Morgunblaðið - 21.05.2022, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.05.2022, Qupperneq 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022 Lengjudeild karla Þór – Grindavík ........................................ 1:1 Afturelding – Selfoss................................ 1:1 Kórdrengir – KV ...................................... 2:0 Staðan: Fylkir 3 2 1 0 9:4 7 Selfoss 3 2 1 0 6:4 7 Grótta 3 2 0 1 8:2 6 Fjölnir 3 2 0 1 9:6 6 Grindavík 3 1 2 0 5:2 5 Kórdrengir 3 1 1 1 3:2 4 Þór 3 1 1 1 3:5 4 HK 3 1 0 2 5:6 3 Vestri 2 1 0 1 2:5 3 Afturelding 3 0 2 1 2:4 2 KV 3 0 0 3 2:8 0 Þróttur V. 2 0 0 2 0:6 0 2. deild karla Þróttur R. – ÍR ......................................... 2:1 Reynir S. – Ægir ...................................... 0:2 KFA – Völsungur ..................................... 1:1 Magni – Höttur/Huginn........................... 3:2 Staðan: Völsungur 3 2 1 0 7:3 7 Ægir 3 2 1 0 3:0 7 Njarðvík 2 2 0 0 9:0 6 Haukar 2 2 0 0 2:0 6 Þróttur R. 3 2 0 1 4:5 6 ÍR 3 1 1 1 4:2 4 Magni 3 1 0 2 3:8 3 KF 2 0 2 0 2:2 2 KFA 3 0 2 1 3:4 2 Víkingur Ó. 2 0 1 1 1:3 1 Reynir S. 3 0 0 3 1:6 0 Höttur/Huginn 3 0 0 3 2:8 0 3. deild karla KFG – KH................................................. 3:1 Augnablik – Víðir ..................................... 2:1 Elliði – Vængir Júpíters .......................... 0:1 Staðan: Dalvík/Reynir 2 2 0 0 6:0 6 KFG 3 2 0 1 5:2 6 Víðir 3 2 0 1 4:3 6 Vængir Júpiters 3 2 0 1 3:3 6 Kári 2 1 1 0 4:1 4 Elliði 3 1 1 1 2:2 4 Augnablik 3 1 1 1 3:4 4 Kormákur/Hvöt 2 1 0 1 4:4 3 KFS 2 1 0 1 2:4 3 Sindri 2 0 1 1 2:3 1 ÍH 2 0 0 2 3:5 0 KH 3 0 0 3 1:8 0 Lengjudeild kvenna Tindastóll – HK ........................................ 0:1 Fjölnir – Augnablik.................................. 1:2 Haukar – Fylkir........................................ 3:1 Staðan: HK 3 3 0 0 8:3 9 Fjarð/Hött/Leikn. 2 2 0 0 8:1 6 FH 2 2 0 0 7:2 6 Víkingur R. 3 2 0 1 8:5 6 Tindastóll 3 2 0 1 3:1 6 Augnablik 3 1 0 2 4:6 3 Grindavík 3 1 0 2 2:5 3 Haukar 3 1 0 2 3:7 3 Fylkir 3 0 0 3 2:7 0 Fjölnir 3 0 0 3 4:12 0 Svíþjóð Eskilstuna – Rosengård.......................... 0:3 - Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyr- ir Rosengård. Staða efstu liða: Rosengård 10 7 3 0 25:8 24 Häcken 9 6 3 0 19:6 21 Linköping 9 6 1 2 15:7 19 Eskilstuna Utd. 10 6 1 3 14:11 19 Vittsjö 9 4 4 1 11:9 16 Kristianstad 9 4 3 2 17:10 15 Spánn Real Madrid – Real Betis ........................ 0:0 Staða efstu liða, lokaumferð um helgina: Real Madrid 38 26 8 4 80:31 86 Barcelona 37 21 10 6 68:36 73 Atlético Madrid 37 20 8 9 63:42 68 Sevilla 37 17 16 4 52:30 67 Real Betis 38 19 8 11 62:40 65 50$99(/:+0$ Frakkland Aix – Istres ........................................... 39:29 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði fjög- ur mörk fyrir Aix sem er í þriðja sæti þegar fjórir leikir eru eftir. B-deild: Nice – Valence ..................................... 32:26 - Grétar Ari Guðjónsson varði 20 skot í marki Nice sem endaði í fjórða sæti og fer í umspil um sæti í efstu deild. Þýskaland B-deild: Elbflorenz – Gummersbach ............... 30:29 - Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach en Hákon Daði Styrm- isson er frá vegna meiðsla. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið, sem hefur þegar tryggt sér sigur í deildinni og sæti í efstu deild þótt þrír leikir séu eftir. Noregur Undanúrslit, þriðji leikur: Drammen – Arendal ........................... 38:30 - Óskar Ólafsson skoraði fjögur mörk fyr- ir Drammen sem minnkaði muninn í einvíg- inu í 2:1. Sigurvegari þess mætir Elverum í úrslitaeinvíginu. .$0-!)49, Í SAFAMÝRI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Handknattleiksstórveldin Fram og Valur buðu upp á mikla skemmtun og enn meiri spennu í fyrsta leik lið- anna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í handbolta í Safamýri í gær- kvöldi. Fram vann að lokum með minnsta mun, 28:27. Nokkur taugaspenna gerði vart við sig í upphafi leiks hjá báðum lið- um og var staðan eftir rúmar tíu mínútur 2:2. Eftir það opnaðist leik- urinn og var hann stútfullur af hröð- um og skemmtilegum, en þó stund- um mistækum, handbolta. Karen Knútsdóttir átti magnaðan leik fyrir Fram, skoraði níu mörk og lagði upp heilan helling á liðsfélaga sína. Hún sýndi hvers vegna hún er talin ein besta handboltakona Ís- lands síðasta áratug. Þá átti Krist- rún Steinþórsdóttir mjög góða spretti. Það ber að hrósa stemning- unni í liði Fram. Stórir persónu- leikar á borð við Steinunni Björns- dóttur og Emmu Olsson gera íþróttina skemmtilegri. Sara fór á kostum Valur gat helst þakkað Söru Sif Helgadóttur í markinu að sigurinn var ekki stærri, en hún varði 20 skot. Sara er í mun stærra hlutverki hjá Val núna þar sem Saga Sif Gísladótt- ir er ólétt og ekki með. Valskonur eiga hins vegar mikið inni hjá leikmönnum eins og Theu Imani Sturludóttur, sem var með mjög dapra skotnýtingu, Mariam Eradze og Hildigunni Einarsdóttur sem náðu sér ekki almennilega á strik. Þær eru allar landsliðskonur og geta miklu betur. Valskonur voru marki yfir og með boltann þegar um tíu mínútur voru eftir en þá kom óðagot í liðið og virt- ist markmiðið vera að skora tvö mörk í hverri sókn. Framarar eru með of gott lið til að láta bjóða sér slíkt tvisvar og þrjú eldsnögg mörk í röð gerðu það að verkum að Fram var aftur komið yfir. Það reyndist andlegt högg fyrir Valskonur, þar sem þær voru búnar að elta allan leikinn og loksins komnar yfir. Var kaflinn vendipunktur. Annars gefur einvígið afar góð fyrirheit og er um tvö langbestu lið landsins að ræða. Valskonur eiga mikið inni en á sama tíma voru Framarar ekki kampakátir með frammistöðuna, þrátt fyrir sigurinn. Byrjunin gefur afar góð fyrirheit - Fram vann Val með minnsta mun Morgunblaðið/Árni Sæberg Öflug Línumaðurinn Steinunn Björnsdóttir, landsliðskona í handknattleik, skoraði fjögur mörk fyrir Fram í sigrinum nauma í gærkvöldi. Selfossliðinu mistókst að komast eitt á topp 1. deildar karla í knatt- spyrnu, Lengjudeildarinnar, þegar liðið sótti Aftureldingu heim í Mosfellsbæinn í gærkvöldi. Ingvi Rafn Óskarsson kom Selfossi yfir þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks en Ýmir Halldórsson jafnaði metin fyrir Mosfellinga skömmu fyrir leikslok og tryggði þannig 1:1-jafntefli. Selfoss fór þar með upp að hlið Fylkis þar sem bæði lið eru með sjö stig eftir þrjá leiki en Árbæingar með betri markatölu. Ekki var síður dramatík á Akur- eyri þegar Grindavík heimsótti Þór. Dagur Ingi Hammer Gunn- arsson hafði komið Grindavík yfir í fyrri hálfleik en Suður-Kóreubúinn Je-Wook Woo jafnaði metin í upp- bótartíma og sá þannig til þess að leiknum lauk með 1:1-jafntefli. Kórdrengir unnu þá sinn fyrsta sigur í deildinni, 2:0, þegar liðið mætti KV í Safamýrinni. Þórir Rafn Þórisson skoraði bæði mörk Kórdrengja, það fyrra eftir um stundarfjórðungs leik og það síð- ara í upphafi síðari hálfleiks. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Jafnt Hart var barist á Akureyri þegar Þór tók á móti Grindavík í 1. deild- inni í gær. Þórsarar náðu að knýja fram jafntefli með marki á ögurstundu. Misstu niður forystu HK tyllti sér á topp 1. deildar kvenna í knattspyrnu, Lengju- deildarinnar, með því að vinna 1:0-sigur á Tindastóli á Sauðár- króksvelli í gærkvöldi. Ísabella Aradóttir skoraði sigurmark leiks- ins í fyrri hálfleik. HK er með fullt hús stiga, níu stig, á toppnum þegar liðið hefur leikið þrjá leiki. Fylkir tapaði hins vegar sínum þriðja leik í röð í gærkvöldi þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Hauk- um á Ásvöllum, 1:3. Vienna Behnke kom Fylki yfir gegn sín- um gömlu félögum en Keri Birk- enhead skoraði tvívegis fyrir leikhlé og Þórey Eyþórsdóttir inn- siglaði svo sigurinn í síðari hálf- leik. Þetta var fyrsti sigur Hauka í deildinni en Fylkir er án stiga í næstneðsta sæti. Fjölnir fékk þá Augnablik í heimsókn í Grafarvoginn. Sara Montoro kom Fjölni yfir í fyrri hálfleik en Júlía Baldvinsdóttir og Díana Guðmundsdóttir sneru tafl- inu við í síðari hálfleik og tryggðu fyrsta deildarsigur Augnabliks á tímabilinu, 2:1. Fjölnir er á botni deildarinnar án stiga. HK-ingar á toppinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Grafarvogur Augnablik vann sinn fyrsta sigur í 1. deildinni þegar liðið heimsótti Fjölni í Grafarvoginn í gær. Fjölnir er hins vegar áfram án stiga. _ Þýska knattspyrnufélagið Borussia Dortmund hefur sagt knattspyrnu- stjóranum Marco Rose upp störfum en hann tók við liðinu sumarið 2021. Dortmund endaði í öðru sæti þýsku 1. deildarinnar, átta stigum á eftir Bay- ern München. _ Varnarmennirnir öflugu John Ston- es og Kyle Walker verða væntanlega báðir með Manchester City gegn Aston Villa í lokaumferð ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu á morgun en þeir hafa verið frá keppni undan- farið vegna meiðsla. City verð- ur meistari annað árið í röð og í fjórða sinn á fimm árum ef liðinu tekst að sigra Aston Villa á heimavelli. _ Ef City misstígur sig gegn Steven Gerrard og hans mönnum í Aston Villa á Liverpool möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn með því að sigra Wolv- es á heimavelli. Manchester City er með 90 stig og Liverpool 89 fyrir síð- ustu umferðina. Fallbaráttan ræðst líka á morgun en Burnley og Leeds eru með 35 stig hvort, Burnley mætir Newcastle og Leeds mætir Brentford, og annað liðanna fellur ásamt Watford og Norwich. _ Anna María Friðgeirsdóttir, einn reyndasti leikmaður Selfossliðsins í knattspyrnu undanfarin ár, er vænt- anleg aftur eftir meiðsli og hefur skrif- að undir nýjan samning um að leika með liðinu út þetta tímabil. Anna María hefur verið frá keppni vegna meiðsla í vetur og vor en hún á leikja- met Selfyssinga í efstu deild, sem er 135 leikir, og hún hefur verið fyrirliði liðsins síðustu ár. _ Boston Celtics jafnaði einvígi sitt við Miami Heat í úrslitum Austurdeild- arinnar í NBA-körfuboltanum í Banda- ríkjunum með 127:102-útisigri í fyrri- nótt. Staðan eftir tvo leiki er 1:1 en báðir leikir hafa farið fram í Miami. Jayson Tatum skoraði 27 stig fyr- ir Boston og Mar- cus Smart gerði 24 stig, tók níu fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Jaylen Brown skoraði einnig 24 stig. Hjá Miami var Jimmy Butler í sérflokki með 29 stig. Fjóra sigra þarf til að komast í loka- úrslitin. Sigurliðið úr þessu einvígi mætir annaðhvort Golden State Warri- ors eða Dallas Mavericks í úrslitum. _ Knattspyrnukonan Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir leikur ekki meira með Keflavík á leiktíðinni þar sem hún á Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.