Morgunblaðið - 21.05.2022, Side 40

Morgunblaðið - 21.05.2022, Side 40
BOSS BÚÐIN KRINGLUNNI Útskriftarsýning BA- nema í arkitektúr, hönnun og myndlist frá Listaháskóla Ís- lands verður opnuð í dag, laugardag, kl. 14 á Kjarvalsstöðum. Yfir- skrift sýningarnnar er verandi vera // Being og stendur hún yfir til 29. maí. Listasafn Reykjavíkur hefur í tæplega 20 ár hýst út- skriftarsýningu nem- enda á BA-stigi í mynd- listardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ og má á sýningunni sjá lokaverkefni 75 nemenda í myndlist, grafískri hönnun, arkitektúr, fatahönnun og vöruhönn- un. Verkin eru á vef skólans sögð endurspegla áherslur, nám, rannsóknir og listsköpun nemenda síðastliðin þrjú ár. Sýningarstjórar eru Hildigunnur Birgisdóttir, María Kristín Jónsdóttir og Sara Jónsdóttir. Útskriftarsýning BA-nema opnuð LAUGARDAGUR 21. MAÍ 141. DAGUR ÁRSINS 2022 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.330 kr. Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Fram hafði naumlega betur gegn Val, 28:27, þegar liðin áttust við í fyrsta leik úrslitaeinvígisins um Íslands- meistaratitilinn í handknattleik kvenna í Framhúsi í gærkvöldi. »32 Fram vann nauman sigur á Val í fyrsta leik úrslitaeinvígisins ÍÞRÓTTIR MENNING stelpunum og strákunum. Það hefur nú tekist.“ Kjarni fólks hefur lagt mikið á sig og það er segin saga að slíkt er erfiðara þegar árangurinn á vell- inum lætur á sér standa. Lárus seg- ir að engu að síður hafi þessi hópur utan vallar staðið þétt saman, sett sér raunhæf markmið og gert það sem hafi þurft að gera, hvort sem það hafi verið að standa í fjáröflun, undirbúa viðburði á Hlíðarenda, stilla upp og taka til og svo fram- vegis. „Síðan nýja íþróttahúsið var byggt höfum við undirbúið yfir 80 veislur, staðið vaktina í þeim og tekið til á eftir. Þessi innri félags- starfsemi hefur mikið að segja en allur stuðningur skiptir mjög miklu máli.“ Lárus segir að félagsskapur sjálf- boðaliðanna og vinskapurinn sé sér- staklega góður. „Okkur finnst starf- ið mjög skemmtilegt og gefandi og það er einstök tilfinning að sjá markmiðið raungerast, að vinna tit- ilinn. Það er ekki sjálfgefið.“ Mark- miðið í náinni framtíð sé samt að vera áfram á meðal fjögurra bestu liða landsins. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lárus Blöndal byrjaði að taka þátt í félagsstarfi Vals sem stjórnarmaður í körfuboltadeildinni 1990 og hefur nú séð drauminn verða að veru- leika, að fagna Íslandsmeistaratitl- inum í efstu deild karla í körfu- bolta. „Við áttum síðast möguleika á þessu 1992 og þá var ég 27 ára formaður deildarinnar,“ segir hann. „Þá var núverandi formaður, Svali Björgvinsson, leikmaður og við og fleiri sjálfboðaliðar höfum unnið að því síðan að láta drauminn rætast.“ Valsmenn urðu fyrst Íslands- meistarar í körfubolta karla 1980, síðan 1983 og í þriðja sinn í vikunni. Lárus segir að hann hafi byrjað í bakvarðasveitinni með mönnum sem hafi horft til þess að vinna titla. „Það var mikill hugur í mönn- um.“ Eftir að hafa verið í námi og vinnu erlendis sneri Lárus aftur á Hlíðarenda 2004 og tók upp þráðinn þar sem frá var horfið. Hann segir að þá hafi markmiðið verið að halda íþróttinni gangandi í félaginu og koma meistaraflokksliðunum á góð- an stað. „Það tók mörg ár.“ Hægt og sígandi hafi orðið til blanda upp- alinna stráka og leikmanna frá öðr- um félögum. Sama vorið og liðið vann sér sæti í efstu deild tapaði það naumlega í undanúrslitum bik- arsins fyrir KR, sem þá var besta liðið. „Þá sáum við að við vorum með lið sem átti ekki aðeins heima í úrvalsdeild heldur hafði alla burði til þess að berjast og festa sig í sessi þar.“ Raunhæf markmið hverju sinni Í kjölfarið hafi stoðirnar enn ver- ið styrktar, bæði í kvenna- og karlaflokki. Helena Sverrisdóttir hafi verið lykillinn að yfirburðaliði kvenna og ákveðin vatnaskil hafi orðið með komu Pavels Ermol- inskijs 2019 og síðan fleiri leik- manna og þjálfara. Lárus leggur samt áherslu á að árangurinn sé ekki aðeins tveggja eða þriggja ára verkefni að þakka heldur margra ára þrotlausri vinnu sjálfboðaliða. „Í uppbyggingunni settum við okk- ur það markmið að vinna titil með Sigur sjálfboðaliða - Íslandsmeistaratitillinn árangur þrotlausrar vinnu í áratugi - Skemmtilegt og gefandi starf í góðum vinahópi á Hlíðarenda Morgunblaðið/Eggert Á Hlíðarenda Lárus Blöndal með Íslandsmeistarabikarinn eftirsótta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.