Morgunblaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022 Þín upplifun skiptir okkur máli Kringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Við tökum vel á móti þér Fjölbreyttur og spennandi matseðill þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi Skoðið matseðilinn á finnssonbistro.is 60 ÁRA Anna Þóra fæddist 21. maí 1962 í Reykjavík. Hún ólst upp í Vest- urbænum í Reykjavík og fór í Mela- skóla og síðan í Hagaskóla. Að því loknu lá leið hennar í Verslunarskóla Íslands. Árið 1984 fór Anna til Ála- borgar í Danmörku, þar sem hún lagði stund á rekstrarverkfræði við Aalborg Universitet Center og flutti aftur heim til Íslands að útskrift lokinni. Anna lagði um tíma stund á djákna- nám og kennsluréttindanám, nám í markaðs- og útflutningsfræði og fleira, síðast í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun hjá Endurmenntun HÍ. Anna hefur unnið víða, meðal ann- ars við fasteignaskráningu, matsstörf, gerð og yfirferð eignaskiptayfirlýs- inga og álagningu fasteignagjalda. Hún starfar nú sem verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað. „Verkefnin eru fjölbreytt og spennandi, meðal annars í tengslum við aðgengi fatlaðra og lóðaúthlutun og svo er samstarfsfólkið frábært.“ Auk þess tekur Anna að sér gerð og yfirferð eignaskiptayfirlýsinga og lauk nýverið prófi í svæðameðferð. „Ég hef verið að fá fólk til mín í svæðameðferð, og einnig í andlitsnudd og baknudd.“ Anna Þóra hefur sungið altrödd í Kammerkór Mosfellsbæjar um árabil. „Líkamsræktin skipar stóran sess hjá mér núna. Ég hef einnig gaman af úti- vist, geng á fjöll og finnst yndislegt að vera í sumarbústaðnum okkar við Þingvallavatn. Auk þess finnst mér gaman að ferðast, bæði innan lands og utan.“ FJÖLSKYLDA Eiginmaður Önnu Þóru er Örn Arnarson, f. 1964, byggingartæknifræðingur hjá Vektor. Sonur þeirra er Hannes Orri, f. 2001. Anna er yngra barn hjónanna Gísla Teitssonar, f. 1928 í Reykjavík, d. 2000, og Þóru Stefánsdóttur, f. 1933, d. 2021, frá Fagraskógi. Gísli var lengst af framkvæmdastjóri Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík og Þóra var bókasafnsfræðingur á Veðurstofu Íslands. Anna Þóra Gísladóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinn- ingum þínum áður en þú lætur til skarar skríða í vissu máli þó þú sért með hjartað í buxunum. Börn koma mikið við sögu í dag. 20. apríl - 20. maí + Naut Komið gæti til lítilsháttar ágreinings við vin í dag. Ekki láta stoltið ráða för. Haltu áfram að spara fyrir því sem þig langar í. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Reyndu að finna einhverjar nýjar leiðir svo þú getir fengið meiri tíma fyrir áhugamál þín. Ekki láta berast með straumnum, það er ekki þinn stíll. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það er eins og einhver hafi gefið þér vítamínsprautu, þú ert óstöðvandi. Þú ferð inn á nýjar brautir í sumar sem munu leiða þig í ný ævintýri. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er hætt við spennu í ástarsam- bandi þínu næsta mánuðinn. Þó eitthvað mistakist er engin ástæða til að gefast upp. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Vinum þínum finnst þeir hafa verið vanræktir af þér síðustu vikur. Gerðu eitt- hvað í því. Komdu hreint fram og allt fellur í ljúfa löð. 23. sept. - 22. okt. k Vog Gerðu aðeins það sem samviskan seg- ir þér, því annars gæti farið illa. Vertu vand- lát/ur í vinavali. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú gætir þurft að sætta þig við málamiðlanir í dag. Dagurinn hentar því vel til veisluhalda. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Óvænt tækifæri gefst til ferða- laga. Stökktu af stað og þú munt ekki sjá eftir því. Haltu samt fast um budduna. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Vinur reynir að sannfæra þig um eitthvað í dag. Láttu ekki ýta þér út í neitt, sem þú ert ekki handviss um að sé gott fyrir þig. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Taktu ekki þátt í þrætumálum af neinu tagi og láttu aðra um að finna lausn á sínum málum. Kryddaðu hversdag- inn með litlum breytingum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Gefðu þér tíma til að skyggnast undir yfirborð hlutanna, aðeins þannig færðu upplýsingar sem þú þarft til að ákveða þig. Þú færð góðar fréttir af ætt- ingja. sveitarstjórnarkosningum og hlaut kjör sem bæjarfulltrúi. Áhugamál Kristins eru tónlist, fótbolti og ljósmyndun. „Mér finnst gaman að fara á tónleika og svo hef ég líka farið nokkrum sinnum út að sjá Man. Utd. spila. Ég hef líka gam- an af að fylgjast með ameríska fót- boltanum en ég spilaði hann þegar ég var skiptinemi. Með ljósmynd- unina þá hef ég aðallega verið dug- legur að safna tækjum en ekki haft eins mikinn tíma til að nota þau. Ég hef eiginlega meira gaman af því að á lista Samfylkingarinnar í bæjar- stjórnarkosningum á Akranesi. Hann var í 4. sæti, en Samfylkingin fékk þá tvo fulltrúa. Kristinn var þá um tíma í stjórn Byggðasafnsins í Görðum og aðalmaður í skóla- og frí- stundaráði. Hann var aftur á lista 2018 og aftur í 4. sæti en þá fékk Samfylkingin þrjá menn. Hann varð aðalmaður eftir rúmt ár, þegar 2. maður á lista hætti í bæjarstjórn. Hann hefur verið formaður vel- ferðar- og mannréttindaráðs þann tíma. Kristinn var í 3. sæti í síðustu K ristinn Hallur Sveins- son er fæddur 21. maí 1972 í Reykjavík og bjó þar fyrsta árið. Fjölskyldan flutti svo á Klúkuskóla í Bjarnarfirði þegar Kristinn var eins árs, en faðir hans var skólastjóri þar. Þau fluttu svo á Snæfellsnes í Laugargerðisskóla þegar hann var 5 ára þar sem for- eldrar hans fóru að kenna og faðir hans varð seinna skólastjóri. Þau fluttu síðan á Akranes 1981. Þar fór Kristinn í Brekkubæjarskóla, síðan í Fjölbrautaskóla Vesturlands og út- skrifaðist þaðan um jólin 1992. Hann fór sem skiptinemi til Wisconsin í Bandaríkjunum veturinn 1990-91 á vegum AFS. „Ég varði sumrunum sem barn norður í Árneshreppi, á Dröngum og Seljanesi. Það voru jarðir sem afi og amma, Kristinn Hallur og Anna Jak- obína, áttu. Drangar eru hlunninda- jörð, þar er reki og selur en mikil- vægustu hlunnindin eru æðardúnn. 14 ára fór ég að vinna sumarvinnu hjá EG í Bolungarvík og gerði það næstu þrjú sumur.“ Kristinn hóf nám í landafræði við Háskóla Íslands 1994. „Ég vann hjá Löndun ehf. við uppskipun úr fiski- skipum með skóla. Á sumrin vorum við Margrét konan mín í vinnu aust- ur á Djúpavogi, þar sem móðir henn- ar og eiginmaður bjuggu. Hann var yfirverkstjóri hjá Búlandstindi á þeim tíma. Þar vann ég í fiski og var tvö sumur á sjó á frystitogaranum Sunnutindi.“ Eftir útskrift úr HÍ 1998 fór Kristinn að vinna hjá Landmæl- ingum Íslands. Hann fór í kennslu- réttindanám við Háskólann á Akur- eyri veturinn 1999 með vinnu og útskrifaðist með kennararéttindi vorið 2001. Hann kenndi einn vetur í stundakennslu við Grundaskóla og FVA meðfram vinnu hjá LMÍ. Vorið 2002 bauðst honum vinna hjá Loftmyndum í Reykjavík. „Ég hef unnið þar síðan við ýmiskonar vinnu við landfræðileg upplýsinga- kerfi, kortagerð, loftmyndir og svo framvegis. Við rekum til dæmis vefinn map.is.“ Árið 2014 tók Kristinn fyrsta sæti taka myndir af byggingum og mann- lífi heldur en úti í náttúrunni.“ Fjölskylda Eiginkona Kristins er Margrét Rós Jósefsdóttir, f. 28.7. 1972, kenn- ari. „Við kynntumst í sameiginlegri útskriftarferð FVA og FG. Við bjuggum í Reykjavík á háskóla- árunum en höfum búið á Akranesi síðan 1998.“ Foreldrar Margrétar eru Björg Ólafsdóttir, f. 20.1. 1954, frá Hafnarfirði, og Jósef Hólmgeirs- son, f. 16.1. 1952, frá Keflavík, bú- Kristinn Hallur Sveinsson, landfræðingur og bæjarfulltrúi 50 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Kristinn, Sveinn Logi, Dagur Kári, Almar Daði og Margrét. Loftmyndir og ljósmyndun Með vinafólki Efri röð frá vinstri: Kristinn, Valgarður, Grétar og Hrannar. Neðri röð frá vinstri: Kristín, Margrét, Íris og Alda um jólin 2019. Ljósmyndarinn Kristinn Hallur. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.