Morgunblaðið - 24.05.2022, Side 6

Morgunblaðið - 24.05.2022, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að við sluppum bæði við mikil frost og saltbruna,“ segir Ólafur. Bóka þarf tíma á golfvöllum með fyrirvara og segir Ólafur að baráttan um rástímana sé þrátt fyrir allt held- ur rólegri í ár en til dæmis í fyrra. Hann skýrir það einkum með utan- landsferðum landsmanna, sem marg- ir hafi farið í golfferðir á þessu vori eftir að minna hafi verið um slíkt síð- ustu ár vegna heimsfaraldursins. Auk þess sé enn maímánuður og sumar- leyfi almennt ekki byrjuð. Fyrri hluta dags hafi vaktavinnufólk og þeir sem eru hættir að vinna verið áberandi á völlum Keilis. Síðdegis hafi fljótt bókast í alla rástíma. „Til þessa hefur ekki dottið niður dagur hjá okkur og sumarið lítur sannarlega vel út,“ segir Ólafur Þór. aij@mbl.is manna mót hjá Keili á laugardag og í blíðunni á sunnudag fóru um 400 manns í gegn á Hvaleyrarvelli og allir rástímar voru bókaðir. Að auki áætlar Ólaf- ur að hátt í 200 manns hafi spilað á Sveinskotsvelli, sem er níu holu völlur á Hvaleyrinni. Rólegri barátta um golftíma „Ég veit ekki annað en að sömu sögu sé að segja af öðrum golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu; vellirnir í góðu ástandi og miklar annir. Í vetur voru suðaustanáttir algengar, sem er gott fyrir golfvellina á þessu svæði og Sveifla hefur verið á kylfingum í upp- hafi golfvertíðar og annir á golf- völlum á höfuðborgarsvæðinu. Iðk- endum í golfi hefur fjölgað með hverju árinu og eru þeir á öllum aldri. Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmda- stjóri Keilis í Hafnarfirði, segir að Hvaleyrarvöllur hafi sjaldan komið jafn vel undan vetri og í ár og gras- gróður sé langt á undan því sem ger- ist í meðalsumri. „Sumarið fer af stað með sprengju,“ segir Ólafur. Mikið hafi verið að gera frá fyrsta degi, en Hval- eyrarvöllur var opnaður með sumar- flötum 9. maí. Fyrst í stað hafi verið kalt í lofti, en það hafi ekki dregið úr áhuga kylfinga, sem marga hafi verið farið að lengja eftir því að komast í golf eftir leiðinlegan vetur. Um helgina hafi verið uppselt í 180 Morgunblaðið/Hákon Golf Horft á eftir kúlunni á fyrsta teig í Grafarholti í gær.Veðurblíðan hefur glatt kylfinga eins og aðra síðustu daga. Sveifla á kylfingum í upphafi golfvertíðar - Vellir koma vel undan vetri - Annir frá fyrsta degi Ólafur Þór Ágústsson Endurtalning atkvæða fer fram í dag, þriðjudag, í Tálknafjarðar- hreppi en beiðni um það barst kjör- stjórn eftir að hlutkesti var varpað um fimmta sæti aðalmanns þar sem tveir einstaklingar fengu jafn mörg atkvæði. Í Tálknafjarðarhreppi fóru fram óbundnar kosningar til sveitar- stjórnar og var kjörsókn 73%. Á kjörskrá voru 189 og alls greiddu því 138 atkvæði. Hlutkestið féll Jóni Inga Jónssyni í vil sem varð þar með að fimmta aðalmanni. Pálína Kristín Hermannsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar á Tálknafirði, segir að fram hafi komið beiðni um endurtalningu, sem kjörstjórn mun verða við. End- urtalning fer sem fyrr segir í dag. Spurð um þá aðferð sem var við- höfð til að skera úr um úrslitin seg- ir hún hlutkestið hafa verið löglegt. „Þetta er bara samkvæmt lögum. Ef atkvæði standa jafnt þá er eig- inlega alltaf hlutkesti. Þannig greina lögin það og við fórum bara eftir fyrirmælum í því.“ Forvitnilegt verður að sjá hvort endurtalning muni leiða til annarar niðurstöðu á röð fimm efstu manna sveitarstjórn Tálknafjarðar kom- andi kjörtímabil. Atkvæði í Tálkna- firði endurtalin - Hlutkesti réð um fimmta mann Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Tálknafjörður Hér er hlutkesti kastað í kjölfar kosninganna. Ný stjórn var kjörin á aðalfundi FKA Framtíðar á dögunum. FKA Framtíð er deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu fyrir konur sem vilja vaxa og ná lengra í ís- lensku atvinnulífi. „Það er mikilvægt að skapa þannig andrúmsloft að konur geti stutt hver aðra, deilt ráðum og reynslusögum og verið þannig kon- um bestar í stað þess að líta hver á aðra sem samkeppni eða ógn. Sam- an erum við sterkari,“ segir Thelma Kristín Kvaran, nýskipaður formaður deildarinnar. Nýja stjórn FKA Framtíðar skipa Anna Björk Árnadóttir, Árdís Ethel Hrafns- dóttir, Bergrún Lilja Sigurjóns- dóttir, Karlotta Halldórsdóttir, Sig- ríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir, Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir og Thelma Kristín Kvaran. Kosið í nýja stjórn FKA Framtíðar FKA Ný stjórn FKA Framtíðar sem kosin var nýverið á aðalfundi FKA. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Aðalvalkostur Vegagerðarinnar í umhverfismatsskýrslu vegna Fjarð- arheiðarganga er að vegurinn úr göngunum fari suður fyrir þéttbýlið á Egilsstöðum en hvorki í gegnum það né norður fyrir. Sömuleiðis er aðalvalkostur við tengingu Seyðis- fjarðarmegin ný veglína, sem hefur það í för með sér að færa þarf golf- völl Seyðfirðinga. Vegagerðin hefur lagt fram um- hverfismatsskýrslu vegna fram- kvæmda við Fjarðarheiðargöng, að loknum athugunum í umhverfismati. Allir geta veitt umsögn um efni skýrslunnar en það þarf að gera fyr- ir 5. júlí. Fjarðarheiðargöng hafa lengi ver- ið í umræðunni og eru sá kostur sem næstur er á dagskrá. Göngin verða 13,3 km að lengd og stofnkostnaður er áætlaður 41 milljarður, miðað við verðlag í desember sl. Auki þess þarf að leggja vegi beggja vegna og kost- ar það að minnsta kosti 4,3 milljarða til viðbótar, eftir því hvaða leið verð- ur farin. Þrír valkostir voru skoðaðir við tengingu ganganna við hringveginn Héraðsmegin. Með norðurleið yrði vegurinn færður norður fyrir Egils- staði. Þarf 10 km af nýjum vegum og tvær brýr á Eyvindará. Með miðleið verður nýr hringvegur færður til á 3,1 km kafla en fer eigi að síður um þéttbýlið á Egilsstöðum, eins og nú er. Suðurleið fylgir miðleið frá jarð- göngum en sveigir síðan suður fyrir þéttbýlið að nýjum vegamótum. Líkt og á miðleið þarf nýja 110 metra brú á Eyvindará og nokkra vegagerð en þó minni en við norðurleið. Meira umferðaröryggi Í rökstuðningi fyrir vali á suður- leið kemur fram að sú leið og miðleið komi betur út en norðurleið hvað varðar umferðaröryggi, kostnað, þjóðhagslegan ávinning og áhrif á náttúrufar, landnotkun og fornleifar. Þar sem sker helst úr um samfélags- leg áhrif koma suðurleið og norður- leið betur út en miðleið. Vegagerðin telur því mestan ávinning koma fram með suðurleið. Þessi niðurstaða er í samræmi við vilja meirihluta sveit- arstjórnar en málið verður tekið bet- ur fyrir að kynningu lokinni. Seyðisfjarðarmegin ræður mestu að valkostur um nýja veglínu er tal- inn öruggari vegna minni bratta en fengist með lagfæringu á núverandi vegstæði. Hins vegar leiðir það til þess að færa þarf golfvöll Golfklúbbs Seyðisfjarðar. Farið suður fyrir þéttbýlið - Vegagerðin velur suðurleið við tengingu Fjarðarheiðarganga við hringveginn á Fljótsdalshéraði - Með því fæst meiri ávinningur en með miðleið eða norðurleið 1 1 93 93 94 95 EGILSSTAÐIR Hrin gveg ur Hri ngv egu r Reyðarfjörður Borgarfjörður Fe lla bæ r S ey ði s- fj ör ðu r K o rt ag ru n n u r: O p en S tr ee tM ap Suðurleið Miðleið Norðurleið Lagarfljót Möguleg vegtenging Fjarðarheiðarganga Tillaga um þrjár leiðir við Egilsstaði Þrír valkostir við tengingu vegarins Norðurleið Miðleið Suðurleið Fjarðarheiðargöng

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.