Morgunblaðið - 21.05.2022, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Á Íslandi er
kórónu-
veiran
horfin úr huga
flestra og tilfinn-
ingin er sú að
þeim kafla sé nú
lokið og nýr kafli
tekinn við. Sú er
þó síður en svo
raunin alls staðar. Í Kína er
samfélagið víða rígfast í
viðjum veirunnar og er
ástandið verst í Sjanghaí.
Miklar takmarkanir gilda
einnig í Peking og hafa
menn áhyggjur af að þar
gæti skapast svipaður
glundroði og í Sjanghaí.
Ástandið er farið að hafa
áhrif á efnahagslífið og við-
skipti um allan heim því að
flutningar eru í lamasessi.
Við Sjanghaí sitja mörg
hundruð gámaflutningaskip
föst og það hefur áhrif um
allan heim.
Kínversk stjórnvöld hafa
frá upphafi lagt áherslu á að
hefta útbreiðslu kórónuveir-
unnar með öllu. Þar sem
hún skýtur upp kollinum er
öllu skellt í lás þar til ekki
eitt einasta tilfelli greinist
lengur.
Sjanghaí er ein helsta
miðstöð útflutnings í Kína.
Þar var gripið til harðra
takmarkana snemma í apríl
og 25 milljónum manna fyr-
irskipað að halda sig heima.
Borginni var skipt í tvennt
og átti útgöngubannið að
standa í átta daga. Það hef-
ur hins vegar dregist á lang-
inn.
Þetta hefur skapað mikil
vandræði og á mörgum
heimilum nær fólk ekki að
verða sér úti um mat því að
það er í einangrun.
Þetta veldur því einnig að
erfitt er að reka fyrirtæki
því að starfsfólkið kemst
ekki til vinnu. Sum fyrirtæki
hafa jafnvel tekið upp þá
stefnu að láta starfsfólk sofa
á vinnustaðnum til að halda
framleiðslunni gangandi.
Á þriðjudag tilkynntu
borgaryfirvöld að takmark-
inu um ekki eitt einasta til-
felli hefði verið náð í öllum
hverfum borgarinnar. Fyr-
irvarinn var þó sá að ekkert
tilfelli hefði greinst utan
þeirra svæða sem væru í
sóttkví. Þar búa milljónir
manna, sem enn er fyrir-
skipað að halda sig heimavið
í einangrun.
Af þeirri ástæðu var þess-
um fréttum illa tekið á kín-
verskum félagsmiðlum og
fannst fólki yfirlýsingar
stjórnvalda stangast á við
veruleikann. Hefur meira að
segja komið til
mótmæla út af
því hvað þessar
hörðu aðgerðir
hafa staðið lengi í
borginni og rysk-
ingum við yfir-
völd.
Einnig kom til
mótmæla um
liðna helgi við Peking-
háskóla vegna óánægju
námsmanna með hertar tak-
markanir vegna veirunnar.
Slíkir atburðir eru fátíðir í
Kína og þarf mikið til að
fólk sýni með þessum hætti
að því sé nóg boðið.
Þeir sem þurfa að flytja
vörur frá Kína eru í miklum
vanda. Ógerningur er að
gera neinar áætlanir því að
ekki er ljóst hvenær vara
verður send af stað eða hve-
nær hún muni berast. Tafir í
skipaflutningum hafa fylgt
kórónuveirunni nánast frá
upphafi. Nú er hins vegar
svo komið að vörur eru allt
að þrisvar sinnum lengur á
leiðinni frá Kína til Evrópu
en þegar allt er með felldu.
Þá geta þeir sem eru að
flytja vörur frá Kína allt
eins átt von á því að send-
ingin þeirra verði skilin eftir
á hafnarbakkanum því að
keppinauturinn bauð betur,
slík er samkeppnin. Það er
helst að skipafélögin græði á
öllu havaríinu.
Ekki er komið í ljós hvaða
áhrif útgöngubann og tak-
markanir munu hafa á efna-
hagslífið, en ljóst er að að-
gerðir stjórnvalda munu
valda samdrætti. Smásala
hefur dregist saman, sala á
bílum sömuleiðis og atvinnu-
leysi eykst.
Xi Jinping forseti Kína er
í vanda. Stjórnvöld í Kína
eru nú að reyna að hefta
ómikronafbrigðið, sem smit-
ast mjög auðveldlega. Það
er hins vegar mun vægara
en fyrri afbrigði og gefur
því ekki sama tilefni til
harðra aðgerða og forver-
arnir. Aðgerðirnar eru svo
harkalegar að hætt er við að
þær kæfi atvinnulífið. Xi er
því vandi á höndum. Það
kann að vera erfitt fyrir
hann pólitískt að snúa baki
við þeirri hörðu stefnu að
kæfa útbreiðslu veirunnar
með öllu hvar sem hún kann
að skjóta upp kollinum, en
það getur verið dýrkeypt að
gera það ekki ef lækningin
er skaðlegri en meinið. Og
það eru ekki bara Kínverjar
sem súpa seyðið af því, held-
ur hefur það áhrif um allan
heim og er Ísland ekki und-
anskilið.
Harðar aðgerðir
gegn kórónuveirunni
í Kína valda töfum í
skipaflutningum um
allan heim og farið
er að bera á mót-
mælum heima fyrir}
Veiruvandi Kína
Þ
úsundir Íslendinga eru nú á biðlist-
um eftir bráðum aðgerðum. Í
þeim hópi er fólk sem er svo sár-
kvalið að hver einasti dagur er
þjáning. Svona hefur ástandið
verið árum saman og versnar ef eitthvað er
frá ári til árs.
Á hverju ári fjárfestir hið opinbera 30 millj-
arða í nýsköpun í gegnum nýsköpunarsjóði og
endurgreiðslu á tekjuskatti vegna rannsókna
og þróunar. Þessir fjármunir skipta sköpum
fyrir lítil og stór fyrirtæki, hvort sem það er
til að styrkja reksturinn fyrsta rekstrarárið
eða til að draga úr kostnaði við flóknar og dýr-
ar rannsóknir. En það er ekki nóg að tala um
nýsköpun eða setja fjármagn í nýsköpun,
heldur verðum við að tryggja að samfélagið
innleiði nýsköpun. Þar gætum við staðið okk-
ur miklu betur.
Ég hef að undanförnu rætt við fjöldann allan af frum-
kvöðlum sem eru í ýmiss konar nýsköpun tengdri heil-
brigðisþjónustu. Frumkvöðlar sem vilja nota hugvit og
nýsköpun til að efla heilbrigðiskerfið með hagkvæmum
hætti. Á sama tíma og mörg þessara fyrirtækja ná góð-
um árangri á erlendri grundu lenda þau á ósýnilegum
vegg hins opinbera hér á landi. Eitt þeirra er Kerecis
sem framleiðir sáraroð til að græða sár hraðar en eldri
lausnir. Fyrirtækið selur vörur sínar um allan heim en
þegar kemur að innanlandsmarkaði eru fáir hvatar til að
nýta þessa lausn. Það skýtur skökku við þegar við sem
samfélag ákveðum að fjárfesta í nýsköpun en nýtum svo
ekki þær lausnir sem verða til fyrir okkar eigin kerfi.
Við megum engan tíma missa því spár um
vöxt Landspítalans fram til ársins 2040 sýna
að vegna öldrunar þjóðarinnar mun kostn-
aður aukast um 90% ef ekkert verður að gert.
Greining McKinsey-fyrirtækisins sýnir hins
vegar að ef reksturinn er lagaður með staf-
rænum lausnum og nýsköpun þá muni þessi
gríðarlega aukning þjónustu ekki leiða til
nema 30% hækkunar heildarkostnaðar árið
2040. Lykillinn að því að halda kostnaði í lág-
marki er hugvitið. Hugvitið getur þannig
sparað Landspítalanum nærri 50 milljarða, á
hverju einasta ári.
Til að þetta geti orðið að veruleika hef ég
ákveðið að styrkja sérstaklega innleiðingu
nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu og þar með
aukna skilvirkni og bætta þjónustu. Það verð-
ur gert með því að frumkvöðla- og sprota-
fyrirtæki í nýsköpun geti sótt um stuðning,
en styrkveitingin er háð því skilyrði að fyrirtækin eigi í
nánu samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðis-
þjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða þá nýsköpun
sem styrkur er sóttur um í. Veittir verða allt að 10 m.kr
styrkir til einstakra verkefna sem hafi það markmið að
teknar séu í notkun nýjar vörur, ný þjónusta eða nýjar
hugbúnaðarlausnir sem geta bætt þjónustu og aukið
hagkvæmni í rekstri. Sérstök áhersla verður lögð á að
styðja við samstarf opinberra aðila og einkaaðila um land
allt. Markmiðið er skýrt: við eigum að nota nýsköpun til
að bæta heilbrigðisþjónustuna.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Nýsköpun til betri heilbrigðisþjónustu
Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
N
etárásum fer fjölgandi og
fjárhagslegt tjón sem af
þeim hlýst getur verið
geysilega mikið, að ótöld-
um þeim skaða sem verður vegna
taps á gögnum og stöðvun á vinnslu. Í
fyrra bárust netöryggissveitinni
CERT-IS tæplega 600 tilkynningar
um netöryggisatvik af ýmsum toga,
rösklega tvöfalt fleiri en á árinu á
undan þegar þau voru 266.
40 milljarða tjón á ári
Í nýútkomnu ársyfirliti CERT-
IS fyrir síðasta ár kemur fram að
þegar gert er ráð fyrir að um 1,5% af
vergri landsframleiðslu hér á landi
tapist vegna netglæpa, jafngildi það
um 40 milljörðum á ári.
Sú fjárhæð gæti orðið enn hærri
á þessu ári, því samkvæmt Guðmundi
Arnari Sigmundssyni, forstöðumanni
CERT-IS, hefur þróunin, það sem af
er þessu ári, verið svipuð og á síðasta
ári. „Það er stígandi vöxtur í flestum
flokkum mismunandi tegunda
árása,“ segir hann í samtali við Morg-
unblaðið um tilkynningarnar frá síð-
ustu áramótum.
Netöryggissveitin hefur ekki
skynjaranet til að fylgjast með net-
umferðinni, heldur byggjast upplýs-
ingarnar á tilkynningum sem henni
berast um atvik sem varða netöryggi.
Segir í ársskýrslunni að líklega megi
rekja gríðarlega fjölgun tilkynninga í
fyrra til tveggja þátta. „Annars vegar
almennrar fjölgunar á atvikum
tengdum netöryggi í heiminum og
hins vegar þess að fyrirtæki og stofn-
anir eru duglegri en áður um að til-
kynna um atvik sem verða í þeirra
kerfum.“
Fjölgun hefur orðið í öllum
tegundum netárása
Öllum tegundum netárása hefur
fjölgað merkjanlega. Í fyrra var
áberandi að tilkynningum fjölgaði
mest vegna svindls á netinu, m.a. um
svonefndar vefveiðar. Þá er reynt að
safna viðkvæmum upplýsingum, svo
sem um kortanúmer og lykilorð, með
því að villa á sér heimildir, t.d. í gegn-
um tölvupóst eða með eftirmynd af
þekktri síðu. Tilkynnt var um 446 slík
atvik í fyrra.
Álagsárásir (DDoS), sem trufla
aðgang að þjónustu yfir netið, hafa
þróast síðustu ár í að verða sér-
sniðnar að fórnarlambinu hverju
sinni, að því er fram kemur á árs-
yfirlitinu. Bent er á að alþjóðlegar
rannsóknir sýni að allt að 60%
smærri fyrirtækja sem verða fyrir
netárás hætti starfsemi innan sex
mánaða frá því að árásin var gerð.
„Því fylgir einnig áfall, andlegt álag
og streita að verða fyrir netárás, sem
þarf að vinna úr,“ segir á yfirlitinu.
CERT-IS birtir einnig fjölmargar
ábendingar fyrir einstaklinga og
fyrirtæki til að auka eigið netöryggi.
Þar skiptir m.a alla máli að verja að-
ganga sína með lykilorði. Þetta má
gera með því að nota lykilorðabanka
fyrir allar síður og þjónustuleiðir á
einum öruggum stað, sem mikilvægt
er síðan að verja með fjölþátta auð-
kenningu.
Starfsemi CERT-IS stórefldist í
fyrra í kjölfar nýrrar löggjafar.
Mannafli sveitarinnar hefur rúmlega
tvöfaldast og hafa m.a. sviðshópar
verið virkjaðir fyrir fjármálainnviði,
fjarskiptainnviði og orkuinnviði. En
nauðsynleg uppbygging er talin taka
a.m.k. þrjú ár. Fram kemur á yfirliti
CERT-IS að skv. mati Alþjóða-
fjarskiptasambandsins eru Íslend-
ingar í fararbroddi þjóða heims í
notkun á net- og upplýsingatækni en
netöryggismálum sé hins vegar
ábótavant.
Tilraunir til netárása
færast sífellt í vöxt
Ógn Óvissustig almannavarna var í fyrsta skipti virkjað vegna netógnar í
fyrra þegar í ljós kom mjög alvarlegur veikleiki í kóðasafninu Log4j.
Ógnir við netöryggi
» CERT-IS fékk fjölda til-
kynninga í fyrra um aðgang að
upplýsingum eftir ólöglegum
leiðum, gagnatap og gagna-
leka.
» Í 16 tilvikum var um inn-
brot að ræða í tölvukerfi hjá
heimanotendum, fyrirtækjum
eða rekstraraðilum.
» Tilkynningar bárust um
alls tíu árangurslausar tilraunir
til að taka yfir tölvukerfi fórn-
arlamba.
» 16 tilkynningar bárust um
spillikóða, þar sem tölvuveirur
og annar kóði er notaður til að
eyðileggja eða ná stjórn á
tölvukerfum.
» Tvö stór mál komu upp á
síðasta ári, þ.e. svonefndar
DDoS árásir á fjármálageirann
og Log4j veikleikinn.
» Sex atvik komu til kasta
CERT-IS vegna þess sem flokk-
að er sem níðingsefni, s.s. ein-
elti, áreitni, eltihrellni, barna-
níðsefni og upphafning
ofbeldis.