Morgunblaðið - 24.05.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 24.05.2022, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kosninganið- urstöður í höfuðborg- inni voru nokkuð afdráttarlausar; þar töpuðu flestir nema Framsókn- arflokkurinn undir forystu hins nýja og óreynda oddvita Einars Þorsteinssonar. Við blasir að þar voru kjósendur að svara einhverju kalli, hvort sem það var vegna dálætis á Einari og stefnu flokksins, dvínandi ánægju með aðra flokka, óbeit- ar á fráfarandi meirihluta eða vanþóknunar á þeirri stjórn- málamenningu sem þrifist hef- ur í ráðhúsinu mörg undanfarin ár og virðist síst í rénun. Helsta áherslumál Einars Þorsteinssonar í kosningabar- áttunni, sem er kjarninn í öllum ofangreindum ástæðum, var að breytinga væri þörf í borginni, ekki síst í forystu hennar, eins og hann hnykkti á í Dagmálum Morgunblaðsins og beindi þar fingri að Degi borgarstjóra. Af úrslitunum var augljóst að fyrir því var mikill hljóm- grunnur meðal kjósenda, því fráfarandi meirihluti Samfylk- ingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna kolféll, með að- eins 41% atkvæða. Samfylk- ingin, flokkur borgarstjóra og andlits meirihlutans, tapaði fimmtungi fylgis síns og tveim- ur borgarfulltrúum. Meirihluta Dags B. Eggertssonar var þó ekki aðeins afdráttarlaust hafn- að af kjósendum, heldur höfn- uðu Vinstri græn honum líka að kosningum loknum og vildu ekki taka þátt í eftirkosninga- bandalagi gamla meirihlutans. Dylst einhverjum (nema kannski Ríkisútvarpinu) að það var meginniðurstaða borgar- stjórnarkosninganna? Að meiri- hlutinn féll? Og það öðru sinni? Að Samfylkingin fékk aftur skell? Það var vafalaust huggun harmi gegn hjá Samfylking- unni, að höfuðandstæðingarnir í Sjálfstæðisflokknum töpuðu líka fylgi, einhverju minna en töpuðu samt tveimur borgar- fulltrúum. Fyrir vikið getur enginn einn flokkur gert tilkall til þess að vera kjölfestuflokkur í nýrri borgarstjórn. Engir tveir flokkar geta myndað meirihluta saman án fulltingis eins eða fleiri af smærri flokk- unum, en alls eiga átta flokkar fulltrúa í borgarstjórn. Það væri flókin staða út af fyrir sig, en hún er enn þrengri fyrir það að Píratar útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn og Sósíalistar útiloka sam- starf við auðvaldsflokkana Sjálfstæðisflokk og Viðreisn en hafa hins vegar komist að því eftir langa og þrotlausa nætur- fundi að Framsókn sé á ein- hvern hátt alls ótengd auðvalds- skipulaginu. Gamli meirihlutinn að Vinstri grænum undan- skildum ákvað aft- ur að mynda fyrr- greint eftir- kosningabandalag og fylgjast að í meirihlutamyndun til þess að gamli meirihlutinn héldi, hvað sem kjósendum fyndist. Og fyrst varadekkið hefði ekki dugað þá þyrfti bara að finna varadekk á varadekkið! Sú herkænska í ósigrinum um fyrri helgi, í bland við stjórnmál útilokunar og afkróunar, hefur gert það að verkum að hugsan- lega er í bili aðeins einn mögu- leiki eftir til þess að mynda starfhæfan meirihluta en það er að Framsókn gerist varadekk. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, hinsti borgarfulltrúi Viðreisnar, skoraði um helgina á Einar Þor- steinsson að koma til meiri- hlutaviðræðna við sig, þá nýbú- in að snúa við blaðinu frá liðinni viku um að Viðreisn gæti allt eins myndað meirihluta til hægri. Ætli honum þyki auðvelt að ganga til meirihlutaviðræðna við svo trúverðugan stjórnmála- mann, til þess að lappa upp á gamla meirihlutann sem hann felldi? Og ef Einari líst svo á, þá hlýtur að vakna spurningin hvort það sé hyggilegt að sitja 13 til borðs. Ekki af hjátrú held- ur af því að 13. maðurinn í meirihlutanum er óþarfur og raunar til óþurftar, tekur frá sæti í ráðum og nefndum sem annars væru til skiptanna fyrir hina flokka slíks meirihluta. En auðvitað byggði slíkur endurnýjaður meirihluti Dags og félaga á hugsanavillu. Fram- sókn ber engin skylda til þess að mynda nýjan meirihluta úr hinum fallna meirihluta vegna þess eins að fráfarandi meiri- hluti hefur útilokað allt annað. Einar getur allt eins setið heima, sleppt því að taka sím- ann og eftirlátið borgarstjór- anum að leysa þau vandræði sem hann bjó til af slíkri kost- gæfni. Á sínum tíma lagði Dagur B. Eggertsson íslenskunni til ný- yrðið „klækjastjórnmál“ um það þegar málefnin og lýðræðið yrðu að víkja og tilgangurinn helgaði öll meðöl. Borgarbúar hafa sagt sína skoðun á þeim stjórnmálum og verkum fráfar- andi meirihluta. Einar Þor- steinsson hafnaði slíkum vinnu- brögðum í kosningabaráttunni og boðaði nýja stjórnarhætti. Nú segist hann þurfa að ræða stöðuna við „baklandið“. Í ljósi kosningaúrslita undanfarin ár er það bakland hins vegar ekki að finna á flokkskontór Fram- sóknar, heldur meðal nýrra kjósenda flokksins í Reykjavík, sem höfnuðu gallinu í borg- arstjórn og gamla meirihlut- anum, kusu breytingar og þenn- an nýja frambjóðanda. Þeir höfnuðu klækjastjórnmálum og það hlýtur Einar einnig að gera. Fallni meirihlutinn hyggst nota útilok- unarstjórnmál til að hunsa vilja kjósenda} Klækjastjórnmál N ú þegar 10 dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningum og rykið hefur aðeins fengið að setjast, er rétt að gera tilraun til að setja úrslitin í samhengi. Stjórnmálagreinendur kepptust við að lýsa þeirri skoðun sinni að Miðflokknum hefði verið veitt rothögg, að flokkurinn hefði því sem næst þurrkast út í kosningunum. Hefðu þeir hins vegar gefið sér örstutta stund til að draga andann og greina þá raun- verulegu mynd sem við blasir, hefðu þeir mögulega látið frá sér athugasemdir sem eltust betur. Niðurstaðan á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar gengi Miðflokksins var vissulega von- brigði en þegar framboð eins og það sem Framsóknarflokkurinn bauð upp á tekur jafn mikið til sín og raunin varð, þá gefur auðvitað eitthvað eft- ir. Fyrir því fann Miðflokkurinn, rétt eins og Sjálfstæð- isflokkurinn. Miðflokkurinn finnur sig raunar í svipaðri stöðu og Framsóknarflokkurinn var í á höfuðborgarsvæðinu í síð- ustu kosningum, fyrir fjórum árum. Í Reykjavík, svo dæmi sé tekið, var fylgi M nú 2,4%, samanborið við 3,2% fylgi B fyrir fjórum árum síðan. Í Mosfellsbæ fékk M nú 4,9%, samanborið við 2,9% fylgi B fyrir fjórum árum. Með orð stjórnmálaskýrenda RÚV í huga, tók ég mig til og skoðaði niðurstöðu kosninganna í þeim 19 sveitar- félögum sem hafa fleiri en 3.000 íbúa. Þá kom í ljós að á landsbyggðinni teiknast upp allt önnur mynd en á höfuð- borgarsvæðinu. Í þeim sveitarfélögum þar sem M bauð fram að þessu sinni voru samtals 8 bæjarfulltrúar á liðnu kjörtímabili en niðurstaðan núna varð 6 bæjarfulltrúar. Framboð Miðflokksins náðu alls staðar inn manni þar sem boðið var fram á landsbyggðinni. Það, að fara úr 8 bæj- arfulltrúum í 6, getur varla verið merki um rot- högg eða að flokkurinn sé að þurrkast út. Að þessu sögðu er áhugavert að skoða fjölda kjörinna fulltrúa á landsbyggðinni hjá þeim flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Þar bera Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur höf- uð og herðar yfir aðra, með sinn samanlagða 200 ára líftíma, en þegar aðrir flokkar eru skoðaðir, þá stenst Miðflokkurinn vel þann samanburð. Þá er ekki tekið tillit til sameig- inlegra framboða, sem flestir, ef ekki allir flokkar taka að einhverju marki þátt í. Samfylking fær kjörna 12 fulltrúa á landsbyggð í sveit- arfélögum með yfir 3.000 íbúa, VG, flokkur forsætisráð- herra, fær 8, Miðflokkurinn fær 6, Flokkur fólksins 1 en Viðreisn og Píratar engan. Ef þetta er merki um að Mið- flokkurinn sé að þurrkast út að mati spekúlantanna þá þarf að styrkja tölulega færni í hið minnsta einni deild fé- lagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Það sem kemur auðvitað mörgum á óvart er að nú stefn- ir í að hið mikla atkvæðaflóð, sem skall á Framsóknar- flokknum, skoli Degi B. Eggertssyni inn í enn einn meiri- hlutann í Reykjavík. Miklar breytingar það. bergthorola@althingi.is Bergþór Ólason Pistill S=12, VG=8, M=6, F=1, C=0, P=0 Höfundur er þingflokksformaður Miðflokksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is R obby Mook, kosningastjóri Hillary Clinton, þegar hún bauð sig fram til Banda- ríkjaforseta 2016, bar fyr- ir rétti á föstudaginn að Clinton hefði sjálf lagt blessun sína yfir áætlun um að koma óstaðfestum ásökunum, um meint samskipti framboðs Donalds Trump við rússneska bankann Alfa Bank, á framfæri við fjölmiðla. Vitnisburður Mooks var hluti af réttarhöldum yfir lögfræðingnum Michael Sussmann, en hann hefur verið ákærður fyrir að hafa veitt bandarísku alríkislögreglunni rangar upplýsingar um hin meintu tengsl Trumps við Rússland. Réttarhöldin yfir Sussmann eru hluti af rannsókn Johns Durham, sér- staks saksóknara, á ástæðum þess að bandaríska alríkislögreglan hóf rann- sókn á meintum tengslum á milli for- setaframboðs Trumps og Rússlands árið 2016, en Durham segir að Suss- mann hafi starfað á vegum framboðs Clinton. Sussmann hefur hins vegar neitað þeim ásökunum, og lýsti hann sig saklausan af öllum ákæruatriðum við upphaf réttarhaldanna. Ekkert hæft í gögnunum Málaferlin gegn Sussmann snú- ast að miklu leyti um fund, sem hann átti við James Baker, sem þá var yfir- lögfræðingur FBI, í september 2016, þar sem Sussmann kom á framfæri upplýsingum, sem áttu að sýna dul- arfullar skeytasendingar á milli Trump-framboðsins og tölvupóst- þjóns sem tilheyrði Alfa Bank. Baker bar á fimmtudaginn í síð- ustu viku, að Sussmann hefði ekki sagt sér að hann væri að vinna fyrir framboð Clintons og að alríkis- lögreglan hefði farið öðruvísi með þær upplýsingar sem Sussmann veitti henni, hefði hann sagst vera á vegum framboðsins. Sagði Baker að alríkislögreglan hefði þá þegar verið að rannsaka hvort tengsl væru á milli Trumps og Rúss- lands og upplýsingarnar frá Sussmann hefðu virst mikilvægar í því samhengi. Baker sagði hins vegar einnig, að hann hefði ekki fundað með Sussmann, hefði hann vitað að lögfræðingurinn væri að vinna með Clinton, heldur hefði Baker beint honum annað. Alríkislögreglan kannaði svo gögnin frá Sussmann, og komst fljót- lega að þeirri niðurstöðu að ekkert væri í þeim, sem benti til þess að framboð Trumps og Alfa Bank ættu í leynilegum samskiptum. Saksóknarar í málinu lögðu fram reikninga á miðvikudaginn, sem þeir segja að sýni að Sussmann hafi rukk- að framboð Clintons um þá vinnu sem hann innti af hendi í tengslum við að koma upplýsingunum í hendur alrík- islögreglunnar. Átti ekki að fara til FBI Í vitnisburði Mooks á föstudag- inn kom fram að framboð Clintons hefði komist að ásökununum um hina leynilegu boðleið Trumps og Alfa Bank haustið 2016. Sagði Mook að hann sjálfur, John Podesta stjórn- arformaður framboðsins, Jennifer Palmieri samskiptastjóri og Jake Sul- livan, ráðgjafi og nú þjóðarörygg- isráðgjafi Bandaríkjanna, hefðu tekið ákvörðunina um að upplýsingarnar ættu að fara til fjölmiðla, jafnvel þótt þær hefðu ekki verið staðreyndar. Mook hefði svo borið þá ákvörðun undir Clinton, sem hefði samþykkt að gögnin yrðu send áfram til fjölmiðla. Mook tók hins vegar sérstaklega fram að enginn í yfirstjórn framboðs- ins hefði viljað að gögnin bærust til alríkislögreglunnar, þar sem enginn innan framboðsins hefði talið að alrík- Samþykkti að bera gögnin í fjölmiðla AFP/Robyn Beck Kappræður Donald Trump og Hillary Clinton í kappræðum haustið 2016. Clinton á að hafa heimilað að ósönnum ásökunum væri komið til fjölmiðla. islögreglunni væri treystandi eftir rannsókn hennar á tölvupóstsmáli Clintons. „Að fara til alríkislögregl- unnar er ekki mjög skilvirk leið til að koma upplýsingum á framfæri við al- menning,“ sagði Mook, „Þú gerir það í gegnum fjölmiðla, sem er ástæðan fyrir því að upplýsingunum var deilt með fjölmiðlum.“ Bandaríski vefmiðillinn Slate birti gögnin hinn 31. október 2016, eða um viku fyrir kjördag 2016. Sama dag tísti Sullivan efni greinarinnar á Twitter-síðu sinni og Clinton sjálf tók undir það tíst og sagði það kalla á frekari rannsókn. Aðrir fjölmiðlar birtu þá einnig fréttir af þessu en í greiningu Wash- ington Post 1. nóvember 2016 kom fram, að þarna væri mun líklegra að utanaðkomandi póstþjónn þriðja aðila væri að senda sjálfvirkt mark- aðsefni eða ruslpóst til póstþjóns Alfa Bank, sem sendi þá aftur sjálfvirkt til baka gögn til að staðreyna að send- andinn væri réttur. Mook var spurður þegar hann bar vitni hvort framboðið hefði kann- að ásakanirnar á einhvern hátt áður en þeim var komið á framfæri við fjöl- miðla. Sagði hann að enginn þar hefði haft næga tækniþekkingu til þess, og að von framboðsins væri að fjölmiðlar myndu rannsaka sannleiksgildið og svo taka ákvörðun um hvort rétt væri að birta þær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.