Morgunblaðið - 21.05.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.05.2022, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022 TRÉSMÍÐAVÉLAR Vélar fyrir atvinnumenn & handverksfólk Yfir 40 ára frábær reynsla á Íslandi Opið virka daga 9-18 laugardaga 11-17 Slípivél BTS800 Verð 49.980 Súluborvél DP16 Verð 64.840 Smergill BG150 Verð 24.960 Fræsari HF50 Verð 89.800 Spónsuga Woova3 Verð 99.800 Borðsög HS80 Verð 39.980 Iðnaðarsuga DC100 Verð 34.390 Slípivél OSM600 Verð 72.890 Slípivél BTS700 Verð 32.320 Vefverslun brynja.is Slípivél OSM100 Verð 53.180 Tifsög Deco-flex Verð 56.110 Hefill HMS1080 Verð 145.950 Tifsög SD1600 Verð 33.500 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Bandsög Basa1 Verð 64.760 Bútsög HM80L Verð 29.190 Kæra nýkjörna borgarstjórn. Í burðarliðnum er hjá öllum flokkum í borgarstjórn Reykja- víkur, að undanskild- um einum þeirra, Vinstri-grænum, myndun nýs starf- hæfs meirihluta. Ég vil við þau tímamót minna á okkur íbúana í miðbænum sem lifum við ærandi hávaða um hverja einustu helgi. Við sem stöndum að baki hópnum Kjósum hávaðann burt viljum koma þeim skýru skilaboðum inn í meirihlutaviðræður flokkanna að gera bragarbót og bregð- ast, með viðeigandi að- gerðum, við þessum mikla hávaða, sem spillir friðhelgi einkalífs íbúanna, hótelgesta og annarra sem svefnstað eiga í mið- bænum. Það þurfa allir að hvílast, kæru borgarfulltrúar, og þar er enginn undanskilinn. Dagur B. Eggerts- son, fráfarandi borgarstjóri, var þátttakandi í svefnráðstefnu fyrir kosningar í Hörpu. Þar talaði hann um mikilvægi þess að lengja svefn- tíma fólks á öllum aldri. Ég geri mér því vonir um að hann, ásamt öðrum oddvitum flokkanna, taki þetta mikilvæga mál upp á næsta stig og bregðist við án allra tafa. Þá vil ég að lokum vekja athygli ykkar borgarfulltrúa á ályktun að- alfundar Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur (ÍMR), sem líta ónæðið vegna veitinga- og skemmtistaða í miðbænum alvar- legum augum. Aðalfundurinn skoraði á borg- arstjórn að verja rétt íbúanna til þess að hafa svefnfrið um nætur, en samkvæmt 4. grein lögreglusamþykktar fyrir Reykja- víkurborg er bannað að hafast nokkuð að sem veldur ónæði eða raskar næturró manna. Heima á að vera best að hvílast. Eftir Matthildi Skúladóttur Matthildur Skúladóttir » Það þurfa allir að hvílast, kæru borg- arfulltrúar, og þar er enginn undanskilinn. Höfundur er íbúi í miðbænum. matta@internet.is Ærandi hávaði í miðri borg Eitt af því sem veiru- faraldurinn hafði áhrif á er eitt elsta meðferð- arúrræði landsins, Foreldrahús, sem að- stoðar fjölskyldur í vanda. Sérhæfing okk- ar eru börn og ungling- ar með tilfinninga- vanda, hegðunarvanda, áhættuhegðun, fikt, neyslu og fjölskyldur þeirra. Í fjölmiðlum síðustu misseri hafa átakamiklar sögur verið sagðar af ungu fólki þar sem skólinn brást, fé- lagsþjónustan og samfélagið í heild. Fátækt, basl og aðskilnaður við for- eldra, ofbeldi af öllu tagi, vanræksla og misnotkun á áfengi sem öðrum vímuefnum – er gömul saga og ný. Foreldrahús býr yfir mikilli fag- þekkingu á sínu sviði, áralangri reynslu og fagmennsku og er með öll tæki og tól til að grípa inn í vanda áður en hann verður of mikill. Það eina sem okkur vantar er fjármagn til að halda áfram okkar góða starfi. Við höfum aldrei verið á pari við aðrar stofnanir sem meðhöndla skjól- stæðinga sem eru eldri en okkar. Þetta er nokk- uð sem við ekki skiljum. Því börnin eru svo dýr- mæt. Við sem samfélag verðum að fara að um- gangast börn út frá því virði sem þau fæðast með og eiga að halda allt þar til þau verða fullorðin. En það gerum við ekki. Tilkynningar til barnavernd- ar á árinu 2021 voru 13.264. Flestar tilkynningar eru um vanrækslu á börnum eða 5.614 talsins. Tilkynnt var ofbeldi á börnum 3.827 sinnum og um áhættuhegðun barna alls 3.714 til- kynningar. Þetta eru málefnin sem við erum sérfræðingar í. Ef við hugsum til baka, í kjarna þeirra sagna sem nú eru að koma fram í dagsljósið þar sem börn upp- lifðu úrræðaleysi og voru föst í þeim hræðilegu aðstæðum sem þau tjá sig um í dag, þá getum við spurt okkur í dag: Hvað ætli það verði mörg börn sem tjá sig um kórónuveirutímann eftir einn eða tvo áratugi á sama hátt þar sem sinnuleysi umhverfisins og miklum tilfinningavanda var ekki sinnt? Við í Foreldrahúsi höfum tekið á móti foreldrum og börnum þeirra í 36 þessi ár. Niðurbrotnum foreldrum sem eru að bugast, börnum og ung- lingum í tilfinningavanda, hegð- unarvanda, áhættuhegðun sem og vímuefnavanda. Á þessum 36 árum hafa þúsundir nýtt sér þjónustu okk- ar í Foreldrahúsi. Á síðasta ári voru komur til okkar 3.242. Árferðið núna eftir faraldurinn er ekkert sérstaklega gott. Okkar við- kvæmustu einstaklingar og fjöl- skyldur hafa ekki komið vel út úr þessum tíma. Það er lífsspursmál fyr- ir framtíðina í þessu litla samfélagi að börnin okkar fái sem best atlæti og stuðning, að þau fái uppeldisskilyrði við hæfi og verði fullgildir meðlimir samfélagsins. Það er algjör óþarfi og ekki í lagi að við missum einn einstakling í örorku vegna tilfinningavanda og óleystra mála barnæskunnar, vegna brott- hvarfs úr námi eða vegna afbrota sem verða vegna stuðningsleysis. Við erum með heilbrigðiskerfi í dag sem styður við þessa einstaklinga þegar þeir eru komnir það langt í úr- ræðaleysinu að þeir lenda á spítala, hjá lögreglunni og fyrir dómstóla. Af hverju styður ríkisstjórnin ekki betur við forvarnastarf Foreldrahúss? Við erum alls staðar sett aftast í röðina og það er alls ekki hagkvæmt fyrir rík- isreksturinn að bregðast svona seint við börnum í vanda. Í Foreldrahúsi hefur aldrei mátt neitt út af bera í rekstri samtakanna, því við höfum aldrei fengið stuðning stjórnvalda, líkt og önnur sambærileg úrræði hafa fengið. Því spyr ég ríkis- stjórnina: Af hverju stendur skrifað á blaði að börnin í landinu eigi að ganga fyrir? Hljóð og mynd verða að fara saman. Það er ekki nóg að segja hlutina, við þurfum líka að gera þá! Ég hvet forsætisráðherra, fjár- málaráðherra, heilbrigðisráðherra og barnamálaráðherra til að skoða mála- skrá sína og færa Foreldrahús efst á dagsplanið. Tryggja okkur fjármagn fyrir áframhaldandi rekstri og gera þetta strax! Við megum engan tíma missa. Því ef við verndum ekki börnin – hvar lenda þau þá? Eftir Berglindi Gunnarsd. Strandberg Berglind Gunnarsd. Strandberg »Eitt af því sem veiru- faraldurinn hafði áhrif á er eitt elsta með- ferðarúrræði landsins, Foreldrahús, sem að- stoðar fjölskyldur í vanda. Höfundur er framkvæmdastjóri Foreldrahúss. berglind@foreldrahus.is Eitt elsta meðferðarúrræði landsins þarf hjálp

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.