Morgunblaðið - 24.05.2022, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 4. M A Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 120. tölublað . 110. árgangur .
ÁTTRÆÐUR SNÝR
SÉR AÐ BÆJAR-
MÁLUNUM
FJÖLBREYTT
OG FORVITNI-
LEG VERK
SJALDSÉÐUR
HVÍTUR HROSSA-
GAUKUR
ÚTSKRIFTARSÝNING 28 UNDIRBÝR VARP 4BRYNJÓLFUR INGVARSSON 11
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Geimur Sýnatökur við Sandvatn á síðasta
ári. Nú er vísindaverkefninu haldið áfram.
_ Hópur vísindamanna frá NASA,
geimvísindastofnun Bandaríkj-
anna, gerir í næsta mánuði rann-
sóknir á Apavatni í Grímsnesi. Inn-
streymi heits vatns þar vekur
athygli þeirra og áhuga á að vita
meira, til samanburðar við Mars. Sá
fjarlægi hnöttur er í deiglu marg-
víslegra geimrannsókna en í slíkum
málum þarf jarðneskan samanburð.
Þar þykir Ísland henta vel, jarð-
myndanir hér og aðstæður. Sýna-
tökur og mælingar fóru þess vegna
fram í fyrra við Sandvatn á Bisk-
upstungnaafrétti og nú er haldið
áfram. »4
NASA ætlar að
rannsaka Apavatn
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í
Reykjavík, og nýkjörnir borgarfulltrúar héldu
í gærkvöldi fund með grasrót flokksins í borg-
inni í höfuðstöðvum flokksins á Hverfisgötu.
Stjórnir kjördæmasambands flokksins í
Reykjavík og félagsins í Reykjavík og Félags
ungra framsóknarmanna voru boðaðar ásamt
frambjóðendum á lista og var vel mætt.
Að sögn Einars fóru fram hreinskiptnar um-
ræður um framhald viðræðna um meirihluta-
myndun og aðkomu flokksins að þeim.
Ítrekun Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, odd-
vita Viðreisnar, á þátttöku síns flokks í banda-
lagi við Samfylkingu og Pírata um meirihluta-
myndun hefur gert það að verkum að kostir til
þess að mynda meirihluta til hægri eru svo að
segja úr sögunni. Kostir og gallar mögulegs
samstarfs til vinstri, við Samfylkingu, Pírata
og Viðreisn, voru mikið ræddir á fundinum.
Heimildir Morgunblaðsins herma að sam-
hljómur hafi verið innan grasrótarinnar um að
verði gengið til formlegra viðræðna til vinstri
verði gerð skýlaus krafa um að Einar verði
borgarstjóri allt næsta kjörtímabil.
Þá hafi komið fram traust til Einars og
borgarfulltrúanna um að ákveða næstu skref
og mun Einar funda með borgarfulltrúunum
þremur síðar í dag til þess að ræða og ákveða
hvort þau vilji hefja formlegar viðræður til
vinstri. Fundurinn stóð í á þriðja tíma þar sem
fram komu ýmis sjónarmið en ekki var tekin
skýr afstaða til þess hvort flokknum hugnaðist
samstarf til vinstri eða hægri.
Ákvörðun um viðræður í dag
- Gangi Framsókn til viðræðna við vinstribanda-
lagið verður gerð krafa um borgarstjórastólinn
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Framsókn Einar Þorsteinsson fór yfir stöðuna með grasrót Framsóknar í gærkvöldi.M Klækjastjórnmál »14
Kaplaskipið Durable mun leggja sæstreng yfir
Atlantshafið til Galway á Írlandi. Skipið kom til
landsins á föstudag og hófst þá undirbúningur. Í
gærmorgun voru fyrstu skrefin stigin í lagning-
unni sjálfri. Sæstrengurinn hefur hlotið nafnið
Íris og er þriðji sæstrengurinn sem tengir Ísland
við Evrópu. Með honum verður sambandsleysi tí-
falt ólíklegra. Stefnt er að því að taka strenginn í
notkun við árslok. »2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sæstrengur lagður milli Íslands og Írlands
_ Brotthvarf 18
til 24 ára úr námi
og starfsþjálfun
á seinasta ári var
14,4% á Íslandi af
heildarfjölda
fólks á þessum
aldri samkvæmt
nýjum saman-
burði Eurostat,
hagstofu Evrópusambandsins. Er
hlutfallið hér á landi það annað
hæsta í samanburði á 30 Evrópu-
löndum.
Dregið hefur jafnt og þétt úr
brottfalli úr námi meðal flestra
Evrópuþjóða, þ. á m. hér á landi en
hlutfall brotthvarfs úr námi var
22,6% á Íslandi árið 2010. »10
Í öðru sæti meðal
30 Evrópulanda