Morgunblaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Norska hljómsveitin Wardruna
heldur sína fyrstu tónleika hér á
landi í Eldborgarsal Hörpu 26. maí.
Segir um sveitina á miðasöluvefnum
Tix.is að hún vinni út frá sögulegri
tónlist víkingaaldar, leiki á forn
hljóðfæri og sæki yrkisefni í bók-
menntaarf á borð við eddukvæði. Af
þeim hljóðfærum sem liðsmenn
sveitarinnar leika á má nefna stórar
trommur með hreindýraskinni og
geitahorn.
Hljómsveitina skipa í dag þau
Einar Selvik, Lindy-Fay Hella, Arne
Sandvoll, Eilif Gundersen, HC
Dalgaard og John Stenersen og var
sveitin stofnuð árið 2003 af þeim Sel-
vik, Hella og Gahl en sá síðastnefndi
er ekki lengur í henni.
Selvik er forsprakki Wardruna,
syngur og leikur á hin ýmsu hljóð-
færi, m.a. svokallaða taglhörpu og
geitarhorn og hann er líka lagasmið-
ur hljómsveitarinnar.
Fornnorrænn hljómur
Blaðamaður sló á þráðinn til
Selvik og barst talið fyrst að nafni
sveitarinnar sem útleggja mætti á
íslensku sem verndara rúnanna eða
eitthvað í þá veru. Selvik bendir á að
rúnir geti hvort heldur verið hið
forna form skrifleturs eða leyndar-
mál, þekking eða galdur.
Fyrstu þrjár breiðskífur Ward-
runa bera enda titlana Runaljod, þ.e.
Rúnaljóð, og undirtitlana Gap var
Ginnunga, Yggdrasil og Ragnarok.
Selvik segir að á þeim hafi verið
lagður grunnurinn að þessum hljóð-
heimi Wardruna, hinum forn-
norræna sem oft er kenndur við vík-
inga þó þeir hafi aðeins verið hluti
þeirra karlmanna sem þá voru uppi
sem voru flestir friðsamir bændur.
Selvik er beðinn um að lýsa tónlist
Wardruna fyrir þeim lesendum sem
þekkja ekki til hennar og segir hann
sposkur að ekki sé hlaupið að því.
Wardruna hafi að vissu leyti búið til
sína eigin tegund eða grein tónlistar
og í stuttu máli skapi hljómsveitin
eitthvað nýtt úr því sem orðið er
ævafornt. „Hljóðfæraskipanina má
rekja aftur til steinaldar, brons-
aldar, víkingaaldar, miðalda og
nútímans, jafnvel samtímans,“
útskýrir Selvik. Tjáningin sé nú-
tímaleg en tæknin, tólin og tónteg-
undirnar séu það ekki. „Þetta snýst
ekki um að endurskapa tónlist frá
ákveðnum tíma eða tímabili,“ heldur
Selvik áfram en segir engu að síður
mikilvægt að byggja á traustum
grunni, bæði í tón- og textasmíðum.
Hann segir vissulega margt
óþekkt og óvíst hvað varðar tónlist-
ina sem leikin var hér í norðrinu
fyrir þúsund árum og rúmlega það.
„Þetta er eins og risavaxið púsluspil
og maður verður að hafa góða yfir-
sýn yfir sögulegar heimildir,“ segir
Selvik. Hann nálgist efnið bæði eins
og fræðimaður og skapandi og til-
raunaglaður listamaður.
Tónlist við þætti og tölvuleik
Blaðamanni leikur forvitni á að
vita hvaðan þessi áhugi Selviks komi
á tónlist og menningu forfeðranna
og segist hann sem ungur drengur
hafa drukkið þetta í sig. Selvik er
fæddur 1979 og hóf árið 2000 að
leika á trommur í norsku svart-
málmssveitinni Gorgoroth auk þess
að hafa leikið og leika enn í fleiri
sveitum. Hann segir áhugann þó
alltaf hafa verið stil staðar fyrir því
að stofna hljómsveit og flytja tónlist
sem byggðist meira á hinum fornu,
norrænu sögum, hljóðfærum og
menningu.
Selvik byrjaði að spila á trommur
átta ára og lærði í framhaldi á fleiri
hljóðfæri og fór að semja lög. Hann
segist njóta þess betur að flytja eig-
in tónlist en annarra en auk þess að
semja fyrir Wardruna hefur hann
samið tónlist fyrir sjónvarpsþætti og
tölvuleiki, meðal annars hina þekktu
þætti Vikings og tölvuleikinn
Assassin’s Creed: Valhalla.
Svo virðist sem vinsældir víkinga-
sagna hafi vaxið mikið hin síðustu ár,
ef litið er til fyrrnefndra þátta til
dæmis og nú síðast kvikmyndarinn-
ar The Northman sem byggð er að
miklu leyti á Amlóðasögu.
Selvik er spurður að því hvað
hann telji heilla fólk við þetta tímabil
norrænnar sögu og segir hann
ástæðurnar líklega nokkrar. Áhug-
inn hafi löngum verið mikill enda sé
þessi forni heimur framandi okkur
nútímamönnum og spennandi.
„Þetta er býsna sérstök menning og
ég held að það sé vaxandi þörf núna
á heimsvísu fyrir að tengjast nátt-
úrunni og umhverfinu. Ég held að
því sé eðlilegt að líta aftur til trúar-
bragða sem byggð voru á náttúr-
unni,“ segir Selvik.
Ekki rokktónleikar
–Hvernig eru tónleikar með
Wardruna, eru þeir mjög leikrænir
eða gjörningslegir?
„Ég myndi ekki segja það, við
erum frekar mínimalísk, að ákveðnu
leyti, og þeir eru ekki líkir rokktón-
leikum,“ svarar Selvik. Wardruna
reyni að skapa þannig andrúmsloft
að fólk tengi við tónlistina. „Tónlist-
in fjallar mikið um náttúruna, ólíkar
hliðar á henni og líka mannlegu eðli,
þó svo hún sé í þessum norrænu um-
búðum,“ útskýrir hann. Grunnhug-
myndin sé þó alltaf tímalaus og
alþjóðleg.
Selvik leikur á þrjú til fjögur
hljóðfæri á tónleikum, auk þess að
syngja og það sama má segja um
flesta aðra í hljómsveitinni. Tvær
konur eru í henni, Lindy-Fay Hella
fyrrnefnd og nýverið bættist við
söngkonan Katrine Stenbekk.
Wardruna kemur nú í fyrsta sinn
fram á Íslandi en Selvik hefur haldið
nokkra sólótónleika í Norræna hús-
inu. Hann segist virkilega spenntur
fyrir því að koma fram í Eldborg
sem sé einkar glæsilegur tónleika-
salur. „Við erum mjög heppin að
hafa fengið að spila í mörgum af
fegurstu tónleikasölum heims,“ seg-
ir hann að lokum.
Frekari fróðleik um Wardruna má
finna á vef hljómsveitarinnar á slóð-
inni wardruna.com.
Byggt á fornum grunni
- Wardruna kemur fram í Eldborg - Tónlist og textar byggðir á fornri menningu - „Tónlistin
fjallar mikið um náttúruna, ólíkar hliðar á henni og líka mannlegu eðli,“ segir Einar Selvik
Ljósmynd/Kim Öhrling
Íslandsvinir Wardruna með Einar Selvik fyrir miðju, auðþekkjanlegan af síðu og fléttuðu skeggi sínu.
Lúðrasveit Reykjavíkur var stofn-
uð 7. júlí árið 1922 og verður því
100 ára nú í júlí. Er hún elsta
starfandi hljómsveit landsins og
mun á afmælisárinu líta yfir far-
inn veg og leggja áherslu á
íslenska tónlist sem tengist sveit-
inni og félögum hennar. Hljóm-
sveitin heldur fyrri afmælis-
tónleika sína í dag, laugardag, í
salnum Kaldalóni í Hörpu kl. 17.
Verða á þeim leikin gömul og góð
íslensk lúðrasveitarverk og sígild
íslensk sönglög og dægurlög í
lúðrasveitarútsetningu, að því er
segir í tilkynningu. Þar verða verk
eftir Pál Pampichler Pálsson, Jón
Múla Árnason, Oddgeir Krist-
jánsson, Árna Björnsson, Karl O.
Runólfsson, Sigfús Einarsson, Pál
Ísólfsson, Sveinbjörn Sveinbjörns-
son og Sigvalda Kaldalóns. Stjórn-
andi sveitarinnar er Lárus Hall-
dór Grímsson.
Miðasala fer fram á vefnum
Harpa.is og í miðasölu Hörpu.
Á tónleikum Lúðrasveit Reykjavíkur undir stjórn Lárusar H. Grímssonar.
Lúðrasveitin fagnar
100 ára afmæli
Tvær sýningar
verða opnaðar í
Ásmundarsal í
dag milli kl. 14 og
17. Annars vegar
sýnir Brák Jóns-
dóttir sýninguna
Dýpra / Deeper
og hins vegar
opnar Pamela
Angela sýn-
inguna Mellem
himelen og haven.
Um sýninguna Dýpra segir að þar
kanni Brák snertifleti blætis-
menningar og garðyrkju, manns og
náttúru, sársauka og unaðar. Í þeim
tilgangi að nálgast náttúruna á hátt
sem ögrar hefðbundnum hug-
myndum um hvernig menning og
náttúra mætast. Sýningin byggist á
rannsókn listamannsins á sambandi
líkama og gróðurs.
Innsetning Angelu byggist á
tveimur ólíkum einingum; skúlptúr
og tónflutningi. „Skúlptúrinn er spil-
anlegt hljóðfæri búið til úr bílhurð
sem gefur rými til að túlka tónlistina
eftir að hún hefur verið stöðvuð.
Ferðalag bílhurðarinnar frá rusla-
haug í Danmörku til bílakirkjugarðs
á Íslandi fær viðkomu í Ásmund-
arsal,“ segir í tilkynningu. Um hljóð-
færasmíði sá Henrik Sandberg
Ballowitz. Aðgangur er ókeypis.
Tvöföld sýn-
ingaropnun
Brák
Jónsdóttir
Stórsveit Reykjavíkur leiðir börn
og fjölskyldur inn í sumarið með
sveifluballi í samstarfi við Sveiflu-
stöðina í Flóa Hörpu í dag kl. 16.
„Stórsveitin lagði til rausnar-
legar útsetningar og upptökur á
laginu „Aukavinna“ eftir Jón Múla
fyrir Tónstýrið í Hljóðhimnum.
Tónstýrið gerir okkur kleift að
sigla um tónlistarinnar höf. Við get-
um tekið stefnuna á latínsveiflu,
New Orleans-djass og aðrar stílteg-
undir og heyrt hvernig laglínan
breytist á hverjum stað. Á ballinu
tekur Stórsveitin gesti með sér í
þetta dillandi tónlistarferðalag og
dansarar halda örnámskeið í ein-
földum danssporum sem allir geta
lært. Eiríkur Rafn Stefánsson
stjórnar sveitinni og Bragi Árnason
leiðir danskennsluna fyrir hönd
Sveiflustöðvarinnar,“ segir í til-
kynningu. Aðgangur er ókeypis.
Sveifluball
Stórsveitar
Ball Stórsveit Reykjavíkur í Hörpu.
Vortónleikar
Kórs Hallgríms-
kirkju og Bar-
okkbandsins
Brákar eru
haldnir í Hall-
grímskirkju á
morgun, sunnu-
dag, kl. 17.
Stjórnandi er
Steinar Logi
Helgason, ein-
söngvari er Hallveig Rúnarsdóttir
og einleikari Elfa Rún Kristins-
dóttir. Björn Steinar Sólbergsson
spilar með á orgel.
Efnisskráin samanstendur af
þremur verkum eftir Joseph Haydn,
þ.e. Salve Regina, fiðlukonsert í A-
dúr og Orgelmessu í B-dúr. „Verkin
heyrast ekki oft á Íslandi og því ein-
stakt tækifæri að hlýða á þau í með-
förum þessa frábæra tónlistarfólks,“
segir í tilkynningu skipuleggjenda.
Kór Hallgrímskirkju var stofn-
aður haustið 2021. „Ásamt áhuga á
íslenskri kórtónlist leggur kórinn
kapp á að flytja eldri tónlist í upp-
runaflutningi og er það því mikið
gleðiefni að fá Barokkbandið Brák
til samstarfs. Stefnt er að öðrum
tónleikum með þeim á fyrsta sunnu-
degi í aðventu, haustið 2022, þar
sem fluttar verða barokkkantötur
fyrir aðventutímann.“
Haydn flutt-
ur að vori
Hallveig
Rúnarsdóttir