Morgunblaðið - 24.05.2022, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.05.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar – tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10.00-17.30 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Brotthvarf fólks á aldrinum 18 til 24 ára úr námi er hið næst mesta hér á landi meðal Evrópuþjóða. Þetta kemur fram í nýbirtum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusam- bandsins, á brotthvarfi fólks á aldr- inum 18 til 24 ára úr námi og starfs- þjálfun, sem nær til 30 Evrópulanda. Aðeins Rúmenía nær hærra á list- anum en Íslendingar en þar er hlut- fall þeirra sem horfið hafa úr námi af heildarfjölda fólks á þessum aldri 15,3%. Annað hæsta hlutfallið er á Íslandi þar sem það var 14,4% í fyrra samkvæmt samanburði Eurostat. Meðaltalið í löndum Evrópusam- bandsins er 9,7%. Hlutfallið er einnig hátt á Spáni (13,3%), Ítalíu (12,7%), Noregi (12,3%) Búlgaríu (12,2%) og Þýska- landi (11,8%). Minnkar jafnt og þétt Í langflestum Evrópulöndum hef- ur brotthvarf úr námi og starfsþjálf- un minnkað jafnt og þétt á umliðnum áratug. Á Íslandi var brottfallið í þessum aldurshópi 22,6% á árinu 2010 og hefur því dregið töluvert úr því á seinustu tíu árum en er engu að síður enn mjög hátt í fjölþjóðlegum samanburði eins og fyrr segir. Lönd Evrópusambandsins hafa sett sér það að markmiði að hlutfall þeirra sem hverfa frá námi og starfs- þjálfun ungir að árum verði komið undir 9% á árinu 2030 og hafa 16 ESB-þjóðir þegar náð því marki. Lægst er brotthvarfið í Króatíu (2%), Slóveníu, Grikklandi og á Ír- landi (3%). Karlar í þessum árgöngum eru lík- legri en konur til að hverfa úr námi í nær öllum löndunum sem saman- burðurinn nær til en ungar konur hurfu í mun minna mæli úr námi eða starfsþjálfun en ungir karla í fyrra í flestum Evrópulöndum. Á Íslandi er mikill munur á kynjunum sam- kvæmt þessum samanburði eins og fram hefur komið í mörgum rann- sóknum á umliðnum áru. Á seinasta ári var brotthvarf meðal karla 18 til 24 ára úr námi og starfsþjálfun á Ís- landi 19,6% samkvæmt tölum Euro- stat en hlutfallið meðal kvenna var 8,9%. Hlutfallið hefur þó lækkað hjá báðum kynjum á Íslandi á umliðnum áratug en það var 26% meðal karla fyrir tíu árum síðan og 19% meðal kvenna á þessum aldri. Þessar niðurstöður eru í sam- ræmi við fyrri niðurstöður rann- sókna á brotthvarfi úr námi. Í rann- sókn á félagslegri og efnahagslegri stöðu og brotthvarfi úr framhalds- skólum, sem kynnt var á málþingi Velferðarvaktarinnar fyrr á þessu ári, kom til að mynda fram að þriðj- ungur fólks á aldrinum 20-24 ára á Íslandi hafði eingöngu lokið grunn- skólanámi á árinu 2019 samkvæmt tölum Eurostat. Var það þá einnig annað hæsta hlutfallið í Evrópu það árið. Þar kom einnig fram, eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu, að staða foreldra og viðhorf þeirra til menntunar ráða miklu um hvort börn þeirra ljúki framhaldsskóla- námi eða hverfi frá því. Einnig hafi efnaleg staða fjölskyldu nemanda talsverð áhrif á námsgengið en fé- lagsleg staða vegur þyngra en fleiri þættir hafa líka áhrif. Brottfallið næstmest á Íslandi - Á Íslandi var brotthvarf úr námi og starfsþjálfun 18 til 24 ára 14,4% í fyrra samkvæmt samanburði Eurostat - Mikill kynjamunur - Hlutfall brotthvarfs yfir tíu prósentum í 13 af 30 Evrópulöndum Brottfall í Evrópu » Brotthvarf 18 til 24 ára úr námi hefur minnkað hér á landi á seinustu árum. » Árið 2019 var hlutfallið 17,9% á Íslandi en það var komið í 14,4% í fyrra sam- kvæmt Eurostat. » Meðaltalshlutfall þeirra sem hurfu úr námi í löndum Evr- ópusambandsins fór fyrst nið- ur fyrir 10% á árinu 2020. » Í 13 af 30 Evrópulöndum var hlutfall 18 til 24 ára sem voru hvorki í námi né starfsþjálfun yfir 10% af heildarfjölda í þessum árgöngum. » Á öðrum Norðurlöndum var brotthvarf í fyrra 9,8% í Dan- mörku, 8,2% í Finnlandi, 8,4% í Svíþjóð og 12,3% í Noregi.Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nemendur Dregið hefur úr brotthvarfi 18-24 ára úr námi. Í 17 af 30 löndum er hlutfallið undir tíu prósentum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.