Morgunblaðið - 24.05.2022, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022
Skrifstofa lögmannsstofunnar Lögmál
ehf., Skólavörðustíg 12, Reykjavík,
er lokuð eftir hádegi í dag,
þriðjudaginn 24. maí 2022, vegna
útfarar Magnúsar Guðlaugssonar,
hæstaréttarlögmanns
Lögmál ehf. | Skólavörðustíg 12, Reykjavík | sími 511 2000 | logmal.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Lagning nýs sæstrengs milli Íslands
og Írlands hófst í gærmorgun. Hefur
hann fengið nafnið Íris.
Strengurinn er í eigu Farice ehf.,
félags sem er í fullri eigu ríkisins. Fé-
lagið hefur síðustu ár undirbúið lagn-
ingu nýja strengsins. Með honum er
nokkurn veginn tryggt að landið
verði aldrei sambandslaust. Hinn al-
menni netnotandi mun þó varla verða
breytinga var. Fyrir eru tveir fjar-
skiptastrengir, Farice 1, sem liggur
til Skotlands með tengingu við Fær-
eyjar, og Danice sem liggur til Dan-
merkur.
Gert er ráð fyrir að strengurinn
verði tilbúinn til notkunar fyrir árslok.
Sjö milljarðar
Þorvarður Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Farice, segir meg-
inástæðuna fyrir lagningu nýs sæ-
strengs til Írlands vera að auka
fjarskiptaöryggi Íslands. Öryggið
aukist tífalt, út frá líkindafræðilegum
útreikningi, með þriðja strengnum.
Lagning sæstrengsins kostar um 50
milljónir evra, sem nemur tæpum sjö
milljörðum íslenskra króna. Starf-
semin er fjármögnuð af ríkissjóði
með hlutafjáraukningu til Farice.
Að sögn Þorvarðar er um öflugri
streng að ræða heldur en fyrri tvo.
Mun það hafa góð áhrif fyrir
gagnaverin hérlendis.
Viðskiptatækifæri felist í því að
nýta þau gæði sem Ísland býður upp
á. Það sé gert með því að nýta hreina
og græna orku og svalt loftslag, sem
henti einmitt vel til að vinna gögn.
Tekur Þorvarður þó fram að þetta sé
aðeins aukaafurð en ekki ástæðan
fyrir því að sæstrengurinn sé lagður.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sæstrengur Vinnuvélar voru mættar í Hafnarvík við Þorlákshöfn en úti fyrir ströndu var svo kaplaskipið Durable.
Lagning Írisar hafin og
fjarskiptaöryggi tryggt
- Nýr sæstrengur milli Íslands og Írlands - Tíföld aukning
á fjarskiptaöryggi - Viðskiptatækifæri í gagnaverum
Fagmenn Steinar Daníelsson, Örn Jónsson og Örn Orrason frá Farice.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra telur mikilvægt að stjórnvöld
kynni sér hvort önnur Evrópuríki
sendi flóttafólk til Grikklands, miðað
við aðstæður þar, áður en íslensk
stjórnvöld gera svo. Jón Gunnars-
son dómsmálaráðherra segir að
ráðuneytið afli sér nú upplýsinga um
brottvísanir til Grikklands. Honum
er þó kunnugt um að Evrópuríki,
þar á meðal Norðurlönd, sendi
flóttafólk til Grikklands. Senda á á
þriðja hundrað umsækjenda um al-
þjóðlega vernd úr landi. Þar af verða
80 sendir til Grikklands. Þessi fjöldi
stafar meðal annars af því að sótt-
varnarreglur hafa breyst þar í landi.
Hafa því margir getað dvalið á Ís-
landi með því að neita að fara í PCR-
próf, þar til nú. Heitar umræður
sköpuðust um brottvísanirnar í
þinginu í gær.
Er það rétt að fólki sem vill vinna
hér og starfa sé vísað úr landi?
„Verndarkerfið byggist ekki á
slíku. Flóttamannakerfið og vernd-
arkerfið snýr að því að veita fólki
vernd, þar sem því er bráð hætta bú-
in í því landi sem það kemur frá,“
segir hann en áhættan sé mismikil
og það sé metið í hverju máli fyrir
sig. „Hitt snýr að því að opna landa-
mærin meira fyrir fólki sem er utan
EES-svæðisins og vill koma hingað
að vinna. Það er í stefnu Sjálfstæð-
isflokksins að gera það. En það er
ekki á mínu málefnasviði, sem snýst
um að veita hér búseturétt og dval-
arrétt. Það er á hendi félagsmálaráð-
herra að koma með frumvarp um það
inn í þingið. Við höfum lagt á það
áherslu að þetta sé opnað meira og
reglurnar hafa verið unnar í nánu
samstarfi við verkalýðshreyf-
inguna,“ segir hann. Segir Jón að
lífskjör fólks séu víðast hvar lakari
en á Íslandi og nú megi sjá ofboðs-
lega fjölgun á meðal umsækjenda
um alþjóðlega vernd.
„Við erum í raun og veru í þessu
frumvarpi, sem er nú til umræðu, að
reyna að samræma regluverk okkar
við það sem gengur og gerist í ná-
grannaríkjunum,“ segir hann og
bætir við að Ísland gangi ekki jafn-
langt og þeir sem ganga lengst í
þessum efnum.
Meirihluti umsækjendanna, sem á
að senda úr landi, hefur þegar fengið
vernd í öðru Evrópuríki, að því er
fram kom í erindi Katrínar. Þegar
Logi Einarsson, formaður Samfylk-
ingar, spurði Katrínu út í stefnu
stjórnvalda í málefnum hælisleit-
enda, sagði Katrín:
„En af því að háttvirtur þingmað-
ur spyr um orð mín um heildar-
stefnumótun, þá vil ég bara benda á
að mér hefur þótt skorta á hana, og
þykir enn, – eftir að hafa komið okk-
ur saman um lög um málefni útlend-
inga sem voru samþykkt í mikilli
sátt. Við höfum hins vegar reglulega
brugðist við ýmissi þeirri gagnrýni
sem hefur komið upp, m.a. með
breytingum á málsmeðferðartíma og
fleiru. Við gerum atlögu að því að
móta okkur einhverja stefnu sem
byggist á þessum lögum. Ég veit að
hæstvirtur félags- og vinnumarkaðs-
ráðherra er að undirbúa slíka stefnu-
mótun og það er ljóst að ekki hefur
ríkt full sátt um framkvæmd þessara
laga,“ sagði Katrín í lokin.
Kannar brottvísanir til Grikklands
- Dómsmálaráðuneytið aflar upplýsinga um brottvísanir til Grikklands - Málefni fólks utan EES sem
vill vinna á Íslandi á könnu félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins- Ráðuneytið undirbýr stefnumótun
Morgunblaðið/Eggert
Ólga Heitar umræður hafa skapast um hælisleitendamál að undanförnu.
Langflestir strákar á öllum skóla-
stigum spila tölvuleiki þó þeim
fækki aðeins með aldri, eða úr 99
prósentum í barnaskóla niður í 91
prósent á framhaldsskólastigi.
Meðal stelpna eru hlutfallslega
flestar sem spila tölvuleiki í 4. til 7.
bekk, eða 80 prósent, en á ung-
linga- og framhaldsskólastigi fækk-
ar þeim um rúmlega 20 prósentu-
stig. Þetta kemur fram í könnun
sem Fjölmiðlanefnd fékk Mennta-
vísindastofnun Háskóla Íslands til
að framkvæma á vormánuðum
2021. Á bilinu sjö til átta af hverjum
tíu strákum telja að tölvuleikir bæti
enskukunnáttu þeirra. Heldur
færri stelpur telja að tölvuleikir
bæti kunnáttu þeirra í ensku. Hlut-
föllin haldast nokkuð stöðug yfir öll
skólastigin Af þeim sem spila tölvu-
leiki segjast 4 til 5 af hverjum 10
strákum eyða miklum tíma í tölvu-
leikjaspilun. Hlutfall stelpna sem
telja sig eyða miklum tíma í tölvu-
leikjaspilun er mun lægra.
Um helmingur stráka í 4.-7. bekk
hefur spilað tölvuleiki með 18 ára
aldurstakmarki.
Mun færri stelpur hafa spilað
tölvuleiki með 18 ára aldurs-
takmarki.
Fleiri stelpur hætta að spila eftir 7. bekk
Morgunblaðið/Eggert
Leikir Stúlkur hætta fyrr að spila tölvuleiki.
Þrír hlutu kjör sem aðalmenn í
stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins til
þriggja ára í gærkvöldi á ársfundi
sjóðsins, sem fram fór í höfuð-
stöðvum Arion banka í Borgar-
túni.
Kjörið fór fram rafrænt og gátu
sjóðsfélagar ýmist mætt á staðinn
eða fylgst með honum í vef-
streymi.
Elín Þórðardóttir hlaut flest at-
kvæði í stjórn lífeyrissjóðsins,
með alls 28,1 prósent atkvæða.
Þá hlaut Elías Jónatansson
einnig kjör í stjórn með 26,3 pró-
sent atkvæða og Jón Guðni Krist-
jánsson sömuleiðis með 23,1 pró-
sent atkvæða. Þau hafa öll áður
setið í stjórn sjóðsins.
Aðrir sem buðu sig fram en
hlutu ekki kjör voru Sveinbjörg
Birna Sveinbjörnsdóttir með 8,1
prósent atkvæða og Yngi Harðar-
son með 14,4 prósent atkvæða.
Engin atkvæði voru auð eða
ógild.
Þrjú framboð bárust í vara-
stjórn sjóðsins og voru Haraldur
Pálsson, Lilja Bjarnadóttir og
Sigurður H. Ingimarsson sjálf-
kjörin í hana.
Fyrir fundinum lágu einnig til-
lögur að smávægilegum breyt-
ingum á samþykktum sjóðsins.
Þrír kjörnir í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins