Morgunblaðið - 21.05.2022, Side 18

Morgunblaðið - 21.05.2022, Side 18
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kjartan Smári Höskuldsson, fram- kvæmdastjóri Íslandssjóða, segir búið að leigja út um helminginn af skrifstofurýminu í Sjávarborg á Kirkjusandi. Viðræður séu í gangi um hinn helminginn. Félagið 105 Miðborg byggir á fjórum af níu reitum á Kirkjusandi. Félagið er fagfjárfestasjóður í rekstri og stýringu Íslandssjóða. Það hefur selt allar íbúðirnar í fjöl- býlishúsunum Stuðlaborg og Sól- borg á Kirkjusandi, alls 129 íbúðir. Sjávarborg er milli Stuðlaborgar og gamla Íslandabankahússins sem verður rifið. Kjartan segir áhuga á Sjávarborg hafa aukist mikið síðustu mánuði. „Það hefur gengið vel að leigja út húsið. Nú var verið að opna Heilsu- gæsluna á Kirkjusandi í síðustu viku en hún hét áður Heilsugæslustöðin í Lágmúla. Auk þess verður glæsilegt apótek á jarðhæð hússins. Nú er um helmingur af húsinu í útleigu og við- ræður í gangi um hinn helminginn. Eins og gerist gjarnan á síðustu metrunum hefur áhuginn glæðst þegar framkvæmdum er að ljúka og sjá má að húsið verður hið glæsileg- asta. Húsið fór að taka á sig endan- lega mynd upp úr áramótum og þar sem það stendur á svo áberandi stað miðsvæðis hefur verið hamagangur síðan. Það er auðvitað lítið í boði af nýju skrifstofuhúsnæði á góðum stað í Reykjavík. Og við finnum að mörg fyrirtæki hafa lengi verið föst í eldra húsnæði og í einhverjum til- vikum hafa jafnvel komið upp mál sem tengjast raka, bílastæðamálum o.s.frv. Þetta er greinilega eitthvað sem vantaði inn í flóruna í borginni.“ Hótel kemur enn til greina Fram kom í Morgunblaðinu í fyrrasumar að 105 Miðborg hefði óskað eftir því að breyta landnotkun á F-reitnum á Kirkjusandi og auka vægi íbúða á kostnað atvinnuhús- næðis. Var m.a. vísað til dræmrar eftirspurnar eftir skrifstofuhús- næði. Spurður hvort markaður- inn með atvinnu- húsnæði hafi glæðst mikið undanfarið segir Kjartan Smári að hafa beri í huga að Sjávarborgin sé ekki stórt hús. „Sjávarborgin er um sjö þúsund fermetrar og einstakt hús hvað varð- ar útsýni og sýnileika en atvinnu- húsnæðið á F-reitnum, eins og það var skipulagt, var um 20 þúsund fer- metrar. Við horfðum þá fram á mikla og stöðuga eftirspurn eftir íbúðum en markaðurinn með skrifstofuhús- næði er miklu þyngri og svifaseinni. Það er ekki fyrr en Sjávarborgin er nær fullbyggð sem áhuginn fer virki- lega að taka við sér. Það er því ekki líku saman að jafna en ef þessi áform okkar ganga eftir verðum við enn með leyfi til að byggja um 10 þúsund fermetra skrifstofuturn við Sæbraut á gömlu Strætó-lóðinni og er gert ráð fyrir hóteli í þeirri byggingu. Það er mjög spennandi að sjá hvern- ig þau mál þróast. Miðað við bók- unarstöðuna á hótelum í Reykjavík í sumar teljum við líklegast að sú bygging verði hótel. Markaður með gistirými hefur líka breyst í Reykja- vík. Margar af þeim íbúðum sem leigðar voru út í skammtímaleigu til ferðamanna hafa verið seldar og eru komnar í langtímanotkun, samtímis því sem íbúðaverð hefur hækkað svo mikið að það mun aldrei borga sig að kaupa íbúðir til að fara í Airbnb-út- leigu.“ Sjö af hverjum tíu úr leigu Er þetta varanleg breyting? „Já, tvímælalaust. Þeir sem hafa skoðað þennan markað telja að fleiri en 70% af þeim íbúðum sem voru keyptar til að leigja þær út á Airbnb hafi verið seldar og séu komnar í langtímanotkun … Þannig að Airbnb-markaðurinn nú er miklu minni en hann var fyrir aðeins nokkrum árum,“ segir Kjartan. Mikill áhugi frá áramótum Á Kirkjusandi Frágangur utanhúss á Sjávarborg er á lokastigi. - Hálf Sjávarborgin þegar í útleigu - Hnignun Airbnb skapar svigrúm fyrir hótel Morgunblaðið/Eggert Sjávarborg Handrið verður sett upp og útbúinn þakgarður fyrir starfsfólk. Kjartan Smári Höskuldsson 18 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022 ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 21. maí 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 132.54 Sterlingspund 164.64 Kanadadalur 103.41 Dönsk króna 18.744 Norsk króna 13.53 Sænsk króna 13.273 Svissn. franki 135.9 Japanskt jen 1.0375 SDR 177.63 Evra 139.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.2227 « Flest félög í Kauphöllinni hækk- uðu lítillega í gær eftir róstusama viku á hlutabréfa- markaði þar sem nær öll félög höfðu lækkað nokkuð yfir vikuna. Brim hækkaði mest í gær, um 2,8%, sem dró heldur úr lækkuninni dagana á undan en félagið lækkaði um 1% yfir vikuna. Brim hefur þó hækkað um 20% það sem af er ári og stendur gengi bréfa í félaginu nú í 93,5 kr. á hlut. Þá hækkaði Icelandair um 1,7% í gær en lækkaði um 3,6% yfir vikuna. Gengi bréfa í Ice- landair er nú 1,67 kr. á hlut. Gengið var um 2,3 kr. á hlut við upphafi átakanna í Úkraínu, tók þá nokkra dýfu niður á við, niður í 1,5 kr. á hlut, en náði að rétta úr kútnum um miðjan apríl. Síðan þá hefur gengi félagsins leitað aftur niður á við. Eimskip hækkaði í gær um 1,2% og stendur gengið nú í sléttum 500 kr. á hlut, líkt og það gerði í upphafi þessa árs. Gengi bréfa í Eimskip hefur lækkað um 9% á einum mánuði. Þrjú félög lækkuðu á aðalmarkaði í gær. Hlutabréf Arion banka lækkuðu um 1,3% og var velta með bréf í félag- inu fyrir tæpan hálfan milljarð. Arion hefur lækkað um 18,4% það sem af er ári. Hagar lækkuðu um 0,7% og VÍS lækkaði um 0,9%. Eldrauð vika endaði á grænu ljósi í Kauphöll Brim hækkaði mest félaga í gær. STUTT Horfa til gerðar kjarasamninga Hún sagði það hluta af hinni sam- félagslegu sátt að standa ekki bara saman þegar á móti blæs heldur einnig þegar betur gengur. Hún hvatti í framhaldinu gesti Viðskipta- þings til að hafa þetta í huga við gerð komandi kjarasamninga í haust, og Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Eftir að hafa staðið saman í gegnum faraldur í tvö ár, og nú í gegnum átök í austurhluta Evrópu, þarf áfram að sýna samstöðu nú þegar verðbólga gengur yfir vestræna markaði og kemur fram í hagtölum hér á landi. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem haldið var í gær fyrir fullum sal gesta. Katrín vék í máli sínu að þeirri samstöðu sem ríkti meðal stjórn- valda og atvinnulífsins meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð og sagði að einn helsti lærdómurinn sem draga mætti af því tímabili væri sá að þegar á reyndi stæði þjóðin saman. Það myndi þó áfram reyna á samstöðu og vék hún í máli sínu að nýrri áskorun; verðbólgunni. „Verðbólgan nú er í senn afleiðing heimsfaraldurs og styrjaldar sem geisar í Evrópu og hvort tveggja hef- ur mikil áhrif á framleiðslukeðjur heimsins með tilheyrandi verð- bólgu,“ sagði Katrín í ræðu sinni. „Það skiptir máli að fyrirtæki sem jafnvel hafa skilað góðum hagnaði hugi að því hvernig þau geta nú axlað ábyrgð og stutt íslenskt samfélag – til dæmis með því að taka á sig hluta verðhækkana í stað þess að velta þeim beint út í verðlag og styðja þannig við almenning í landinu sem alltaf þarf að kaupa í matinn, sama hvernig viðrar, og leggja sitt af mörkum til að tryggja stöðugleika í víðum skilningi.“ gæta hófst í launagreiðslum til stjórnenda sem og arðgreiðslum. „Þetta er ekki síst mikilvægt nú þegar kjarasamningar eru fram und- an. Ábyrgðin á stöðugleikanum verð- ur ekki eingöngu lögð á herðar launafólks, atvinnurekendur bera þar þunga ábyrgð ásamt stjórnvöld- um,“ sagði Katrín og bætti því við að efnahagslegum stöðugleika yrði ekki náð án þess að félagslegur stöðug- leiki væri tryggður. Hugi vel að starfsmannamálum Ari Fenger, formaður Viðskipta- ráðs, sagði í opnunarávarpi sínu að atvinnurekendur þyrftu að huga vel að starfsmannamálum næstu árin. Yfirskrift Viðskiptaþings í ár var Tímarnir breytast og vinnan með, og fjallað var um þau vatnaskil sem nú eiga sér stað á vinnumarkaði. Hann sagði að það væri á ábyrgð stjórn- enda fyrirtækja að taka mið af þeim breytingum sem eru að eiga sér stað og skapa gott starfsumhverfi. Hann sagði jafnframt að starfsmenn horfðu nú til fleiri þátta en launa og tækju mið af álagi, sveigjanleika og öðrum þáttum sem hafa mikla merk- ingu í lífi fólks og að atvinnurekend- ur þyrftu að taka tillit til þess. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þing Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Viðskiptaþing. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Viðskiptaþing er haldið með hefðbundnum hætti. Launum verði stillt í hóf - Forsætisráðherra segir atvinnulífið þurfa að leggja sitt af mörkum til að skapa félagslegan stöðugleika - Viðskiptaþing einblínir á velferð starfsmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.