fer alltaf með henni, til að gæta fyllsta öryggis, enda Mia orðin há- öldruð og er í þeirra umsjá. Okkur fannst aðdáunarvert að sjá starfs- fólkið styðja hana þar sem hún þurfti að fara niður brattar tröppur til að komast á bryggjuna og í sjó- inn, og upp aftur. Þetta gerði Mia eins og ekkert væri. Við lítum allar upp til hennar og okkur fannst frá- bært að fá að hitta þessa 98 ára gömlu hetju, enda vorum við í raun að hitta okkar helstu rokkstjörnu. Hún knúsaði okkur allar og var með tárin í augunum og jesúsaði sig í bak og fyrir, hrærð yfir því að svona margar konur frá Íslandi kæmu sér- staklega til að heimsækja hana. Hún sagðist ekki skilja í því að við vildum hitta hana svona gamla, en við sögð- um henni sannleikann, að við viljum allar vera eins og hún þegar við verðum gamlar,“ segir Gróa og bæt- ir við að sannarlega þyrfti að koma upp hér á Íslandi hjúkrunarheim- ilum við sjávarsíðuna, rétt eins og það sem Mia dvelur á, svo eldra fólk hefði aðgengi að sjónum. Leikum okkur í sjónum Gróa segir að þær í íslenska hópnum hafi í Færeyjaferðinni eign- ast sjósundssystur og vinkonur í Dyppeklubben Öldunni, sem er í Miðvági. „Við erum svo heppnar að ein í okkar hópi er sendikvinna Færeyja á Íslandi, hún Halla Noldøe Poulsen, en við í íslenska hópnum höfum allar verið saman frá því í haust á sjósundsnámskeiði sem heitir Glaðari þú, og leitt er af Guð- rúnu Tinnu og Margréti Leifs. Þetta er fyrst og fremst leikjanámskeið fyrir fullorðna, til að efla andann ekki síður en kroppinn. Við syntum til dæmis ekkert mikið í vetur, held- ur fórum fyrst og fremst saman í sjóinn til að kæla, hafa gaman og leika okkur. Við lærðum færeyskan barnasöng sem við sungum síðan alls staðar þar sem við komum í Færeyjum og syngjum reyndar enn, söngur þessi heitir Omma Ludvig. Við dönsum líka alltaf að loknu sjó- sundi okkar á laugardögum og mjög oft líka á hinum dögunum,“ segir Gróa og bætir við að nú séu þær í hópnum á ævintýranámskeiði hjá Tinnu og Margréti sem felst m.a. í því að þær fara í sjóinn næstum alls staðar annars staðar en í Nauthóls- vík. „Tinna og Margrét eru þannig að kynna okkur alla þá staði á Stór- Reykjavíkursvæðinu þar sem hægt er að fara í sjóinn, en þeir eru þó nokkrir.“ Fóru allsberar í sjóinn Gróa segist hafa þekkt töluvert margar þeirra kvenna fyrir sem hún byrjaði með á námskeiðinu Glaðari þú, enda hafði hún stundað sjósund áður. „Nú erum við allar búnar að kynnast vel og stemningin í hópnum er gríðarlega góð, við erum orðnar enn nánari og tengdari eftir Fær- eyjaferðina. Það var alveg ótrúlega gaman hjá okkur í þessari ferð, við sungum, dönsuðum og trölluðum og gerðum ýmislegt sem við gerum ekki venjulega. Til dæmis fórum við allsberar í sjóinn, við köllum það danska daga að fara klæðalaus á kjötinu í hafið. Þetta er einstök og alveg geggjuð upplifun, ég hef einu sinni gert þetta á Íslandi og það þurfti ekki mikið til að fá mig í þetta aftur,“ segir Gróa og hlær. Fram undan hjá þessum sam- henta og káta hópi sjósundskvenna er m.a. að fara í sjónvarpsupptökur, en erlend sjónvarpsstöð kemur brátt til Íslands til að taka upp þætti um hamingjusömustu og óhamingjusömustu þjóðir heims. „Sá sem stjórnar og tekur upp þessa þætti er Rainn Wilson, en hann var meðal annars einn af leik- arunum í sjónvarpsþáttunum Office. Hann hafði samband við okkar for- ystukonur, Tinnu og Margréti, og vildi fá að filma okkur sjósundskon- urnar til að hafa innslag um okkur með í þessari mynd um Íslendinga, sem eru jú meðal hamingjusömustu þjóða í heimi. Kannski af því svo margir stunda sjósund, hver veit, en það hefur aukist gríðarlega undan- farið að Íslendingar syndi í sjónum.“ Mia og Gróa Gróa prjónaði vettlinga handa Miu og færði henni. Þeir eru með íslenska og færeyska fánanum. Kjarnakona Mia er einstök. Hér kemur hún upp úr sjón- um eftir að hafa farið í hann með íslensku konunum. Glaðari þú Kvennahópurinn góði og sjósundskonurnar íslensku, geislandi kátar á bryggju í Færeyjum, en ferðin sú var einstaklega vel heppnuð. Mia er rokkstjarnan okkar Hópur íslenskra sjó- sundskvenna lagði land undir fót til að heim- sækja hina stórmerku færeysku konu, Mariu á Heygum, eða Miu, en hún er 98 ára og syndir enn í sjónum hvern ein- asta dag en það hefur hún gert í sextíu ár. Kvennakraftur Þær eru samhentar íslensku konurnar sem heimsóttu Miu, hér eru þær á Laynasandi á leið í sjóinn í Færeyjum. Glöð Mia og aðstoðarkona á leið í sjóinn, íslensku konurnar að baki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.