Morgunblaðið - 24.05.2022, Blaðsíða 19
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú
lesið minningargreinar, fengið upplýsingar úr
þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang
að þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur
veitt í áratugi þegar andlát ber að höndum.
Andláts-, útfarar- og þakkar-
tilkynningar eru aðgengilegar öllum.
www.mbl.is/andlát
Minningar-
greinar
Hægt er að lesa
minningargreinar,
skrifa minningargrein
og æviágrip.
Þjónustu-
skrá
Listi yfir aðila og fyrirtæki
sem aðstoða þegar andlát
ber að höndum.
Gagnlegar
upplýsingar
Upplýsingar og gátlisti
fyrir aðstandendur
við fráfall ástvina.
Fyrir 35 árum
hafði Ásgeir J. Guð-
mundsson samband
við mig varðandi
húsgagnahönnun. Hann kom svo
ásamt starfsmanni á teiknistofu
mína þar sem við tókum varfærn-
islega pólana hvor á öðrum og
hann bar upp erindið sem varðaði
hönnun skilrúma fyrir skrifstofur.
Mér leist vel á verkefnið, hófst
handa og úr varð ágætt skilrúm.
Það kom fljótt í ljós að við unnum
vel saman og Ásgeir bað mig að
skoða ýmislegt í framleiðslunni en
mér hentaði ekki að vinna þannig
að einstökum hlutum og lagði til
að við þróuðum heila línu skrif-
stofuhúsgagna samkvæmt ýtr-
ustu kröfum þeirra tíma. Í línunni
skyldu vera öll húsgögn sem til
skrifstofuhalds þyrfti. Þetta varð
úr og í undirbúningi fyrir verk-
efnið fórum við Ásgeir m.a. til út-
landa, ýmist á sýningar eða til að-
ilja sem ég hafði sambönd við, til
að kynnast skrifstofuumhverfi og
húsgagnaframleiðslu í Evrópu. Á
þessum ferðum lærðum við mikið
og lögðum á ráðin um nýju vör-
una. Okkur leið vel saman, rædd-
um um heima og geima, snæddum
góðan mat, dönsuðum uppi á
borðum á grískum veitingastað í
London og urðum vinir fyrir lífs-
tíð. Á þá vináttu bar aldrei
skugga. Til að gera langa sögu
stutta; húsgagnalínan varð að
veruleika, vörunúmerin urðu
mörg hundruð, auglýsingagögnin
voru stórglæsileg og vörurnar
seldust vel, svo þetta gekk upp.
Þetta var risaverkefni og upphaf-
ið að því ég hannaði áfram hús-
gögn fyrir fyrirtæki Ásgeirs í rúm
tuttugu ár.
Sérstakur eiginleiki Ásgeirs
var að hann treysti samstarfsfólki
sínu. Draumur hvers hönnuðar
Ásgeir
Guðmundsson
✝
Ásgeir J. Guð-
mundsson
fæddist 9. febrúar
1935. Hann lést 10.
maí 2022.
Útför Ásgeirs
fór fram 19. maí
2022.
hlýtur að vera að
vinna með slíkum
manni, að finna að
honum er treyst
jafnvel þó lausnin
sem lögð er fyrir
virðist stinga í stúf
við gildandi hefðir.
Minn draumur
rættist í samstarf-
inu við Ásgeir og
það lifir ætíð með
mér setningin hans:
„Ef þú telur að þetta eigi að vera
svona, Sturla minn, þá reynum
við það.“ Hún gaf ungum hönnuði
byr undir báða vængi til að taka
óhindrað flugið. Ásgeir skildi að í
framsækinni vöruþróun þarf að
fara á vit hins óþekkta, treysta á
innsæi hvers og eins og styrk
heildarinnar. Hann skildi að
stundum þarf að hugsa allt upp á
nýtt. Hann skildi að hönnun og
handverk heyra saman en líka að
það þarf að vanda til svo að úr
verði eitthvað nýtt og spennandi.
Þetta sést vel þegar litið er yfir
feril Ásgeirs í húsgagnafram-
leiðslu, húsbyggingum og hverju
því sem hann kom að.
Ég held að við Ásgeir höfum
strax í upphafi samstarfs okkar
gert okkur grein fyrir að við
þyrftum að gæta þess að skilja
alltaf sáttir frá málum sem vörð-
uðu verkefni og okkur varð sjald-
an sundurorða. Þegar þurfti að
reka á eftir mér, sem kom oft fyr-
ir, þá gerði hann það af nærgætni
en af festu. Hann átti auðvelt með
að skilja á milli vinnu og vináttu, í
vinnunni vann maður verkin sín
en í vináttunni skemmti maður
sér saman. Það kom að því að
leiðir okkar í vinnu skildi en við
hættum aldrei að hittast og eiga
góða stund saman yfir smörre-
brauði á Jómfrúnni. Að lokum
þökkum við Steinunn fyrir
ógleymanlegar stundir sem við
áttum með Ásgeiri, Maju og fjöl-
skyldu þeirra sem við sendum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Sturla Már Jónsson,
húsgagna- og
innanhússarkitekt.
Þegar ég réðst til
Rafmangsveitu
Reykjavíkur sem
starfsmannastjóri
1988 var mér ljóst að sterk
menning var meðal starfsmanna
með góðum stuðningi fyrirtækis-
ins. Gróðursetningar á Úlfljóts-
vatni, rekstur félagsheimilis og
sumarhúsa, sumarferðir fyrrver-
andi starfsmanna og útgáfa
starfsmannablaðsins Línunnar,
en þar var Guðmundur Egilsson
ritstjóri. Hann lagði sig fram um
að eiga viðtöl við starfsmenn og
halda uppi sögu fyrirtækisins,
sem hann unni mjög. Vegna
þessa mikla áhuga á sögutengdu
efni og áhuga hans hafði hann
ásamt nokkrum samstarfsmönn-
um sínum passað upp á að henda
ekki gömlum verkfærum, áhöld-
um, gömlum skrifstofubúnaði og
fleiru. Safn hafði orðið til í ár-
anna rás, sem þessir menn höfðu
lagt til hliðar í þeirri von að
minjasafn yrði að veruleika.
Minjasafnið varð til 1990 við
Rafstöðvarveg í Elliðaárdal,
Guðmundur
Knútur Egilsson
✝
Guðmundur
Knútur Eg-
ilsson fæddist 15.
október 1928. Hann
lést 29. apríl 2022.
Guðmundur var
jarðsunginn 13.
maí 2022.
gegnt gömlu Elliða-
árstöðinni, þar sem
Reykvíkingum var
séð fyrir raforku
frá árinu 1921. Þeg-
ar safnið tók til
starfa var því eink-
um ætlað að gera
sögu rafvæðingar
höfuðborgarsvæðis-
ins skil, en með
stofnun Orkuveitu
Reykjavíkur árið
1999 var ákveðið að safnið skyldi
einnig fjalla um sögu vatns- og
hitaveitumála. Minjasafnið var í
senn byggðasögusafn og eitt
fárra tækniminjasafna landsins.
Þarna hafði draumur Guðmund-
ar Egilssonar ræst. Með áhuga
og dugnaði lagði hann mikið til
þessa safns, sem var því miður
lokað 2010, en þá var Guðmund-
ur hættur störfum við safnið og
kominn á önnur mið við skrán-
ingu sögu ættar sinnar. Kynni
mín af Guðmundi Egilssyni voru
þannig að hann gat verið glett-
inn þótt stutt væri í alvöruna.
Hann hafði alltaf næg verkefni
hvort sem var innan eða utan
sinnar vinnu. Þá bar hann ávallt
hag fjölskyldu sinnar fyrir
brjósti.
Blessuð sé minning Guð-
mundar Egilssonar.
Guðjón
Magnússon.