Morgunblaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 31
DÆGRADVÖL 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022 Vesturgata 15, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Vel staðsett 3ja herbergja íbúð á jarðhæð ásamt bílskúr í fjórbýlishúsi hús í gamla bænum í Keflavík. Íbúð 89,2 m2 og bílskúr 20,9 m2 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali s. 899 0555 Bjarni Fannar Bjarnason Aðstoðamaður fasteignasala s. 773 0397 Verð 45.000.000 Birt stærð 110,1 m2 „HVAÐ EF ÉG SEGÐI ÞÉR AÐ ÞAÐ ER ENGIN RANNSÓKN Í GANGI – AÐ ALLUR ÞESSI FARSI ER TIL ÞESS AÐ ÉG TAKIST Á VIÐ ÓTTA MINN VIÐ NAGDÝR?“ „HEFURÐU HEYRT MINNST Á BÓKINA „HVERNIG Á AÐ SÝNAST HÁVAXNARI“?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að láta hann dekra við þig í veikindunum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉGÆTLA AÐ REYNA AÐ VERA JÁKVÆÐARI STÍFLAN BRAST! NAMM! FISKUR! ÉG HELD AÐ ÞÚ HAFIR GEFIÐ OF MIKIÐ Í ÞJÓRFÉ! EINHVER ÞARF AÐ HJÁLPA ÞEIM AÐ KAUPA FLEIRI FÖT! settur í Reykjanesbæ. Björg er gift Sigurði Arnþórssyni frá Fáskrúðs- firði, f. 3.3. 1943. Þau bjuggu lengi á Djúpavogi en búa núna í Hafnarfirði. Synir Kristins og Margrétar eru Sveinn Logi Kristinsson, f. 9.2. 1999, háskólanemi; Almar Daði Kristins- son, f. 3.3. 2003, framhaldsskólanemi í FVA, og Dagur Kári Kristinsson, f. 18.6. 2007, grunnskólanemi. Allir bú- settir í foreldrahúsum. Alsystir Kristins er Rósa Guðrún Sveinsdóttir, f. 1.10. 1980, tónlistar- maður og tónlistarkennari, býr í Hafnarfirði. Hálfbræður Kristins sammæðra eru Björn Sigurðsson, f. 29.9. 1962, grafískur hönnuður, býr í Umeå í Svíþjóð, og Guðmundur Sig- urðsson, f. 31.10. 1965, smiður hjá Byggðasafninu í Görðum, býr á Akranesi. Hálfsystkini Kristins, samfeðra, eru Ingunn Sveinsdóttir, f. 20.6. 1967, aðstoðarleikskólastjóri á Garðaseli, býr á Akranesi; Hildur Sveinsdóttir, f. 29.8. 1978, leikskóla- liði, býr í Borgarnesi, Vésteinn Sveinsson, f. 3.11. 1987, tölvunar- fræðingur og verkefnastjóri hjá Advania, býr í Reykjavík; Bergþóra Sveinsdóttir, f. 12.6. 1991, tóm- stunda- og félagsmálafræðingur, býr í Reykjavík. Uppeldissystir Kristins er Erla Ingvarsdóttir, f. 16.8. 1976, kennari, býr í Danmörku. Foreldrar Kristins: Gunnvör Björnsdóttir, f. 8.11. 1942, d. 2.10. 2010, kennari, og Sveinn Kristins- son, f. 4.9. 1946, kennari, fyrrverandi skólastjóri og fyrrverandi bæjar- fulltrúi á Akranesi, formaður Rauða krossins á Íslandi 2014-2022, búsett- ur á Akranesi. Kristinn Hallur Sveinsson Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja í Aldarminni og á Tjarnargötu 47 Jón Sigurðsson barnakennari og sláttumaður í Aldarminni á Stokkseyri, bjó síðar á Tjarnargötu 47 Guðríður Jónsdóttir húsfreyja á Tjarnargötu 47 Björn Benediktsson prentari, bjó á Tjarnargötu 47 í Reykjavík Gunnvör Björnsdóttir kennari á Akranesi Ingunn Björnsdóttir húsfreyja í Reykjavík Benedikt Jóhannesson verkamaður í Reykjavík Anna Jónasdóttir húsfreyja í Þaralátursfirði og Skjaldabjarnarvík Anna Jakobína Guðjónsdóttir húsfreyja á Seljanesi og Dröngum á Ströndum, síðar verkakona í Bolungarvík Kristinn Hallur Jónsson sjómaður og bóndi á Seljanesi og Dröngum í Árneshreppi, síðar verkamaður í Bolungarvík Solveig Stefanía Benjamínsdóttir húsfreyja á Seljanesi Jón Guðmundsson bóndi á Seljanesi Ætt Kristins Halls Sveinssonar Sveinn Kristinsson kennari, fv. skólastjóri, bæjarfullrúi á Akranesi og formaður Rauða krossins Guðjón Kristjánsson bóndi í Þaralátursfirði á Hornströndum og í Skjalda- bjarnarvík í Árneshreppi Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Vættur ill hér vera má. Væna, litla barnið er. Goð svo nefni helg og há. Heiti þetta sauður ber. Karlinn á Laugaveginum á þessa lausn: Ókind mörg má okkur hrjá. Afa barn er kindin mín. Helgar kindir í heiðni sá. Hjarðir kinda er falleg sýn. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una svona: Vættur þessi ókind er. Eru kindur börnin smá. Kindir goðin helgar hér. Kindur sauði nefna má. Þá er limra: Skynsöm og sköpuð í kross skylt á hún ekkert við hross, kindur og kýr né kattardýr því hún er víst ein af oss. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Í morgun vísukorn ég kvað og klóraði á minnisblað. Í flýti þessi gáta ger þó gæti vafist fyrir þér: Hríðarél um hauður fer. Hlaupaleikur þetta er. Deila milli manna hörð. Mikill eldur svíður jörð. Jóhann S. Hannesson orti: Það er eitt sem ég aldrei fæ skilið: ef ég ætla að ganga upp þilið losna iljarnar frá og fæturnir ná ekki að fylla að gagni upp í bilið. Sigrún Haraldsdóttir orti: Hún Björg var að bera út póst og bogin hún rétt áfram dróst; það var krefjandi streð því konan var með alveg svakaleg sílikonbrjóst. Atgervisflótti eftir Hjálmar Freysteinsson: Í Fjallabyggð fátt er að ske, á framkvæmdagleðinni er hlé. Ýmist farlama dó eða flutti út að sjó allt fólk – nema hvort tveggja sé. Bjarni Jónsson frá Gröf kvað um „afturför“: Öli hresstur ekki sést, eins og prestur breyti, nú er flest, sem fannst mér best, farið að mestu leyti. Úr Heilræðarímu Jóns Bjarna- sonar á Presthólum: Ef þú hæðir hryggan mann, hefndar þó þú bíðir, Guð hefur magt að hugga hann en hrella þig um síðir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Margt er kvikra kinda kyn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.