Morgunblaðið - 21.05.2022, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022
Sláttur Grasið er víða farið að spretta vel. Þótt enn sé eitthvað í að sláttur hefjist í sveitum er byrjað að slá gras á grænum svæðum í Reykjavík, þar á meðal hólinn við Stýrimannaskólann.
Kristinn Magnússon
Að fylgjast með
kosningabaráttunni í
Reykjavík var eins og
að horfa á barna-
leikrit. Leikskólinn
var aðalumræðuefnið,
menn gerðu sér mikl-
ar vonir um fjölgun
leikskólaplássa. Þess-
ar vonir munu upp-
fyllast í haust, ef
borgarstjórnin finnur
einhvers staðar fé og
sumarið verður vel notað til að
gera við myglublettina í leikskól-
unum. Þá fjölgar leikskólaplássum
til muna.
Fjármálin settu borgarstjóra í
dauðafæri fyrir minnihlutaflokk-
ana, en þeim tókst ekki að notfæra
sér það. Reykjavík skuldar 400
milljarða, en Dagur komst upp
með að benda á önnur sveitarfélög
sem skulda meira á mann. Mun-
urinn er að vísu sá að flest þeirra
geta borgað sínar skuldir, en
Reykjavík getur það ekki. Því
veldur viðvarandi taprekstur sem
mun halda áfram, því borgin er
með 2.000 stöðugildum of mikið á
launaskrá miðað við
það sem fjárhagurinn
þolir.
Svona fjárhagur er
dauði hvers sveitarfé-
lags. Skuldasúpan
vindur upp á sig með
síhækkandi fjár-
magnskostnaði, bara
nýjasta vaxtahækk-
unin mun kosta
Reykjavík 4-8 millj-
arða á ári. Peninga-
leysið þvælist fyrir í
nauðsynlegum fram-
kvæmdum og viðhaldi. Lögin gera
ráð fyrir að sveitarstjórnarráðu-
neytið setji fjárhaldsstjórn yfir slík
byggðarlög og slíkt hefur verið
gert. Nýjasta dæmið er Reykja-
nesbær, en þar var skuldasúpunni
komið fyrir hjá fjármálastofn-
unum.
En það virkar ekki í Reykjavík.
Fjármálastofnanir landsins taka
ekki á sig 400-500 milljarða nema
ríkisábyrgðasjóður komi til við-
bótar, og þá situr hann að endingu
uppi með súpuna. Það borgar eng-
inn af ríkistryggðum lánum nema
einstaklingar með eignir. Ríkið
gæti að vísu hirt Orkuveituna upp í
skuldirnar og bætt henni við RA-
RIK. En það er ekki betri kostur.
Forsvarsmenn ríkissjóðs veigra
sér því við að setja Reykjavík á
hausinn eins og þeir ættu að vera
búnir að gera. Bitinn er of stór fyr-
ir ríkissjóð og Reykjavík skákar í
því skjóli.
Eina gróðafyrirtæki Reykjavík-
ur er lóðabraskið, þ.e. að fá land
fyrir nánast ekkert og selja síðan
byggingarréttinn fyrir um 5 mkr. á
hverja íbúð sem á landinu er
byggð, fyrir utan aðrar tekjur sem
borgin fær af byggingarstarfsemi.
Menn sjá hvað það þýðir í pen-
ingum ef byggja á 2.000 íbúðir á
ári í Reykjavík. Keldnalandið er
gott byggingarland, það tekur ekki
langan tíma að finna út að það
borgar sig fyrir Reykjavík að eyða
einhverjum milljörðum í að byrja
„pínulítið“ á borgarlínu ef Keldna-
landið fæst í staðinn. Fyrsta lota
borgarlínu af fimm stefnir á
Keldnalandið svo þetta gæti geng-
ið eftir. Borgarstjóri heldur því
dauðahaldi í borgarlínuna þótt allir
viti að hún er glópafjárfesting sem
aldrei mun koma. En áður en það
komst upp var ríkið búið að lofa 50
milljörðum króna upp í línuna, sem
er verðmæti landsins á Keldum.
Landið mun auka veltufé borgar-
sjóðs um að minnsta kosti þrefalda
þá upphæð, en það tekur Reykja-
vík mörg ár að ná því inn í kass-
ann. Vandamál borgarstjóra er því
að losna við borgarlínuna án þess
að missa Keldnalandið. Liður í
þessu er að nú tala gömlu meiri-
hlutaflokkarnir ekki um borgar-
línu, heldur samgöngusáttmálann.
Það tal ber að skilja þannig að þeir
vilji fá helgunarsvæði Miklubraut-
arinnar sem byggingarland til við-
bótar við Keldnalandið og ná sér
þar í viðbótarlóðasölu.
Þar að auki vill borgarstjóri
koma almannasamgöngum í
Reykjavík alfarið yfir á ríkið.
Vegagerðin er þegar að hanna
borgarlínu og ætlar að klára það í
haust. Betri samgöngur ohf. eiga
að byggja hana og afhenda Strætó
bs., en að snúa því við er ekki mikil
breyting, þá taka Betri samgöngur
ohf. við rekstri Strætó bs. og fá í
staðinn leyfi til að leggja á nýjan
skatt; tafagjöld, sem munu nema
um 30.000 kr. á bíl í borginni á ári.
Það mun koma sér vel fyrir borg-
arstjóra að hafa góðan framsókn-
armann sér við hlið í samningunum
við ríkið um þetta. Borgarstjóri
mun fá Framsókn til að lappa upp
á meirihlutann í Reykjavík, hann
er slyngur pólitíkus þótt hann sé
ekki góður framkvæmdastjóri.
Þetta hefði mátt ræða í kosn-
ingabaráttunni, en hún kom aldrei
nálægt jörðinni, svo ekkert af
þessu var rætt. Með svona brölti
komast menn hjá því að „missa“
fjármál Reykjavíkur upp á yfir-
borðið, a.m.k. um tíma, en það var-
ir ekki lengi. Ríkið þarf að fara að
gera upp við sig hvenær á að taka
á gjaldþroti höfuðborgarinnar og
hvernig.
Eftir Jónas Elíasson » Ótrúleg úrslit í
Reykjavík, meiri-
hlutinn féll og minni-
hlutinn minnkaði, fram-
sóknarmenn fylltu í
skarðið og reyna núna
að finna út hver ætlunin
var.
Jónas Elíasson
Höfundur er verkfræðiprófessor.
jonaseliassonhi@gmail.com
Vegferð Reykjavíkur