Morgunblaðið - 24.05.2022, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022
Kópavogur – Smiðjuvegur 76
Akureyri – Baldursnes 6a
Selfoss – Austurvegur 69
414 1000
414 1050
414 1040
BAÐAÐU ÞIG
Í GÆÐUNUM
Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því
í gærmorgun að Bandaríkjaher
myndi koma eyjunni Taívan til varn-
ar ef Kínverjar reyndu að hertaka
hana með valdi.
Sagði Biden að kínversk stjórn-
völd væru nú þegar farin að „daðra
við hættuna,“ með síauknum ögr-
unum í garð Taívan.
Ummæli Bidens féllu í Tókýó, höf-
uðborg Japans, þar sem hann fund-
aði með Fumio Kishida, forsætisráð-
herra Japans. Þeir tveir munu í dag
funda með leiðtogum Indlands og
Ástralíu um stöðuna í Asíu og
Kyrrahafi.
Biden sagði að Bandaríkjastjórn
hefði vissulega samþykkt stefnuna
um eitt Kína, en að sú hugmynd að
Kínverjar gætu beitt hervaldi til að
sameina Kína og Taívan væri al-
gjörlega óviðeigandi, og slík innrás
myndi vera sambærileg við innrás
Rússa í Úkraínu.
Biden sagði jafnframt að refsiað-
gerðir vesturveldanna gegn Rússum
yrðu að valda „langtímakostnaði“
gegn Rússlandi, þar sem ellegar
myndi það gefa Kínverjum röng
skilaboð um þann kostnað sem inn-
rás í Taívan myndi fela í sér.
Hvíta húsið og Pentagon, varn-
armálaráðuneytið, sendu frá sér
yfirlýsingu eftir ummæli Bidens og
sögðu stefnu Bandaríkjanna gagn-
vart Taívan ekki hafa breyst.
Wang Weibin, talsmaður kín-
verska utanríkisráðuneytisins, for-
dæmdi í gær ummæli Bidens og
sagði að „enginn ætti að vanmeta
þéttan styrk, einbeittan vilja og
styrka getu kínversku þjóðarinnar“
til að verja „fullveldi sitt“.
AFP/Saul Loeb
Tókýó Joe Biden og Fumio Kishida
takast í hendur í gær eftir fundinn.
Bandaríkin muni
verja Taívan
- Kínverjar að „daðra við hættuna“
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Rússneski hermaðurinn Vadím
Shishimarín var í gær dæmdur í lífs-
tíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi, en
hann var sakaður um að hafa myrt
62 ára gamlan Úkraínumann, Oleks-
andr Sjelípov, með köldu blóði hinn
28. febrúar síðastliðinn.
Verjendur hans sögðu að hann
hefði verið neyddur til verksins og
að hann myndi áfrýja hinum þunga
dómi. Shishimarín hafði áður beðið
ekkju mannsins fyrirgefningar á
verknaði sínum. Dómurinn yfir
Shishimarín er hinn fyrsti sem fellur
vegna stríðsglæpa sem Rússar hafa
framið í innrás sinni í Úkraínu, en í
dag eru liðnir þrír mánuðir frá upp-
hafi hennar. Búist er við að fleiri
þungir dómar muni falla á næstunni,
en Úkraínumenn hafa hafið rann-
sókn á þúsundum meintra stríðs-
glæpa.
Volodimír Selenskí, forseti Úkra-
ínu, ávarpaði í gær ráðstefnuna í
Davos og hvatti þar fundargesti til
þess að halda áfram að styðja Úkra-
ínu með vopnasendingum og sagði
að skera ætti á öll viðskiptatengsl
við Rússland vegna innrásarinnar.
Sagði Selenskí að hægt hefði verið
að bjarga þúsundum mannslífa, ef
Úkraínumönnum hefði verið veitt öll
sú aðstoð sem þeir báðu um við upp-
haf innrásarinnar. Þá væri brýnt að
útvíkka refsiaðgerðir vesturveld-
anna og setja bann á olíukaup frá
Rússlandi.
Aukin hætta á hungursneyð
Augu umheimsins hafa beinst síð-
ustu daga að hafnbanni Rússa á
Úkraínu, sem komið hefur í veg fyr-
ir að Úkraínumenn geti selt korn-
og hveitibirgðir sínar úr landi. Sagði
Antonio Guterres, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, í síðustu
viku að fæðuöryggi tugmilljóna
manna væri ógnað með áframhald-
andi átökum í Úkraínu.
Rüdiger von Fritsch, sendiherra
Þýskalands í Rússlandi á árunum
2014-2019, sakaði um helgina Vla-
dimír Pútín Rússlandsforseta um að
hafa viljandi beint spjótum sínum að
matvælaframleiðslu Úkraínumanna
með það að markmiði að búa til
hungursneyð í Norður-Afríku og
Mið-Austurlöndum.
„Áætlanir Pútíns eru að eftir að
kornbirgðirnar þverra, muni hungr-
að fólk flýja þessa heimshluta og
reyna að komast til Evrópu – líkt og
þær milljónir Sýrlendinga sem flúðu
átökin þá,“ sagði von Fritsch í sam-
tali við þýska dagblaðið Tages-
spiegel. Væri það von Pútíns að hinn
nýi flóttamannastraumur myndi
grafa undan stöðugleika í Evrópu og
auka þrýstinginn þar svo að vestur-
veldin myndu gefast upp á aðgerð-
um sínum gegn Rússlandi.
Álíka mannfall og í Afganistan
Þegar rýnt er í mannfallstölur á
þessum þremur mánuðum verður að
hafa í huga að báðir stríðsaðilar hafa
verið helst til þögulir um eigin
mannfall en þeim mun áhugasamari
að birta mannfallstölur óvinarins.
Bandaríkjastjórn hefur áætlað að
Úkraínumenn hafi misst á bilinu
5.500-11.000 manns á tímabilinu frá
24. febrúar til 19. apríl og að um
18.000 manns hafi særst á sama
tíma. Eru þær tölur heldur hærri en
þær sem stjórnvöld í Kænugarði
hafa viljað viðurkenna.
Á sama tíma segja Úkraínumenn
að þeir hafi náð að fella um 29.200
manns á þeim þremur mánuðum
sem liðnir eru frá upphafi innrás-
arinnar. Vestrænir sérfræðingar í
varnarmálum hafa hins vegar sagt
að þeir áætli að mannfall Rússa sé
heldur minna og að tölur Úkraínu-
manna virðist einnig innihalda þá
sem hafi særst í átökunum.
Þannig áætlar breska varnar-
málaráðuneytið að Rússar hafi misst
rétt rúmlega 15.000 manns á þrem-
ur mánuðum. Það sé svipað mann-
fall og Sovétríkin máttu þola á tíu
árum í innrásinni í Afganistan 1979-
1989.
Sagði í yfirlýsingu breska varnar-
málaráðuneytisins að þetta mikla
mannfall Rússa væri afleiðing lé-
legrar þjálfunar, takmarkaðs stuðn-
ings úr lofti, skorts á sveigjanleika
og stjórnkerfis sem gerði það lík-
legra að mistök yrðu endurtekin.
Herkvaðning í sveitunum
En hvernig má vera að her Rússa
geti misst á bilinu 15.-30.000 manns
fallinna og særðra án þess að vax-
andi óánægju gæti á heimavígstöðv-
unum? Svarið liggur mögulega í því,
að rússneski herinn er einkum
byggður upp af mönnum sem hafa
verið kvaddir í herinn frá fátækari
sveitahéruðum Rússlands eða hér-
uðum þar sem Rússar eru ekki
helsti þjóðernishópurinn.
Mannfall í þeirra röðum er því
ólíklegra til að valda óánægju og æs-
ingi meðal fólks í helstu stórborgum
Rússlands. Hið mikla mannfall hef-
ur því ekki enn náð að vega að vin-
sældum Pútíns þar.
Ýmis teikn eru þó á lofti um að
óánægja með stríðið sé að grafa um
sig í Rússlandi. Þannig ákvað einn af
sendimönnum Rússlands hjá Sam-
einuðu þjóðunum í Genf, Boris
Bondarev, að segja starfi sínu lausu
og leita hælis á Vesturlöndum í gær.
Sagðist Bondarev hafa eytt tuttugu
árum ævi sinnar í utanríkisþjónustu
Rússlands og að hann hefði aldrei
skammast sín jafnmikið og 24. febr-
úar, daginn sem innrásin hófst.
Kallaði Bondarev innrásina ekki
bara glæp gegn úkraínsku þjóðinni,
heldur einnig þeirri rússnesku, þar
sem stríðið hefði eyðilagt allar vonir
um frjálst og öflugt samfélag í Rúss-
landi.
Fylgdu í kjölfar McDonald’s
Refsiaðgerðir vesturveldanna
hafa einnig tekið sinn toll af rúss-
nesku samfélagi. Þótt rússneska
rúblan næði í gær hærri stöðu en
fyrir upphaf innrásarinnar, var það
mat hagfræðinga að ástæður þess
mætti rekja að miklu leyti til gjald-
eyrishafta og annarra harkalegra
aðgerða rússneskra stjórnvalda sem
ætlað væri að halda gengi rúblunnar
uppi. Það myndi þó ekki ganga upp
til lengri tíma.
Á sama tíma séu teikn á lofti um
að atvinnuleysi muni aukast í Rúss-
landi í sumar, þar sem mörg fyrir-
tæki gangi hratt á birgðir og vara-
hluti, sem áður fengust frá Vestur-
löndum. Þá séu mörg vestræn fyrir-
tæki, sem áður höfðu sett starfsemi
sína á ís, nú farin að loka henni alveg
og segja upp fólki.
Nýjasta tilfelli þess var kaffihúsa-
keðjan Starbucks, sem tilkynnti í
gær að hún hygðist draga sig alfarið
frá Rússlandi. Fylgdi keðjan þar
með í kjölfar McDonald’s, sem til-
kynnti fyrir helgi að öllum veitinga-
stöðum fyrirtækisins í Rússlandi
yrði lokað varanlega.
Í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi
- Þrír mánuðir liðnir frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu - Selenskí kallar eftir fleiri vopnum og hert-
um refsiaðgerðum - Mannfall Rússa sagt álíka mikið og í innrás Sovétríkjanna í Afganistan
AFP/Fabrice Coffrini
Davos Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði Davos-ráðstefnuna í gær í gegnum fjarfundabúnað.