Morgunblaðið - 21.05.2022, Page 19

Morgunblaðið - 21.05.2022, Page 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022 ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 25 Verð 439.000,- L 198 cm Leður ct. 25 Verð 489.000,- Í heimsókn emírsins Tamims bin Hamads Al-Thanis til Madríd á Spáni á miðvikudaginn styrktu þjóð- irnar viðskiptasambönd sín, en Spánverjar leita nú eins og aðrar Evrópuþjóðir allra leiða til að minnka þörfina á eldsneyti frá Rúss- landi. Heimsóknin, sem stóð yfir í tvo daga, er sú fyrsta sem emírinn í Katar kemur til Spánar, en hann tók við völdum 2013. Undirritaðir voru tólf samningar um málefni tengd viðskiptum, menntun, vísindum og heilbrigðismálum, var sagt í tilkynn- ingu frá spænska ríkinu í dag. Katar samþykkti að auka fjárfest- ingar á Spáni um 4,75 milljarða evra á næstu árum að því er haft var eftir spænska forsætisráðherranum, Pedro Sanchez, og er það þreföldun á fjárfestingum landsins hingað til. Enginn nákvæmur tímarammi var gefinn fyrir fjárfestingunum né til hvaða atvinnuvega væri litið. Áður hefur Katar fjárfest í fluggeiranum, í byggingar-, orku- og samskipta- iðnaðinum á Spáni. „Í ljósi ástandsins í Úkraínu er þessi styrking á sambandi Spánar og Katars mikilvæg, ekki eingöngu vegna fjárfestinga í landinu heldur líka til að tryggja eldsneytisöryggi,“ segir í tilkynningu frá spænskum stjórnvöldum. Katar er einn af þremur stærstu útflutningsaðilum fljótandi jarðgass (LNG) í heiminum og á Spáni er landið fimmti stærsti seljandi elds- neytis í landinu, en nú er áætlað að auka þann hlut talsvert. Frá Madríd fer emírinn Tamim bin Hamad Al-Thani til Þýskalands, Bretlands, Slóveníu og Sviss. Seinna á árinu verður Heims- meistarakeppni karla í knattspyrnu haldin í Katar. Spánn eykur við- skipti við Katar - Fjárfestingar og eldsneytisöryggi AFP/Pierre-Philippe Marcou Madríd Við upphaf heimsóknar em- írsins á Spáni á miðvikudag. Sýrlenskur maður er grunaður um að hafa stungið eiginkonu sína svo og danskan mann með hnífi í gær í litlu rólegu þorpi í Numedal-héraði í suðausturhluta Noregs. Þetta er haft eftir norsku lögreglunni. Fyrst var talið að maðurinn hefði valið sér fórnarlömb af handahófi en síðar upplýsti lögregla að konan væri eig- inkona hans. Vitni lýstu aðkomunni á slysstað þannig að konan hefði leg- ið í stórum blóðpolli. Atvikið varð nálægt strætóstöð í Nore, þorpi þar sem færri en þrjú þúsund manns búa. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum og flogið var með fórnarlömbin á spítala, en eiginkonan var lífshættulega særð. Danski maðurinn var með minni áverka, en ekki er vitað um tengsl hans við árásarmanninn. Árásar- maðurinn særðist einnig en þurfti ekki að fara á sjúkrahús, sagði lög- reglumaðurinn Tom Richard Jensen við norska fjölmiðla. Ekkert var gefið upp um ástæður árásarinnar, en sjónvarpsstöðin TV2 sagði að árásarmaðurinn hefði sætt rannsókn vegna ásakana um heim- ilisofbeldi í nóvember á síðasta ári. Eiginkonan hafði fengið nálgunar- bann gegn honum, sem hafði verið virt fram að deginum í gær. Rútubílstjóri og framhaldsskóla- nemar náðu að halda manninum niðri áður en lögregla, sjúkrabílar og sjúkraþyrlur komu á vettvang. Íbúar á svæðinu voru mjög slegnir vegna árásarinnar. Stakk eig- inkonuna með hnífi - Árásarmaðurinn var í nálgunarbanni AFP/NTB/ Lise Åserud Nore Lögreglan komin á vettvang. „Frelsun Lýðveldis fólksins í Lu- hansk er á lokametrunum,“ sagði varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Sjoigu, í gær. Að sögn hér- aðsstjóra Luhansk hafa a.m.k. tólf látið lífið og fjörutíu særst í árásun- um í Severodonetsk. Volodímír Sel- enskí forseti Úkraínu segir að Don- bass-hérað sé nú „eins og helvíti á jörðu“. Sjö særðust í loftárás á nýlega uppgert menningarhús í borginni Lozova á Karkív-svæðinu seinni- partinn í gær og þar af var 11 ára barn skrifaði Selenskí á Telegram og sagði Rússa nú andstæðinga menn- ingar, menntunar og mannúðar. Maríupol er á valdi Rússa eftir að tæplega tvö þúsund úkraínskir her- menn gáfust upp í Azovstal-stálverk- smiðjunni í borginni eftir nærri þriggja mánaða varnarbaráttu. „Í lok ársins verða tólf nýjar her- deildir og herstöðvar komnar í gagn- ið í vesturhluta Rússlands,“ sagði Sjoigu á fundi í gær, en Rússar eru að bregðast við yfirvofandi stækkun NATO. Einnig tilkynntu Rússar að skrúfað yrði fyrir gasleiðslurnar til Finnlands í dag. Lögfræðingur rússneska her- mannsins Vadíms Sjisjimaríns baðst vægðar fyrir skjólstæðing sinn og sagði í gær að hann væri ekki sekur um morð að yfirlögðu ráði. Sækjend- ur í málinu fara fram á lífstíðarfang- elsi. Þjóðverjar hafna öllum hugmynd- um um að Evrópusambandið taki sameiginlegt lán til að takast á við uppbyggingu í Úkraínu eftir að mál- ið var borið upp á fundi G7-ríkjanna. Gerhard Schröder fyrrverandi Þýskalandskanslari var á fimmtudag sviptur öllum fríðindum fyrrverandi kanslara því hann hafi neitað að segja sig frá stjórnarsetu í tveimur rússneskum orkufyrirtækjum. Í gær sagði hann sig frá stjórnarsetu olíu- risans Rosneft, en hann á að taka sæti í stjórn Gazprom í júní. doraosk@mbl.is „Donbass eins og helvíti á jörðu“ - Rússar að ná Donbass - Tólf nýjar herstöðvar Rússa - Sjö særðir í loftárás í Lozova - Skrúfað fyrir gas til Finna - Schröder segir sig úr stjórn Rosneft Litlir drengir leika sér á bát í Diyala-héraði í Írak í gær. Annar drengjanna heldur á árinni en hinn hoppar af bátnum og niður á þurra jörð þar sem Hamrine-vatnið var en er nú nánast horfið eftir mikla þurrka. Hamrine-vatn er mikilvægt fyrir fólkið í Diyala-héraði, ekki síst bændur, því þar hafa þeir fengið allt að 80% af vatninu sem þeir nota fyrir landbúnað héraðsins. Vatnið, sem er manngert, var upphaflega búið til árið 1981. AFP/Ahmad Al-Rubaye Drengir að leik á botni Hamrine-vatns í Írak

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.