Morgunblaðið - 21.05.2022, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022
✝
Vilmundur Þór
(Villi) fæddist í
Kvöldbliki á Rauf-
arhöfn 26. júní
1945. Hann lést 2.
maí 2022 á sjúkra-
húsinu á Húsavík.
Foreldrar Villa
voru hjónin Hólm-
fríður Friðgeirs-
dóttir frá Odd-
stöðum, f. 2.6. 1921,
d. 5.7. 2018, og Jón-
as Finnbogason frá Harðbak, f.
16.8. 1914, d. 9.5. 2009.
Raufarhöfn í nokkur ár. Hinn 1.
júní 2011 flutti Villi líka á
Hvamm en áður hafði hann oft
dvalið á Hvammi í stuttan tíma.
Eins og annað ungt fólk á Rauf-
arhöfn á þessum tíma vann Villi
ýmis störf varðandi síld, svo sem
á síldarplönum og í Síldarverk-
smiðjunni. Árið 1968 tók faðir
Villa við umboði Esso á Rauf-
arhöfn og vann Villi þar við af-
greiðslustörf meðan faðir hans
rak Esso. Eftir það vann Villi
nokkur ár í frystihúsinu á Rauf-
arhöfn. Þá fór að bera meira á
þeim andlega sjúkdómi sem
hafði fylgt honum mestalla hans
ævi og við það hætti hann að
geta unnið.
Útför Villa fer fram frá Rauf-
arhafnarkirkju í dag, 21. maí
2022, og hefst klukkan 14.
Systkini Villa
eru stúlka óskírð, f.
5.2. 1942, d. 6.2.
1942, Valgeir, f.
27.2. 1950, og
Gunnar Finnbogi, f.
6.4. 1956.
Villi ólst upp á
Raufarhöfn og bjó
lengst af hjá for-
eldrum sínum í
Sunnuhvoli. Þegar
foreldrar hans
fluttu á Hvamm á Húsavík
kringum 2007 bjó hann einn á
Mig langar að minnast elsku-
legs mágs míns í örfáum orðum.
Villi mágur minn var einstak-
lega ljúfur maður. Ég sá hann
aldrei skipta skapi þrátt fyrir erf-
iðleikana sem hann þurfti að
glíma við nánast alla ævi. Hann
stríddi við veikindi alveg frá barn-
æsku og margir draumar gátu
ekki ræst. Samt sem áður var
stutt í húmorinn þegar sá gállinn
var á honum.
Villi var mjög minnugur á af-
mælisdaga fjölskyldunnar og
minnti móður sína á þá þegar hún
var orðin háöldruð. Einnig mundi
hann flest ef ekki öll Þ-bílnúmer á
Raufarhöfn og í nálægum sveit-
um. Þegar Villi var lítill, var hann
kallaður Stáki af barnakennara
sínum, en stáki er annað heiti yfir
lítinn strák. Villi tók ástfóstri við
þetta nafn og bíllinn hans var með
þetta einkanúmer. Eftir að Villi
hætti að keyra og var kominn með
göngugrind, kallaði hann grindina
Litla-Stáka.
Síðustu árin naut hann ástúðar
og umhyggju á Hvammi á Húsa-
vík og erum við þakklát fyrir það.
Blessuð sé minning Villa.
Kristín Böðvarsdóttir.
Elsku Villi frændi. Nú er víst
komið að kveðjustund. Ég á
margar góðar minningar af ynd-
islegum samverustundum og þá
sérstaklega á Raufarhöfn og í sæl-
unni í Systraseli. Þú tókst alltaf
vel á móti okkur bræðrabörnun-
um, enda barngóður með ein-
dæmum. Og þegar við fórum að
koma með börnin okkar norður,
fengu þau sömu góðu móttökurn-
ar frá þér. Í minningunni stóðst
þú alltaf fyrir utan í Sunnuhvoli að
reykja vindilinn þinn þegar við
renndum í hlað eftir langt ferða-
lag. Stelpunum mínum fannst allt-
af merkilegt hvernig þú mundir
alla afmælisdaga og létu þig þylja
upp afmælisdaga allra afkomenda
ömmu og afa sem þú fórst létt
með. Eins fannst mér alltaf
merkilegt hvað þú mundir öll bíl-
númer þegar ég var lítil. Það verð-
ur skrýtið að koma ekki við hjá
þér á Hvammi í komandi norðan-
ferðum okkar fjölskyldunnar.
Þrátt fyrir að lífið hafi ekki allt-
af leikið við þig og þú hafir þurft
að berjast við erfiðan sjúkdóm
megnið af ævi þinni, varstu ótrú-
lega góður og ljúfur við alla. Ég
man ekki eftir að þú hafir hall-
mælt nokkrum manni. Og þú náð-
ir alltaf að halda í húmorinn. Ég
er ótrúlega þakklát fyrir sam-
veruna á Akureyri í fyrra þegar
fjölskyldan kom saman til að
fagna 100 ára afmæli Hollu
ömmu. Þá lá svo vel á þér og við
grenjuðum öll úr hlátri yfir göml-
um sögum og eftirhermunum
hans Nabba.
Elsku Villi, ég veit að amma og
afi taka vel á móti þér og amma
verður án efa tilbúin að stjórnast
aðeins í þér. Þangað til næst
frændi.
Sóley Valgeirsdóttir.
Takk fyrir bréfin, elsku Villi
frændi.
Ég veit að við vorum stoltir
hvor af öðrum. Það voru hundruð
km milli okkar en þrátt fyrir það
náðum við vel saman. Bréfin þýða
meira núna enda mörg ár síðan,
ég veit betur hvað þú varst að
gera. Mikið þykir mér vænt um
það núna á fullorðinsárum.
Þegar við komum til Raufar-
hafnar stóðst þú yfirleitt fyrir ut-
an með vindilinn. Síðustu ár þegar
ég hef komið í Sunnuhvol finnst
mér vanta Villa í tröppunum að
bíða eftir okkur eins og það hafi
verið eitthvað merkilegt. Þú hefð-
ir mögulega getað kennt pabba,
litla bróður, að taka reykinn ofan í
sig eins og í sögunni.
Takk fyrir að taka svona vel á
móti okkur á Hvammi. Síðasta
sumar var sérstaklega minnis-
stætt enda sagðir þú sögu eftir
sögu og reyttir af þér brandarana.
„Óðum steðjar að sá dagur, af-
mælið þitt kemur senn.“ Þú
mundir eftir afmælisdögum hjá
öllum þínum nánustu. Vonandi
tekur einhver það hlutverk að sér
núna.
Með allra bestu kveðju,
Jónas og fjölskylda.
Góða ferð kæri frændi.
Ekkert varir að eilífu í enda-
lausri hringrás lífsins. Þó að ég
hefði valið að hafa þig hér hjá okk-
ur aðeins lengur veit ég að þér
verður afskaplega vel tekið á nýj-
um stað. Þar sem eftir þér er beð-
ið, þar sem öllum líður vel og allir
fá að vera eins og þeir eru.
Daginn sem þú kvaddir okkur
kom fyrsta lambið á Hóli í heim-
inn þetta sumarið. Lamb sem ég
nefndi auðvitað Björk í höfuðið á
kindinni þinni sem ég gat aldrei
munað hvað hét, jafnvel þótt ég
hafi heyrt söguna af kindum afa
oftar en aðrar sögur.
Ekkert okkar fær að ráða
hversu mikinn tíma við fáum. Að-
eins hvernig við nýtum hann og
mínum tíma var a.m.k. vel varið
með þér. Oftar en ekki þegar við
þurftum á fersku lofti að halda.
En einnig þegar við þurftum frí
frá fólki eða mögulega gefa fólk-
inu okkar frí frá mér. Frí sem mér
þótti vænt um að fá að eiga í friði
með þér.
Endalok eins eru oft upphaf
einhvers annars. Söknuðinum
fylgir því falleg staðfesting á góð-
um stundum.
Megi gæfan fylgja þér, ávallt.
Guðm. Axel.
Vilmundur Þór
Jónasson
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Við þökkum innilega öllum þeim sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
okkar ástkæra
KJARTANS MOGENSEN,
Norðurbrún 20,
Reykjavík.
Við færum sérstakar þakkir starfsfólki HERU-teymis
Landspítala.
Halldóra Ólafsdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÍVAR S. ÞORSTEINSSON,
Hryggjarseli 3, Reykjavík,
verður kvaddur frá Seljakirkju föstudaginn
27. maí klukkan 13. Starfsfólki Eirar og
Maríuhúss er þökkuð einstök aðhlynning.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
líknarstofnanir.
Sesselja Þórðardóttir
Þórður Ívarsson Þorbjörg Ólafsdóttir
Eyþór Ívarsson Ásta Axelsdóttir
Sóley Þórðardóttir Sesselja Þórðardóttir
Saga Eyþórsdóttir Eydís Þula Eyþórsdóttir
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
minnar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
INGU EIRÍKSDÓTTUR,
Austurvegi 51, Selfossi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hand- og
lyflækningadeildar HSU Selfossi fyrir góða umönnun.
Bertha Sigurðardóttir Tryggvi Karl Magnússon
Þórir Tryggvason Kristbjörg Sigtryggsdóttir
Ómar Ingi Tryggvason Sædís Kristjánsdóttir
Anna Rut Tryggvadóttir Sigurður Eyberg Guðlaugsson
og barnabarnabörn
Elsku hjartans sonur okkar, bróðir og
barnabarn,
ÓMAR ANDRÉS OTTÓSSON,
Hedegaardsvej 11a, Kaupmannahöfn,
varð bráðkvaddur sunnudaginn 8. maí
vegna heilablæðingar. Útför hans fer fram
frá Hallgrímskirkju 31. maí klukkan 13.
Sigurlína Andrésdóttir Snorri Valberg
Egill Orri Valberg
Auður Ísadóra Valberg
Hreinn Ómar Sigtryggsson Kolbrún Þórisdóttir
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HALLDÓRA AÐALSTEINSDÓTTIR,
Kleppsvegi 62,
lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn 11. maí.
Útför fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn
25. maí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin.
Magnús Magnússon Kristín H. Valdimarsdóttir
Vilborg Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR,
Aðalgötu 22, Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
Sauðárkróki, mánudaginn 2. maí.
Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju
miðvikudaginn 25. maí klukkan 14.
Magnús K. Friðfinnsson Steinunn Benediktsdóttir
Margrét Friðfinnsdóttir Sigurbjörn Heiðdal
Torfi Þór Friðfinnsson Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
Lárus I.B. Friðfinnsson Aldís Hafsteinsdóttir
Hrefna Skarphéðinsdóttir Petrína Hjálmarsdóttir
og aðrir aðstandendur
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BJARNA S. JÓNASSONAR,
Álandi 3, 108 Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu
Laugarási fyrir góða umönnun.
Jónas Bjarnason
Una Björg Bjarnadóttir
Bjarni Þór Bjarnason
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MAGDALENA MARGRÉT
SIGURÐARDÓTTIR
frá Hrísdal, Snæfellsnesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði
16. maí. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn
27. maí klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Minningarsjóð Margrétar Oddsdóttur.
Elías Oddsson Ingibjörg Svavarsdóttir
Ólöf Björk Oddsdóttir Valdimar Jón Halldórsson
Haukur Oddsson Margrét Gunnarsdóttir
Jóhanna Oddsdóttir Jón Ólafur Sigurðsson
Pétur Oddsson Sigurlín G. Pétursdóttir
Sigurður Oddsson Birna Björk Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐLAUGS KETILS KETILSSONAR
vélfræðings,
Þjóðbraut 1, Akranesi.
Sérstakar þakkir fyrir hlýja og góða umönnun fær starfsfólk
Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi.
Minningin lifir.
Ingibjörg Rafnsdóttir
Erna Björg Guðlaugsdóttir Hörður Sigurbjarnason
Rafn Hafberg Guðlaugsson Lísa Sigríður Greipsson
Birkir Guðlaugsson Sif Davíðsdóttir
Katla Guðlaugsdóttir Ólafur Sævarsson
afabörnin og langafabörnin