Morgunblaðið - 21.05.2022, Page 33
von á barni. Gunnar Magnús Jónsson,
þjálfari Keflavíkinga, staðfesti tíðindin
í viðtali við Vísi. Arndís lék fjóra fyrstu
leiki Keflavíkur á leiktíðinni og hefur
alls spilað 148 deildarleiki með liðinu
og skorað í þeim tíu mörk. Hún á 29
leiki að baki í efstu deild.
_ Körfuknattleikssamband Evrópu,
FIBA Europe, tilkynnti í gær að Rúss-
um hefði verið vísað úr lokakeppni
Evrópumóts karla sem fer fram í Tékk-
landi, Georgíu, Ítalíu og Þýskalandi í
september, vegna innrásarinnar í
Úkraínu. Svartfjallaland tekur sæti
Rússa í keppninni. Þá hefur liðum
Rússlands og Hvíta-Rússlands verið
vísað úr Evrópumótum í öllum aldurs-
flokkum næsta árið, og þá fá löndin
ekki að senda lið í Evrópumót fé-
lagsliða keppnis-
tímabilið 2022-
2023.
_ Guðrún Brá
Björgvinsdóttir
missti naumlega
af því að komast í
gegnum niður-
skurðinn á Jabra
Ladies-golfmótinu í Evian í Frakklandi í
gær. Guðrún stóð lengi vel að vígi en
gekk illa á seinni hluta annars hrings-
ins og endaði á samtals átta höggum
yfir pari eftir tvo daga, á 150 höggum
samanlagt. Hún var einu höggi frá því
að komast áfram og endaði í 63.-72.
sæti. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék
á samtals fjórtán höggum yfir pari og
endaði í 100.-103. sæti af 132 kepp-
endum en þetta var hennar fyrsta mót
erlendis í tvö ár.
_ Arnar Daði Arnarsson hefur látið af
störfum sem aðalþjálfari karlaliðs
Gróttu í handknattleik. Tilkynnti hann
tíðindin á facebooksíðu sinni í gær.
Arnar Daði tók við Gróttu fyrir þremur
árum og stýrði liðinu upp úr næstefstu
deild í fyrstu tilraun. Undanfarin tvö ár
hefur hann svo haldið Gróttu uppi í úr-
valsdeild og gott betur enda liðið hárs-
breidd frá því að komast í úrslita-
keppnina á liðnu tímabili.
_
Bandaríkjamaðurinn Will Zalatoris
leiddi með einu höggi þegar öðrum
hring á PGA-meistaramótinu í golfi í
Tulsa var senn að ljúka er Morgun-
blaðið fór í prent-
un í gær. Zalatoris
var þá búinn að
leika á átta högg-
um undir pari,
einu höggi á und-
an Sílebúanum
Mito Pereira.
_ Vivianne Mie-
dema, hinn mikli markahrókur enska
úrvalsdeildarliðsins Arsenal og hol-
lenska landsliðsins, hefur skrifað und-
ir nýjan eins árs samning við Lundúna-
félagið. Samningur Miedema við
félagið var að renna út í sumar en hún
ákvað að halda kyrru fyrir. Miedema
kom frá Bayern München sumarið
2017 og hefur skorað 117 mörk í 144
leikjum í öllum keppnum fyrir Arsenal.
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022
Árið er 1983. Mánudags-
kvöldið 21. mars. Laugardals-
höllin er tæplega átján ára gam-
alt glæsilegt íþróttamannvirki og
þar fer fram síðasti leikur úrvals-
deildar karla í körfubolta. Hreinn
úrslitaleikur tveggja efstu lið-
anna, Vals og Keflavíkur.
Leikurinn er ekki spilaður í
íþróttahúsi Hagaskóla eins og
heimaleikir Reykjavíkurliðanna
voru yfirleitt á þessum árum. Nú
dugar ekki annað en sjálf Höllin.
Bakvörður dagsins er 22 ára,
á sínum öðrum vetri í starfi sem
íþróttafréttamaður, og þetta er
ein af stóru og eftirminnilegu
stundunum frá þessum tíma.
Liðin eru með 28 stig hvort og
langefst í sex liða úrvalsdeild þar
sem leikin var fjórföld umferð.
Úrslitakeppnin hefur ekki verið
fundin upp og heldur ekki þriggja
stiga karfan. Hún var lögleidd hjá
FIBA ári síðar.
Keflavík er nýliði í deildinni
og hefur komið gríðarlega á
óvart. Þar eru tvítugir strákar,
Jón Kr. Gíslason og Axel Nikulás-
son í aðalhlutverkum ásamt
landsliðsmarkverðinum í fót-
bolta, Þorsteini Bjarnasyni, hin-
um bandaríska Brad Miley og
Birni Víkingi Skúlasyni.
Valsliðið skipa bandaríski
miðherjinn og þjálfarinn Tim
Dwyer, framherjarnir Torfi Magn-
ússon fyrirliði og Kristján
Ágústsson frá Stykkishólmi og
bakverðirnir Ríkharður Hrafn-
kelsson, annar Hólmari, og Jón
Steingrímsson. Mest lítið er um
innáskiptingar og sömu fimm inn
á nær allan tímann hjá báðum
liðum.
Valur hefur betur, 88:87, eftir
gríðarlega dramatík og tvo um-
deilda dóma á lokasekúndunum.
Aðaldómari leiksins neitar að
ræða þá við fjölmiðla. Valur lyftir
Íslandsbikarnum. Það gerðu
Valsmenn loksins á ný síðasta
miðvikudagskvöld, 39 árum síð-
ar. Til hamingju með það!
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
KÖRFUBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Landsliðsfólkið Kristófer Acox og
Dagný Lísa Davíðsdóttir voru í gær
kjörin besta körfuboltafólk ársins af
fyrirliðum, þjálfurum og forráða-
mönnum úrvalsdeildanna í körfu-
bolta, Subway-deildanna. Kristófer
var lykilmaður og fyrirliði Vals sem
varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í
39 ár og Dagný átti glæsilegt tímabil
með deildarmeisturum Fjölnis.
Kristófer hefur nú hlotið viðurkenn-
inguna í þrígang en Dagný var að
ljúka sínu fyrsta tímabili í efstu
deild.
„Maður er enn þá að ná sér nið-
ur,“ sagði Kristófer um Íslands-
meistaratitil Vals í samtali við
Morgunblaðið eftir verðlauna-
afhendinguna. „Ég á enn þá erfitt
með að sofna og svo vaknar maður
eldsnemma og er glaðvakandi. Mað-
ur er ánægður með að þetta sé búið
og það er geggjað að hafa unnið,“
bætti hann við.
Kristófer er mjög sáttur við eigin
frammistöðu og kom viðurkenningin
honum ekki endilega á óvart. „Mér
fannst ég vera, þótt ég segi sjálfur
frá, yfirburðaleikmaður og þá sér-
staklega fyrir áramót. Það hægðist
aðeins á mér eftir áramót. Deildin er
mjög sterk og margir frábærir leik-
menn en það er mikill heiður að taka
við þessum verðlaunum. Þetta er í
þriðja sinn hjá mér og ég er mjög
stoltur.“
Ein erfiðasta serían
Valur vann Tindastól í oddaleik á
heimavelli eftir magnað úrslita-
einvígi, þar sem var hart barist frá
fyrstu sekúndu í fyrsta leik. Krist-
ófer viðurkennir að einvígið hafi tek-
ið á, bæði á líkama og sál. „Þetta tók
rosalega á og ég var að hugsa í leik
fjögur hvað ég væri tilbúinn til að
þetta yrði bara búið. Þá gæti maður
loksins létt aðeins af sér og losnað
við kvíðann og stressið en það er
partur af þessu. Þetta var erfitt lík-
amlega og andlega og ein erfiðasta
sería sem ég hef spilað á mínum ferli
og það gerir það tíu sinnum sætara
að ná í sigurinn,“ sagði framherjinn,
sem fagnaði að sjálfsögðu vel í leiks-
lok.
„Það var rosalegur fögnuður enda
fyrsti titillinn í 39 ár og það var mik-
ið af ánægðum Valsmönnum á Hlíð-
arenda. Við fögnuðum almennilega
og við höldum áfram að fagna í
kvöld og næstu daga,“ sagði Krist-
ófer.
Getum verið rosalega stoltar
Dagný Lísa kvaðst stolt af nýliðnu
tímabili er hún ræddi við Morgun-
blaðið. Fjölnir varð deildarmeistari í
fyrsta skipti, fór í undanúrslit í bikar
og háði spennandi einvígi við verð-
andi meistara Njarðvíkur í undan-
úrslitum Íslandsmótsins.
„Tímabilið í heild er eitthvað sem
við getum verið rosalega stoltar af,“
sagði Dagný. Hún skrifaði á dög-
unum undir nýjan samning við
Fjölni og hún vill taka næsta skref
með félaginu.
„Okkur gekk mjög vel framan af,
þótt það hafi tekið smátíma að púsla
okkur saman. Við vitum hvað við
getum gert og það var svekkjandi að
klára ekki úrslitakeppnina. Á sama
tíma getum við verið stoltar af því
sem við áorkuðum í deildinni. Við er-
um stoltar af deildarmeistaratitl-
inum og hann sýnir hvað okkur gekk
vel í allan vetur. Það eru hinsvegar
síðustu leikirnir í blálokin sem
skipta máli. Þar sjáum við muninn á
góðum liðum og enn betri liðum,
þegar pressan er komin. Það er eitt-
hvað sem við viljum bæta fyrir
næsta ár og gera enn betur,“ sagði
landsliðskonan.
Hún er heilt yfir ánægð með eigin
frammistöðu í vetur. Meiðsli komu
hinsvegar í veg fyrir að hún næði
fram sínu allra besta í úrslitakeppn-
inni. „Ég er ótrúlega sátt við hvern-
ig gekk hjá mér í vetur. Mér finnst
ég samt eiga inni og vonandi næ ég
að knýja það fram á næsta ári. Ég
reyni að nýta sumarið í að bæta það
sem ég vil bæta. Við sjáum hvernig
það gengur og hvort skrokkurinn
verði góður. Undir lokin á tímabilinu
var ég aðeins að glíma við meiðsli og
það hafði einhver áhrif á frammi-
stöðuna í úrslitakeppninni,“ sagði
Dagný Lísa Davíðsdóttir.
Enn þá erfitt að sofna og
ég vakna eldsnemma
- Dagný kjörin best á fyrsta ári í efstu deild - Úrslitaeinvígið tók verulega á
Morgunblaðið/Eggert
Best Kristófer Acox og Dagný Lísa Davíðsdóttir með viðurkenningar sínar sem voru afhentar í hádeginu í gær.
Júlíana Sveinsdóttir, varnarmaður ÍBV, var besti leikmaðurinn í fimmtu
umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Júlíana
átti góðan leik í vörn ÍBV og fékk 2 M fyrir frammistöðu sína hjá blaðinu,
en hún skoraði jafnframt sigurmark Eyjakvenna í óvæntum sigri þeirra á
Breiðabliki á Kópavogsvellinum.
Samantha Leshnak, markvörður Keflvíkinga, og Danielle Marcano,
framherji Þróttar, eru báðar valdar í lið umferðarinnar í þriðja skipti á
tímabilinu. Úrvalsliðið má sjá hér að ofan en þar eru jafnframt fimm leik-
menn valdir í annað skipti.
5. umferð
í Bestu deild kvenna 2022
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
24-3-3
Samantha Leshnak
Keflavík
Elín Helena
Karlsdóttir
Keflavík
Haley Thomas
ÍBVElísa Viðarsdóttir
Valur
Júlíana
Sveinsdóttir
ÍBV
Jasmín Erla Ingadóttir
Stjarnan Katla Tryggvadóttir
Þróttur
Danielle Marcano
Þróttur
Olga Sevcova
ÍBV
Elín Metta Jensen
Valur
Þórdís Hrönn
Sigfúsdóttir
Valur
2
2 2
2
23
3
Júlíana best í fimmtu umferð
KNATTSPYRNA
Besta deild karla:
Meistaravellir: KR – Leiknir R............. L16
Hásteinsvöllur: ÍBV – ÍA....................... L16
Dalvík: KA – Stjarnan............................ L16
Keflavík: Keflavík – FH ......................... S17
Kópavogur: Breiðablik – Fram......... S19.15
Hlíðarendi: Valur – Víkingur R ........ S19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Vogar. Þróttur V. – Vestri ..................... L14
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Fjarðabyggðarhöll: FHL – FH............. L12
2. deild karla:
Ásvellir: Haukar – KF ........................... L14
Ólafsvík: Víkingur Ó. – Njarðvík .......... L14
3. deild karla:
Dalvík: Dalvík/Reynir – ÍH ................... L12
Týsvöllur: KFS – Sindri......................... L13
Sauðárkr.: Kormákur/Hvöt – Kári ....... L14
HANDKNATTLEIKUR
Annar úrslitaleikur karla:
Eyjar: ÍBV – Valur (0:1)......................... S16
UM HELGINA!
Belgía/Holland
16-liða úrslit, fyrri leikur:
Landstede – Antwerp Giants............. 79:89
- Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skor-
aði 20 stig og tók sex fráköst á 37 mínútum
fyrir Landstede.
Spánn
B-deild:
Castello – Gipuzkoa.................... 92:93 (frl.)
- Ægir Þór Steinarsson skoraði 20 stig,
tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar á
32 mínútum fyrir Gipuzkoa. Gipuzkoa end-
aði í 11. sæti og missti þar með af sæti í um-
spili um laust sæti í efstu deild.
086&(9,/*"