Morgunblaðið - 24.05.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022
✝
Guðrún Jacob-
sen fæddist 30.
október 1930. Hún
lést á Skjóli 30. apr-
íl 2022.
Faðir hennar var
Carl Anton Jacob-
sen, f. 6. júní 1868,
d. 1942, og móðir
hennar var Þor-
björg Aldís Björns-
dóttir, f. 7. október
1893, d. 24. nóvem-
ber 1957.
Eiginmaður Guðrúnar var
Karl Júlíusson, f. 26. apríl 1924,
d. 19. október 1975.
Þau skildu.
Börn þeirra eru:
Þröstur Júlíus
Karlsson, f. 1. nóv-
ember 1948, Sigrún
Stella Karlsdóttir,
f. 1. febrúar 1954,
Harpa Karlsdóttir,
f. 9. apríl 1961, og
Guðrún Glódís
Gunnarsdóttir, f.
13. desember 1968.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 24. maí
2022, klukkan 13.
Dýpsta sælan og sorgin þunga,
svífa hjóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf frá Hlöðum)
Mamma var allt í senn, vinnu-
söm, mjög listhneigð, bæði á
penna og liti, „vélritaði“ öll sín
bókarhandrit, smíðaði dúkku-
hús. Einnig var hún ötull penni í
Velvakanda Morgunblaðsins.
Hún var náin móður sinni með-
an hún var á lífi en amma Aldís
fékk krabbamein og mamma
reyndi allt til að létta henni þá
þjáningu. Þær lögðu á sig langt
og erfitt ferðalag til Lourdes í
Frakklandi, þar sem von var á
kraftaverkalækningu í lind sem
sögð var hafa lækningarmátt.
Þetta var síðasta vonin um
lækningu. Flug til Kaupmanna-
hafnar og svo lestarferðir í einn
og hálfan sólarhring og hvorug
talaði erlend tungumál. Þegar
amma lést skrifaði mamma bók-
ina Pílagrímsferð til Lourdes
1961.
Ég man fyrst eftir mér á Víði-
melnum í örlitlu þakíbúðarhús-
næði og mamma að semja hand-
rit við eldhúsborðið og ég
gónandi á hana skella upp úr og
tala upphátt, svo mikið lagðist
hún í skrifin, þarna var hún að
skrifa Alþýðuheimilið, skáldævi-
sögu. Mamma málaði mjög sér-
stakar figúratívar myndir. Hún
rölti með mig á trésmíðaverk-
stæði víðsvegar um borgina og
keypti efni í ramma og viðarbúta
til að mála á. Hún hélt nokkrar
málverkasýningar, m.a. í Ás-
mundarsal.
Mamma og pabbi voru oft
kokkar til sjós á Dísarfellinu og
Hamrafellinu. Mamma skrifaði
m.a. söguna Kokkur til sjós á
Hamrafellinu. Hún átti það til að
leita uppi dýrabúðir erlendis og
bjarga þaðan ýmsum fuglateg-
undum sem hún kom með heim.
Mamma var í Þjóðleikhúskórn-
um og fékk nokkur hlutverk
gegnum söngröddina, m.a. í Ka-
barett, Kátu ekkjunni og Leð-
urblökunni. Það var gaman að fá
að vera lausagangsbarn um allt
Þjóðleikhúsið og sjá sýningarnar
oft. Mamma var í Dómkórnum í
mörg ár. Hún gekk í Pólýfón-
kórinn undir stjórn Ingólfs Guð-
brandssonar. Þar var mikið fé-
lagsstarf og fengum við systur
að fara til Ítalíu ásamt fleiri
börnum kórfélaga, það er mitt
minnisstæðasta ferðalag um æv-
ina. Þetta var 1976 og flestir
ekki komið upp í þotu. Ítalirnir
grétu og hrópuðu BRAVÓ, eftir
hverja tónleika. Á enn í dag vini
frá þessari ferð.
Mamma stundaði Sundhöllina
nær út ævina, sá hana stinga sér
af háa brettinu langt komin á á
áttræðisaldur. Ótrúlegur kraftur
í þessari konu, enda lifði hún
nánast á því sem kallast ofur-
fæði, oftast ný línuýsa, kálböggl-
ar með lambahakki, bananar og
epli ofan á brauðsneiðarnar, al-
vöru mjólk, eigin jógúrt úr Kák-
asusgerli, niðursoðin bláber í
krukku frá Póllandi allan ársins
hring og oft súr hvalur í eft-
irrétt. Man ekki eftir því að
mamma hafi fengið kvefpestir
eða bakteríusýkingar yfir höfuð,
hún kvaðst ekki vita hvernig
höfuðverkur liti út! Enda sagði
hún undir lokin: Ég verð aldrei
veik, ég er skilin útundan! Hún
tók aldrei bílpróf, enda var húm-
orinn svolítið bundinn við það
undir það síðasta, hún hafði
skýringu á því: Ég væri löngu
búin að drepa fjölda manns!
Enda oft kölluð hraðlestin á
vinnustað.
Hún hvatti mig til að lesa
góðar bækur og bóklestur var
helsta dægradvölin. Mamma gaf
mér Eyðimerkurblómið í jóla-
gjöf 2004, áritaða eftir Waris Di-
rie sem fæddist í Sómalíu árið
1965 og var 13 ára þegar hún
flúði Sómalíu eftir að hafa verið
seld í hjónaband. Mamma hafði
mikið fyrir árituninni enda
staldraði Waris stutt við á land-
inu í tilefni bókarinnar og
mamma talaði nánast ekki orð í
erlendum tungumálum. Það var
ein bók gefin út eftir mömmu á
dönsku, Den lille mester.
Við mamma trúum á aðra til-
vist og sjáumst aftur.
Meira á www.mbl.is/andlat
Harpa Karlsdóttir.
„Yfir litlu varstu trúr, yfir
mikið mun ég setja þig.“
Þetta er í ritningunni en það
sem er mikilvægara fyrir mér,
er að móðir mín fór með þessi
orð yfir mér þegar kom að ferm-
ingardegi mínum, Pálmasunnu-
deginum, er við fermingarbörnin
áttum að velja okkur setningu
úr Biblíunni. Það átti eftir að
reyna á þessi orð. Að standa
undir þeim hefur verið mitt lífs-
mottó og einnig hafa synir mínir
fjórir og þrír stjúpsynir þurft að
heyra þau trekk í trekk. Ef Guð
getur treyst þér fyrir litlu, og þú
framkvæmir eftir bestu getu, þá
getur hann látið þér í té stærra
og mikilvægara verkefni. Hér
mætti nefna stjórnmálafólkið í
voru landi, en það er vel við hæfi
enda var mamma mjög pólitísk.
Skoðunum sínum á pólitík og
þjóðmálum hélt hún ekki útaf
fyrir sig. Hún skrifaði reglulega
í Velvakanda Morgunblaðsins. Í
dag mætti kalla það Blogg.
Mamma kenndi manni svo mikið
og í gegnum hana hafa synir
mínir og stjúpsynir fengið allan
þann lærdóm. Ḿaður agar þann
sem maður elskaŕ Þetta var við-
kvæðið þegar manni fannst hún
vera ansi ströng. Śkylduna fyrst,
skemmta sér á eftiŕ Þegar
manni var kennt að borga
reikningana sína á undan öllu
öðru, taka til í herberginu eða
klára heimalærdóminn áður en
manni var sleppt út í frelsið.
Bókalestur var engin skylda,
kom bara eðlilega með soðnu
ýsunni og kartöflunum.
Mamma kenndi manni margt
um dýrin. Hún gaf fuglunum
útí garði á veturna. Það gera
margir og þykir ekkert spes en
mamma arkaði endanna á milli
bæjarmarka til þess að fá kjöt-
sag og það tók mörg fótsporin
og þunga byrði því aldrei
keyrði mamma bíl. Śem betur
fer lærði ég aldrei að keyra bíl,
annars hefði ég líklega slasað
sjálfa mig og aðra því ég er svo
fljótfær!́ Það er ekki ólíklegt
því mamma var ekki bara fljót-
fær, enginn sem ég þekki gat
gengið eins hratt og hún gerði.
Ég man eftir mér á harðahlaup-
um á eftir henni sem barn að
reyna að halda í við hana. Hún
var alltaf á hlaupum og ein-
staklega frá á fæti enda einn
frægasti jitterbug dansari
Reykjavíkur, rétt eftir stríðs-
árin.
Mamma var alltaf á undan
sínum tíma og í hörkuvetrar-
gaddi þurftu villtu dýrin á
kjarnmiklu fæði að halda.
Flækingsköttunum gaf hún
einnig. Þeir komu að eldhús-
glugganum í kjallaranum,
fengu volgt mjólkurbland og
soðna ýsu, borðuðu en hvæstu
og mamma sagði alltaf Ékki slá
á höndina sem gefur þéŕ. Kett-
irnir átu, fuglarnir kroppuðu og
Tobba, hundurinn okkar sat á
tröppunum og fylgdist með. Ég
man sem barn hvað mér þótti
þetta merkilegt. Hvernig tókst
mömmu að ná þessari harm-
óníu? Öll dýrin í hennar skógi
náðu að verða vinir.
Mamma var alltaf ströng.
Hún agaði mann í uppeldinu en
húmorinn var alltaf til staðar
og stór þáttur í hennar karakt-
er. Og gæska. Alltaf var hlegið,
hátt og mikið og alltaf fann
maður fyrir gæskunni. En það
getur ekki hafa verið tekið út
með sældinni að láta enda ná
saman, ein og óstudd, amk í
mínum uppvexti, með harðri
verkamannavinnu en samt að
sinna því sem veitti henni ham-
ingju, listinni.
Mamma var frábær dansari,
hæsti sópran og spilaði snilld-
arlega á munnhörpu. Hún mál-
aði einnig, eftir hana eru mörg
falleg verk. Rithöfundur var
hún og gaf út smásögusöfn,
Smáfólk sem var þýtt á dönsku,
Den lille mester og einnig Gull-
tárin, Pílagrímsför til Lourdes,
sem er heimild um hennar för
með móður sína þangað, sem þá
var orðin heltekin af krabba-
meini. Einnig Listamannsraun-
ir ofl. Hún var mjög góður
kokkur; vann sem kokkur á
Hamrafellinu og öðrum stórum
skipum en einnig minni togur-
um. Dugnaðurinn var gengdar-
laus.
Ég sakna hennar. Við öll
söknum hennar.
Ég vil þakka starfsfólki
Skjóls fyrir umönnun hennar.
Þau eru öll svo yndisleg.
Elsku móðir mín. Ég á þér
allt að þakka.
Hvíl í friði, þín dóttir,
Meira á www.mbl.is./andlat
Guðrún Glódís
Gunnarsdóttir.
Þegar ég hugsa til Guðrúnar,
kemur hlátur fyrst í hug. Og
bros. Það var stutt í hlátur og
bros. Ekki að furða að eitt af
hennar uppáhaldslögum var
Smile eftir Charlie Chaplin sem
var í miklu uppáhaldi hjá henni.
Ég var svo heppinn að fá að
vera hjá henni fyrstu átta mán-
uðina eftir að ég flutti til Íslands
á meðan ég var að koma okkur
fyrir. Við fjölskyldan höfðum
tekið þá ákvörðun að flytja
„heim“. Konan mín var yngsta
dóttir hennar. Þessir mánuðir
eru falleg minning fyrir mig.
Hún gat örlítið stautað sig
áfram í ensku, ég minna í ís-
lensku, en við skildum hvort
annað nokkuð auðveldlega þó
margt mjög fyndið hafi auðvitað
komið fyrir. Oft er ég kom heim
til hennar að kvöldi til eftir lang-
an vinnudag og pottastund í
Sundhöllinni beið mín steiktur
fiskur a la Guðrún Jacobsen með
kartöflum og lauk, algjört
hnossgæti. Ég fékk að elda á
sunnudögum. Þá fylgdist hún
stundum með, fussaði og sveiaði
yfir minni eldamennsku en borð-
aði svo af bestu lyst.
Er henni fannst eitthvað í
sjónvarpinu á kvöldin höfða til
mín sem Breta bankaði hún á
herbergishurðina og skikkaði
mig inn í stofu. Þar horfðum við
saman á gamanþættina um Mrs.
Brown og skellihlógum og einnig
X Factor sem hún fylgdist með
af gagnrýni og léttum húmor.
Guðrún var mér afar kær, hin
besta tengdamamma sem maður
gæti eignast og hún var inn-
blástur. Var réttsýn og hrein-
skiptin. „Rétt skal vera rétt,“
sagði hún oft og endurtekur
konan mín það reglulega enda
dóttir móður sinnar. Guðrún var
mikill karakter, einstök og eft-
irminnileg, hæfileikarík, vönd að
sinni virðingu og einstaklega
glæsileg kona langt fram eftir
aldri.
Guðrúnar er sárt saknað en
minning hennar lifir.
Ég er þakklátur fyrir mín
kynni við hana og stundir með
henni.
Martin Gilpin.
Elsku amma er farin, mik-
ilvægi hlekkurinn okkar og fyr-
irmynd í svo mörgu. Henni eig-
um við að þakka gott kristilegt
uppeldi, lærðum að vera snyrti-
lega til fara, vel tilhöfð og vel
máli farin. Hvort það hafi hald-
ist er önnur saga.
Litla rauða húsið á Bestó var
félagsmiðstöðin sem allir gátu
leitað til í blíðu og stríðu. Við
vorum alltaf mjög velkomin
sama hvað gekk á og alltaf fékk
maður hlýjar móttökur og
súkkulaðisnúð. Sunnudagar voru
skemmtilegustu dagarnir, þá
hittist frændfólkið og hló saman.
Einu sinni ákváðu tveir litlir
drengir, 7-9 ára, úr Hafnarfirði
að halda í leiðangur til Reykja-
víkur fótgangandi hafandi ekki
hugmynd um vegalengdina né
hvaða tíma það tæki. Gengu þeir
af stað, hvorki með nesti né nýja
skó, og létu engan vita af áætl-
unum sínum. Seint og um síðir
banka tveir grútskítugir pollar
upp á hjá ömmu með spýtur og
hjólkoppa í eftirdragi, alsælir og
glorhungraðir. Svipurinn á
ömmu gleymist aldrei, blanda af
furðu og smá reiði sem endaði
samt með skellihlátri. Mamman
var látin vita og prakkararnir
sendir heim í strætó. Þessi saga
mun aldrei gleymast.
Við barnabörnin hennar átt-
um þarna öflugan bandamann
og vin í öllu sem við gerðum og
studdi hún okkur í því sem við
tókum okkur fyrir hendur. Alltaf
samgladdist hún ef gekk vel og
sýndi samúð ef gekk illa.
Hún var alltaf góð við alla,
fólk minnist hennar með hlýhug
á þeim vinnustöðum sem hún
vann og bjó síðustu árin. Kunn-
um við starfsfólkinu á Skjóli
innilegar þakkir fyrir umönnun
hennar. Þar leið henni vel og var
afar þakklát fyrir að fá kær-
komið frí frá daglegu amstri
eins og þrifum, þvotti og elda-
mennsku.
Þess má geta að hún þvoði
gólfin á hnjánum, átti aldrei
þvottavél heldur þvoði fötin í
bala með grænsápu og útbjó
allan heimilismat frá grunni.
Henni var alltaf umhugað um
hollan mat og hreyfingu og varð
nánast aldrei misdægurt. Hún
var sannkallað hörkutól með
mjúkt hjarta og hlýjan faðm.
Amma átti yndislegan hund,
hana Tobbu, sem allir elskuðu
og oft sátu þær saman „mæðg-
urnar“ í eldhúsinu á Bestó, önn-
ur söng óperu á meðan hin
spangólaði með. Heyrðist þessi
samsöngur um Þingholtin á
góðum degi. Munnharpan var
einnig oft dregin upp þegar
gesti bar að garði ásamt spá-
dómum í spil og bolla. Einnig
var hún nösk að ráða drauma
og var mjög forvitin um draum-
farir okkar þegar okkur bar að
garði.
Gaman er að minnast á það
að þegar hún var komin á Skjól
þá spurði hún iðulega hverra
manna við værum og trúði því
aldrei hvað hún sjálf væri orðin
gömul og skellihló þegar minnst
var á aldur barnanna hennar og
að hún ætti barnabörn, þá fékk
hún hláturskast. Þegar fólk
nær svo háum aldri fær það
stundum elliglöp, sumir þjást
en hún gerði það svo sannar-
lega ekki og má eiginlega segja
að hún hafi látist með bros á
vör.
Hún var þekkt fyrir góðan
húmor og frásagnargleði. Hún
sagði frá með svo mikilli inn-
lifun að við sáum sögurnar ljós-
lifandi fyrir okkur. Hélt hún
þessum eiginleika sínum alveg
fram í andlátið.
Við munum sakna og minn-
ast þín með hlýhug.
Sigurgyða,
Ingólfur og Guðrún.
Elsku Guðrún amma er látin.
Dýrmætar minningarnar
streyma fram í hugann. Amma
var sérstök kona eins og allir
vita sem voru svo heppnir að
vera á hennar vegi. Hún var
sterkur persónuleiki og ákveð-
in, en umhyggja, góðvild og ör-
læti voru í mínum huga hennar
aðalsmerki.
Amma var sérlega glæsileg,
með mikla reisn og fór aldrei út
úr húsi nema vel tilhöfð, með
hárlagningu og farða. Hún hafði
ríka kímnigáfu og fallegum
hlátri hennar mun ég aldrei
gleyma. Við áttum það sameig-
inlegt að elska dönsku sjón-
varpsþættina Klovn og kryfja
þá til mergjar yfir rjúkandi
kaffibolla og hlæja og flissa út í
það óendanlega. Hlátur, gleði,
dans og tónlist einkenndi litla
rauða húsið hennar og þar var
gestrisnin slík að engum gleym-
ist sem sóttu hana heim. Ef svo
vildi til að amma væri ekki
heima þegar við komum þá var
lykillinn alltaf undir mottunni.
Amma var ung í hugsun og
fasi og verður alltaf síung minn-
ingu minni. Það var svo gott að
deila með henni gleði jafnt sem
sorgum og stundum var hægt
að dobbla hana til þess að spá
inn í framtíðina með spáspil-
unum sínum – spáin reyndist
alltaf björt, tækifærin og æv-
intýrin rétt handan við hornið.
Alltaf rættist spáin.
Um leið og ég þakka ömmu
fyrir alla hennar elsku læt ég
fylgja lítið ljóð sem hún kenndi
mér sem barni og söng fyrir
okkur allar götur síðan.
Sól úti, sól inni,
sól í hjarta, sól í sinni,
sól og gleði í sálu minni.
Góða ferð elsku amma inn í
fegurðina, kærleikann og góða
veðrið!
Þín elskandi,
Júlía
Björgvinsdóttir.
Guðrún Jacobsen
Okkar ástkæra eiginkona, móðir,
tengdamóðir og amma,
HALLA PÁLMADÓTTIR,
Kambaseli 77, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 19. maí á líknardeild
LSH,þar sem hún naut stórkostlegrar hlýju
og umönnunar starfsfólks.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigurður G. Símonarson
Ásgeir Sigurðsson Dragana Anic
Hjördís Sigurðardóttir
Ingvar Sigurðsson Birna Kristinsdóttir
og barnabörn
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
ÁGÚST SÆBJÖRNSSON,
áður til heimilis á Holtagötu 1, Reyðarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði fimmtudaginn
5. maí. Jarðsungið verður frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn
28. maí klukkan 13.
Athöfnin verður í streymi sem nálgast má á facebook-síðu
Reyðarfjarðarkirkju. Einnig má nálgast streymi á mbl.is/andlat.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hulduhlíðar fyrir einstaka
umönnun. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björg Ágústsdóttir
Karin Ágústsdóttir
Sigurður Ágústsson
Steinar Ágústsson
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
SVEINN RÚNAR BENEDIKTSSON,
Blönduhlíð 30, Reykjavík,
lést föstudaginn 20. maí.
Útför fer fram miðvikudaginn 1. júní klukkan
13 frá Háteigskirkju.
Margrét Björnsdóttir
Gerður María Sveinsdóttir
Guðrún Marta Sveinsdóttir
Ragnhildur Margrét Sveinsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar