Morgunblaðið - 24.05.2022, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.05.2022, Qupperneq 4
Morgublaðið/Sigurður Bogi Vísindastarf Rannsóknir við Sandvatn á Biskupstungnaafrétti síðasta sum- ar. Jarlhettur í bakgrunni. Þessi er staður er skammt frá Langjökli og rétt fyrir innan hálendisbrúnina og allra efstu bæina í Biskupstungum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vísindamenn frá NASA, geimvís- indastofnun Bandaríkjanna, stefna á rannsóknir á Apavatni í Grímsnesi í næsta mánuði. Verkefnið er framhald af starfi þeirra síðasta sumar við Sand- vatn á Biskups- tungnaafrétti, en vísbendingar eru um að náttúra og jarðmyndanir þar hafi að einhverju marki tilsvörun við aðstæður á Mars. Sem kunnugt er hafa á síðustu árum ómönnuð könnunarför farið í rannsóknarskyni á hinn fjarlæga hnött, þar sem ætlað er að fyrir hugsanlega milljónum ára hafi verið ár, ósar og stöðuvötn á víðfeðmum söndum. Kanna ummerki en þurfa samanburð Geimjeppinn Þrautseigja og drón- inn Hugvit, sem fóru til Mars á síð- asta ári, höfðu það hlutverk að finna ummerki þess lífs sem kann að hafa verið á rauðu plánetunni. Til að glöggva sig betur á málum þarf hins vegar samanburð við aðstæður á jörðinni. Þar hefur Sandvatn þótt henta vel. „Apavatn passar líka inn í þessa rannsókn nú því þar er innstreymi af heitu vatni. NASA var einmitt að leita að slíku,“ segir Gunnar Guð- jónsson hjá fyrirtækinu Iceland Space Agency. Líkt og á síðasta ári við Sandvatn hefur hann með hönd- um ýmsa þjónustu við vísindamenn- ina – sem koma til landsins miðjan júní og verða hér út mánuðinn. Alls verða 18 vísindamenn í hópnum og munu þeir hafa aðsetur á Kjóa- stöðum í Biskupstungum. Sá staður er því sem næst mitt á milli Sand- vatns og Apavatns og hentar því vel. „Vegna rannsókna verður farið með pramma út á Apavatn til borana og sýnatöku. Þetta er heilmikið fyrir- tæki og fyrirhöfn,“ segir Gunnar Guð- jónsson sem hefur allmikla reynslu af verkefnum af þessum toga. Hjá NASA er verkefnum sem þess- um gjarnan gefin þrjú ár. Fyrstu tvö árin eru sýni tekin og mælingar gerð- ar. Myndir teknar og aflað gagna sem síðan fara til úrvinnslu í rannsóknar- stöð í Houston í Texas. Allt þetta þarf að gerast eftir kúnstarinnar reglum – og vísinda- starfið nú krefjast leyfa frá íslenskum stofnunum og landeigendum. Einnig sveitarfélaginu Bláskógabyggð, en innan landamæra þess eru rannsókn- arstaðir þeir sem fyrr eru nefndir hér. Geimrannsóknir í Grímsnesinu - Vísindamenn NASA verða á Íslandi í sumar - Samanburður við Mars - Heitt innstreymi í Apavatn vekur athygli - Mælingar og sýnatökur - Framhald frá fyrra ári - Sýnin send til Houston í Texas Morgunblaðið/Sigurður Bogi Apavatn Prammi verður settur út á vatnið og sýna þannig aflað. Á mynd- inni sést Skógarnes, hvar eru orlofsbústaðir Rafiðnaðarsambands Íslands. Gunnar Guðjónsson 4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: Hvítur, svartur að innan. Stór sóllúga, bakkmyndavél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, Apple Carplay, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, lane-keeping system, heithúðaður pallur o. fl. o.fl. 3,5 L V6 Ecoboost 10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb- ft of torque, 20” álfelgur 2021 Ford F-150 Platinum Litur: Hvítur/ Svartur að innan (nappa leather) Æðislegur fjölskyldubíll, hlaðinn búnaði. 7 manna bíll,Hybrid Bensín, Sjálfskiptur, 360° mynda- vélar, Collision alert system, Harman/Kardon hljómkerfi, Tölvuskjáir í aftursæti VERÐ aðeins 10.390.000 m.vsk 2022 Chrysler Pacifica Hybrid Limited VERÐ frá 18.500.000 m.vsk Litur: Svartur/ svartur að innan. 10 gíra skipting, auto track millikassi, sóllúga, heithúðaður pallur, rafmagns opnun og lokun á pallhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. High Country Deluxe pakki. 2022 Chevrolet High Country VERÐ 15.890.000 m.vsk Sigurður Ægisson sae@sae.is „Sjaldséðir eru hvítir hrafnar,“ segir máltækið. Hið sama á raunar við um aðrar fuglategundir líka, eins og til dæmis þennan alhvíta hrossagauk, sem paraður er eðlilega litum fugli, brúndröfnóttum á meðfylgjandi mynd, sem tekin var í fyrradag á ónefnum stað á Norðurlandi. Svona litarafbrigði kemur til vegna þess að fuglinn er ekki fær um að mynda lit- arefnið melanín. Íslenski hrossagaukurinn er að mestu leyti farfugl og er að koma til landsins um mánaðamótin mars/ apríl. Kjörlendið er margs konar votlendi en einnig grasi vaxnar heið- ar, kjarrlendi og rjóður birkiskóga. Útungun tekur 18–20 daga og sér kvenfuglinn einn um áleguna. Ung- arnir eru hreiðurfælnir en þó áfram mataðir næstu tvær vikurnar. Oftast skipta foreldrin þeim svo með sér tveimur og tveimur, og fara hvort sína leið. Ungarnir verða fleygir 19– 20 daga gamlir og kynþroska 1–2 ára. Í september og október er svo haldið af landi brott. Endurheimtur hrossagauka, sem merktir voru hér, benda til að megnið af íslensku fugl- unum dvelji á Írlandi á veturna. Ár- lega hafa þó nokkrir fuglar hér vet- ursetu, einkum við skurði, kalda- vermsl, volgrur og annars staðar þar sem einhver ætisvon er. Merkilegt þykir að hvíti hrossa- gaukurinn skuli enn vera á lífi, því að hér er um fullorðinn fugl að ræða og þetta er ekki beint hentugasti lit- urinn til að dyljast í vor-, sumar- og haustkjörlendi tegundarinnar, með sveimandi ránfuglum um allt, eða þá erlendis á veturna. Því hefur sú spurning vaknað hvort þetta kunni að vera einn af fuglunum sem þreyja hér myrkasta skammdegið. Hitt er svo annað, að þessir fuglar eru snar- ir í snúningum, fljúga með óráðinni flugstefnu, í hlykkjum og krókum, og því er ekki hlaupið að því að ná þeim, svo að vel getur verið að þann- ig sé einfaldlega um hnútana búið, ásamt slatta af heppni. Hefur sést víða áður Allt að einu hafa hvítir hrossa- gaukar sést hér á landi áður, þ.á.m. í Mjóadal í Húnaþingi (sumarið 1953), á ótilgreindum stað á Vestfjörðum (1960), á Snæfellsnesi (1960), að Stóru-Hámundarstöðum á Árskógs- strönd við Eyjafjörð (á milli 1960 og 1970), á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal (sumarið 1989), í Suður-Þingeyj- arsýslu, þar af á Tjörnesi fyrir um áratug og á Grenjaðarstaðatorfunni í Aðaldal fyrir nokkrum árum, í Skagafirði (í maí 2021) og í Vest- mannaeyjum (vorið 2007, sumarið 1997 og haustin 1999, 2014 og 2018). Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hreiðurgerð Hrossagaukshjónin voru í óðaönn að undirbúa varp og tekst vonandi að koma ungum á legg. Alhvítur hrossagaukur und- irbýr varp á Norðurlandi - Fuglinn ekki fær um að mynda litarefnið melanín

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.