Morgunblaðið - 24.05.2022, Side 8

Morgunblaðið - 24.05.2022, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022 Ekki er hægt að búa forseta Bandaríkjanna undir allar spurningar fréttamanna á erlendri grund, nái þeir óvænt að skjóta á hann spurningu, sem er sjaldgæft í tilviki núverandi forseta. - - - Biden er í síðbú- inni ferð í Asíu og var í Japan spurður hvort Bandaríkin myndu grípa til varna gerði Kína innrás í Taív- an. Þessi spurning var ein þeirra allra fyrirsjáanlegustu. - - - ’’ Já,“ svaraði Biden. Frétta- maðurinn virtist undrandi og ítrek- aði hvort rétt væri skilið. Biden ítrekaði að þetta væri skuldbinding Bandaríkjanna. - - - Hinum megin á hnettinum ruku nafnlausir stjórnendur Bidens í Hvíta húsinu til og „stað- festu!“ svar forsetans en með skýr- ingum sem gerðu það að engu! Þetta er orðið algengt og veikir mjög stöðu forsetans. - - - Áhrifamenn í flokki repúblikana, eins og Newt Gingrich, fyrr- um áhrifamikill leiðtogi fulltrúa- deildar þingsins, taldi Biden hafa svarað spurningunni eðlilega og rétt, en sagði óðagot og leiðrétt- ingar skósveina hans í órafjarlægð veikja Bandaríkin og rugla banda- menn þeirra í löndunum sem forset- inn heimsækir. - - - Talsmenn Kínastjórnar voru óhressir með svar Bidens en skipuðu sér í lið handlangaranna í Hvíta húsinu er leiðréttingin kom. Traustið vex seint með slíkum skrípaleik sem er of algengur. Biden í Tókýó. Enn leiðréttir Baldur Konna STAKSTEINAR Konni Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Flóttafólki sem dvelur á Hótel Sögu verður vísað í önnur úrræði innan viku. Ágætlega gengur að koma fólk- inu í ný úrræði, að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, aðgerðastjóra teym- is um móttöku flóttafólks frá Úkra- ínu. Framtak Háskólans á Bifröst er meðal úrræðanna en þar verður 150 flóttamönnum boðið húsnæði. „Margt af fólkinu var komið með húsnæði sjálft og öðrum bauðst að flytja til dæmis á Bifröst,“ segir hann. „Þetta er þannig að við höfum til dæmis húsnæði eins og Bifröst upp á að bjóða en ef fólk þiggur það ekki, þá er það undir því sjálfu komið að finna sér húsnæði á meðan það er í okkar umsjón og áður en það fer yfir til sveitarfélaganna.“ Spurður hvort margir séu enn á Hótel Sögu svarar Gylfi játandi. „Það er tölu- verður fjöldi eftir en Hótel Saga er náttúrlega bara skammtímahúsnæði sem við notum áfram, þannig að það koma nýir einstaklingar til landsins og fara þá meðal annars þar inn.“ Hótel Saga hefur útvegað að minnsta kosti sextíu manns á flótta frá Úkraínu gististað, frá því að inn- rás Rússa hófst í febrúar. Fram- kvæmdir standa nú yfir á Hótel Sögu en ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta keyptu húsnæðið í lok síð- asta árs. Flutt frá Hótel Sögu innan viku - Ágætlega gengur að vísa flóttafólki sem dvelur á Hótel Sögu í önnur úrræði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hótel Hótel Saga er skammtíma- húsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Náttúrufræðistofnun Íslands barst nýlega fallegur trjábukkur frá Nátt- úrustofu Austurlands. Hann fannst lifandi og var talinn hafa borist með gámi. Hann tilheyrir tegund sem kallast dílabukkur (Saperda perfor- ata) og hafði aðeins einu sinni áður fundist hérlendis, þ.e. í mars 2015 í Njarðvík, skrifar Erling Ólafsson á facebook-síðu sína Heim smádýr- anna. Tegundin elst upp í viði aspar- trjáa, finnst víða í Evrópu og austur til Síberíu. „Trjábukkar eru margir hverjir með fallegustu bjöllum, sumir að auki með þeim stærstu. Þeir hafa af- ar langa og grófgerða fálmara og er nafngiftin kennd við stórhyrnda geithafra (þ.e. bukka). Engin tegund trjábukka lifir á Íslandi en margar hafa borist til landsins, einkum með innfluttum viði en lirfur þeirra alast upp inni í trjáviði,“ skrifar Erling. Breyttist í safngrip Hann var spurður á Facebook- síðunni hvað orðið hefði um trjá- bukkinn og hvort hann gæti lifað hérlendis. Í svari Erlings segir að bukkurinn hafi snúið tám upp í loft daginn eftir að hann barst og breytt stöðu sinni í safngrip. Þá þykir Er- ling ekki líklegt að bjalla þessi geti lifað hér. aij@mbl.is Fallegur og sjald- gæfur trjábukkur Ljósmynd/Erling Ólafsson Dílabukkur Stór bjalla með afar langa og grófgerða fálmara. SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 1428 Stuttbuxur 7.990 kr Stærðir 42-56 Hlýrabolur 3.490 kr Stærðir 42-60 Stuttermabolur 3.990 kr Stærðir 42-60 Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is SU KO CURVY Frábært úrval af fatnaði í stærðum 42-60 Skoðað úrvalið eða pantað í netverslun www.curvy.is Afgreiðslutímar í verslun Curvy í Hreyfilshúsinu við Grensásveg Alla virka daga frá kl. 11-18 og Laugardaga frá kl. 11-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.