Morgunblaðið - 24.05.2022, Page 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022
Tölfræði er heillandi
fræði. Tölfræðin bygg-
ist oftar en ekki á mæl-
ingum en niður-
stöðurnar eru aðeins
vísbendingar. Það er
verst við tölfræðina að
það er hægt að segja
innihaldslausa þvælu í
búningi tölfræði.
Þannig verður töl-
fræði Óla Björns Kára-
sonar hinn 18. maí al-
gerlega innihaldslaus blekking um
dapurt kjörfylgi Sjálfstæðisflokks-
ins.
Niðurstaða Óla Björns Kárasonar
er sú að kjörfylgi Sjálfstæðis-
flokksins sé 36,65%! Það er nærri
kjörfylgi flokksins í alþingiskosn-
ingum árið 1953, en þá hlaut hann
37,1%, en það var hroðaleg niður-
staða.
Sennilega er kjörfylgi Sjálfstæð-
isflokksins meira á meðal látinna en
lifenda.
En útreikningar þingmannsins
eru algerlega marklausir. Hér er í
einni blöndu reiknað meðaltal í 37
misstórum „kjör-
dæmum“. Döpur nið-
urstaða á Akureyri hefur
sama vægi og góð nið-
urstaða í Hrunamanna-
hreppi.
Missir kjörinna full-
trúa í Hafnarfirði, Garða-
bæ, Kópavogi og Reykja-
vík er döpur staðreynd,
en stór „kjördæmi“.
Daprastur er þó 60%
missir kjörfylgis í
Reykjavík frá bestu úr-
slitum á síðustu öld.
Má ég biðja þingmanninn góða að
reikna aftur. Og taka þá tillit til mis-
munandi vægis „kjördæma“, reikna
vegið meðaltal.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason
Vilhjálmur
Bjarnason »En útreikningar
þingmannsins eru al-
gerlega marklausir. Hér
er í einni blöndu reiknað
meðaltal í 37 misstórum
„kjördæmum“.
Höfundur var alþingismaður.
Blekkingartölfræði
Fyrir síðustu sveitar-
stjórnarkosningar vakti
mikil umræða um
skipulagsmál athygli og
sama má segja um sam-
göngumál, en eins og
allir vita þá eru þau
órjúfanlegur hluti af
skipulagi, ef vel á að
vera. Í umræðu um
þessi mál urðu margir
líka til að benda á að
mistök undanfarinna
ára og áratuga í skipulagsmálum eru
nú að nauðsynjalausu farin að kosta
okkur nokkur hundruð milljarða
króna á hverju ári. Er nema von að ís-
lenskur almenningur spyrji hvernig
þetta gat gerst – á 21. öldinni? Í ræð-
um frambjóðenda var yfirleitt fá svör
að finna, en nokkrir hvöttu samt til að
þessi mál yrðu skoðuð að kosningum
loknum.
Skipulagsvísindi eru svo sem ekki
ný á Íslandi. Fyrir röskum 100 árum
vakti próf. Guðmundur Hannesson,
höfundur fyrstu íslensku skipulags-
laganna, máls á því hvað þetta væru
mikilvæg mál, bæði fyrir heilsu
manna og vellíðan og eins til að nýta
takmarkað, sameiginlegt fjármagn
sem best. Ef hagsmuna
almennings væri ekki
gætt af þar til bærum
aðilum væru allar líkur
á því að sértrúarfólk og
sterkir hagsmunaaðilar
gætu komist í þetta fé
og hliðrað málum sam-
kvæmt sínum óskum.
Auðvitað á fólki samt að
vera frjálst að trúa því
að „blágrænar ofan-
vatnslausnir“ og vernd-
un vistgerðarinnar
„starungsmýrarvist“
bjargi heiminum, en venjulegt fólk og
fyrirtæki þurfa samt líka að geta
blómstrað.
Til að koma þessari þekkingu á
framfæri hér á landi var Skipulags-
fræðingafélag Íslands stofnað árið
1985, þar sem gerðar voru álíka kröf-
ur til menntunar skipulagsfræðinga
og gerðar eru víða erlendis, auk þess
sem settar voru ákveðnar siðareglur
sem félagsmönnum var gert skylt að
hlíta, til að vernda hagsmuni almenn-
ings.
Þarna eru miklir hagsmunir í húfi,
ekki síst fyrir almenning, enda er
nauðsynlegt að gera sér sem besta
grein fyrir langtímaafleiðingum
margra flókinna ákvarðana. Víða er-
lendis var því fyrir meira en 100 árum
komið á fót þverfaglegu námi í skipu-
lagsfræðum þar sem fólk fékk grund-
vallarmenntun m.a. í sögu, lögfræði
og stjórnun, félagsfræði, hagfræði,
landafræði, umhverfisfræðum, bygg-
ingarlist og verkfræði. Undir lok síð-
ustu aldar var líka reynt að koma á
fót formlegri menntun
skipulagsfræðinga hér á landi, bæði í
Háskóla Íslands og Háskólanum í
Reykjavík, en nú er Landbúnaðar-
háskóli Íslands eina menntastofnunin
hér á landi sem kennir skipulagsfræði
til meistaraprófs.
Í flestu skipulagi skiptir líka miklu
hvernig staðið er að ákvörðunum og
hvernig mál eru búin undir ákvarð-
anir. Skipulagsfræðingar þurfa líka
aðgang að bestu fáanlegum upplýs-
ingum um það svæði sem þeir eru að
skipuleggja og ættu t.d. ekki að láta
koma sér á óvart, eins og nýlega kom
í ljós hér á Íslandi, að þúsundir
manna búa nú í atvinnuhúsnæði, sem
aldrei var ætlað til búsetu. Er nema
von að fólk spyrji hvert við séum eig-
inlega komin?
Ef vel ætti að vera þyrfti almenn-
ingur að fá að sjá faglega unna kosti,
sem alltaf koma til greina, setta fram
á skiljanlegan hátt og þær afleiðingar
sem hver og einn hefði í för með sér.
Án þess er varla hægt að ætlast til
þess að fólk geti myndað sér upplýsta
skoðun. Þótt alls kyns lýsingar fyrir
skipulagsáætlanir geti verið ágætar
og eigi að tryggja gagnsætt ferli og
að almenningur og hagsmunaaðilar
komi að þessari vinnu á fyrstu stigum
þá þarf almenningur líka að geta
treyst því að þeir sem vinna skipu-
lagstillögur hafi nauðsynlega mennt-
un til þess að skilja viðkomandi mál,
geri sér fulla grein fyrir afleiðingum
af ákvörðunum, lúti ákveðnum siða-
reglum og séu óháðir beinum hags-
munum hlutaðeigandi aðila. Þetta
ættu a.m.k. flestir lögfræðingar að
skilja.
Í siðareglum Skipulagsfræðinga-
félags Íslands segir m.a.: „Skipulags-
fræðingar skulu setja almannahags-
muni ofar öðrum hagsmunum við
gerð og framkvæmd skipulags.“ Al-
menningi ætti að vera nokkur vörn í
þessu, þar sem skipulagsfræðingar
vinna að þessum málum, en víða hef-
ur viðgengist að teikningar af bygg-
ingum sem hönnuðir hafa unnið fyrir
framkvæmdaraðila séu kallaðar
„skipulag“ og kynntar varnarlausum
almenningi sem slíkt. Svipuðu máli
gegnir líka um niðurstöður hönn-
unarsamkeppna um „skipulag“ þar
sem aðalatriði þátttakenda er yfirleitt
að vinna keppnina, en ekki að gæta
sérstaklega hagsmuna almennings.
Stjórnmálamenn geta skiljanlega
einungis tekið pólitíska ábyrgð á
skipulagi og því er ekki nema von að
spurt sé hvaða óháður, hæfur aðili
taki þá faglega ábyrgð á skipulaginu
gagnvart almenningi. Stundum eru
mjög miklir hagsmunir að veði, en oft
hefur lítið farið fyrir óháðum tals-
mönnum hagsmuna almennings við
þær ákvarðanir sem verið er að taka.
Ekki nægir að benda á að ferli skipu-
lagsins hafi verið í samræmi við lög
og reglugerðir ef skilyrðum um fag-
legt, skiljanlegt og óháð skipulag er
ekki fullnægt.
Nú, eftir sveitarstjórnarkosningar,
er kjörið tækifæri fyrir sveitarstjórn-
armenn að taka þessum málum tak,
reka af sér slyðruorðið og koma þess-
um málum inn í 21. öldina. Það er
ekki lengur nóg fyrir stjórn-
málamenn að hafa einhverja óljósa
„framtíðarsýn“ því þá eru allar líkur á
að menn og þjóðfélagið í heild lendi á
allt annarri strönd en til var stofnað.
Að skipuleggja skipulagið
Eftir Gest Ólafsson » Í skipulagi eru oft
miklir og flóknir
hagsmunir í húfi. Þeir
sem skipuleggja þurfa
að þekkja þá til hlítar og
geta metið afleiðingar af
ákvörðunum.
Gestur Ólafsson
Höfundur er arkitekt og skipulags-
fræðingur FAÍ, FSFFÍ og fyrrver-
andi formaður Skipulagsfræðinga-
félags Íslands.
skipark@skipark.is
Aðalsafnaðarfundur
Garðasóknar 2022
verður haldinn
í safnaðarheimili Vídalínskirkju
þriðjudaginn 31. maí kl. 17:30
Á dagskrá eru venjuleg aðalsafnaðarfundarstörf
auk málefna Garðakirkjugarðs.
Safnaðarmeðlimir eru hvattir til að sækja fundinn.
Sóknarnefnd Garðasóknar
Eiginkona mín á
hlut í sjóði sem nefnist
Auður I fagfjárfesta-
sjóður en hann átti
62% í Eignarhalds-
félaginu Þorgerði sem
hélt á 45% eignarhlut í
Ölgerðinni á árunum
2010-2016, eign Auðar
I í Ölgerðinni nam því
um 28%. Á árinu 2015
var hafinn undirbún-
ingur að því að skrá
Ölgerðina á markað, það var auðvit-
að gleðiefni því við almenna skrán-
ingu (IPO) innleysa menn yfirleitt
mesta mögulega hagnað af upp-
haflegri fjárfestingu sinni í óskráðu
félagi. En þá gerðist hið óvænta; til-
kynnt var að hætt yrði við skrán-
ingu á félaginu. Þegar leitað var
skýringa kom í ljós að ástæðan var
áhugi fjárfesta á félaginu. Líklega
er þetta einhvers konar heimsmet í
ákvörðun af þessu tagi; að hætta
við almenna skráningu á félagi
vegna áhuga fjárfesta á bréfum
þess! Bent var á að þessir áhuga-
sömu fjárfestar gætu auðvitað
keypt hlutabréf í Ölgerðinni að vild
eftir skráningu þeirra, en af ein-
hverjum ástæðum virtist ekki áhugi
á því. Þessir áhugasömu aðilar
tengdust framkvæmdastjóra félags-
ins sem ekki seldi sinn eignarhlut á
þessum tíma, einkafjárfestar sem
honum fylgdu ásamt tveimur fram-
takssjóðum. Ég hélt í fyrstu að
þetta væri grín. En svo reyndist
ekki vera og mér var brugðið. Ég
mótmælti þessari sölu til fjárfest-
anna mjög ákveðið og krafðist
svara um hverjir kæmu að því að
taka ákvörðun um þessa sölu og
hverjir nákvæmlega sætu kaup-
endamegin við borðið. Það fékkst
ekki uppgefið og borið við trúnaði.
Enn í dag skil ég ekki hvers vegna
sá trúnaður var nauðsynlegur gagn-
vart þeim sem áttu eignarhlutinn
og voru að selja hann. Fyrir mér
var alveg ljóst hvað þarna var að
gerast; hópur fjárfesta keypti eign-
arhlut Þorgerðar til þess að inn-
leysa síðar til sín hagnaðinn af fyr-
irsjáanlegri skráningu
Ölgerðarinnar á markað. Þótt
hlutabréfaviðskiptum fylgi óvissa
taldi ég yfirgnæfandi líkur á að
hagnaður framkvæmdastjórans af
sínum hlut og félaga hans af þessari
aðgerð yrði verulegur, enda verður
ekki annað séð en að árleg ávöxtun
þeirra af kaupverðinu á hlut Þor-
gerðar (IRR) verði yfir
20%. Hlutafé Ölgerð-
arinnar þegar þessi
sala fór fram árið 2016
var metið á átta millj-
arða en nú er mark-
aðurinn (IPO) að skila
virði þess upp á 25
milljarða króna, hluta-
fjárvirðið hefur hækk-
að um 17 milljarða síð-
an kaupin voru gerð.
Áhugi framkvæmda-
stjórans á að taka
bréfin úr söluferlinu
og eiga hlut í félaginu
ásamt fjárfestum með nafnleynd
hringdi auðvitað strax bjöllum.
Gremja mín snýst ekki fyrst og
fremst um þá fjármuni sem þarna
töpuðust þótt þeir séu verulegir, ég
hef ekki einu sinni reiknað það tjón
nákvæmlega út, því fremur en telja
krónur er ég núorðið uppteknari af
því að viðhalda heilsu minni þann
tíma sem ég á eftir á lífi. Allir ýmist
hagnast eða tapa á hlutabréfa-
viðskiptum. Það sem hins vegar
særir mig er að sæta meðferð af
þessu tagi. Og þetta er engin eft-
iráspeki í bitrum manni sem missti
af gróðatækifæri, ég átti ítarleg raf-
ræn samskipti um þessa aðgerð á
sínum tíma áður en hún var fram-
kvæmd, þau eru að sjálfsögðu til og
hægt að birta þau öll. Ávöxtun af
eignarhaldi í Ölgerðinni hafði verið
góð á árunum 2010 til 2015 og ekk-
ert benti til breytinga á því og það
hefur nú raungerst. Engar reglur
komu í veg fyrir að framlengja
mætti eignarhald Þorgerðar á
hlutnum í Ölgerðinni til nútímans,
eigendur fjárfestingarfélaga af
þessu tagi geta samþykkt hvers
kyns breytingar á eigin reglum og
líftíma fjárfestinga sem varða hags-
muni þeirra og það er oft gert.
Hægt hefði verið að setja sem skil-
yrði fyrir sölunni að þeir sem vildu
vera áfram inni í eigendahópnum
fengju að vera það, en svar við
slíkri umleitan var neikvætt. Eðli-
legast hefði auðvitað verið að fylgja
áformum um skráninguna eftir, þá
væru hlutabréfin búin að vera á
markaði í 5-6 ár og væru nú á því
verði sem telst rétt og sanngjarnt í
útboðinu sem stendur yfir, því
starfsemi félagsins hefði auðvitað
verið með sama hætti. Þessi óvænta
sala á eignarhlut Þorgerðar var svo
heimskuleg að hún gat aldrei skilið
annað eftir en grunsemdir, lái mér
hver sem vill. Mitt mat er að þessi
aðgerð hafi orsakað fjárhagslegt
tjón hjá eigendum Eignarhalds-
félagsins Þorgerðar. Það blasir nú
við og það blasti við þá, eins og
bent var á í rafrænum samskiptum
strax á þeim tíma. Já, það þarf
vissulega einhvers konar heimsmet
til að hætta við opinbera skráningu
á hlutabréfum félags vegna áhuga
fjárfesta á bréfunum, ekki síst þeg-
ar um er að ræða falinn hóp í kring-
um framkvæmdastjóra umrædds
félags. Það var furðulegt að sjá
þennan framkvæmdastjóra tilkynna
þjóðinni á dögunum að núverandi
eigendur Ölgerðarinnar hygðust
gefa starfsmönnum félagsins nokk-
ur hlutabréf. Mér leið reyndar í
augnablik eins og ég væri í hópi
gefendanna, en náði mér fljótt af
því. Mér er fyrirmunað að skilja
hvað þetta kemur væntanlegum
kaupendum við. Ef framkvæmda-
stjórinn er með netföng starfs-
manna sinna þá hefði alveg nægt að
senda þeim tilkynningu um þessa
gjöf í tölvupósti, hún varðar ekki
aðra. Vissulega athyglisvert að hún
skyldi tilkynnt sérstaklega í fjöl-
miðlum. Með ritun þessarar greinar
er ég ekki að ráðleggja neinum að
kaupa eða kaupa ekki hlutabréf í
Ölgerðinni, ég hef ekki hugmynd
um hvort menn hagnast á því eða
tapa, mín orð breyta auðvitað engu
um framgang útboðsins og hafa
ekki þann tilgang. Þessi grein er
fyrst og fremst hugræn atferl-
ismeðferð á sjálfum mér, ég er hér
að skrifa mig frá atburði sem smíð-
ar inn í mig einhvers konar óþverra
sem ég kæri mig ekki um og er mér
óhollur. Fjárfesting í skráðum
hlutabréfum er áhættusöm, við vit-
um aldrei hvað gerist í umhverfi
þeirra og oft fyrirvaralaust. Ég
kaupi ekki hlutabréf í þessu félagi
og hef fyrir því mínar ástæður. Mér
skilst að hlutabréfin séu verðlögð
sem nemur u.þ.b. níföldum ebitda-
margfaldara og með því séu menn
m.a. að borga núna fyrir vænlega
framtíð þessa félags. Öðruvísi mér
áður brá.
Ölgerðin – nei takk
Eftir Bjarna Hafþór
Helgason » Líklega er þetta ein-
hvers konar heims-
met í ákvörðun af þessu
tagi; að hætta við al-
menna skráningu á fé-
lagi vegna áhuga fjár-
festa á bréfum þess!
Bjarni Hafþór
Helgason
Höfundur er viðskiptafræðingur og
fjárfestir, fæst einnig við listsköpun.