Morgunblaðið - 21.05.2022, Page 14

Morgunblaðið - 21.05.2022, Page 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022 Fimmtudaginn 2. júní 2022 kl. 16:30 Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík Ársfundur SL lífeyrissjóðs 2022 1. Fundur settur 2. Skýrsla stjórnar 3. Gerð grein fyrir ársreikningi 4. Tryggingafræðileg úttekt 5. Breytingar á samþykktum 6. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt 7. Önnur mál Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Reykjavík 25.04.2022 Stjórn SL lífeyrissjóðs DAGSKRÁ Traustur lífeyrissjóður Trygg framtíð STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nú eru ekki nema tvær vikur í að laxveiðitímabilið hefjist. Að vanda hafa breytingar orðið á umsjón og leigu nokkurra veiðiáa og ein er sú að Rafn Valur Alfreðsson hefur tek- ið við sem sölustjóri Norðurár í Borgarfirði af Einari Sigfússyni sem sá um sölu leyfa frá árinu 2013, þeg- ar samningi Stangaveiðifélags Reykjavíkur um ána lauk. Norðurá er ein af bestu og þekktustu veiðiám landsins og í henni fjölmargir gjöf- ulir og sérlega fallegir veiðistaðir. En Rafn er aldeilis ekki ókunngur fögrum, gjöfulum veiðiám því síð- ustu 13 ár hefur hann verið leigutaki hinnar margbrotnu Miðfjarðarár. Og vinna hans við þá gæðaá hefur heldur betur vakið athygli því veiðin jókst til muna eftir að hann tók við. „Ég skrifaði undir samninginn um leiguna á Miðfjarðará í ágúst 2008, korteri fyrir hrun,“ segir Rafn um upphaf ævintýris hans í Miðfirði. „Og það hefur gengið frábærlega, að öllu leyti,“ segir hann um tíma sinn þar. „Á þessum tíma hefur meðalveiðin tæplega þrefaldast, frá því sem hún var á 25 ára tímabili þar áður. Meðan enn var verið að maðka og drepa, með engan kvóta, þá var meðalveiðin ekki nema um 1.150 lax- ar á sumri. Síðan ég tók við er meðalveiðin tæplega 3.000 laxar.“ – Hverju þakkarðu það? „Auðvitað veiða-og-sleppa, fyrst og fremst. Svo er frábær hópur leið- sögumanna alltaf við ána, menn sem þekkja ána gríðarlega vel, og yfir níutíu prósent veiðimanna veiða með leiðsögumanni. Það hjálpar til við að halda álaginu ásættanlegu á veiði- staði, mikið er veitt með litlum flug- um og gengið varlega um veiði- staðina.“ „Brilljant samtenging“ – En hvers vegna sóttistu eftir Norðurá, að bæta henni við hjá þér? „Norðurá hefur lengi verið í sigt- inu hjá mér,“ svarar Rafn. „Ég hef lengi sagt að einhver flottasta veiði- tvenna sem hægt væri að bjóða lax- veiðimönnum upp á væri að veiða Norðurá og Miðfjarðará. Um níutíu prósent af kúnnunum okkar í Mið- firði eru útlendingar sem koma til veiða í þrjá til sex daga, og land- fræðilega og veiðilega þá er þetta brilljant samtenging. Við erum þeg- ar með töluvert af veiðimönnum sem koma í sumar að veiða báðar árnar. Og hefðum við skrifað undir fyrr í fyrra, þá hefði ég haft enn betra tækifæri til að kynna Norðurá fyrir enn fleirum af fastakúnnum mínum í Miðfirði. Margir þeirra þekkja ekki Norðurá – þótt þeir aki alltaf með- fram henni á leið norður.“ Norðurá enn undirverðlögð „Ég lagði mikla vinnu í að reyna að ná Norðurá og það tókst. Ég held að ég hafi sannfært stjórn veiði- félagsins um að ég væri góður kost- ur í verkið. Og áin er strax mjög vel seld fyrir sumarið. Ég held að hún hafi sjaldan verið jafn vel bókuð, og líklegast aldrei á jafn góðu verði og nú. En mér finnst hún samt enn vera undirverðlögð í samanburði við margar nágrannaárnar.“ Rafn segir að þótt talsvert verði af erlendum veiðimönnum í Norðurá þá veiði líka margir Íslendingar ána enda sterk hefð fyrir því. Þá henti áin að mörgu leyti vel fyrir fyrirt- ækjamarkaðinn. Rafn hefur ætíð haft sterka nærveru við Miðfjarðará sem staðarhaldari en þeirri stöðu mun Brynjar Hreggviðsson gegna við Norðurá. Þekkir hana ekki neitt Ákveðnar breytingar verða gerð- ar í sumar á því veiðifyrirkomulagi sem tíðkast hefur í Norðurá mörg undanfarin ár. Svokallað Munaðar- nessvæði verður ekki lengur selt sér fyrri hluta sumars heldur verður aðalveiðisvæðið lengt þangað niður eftir. Þá verður hætt að selja stangir á Flóðatanga og verður það frísvæði fyrir veiðimenn. „Þar var veitt á maðk og spún alveg fram á síðasta ár og nú var tekin ákvörðun um að hætta því. Nú er því í fyrsta skipti hægt að segja að aðeins sé veitt með flugu í Norðurá, á öllum svæðum,“ segir Rafn. Efri hluti árinnar, kall- aður Norðurá II, verður eins og áð- ur seldur sér frá 6. júní til 1. sept- ember, þrjár stangir með húsi í sjálfsmennsku. – Þekkirðu Norðurá vel? „Nei, ég þekki ekki hana ekki neitt,“ svarar Rafn hlæjandi. „Ég hef veitt ána þrisvar í júní. Ég hef leitað mér upplýsinga hjá fólki sem þekkir ána vel og svo fer sumarið núna í að læra á hana, og á rekst- urinn og starfsemina. Landeigendur vissu að þeir væru ekki að fá mann sem þekkti ána út og inn heldur treysta þeir mér til að selja vöruna. Og reka þetta. Ég er búinn að kaupa mér stöng í þremur hollum í sumar, í opnun, með félögum mínum í lok júní og í Norðurá II í ágúst. Og hlakka til!“ Norðurá lengi verið í sigtinu - Rafn Valur Alfreðsson hefur tekið við sölu veiðileyfa og umsjón Norðurár - Vissar breytingar - Á þeim 13 árum sem Rafn hefur verið leigutaki Miðfjarðarár hefur meðalveiðin nær þrefaldast Morgunblaðið/Einar Falur Glíma Breskur veiðimaður togast á við öflugan lax við Myrkhyl, einn af mörgum rómuðum veiðistöðum Norðurár. Bolti Rafn Valur með stórlax sem hann veiddi í Miðfjarðará. Nú þarf hann að fara að læra á og veiða Norðurá og segir að komandi sumar fari í það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.