Morgunblaðið - 24.05.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022
✝
Magnús Guð-
laugsson,
hæsta-
réttarlögmaður og
löggiltur fast-
eignasali, fæddist á
Seyðisfirði 3. ágúst
1958. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu í
Garðabæ 9. maí
2022.
Foreldrar Magn-
úsar voru Erla Magnúsdóttir
húsmóðir, f. 16.9. 1932, d. 18.1.
1980, og Guðlaugur Jónsson,
málarameistari, kaupmaður og
gjaldkeri, f. 2.6. 1915, d. 19.3.
2005.
Bróðir Magnúsar er Jón
Benedikt, f. 31.12. 1959.
Magnús kvæntist 30.9. 1984
Önnu Sigríði Þórðardóttur
hjúkrunardeildarstjóra. Þau
slitu samvistum árið 2013. For-
eldrar Önnu: Anna Hjaltested
sjúkraliði, f. 23.5. 1932, d. 8.11.
2019, og Þórður Sigurðsson for-
stjóri, f. 9.7. 1929.
frá MR, embættisprófi í lögfræði
frá HÍ 1984, öðlaðist hdl.-rétt-
indi 1987 og hrl.-réttindi 1994.
Hann starfaði sem lögfræðingur
hjá Fasteignamarkaðnum 1984-
86, og fulltrúi á lögmannsstofu
Ágústs Fjeldsted, Benedikts
Blöndal og Hákonar Árnasonar
1986-88, og málflutningsstofu
Guðmundar Péturssonar, Pét-
urs Guðmundssonar og Há-
konar Árnasonar 1988-90.
Magnús var meðeigandi á lög-
fræðistofunni Lögrúnu sf. sem
árið 2001 sameinaðist Lögmáli
ehf., lögmannsstofu. Frá árinu
2017 hefur hann starfað á eigin
stofu, Codex ehf., samhliða
störfum hjá Domusnova fast-
eignasölu.
Á námsárum sínum í HÍ starf-
aði Magnús í stjórn og sem for-
maður Loka, félags ungra sjálf-
stæðismanna, sat í Stúdentaráði
á vegum Vöku, í varastjórn Fé-
lagsstofnunar stúdenta, í stjórn
Orators og var formaður félags-
ins 1981-82. Hann sat í lands-
kjörstjórn 1990-91. Magnús hef-
ur verið virkur í starfi Frímúr-
arareglunnar til fjölda ára og
gegnt þar ýmsum trúnaðar-
störfum.
Útförin fer fram frá Vídal-
ínskirkju í dag, 24. maí 2022,
klukkan 13.
Börn Magnúsar
og Önnu: a) Erla, f.
20.6. 1984, d. 24.6.
1984. b) Guðlaug
Erla Akerlie hjúkr-
unarfræðingur, f.
14.6. 1985, m.
Sveinn Akerlie
flugstjóri, f. 15.12.
1981. Börn þeirra
eru Erla María, f.
16.9. 2013, Arna
Katrín, f. 23.11.
2014, og Karl Orri, f. 11.7. 2020.
c) Sigrún Anna háskólanemi, f.
5.7. 1989, m. Nicholas Dean
Herring hugbúnaðarverkfræð-
ingur, f. 12.3. 1985. Dóttir
þeirra er Freyja Sif, f. 13.3.
2018. d) Þóra Kristín Hjaltested
háskólanemi, f. 17.6. 1993, m.
Karl Stefánsson jarðfræðingur,
f. 18.4. 1995. e) Lárus vega-
verkamaður, f. 28.3. 1995, m.
Emilía Helgadóttir nemi, f. 3.11.
1997. Börn þeirra eru Helena, f.
11.6. 2020, og drengur f. 21.4.
2022.
Magnús lauk stúdentsprófi
Það var alltaf hægt að spyrja
pabba út í allt. Ef hann vissi
ekki svarið fann hann það. Hann
hafði mikinn áhuga á sagnfræði
og mundi öll ártöl. Hann hjálp-
aði mér með heimavinnu, hvort
sem það var í grunnskóla eða
háskóla, og hann var alltaf tilbú-
inn til þess.
Allar samræður sem virtust
svo venjulegar þegar þær áttu
sér stað hafa einhvern veginn
allt aðra merkingu núna. Það
stingur í hjartað hvað þetta var
óvænt og ósanngjarnt. Minning-
in um pabba minn er mér ljóslif-
andi. Hann elskaði að ferðast og
ég er þakklát fyrir það að hann
beið ekki, heldur ferðaðist hann
gríðarlega mikið síðustu árin.
Hann flaug heimsálfanna á milli
og naut lífsins. Pabbi elskaði
tónlist og það eru líklega fleiri
lög en færri sem minna mig á
hann.
Við vorum ósammála um
margt, litla sem stóra hluti.
Æskuheimilið var fullt af flókn-
um tilfinningum en minningarn-
ar sem ég mun halda upp á eru
dýrmætar. Lífið er ófyrirsjáan-
legt og missir foreldris setur
það grimmilega í samhengi.
Ég mun hugsa til pabba míns
eins og hann var þegar hann var
bestur; styðjandi, kærleiksríkur
og stoltur af okkur systkinun-
um. Ég er svo þakklát fyrir
góða sambandið okkar undir
lokin og hvað það var gott að
eiga hann að. Missirinn að hon-
um er mikill og tilhugsunin um
það sem átti enn eftir að verða
stingur sárast. Við áttum svo
mikið eftir. Það er óhugsandi að
hann sé farinn og ég muni ekki
geta hringt í hann þegar ég vil
og heyrt í honum röddina.
Hann trúði því alltaf að hann
myndi hitta foreldra sína og
dóttur aftur þegar hann færi og
ég vona að hann geri það.
Ég mun sakna þín pabbi
minn.
Þóra Kristín.
Elsku pabbi.
Ég vildi óska þess að ég gæti
heyrt í þér einu sinni enn, að ég
gæti knúsað þig einu sinni enn,
að ég gæti sagt þér að ég elska
þig einu sinni enn.
Þú áttir ekki að fara, þinn
tími var ekki kominn. Okkar
tími var ekki búinn.
Ég á minningar um pabba
sem sagði sögur af bláum hund-
um og grænum kisum. Ég á
minningar um pabba sem gat
þulið upp öll kennileiti á ferðum
okkar um Ísland. Ég á minn-
ingar um pabba sem kenndi mér
allt um góða tónlist. Ég á minn-
ingar um pabba sem ég gat allt-
af leitað til þegar eitthvað bját-
aði á. Ég á minningar um pabba
sem var ekki fullkominn en
elskaði mig eins og ég er.
Ég á minningar um besta afa
sem Freyja var svo heppin að
eiga, ykkar samband var það
dýrmætasta sem þú gafst mér.
Allir segja að við lærum að
lifa með missinum, það má vel
vera en skarðið sem þú skilur
eftir þig í hjarta mínu mun aldr-
ei hverfa.
Þú varst með stærsta hjartað
og jafnvel þó það væri marg-
brotið og marið þá deildir þú því
alltaf með öllum.
Ég vona að þú finnir frið og
ró núna. Góðan daginn – góða
nótt.
Við elskum þig,
Skrúna og Freyjuskott,
Sigrún og Freyja.
Mamma, hann pabbi er dá-
inn.
Símtalið sem ég fékk frá dótt-
ur minni mánudaginn 9. maí.
Við Magnús kynntumst árið
1981, ég 17 ára og hann 23. Við
byrjuðum að búa 9 mánuðum
seinna. Hann var í lögfræði í há-
skólanum, ég var ekki orðin
stúdent.
Lífið hélt áfram. Barn á leið-
inni, gleðin varð skammvinn
þegar ljóst varð að fyrstu dótt-
urinni var ekki hugað líf vegna
alvarlegs hjartagalla. Hann
studdi mig, við studdum hvort
annað. Hann hafði reynsluna,
hafði misst mömmu sína. Hann
sagði mér að sársaukinn óbæri-
legi myndi breytast og verða
ljúfsár. Við jörðuðum dóttur
okkar á útskriftardaginn hans í
lögfræðinni. Giftum okkur um
haustið eins og við höfðum ætl-
að. Við vorum sammála um það
að fyrst við höfðum það af og
gátum staðið saman í gegnum
barnsmissinn þá gætum við
staðið af okkur alla storma.
Lífið hélt áfram, næsta dóttir
tæpu ári á eftir hinni, líka með
hjartagalla og nú þurfti í aðgerð
til London með barnið. Allt
gekk vel. Fjórum árum seinna
fæddist þriðja dóttirin, sumarið
eftir að ég útskrifaðist úr hjúkr-
un. Hálfu ári seinna fórum við
með þá dóttur í augnaðgerð.
Öðrum fjórum árum seinna
bættist fjórða dóttirin í hópinn
og tæpum tveim árum seinna
fimmta barnið, sonur.
Lífið hélt áfram. Vinna, nám,
koma þaki yfir höfuðið, frami í
starfi, vinir, fjölskylda, eignast
eitthvað, barna- og unglinga-
uppeldi og skemmtanalíf. Allt
þetta venjulega í lífi ungs fólks.
Við ferðuðumst innanlands, fór-
um í útilegur, fjallaferðir og
sumarbústaðaferðir og við ferð-
uðumst erlendis. Lífið. Auðvitað
voru bæði skin og skúrir. Ekk-
ert er algott eða alvont. Lífið lit-
ast af þeim ákvörðunum sem
maður tekur, ákvörðunum sem
hafa áhrif á fjölskylduna og
daglegar venjur. Ákvörðunum
sem bæði gleðja og særa.
Svo hélt lífið okkar ekki
áfram, lífið var ekki lengur gott
saman og við skildum eftir tæp-
lega 30 ára hjónaband. Við vor-
um svo lánsöm að ganga í gegn-
um þann hjónaskilnað í sátt.
Í gegnum allt okkar líf vorum
við Magnús vinir. Við vorum svo
heppin að halda vináttunni fram
á hans síðasta dag. Í 40 ár vor-
um við því hluti af lífi hvors ann-
ars. Við komum fjórum yndis-
legum börnum til manns, sem
nú þurfa allt of ung að kveðja
pabba sinn.
Elsku Magnús, við ræddum
svo oft um lífið og dauðann. Þú
varst alltaf sannfærður um að
þú yrðir ekki langlífur og fengir
að hitta Erluna okkar á undan
mér. Ég er viss um að Erlurnar
þínar hafi báðar tekið á móti þér
opnum örmum, líka pabbi þinn,
mamma mín og allir hinir sem á
undan hafa farið.
Hvíldu í friði elsku vinur.
Anna Sigríður.
Þegar mér bárust fréttir af
andláti Magnúsar Guðlaugsson-
ar frænda míns, að kvöldi 9. maí
sl., varð mér illa brugðið. Auk
þess að vera bræðrasynir vorum
við góðir vinir og hittumst við
og við, einkum yfir góðum há-
degisverði. Þá rifjuðum við
gjarnan upp liðna tíma og rædd-
um saman um stjórnmál og önn-
ur málefni líðandi stundar. Nán-
ast alltaf vorum við mjög
sammála.
Fyrsta minning mín um
Magnús er þegar hann var
skírður í Seyðisfjarðarkirkju.
Ég mun hafa verið þriggja ára
og mjög spenntur að fá að heyra
hvað frændi minn ætti að heita.
Mér hafði verið sagt að prest-
urinn myndi fyrstur segja nafn-
ið. Þegar presturinn, í ræðu
sinni, nefndi orðið „Kristur“
greip ég það á lofti og mun hafa
kallað upp í kirkjunni að dreng-
urinn ætti að heita Kristinn.
Í æsku man ég eftir heim-
sóknum til Seyðisfjarðar, þar
sem Magnús bjó á Norðurgötu 2
ásamt foreldrum og bróður og
afa okkar og ömmu. Þá var líf
og fjör í bænum í tengslum við
síldina. Við lékum okkur saman
strákarnir og brölluðum ýmis-
legt skemmtilegt. Gaman var að
hjálpa til í búðinni, verslun Jóns
G. Jónassonar, sem var á neðri
hæðinni í húsinu, bæði við að
raða vörum í hillur og eins að af-
greiða stöku viðskiptavini.
Magnús þekkti vitanlega vel til í
bænum og leiddi frænda sinn á
áhugaverða staði fyrir drengi að
leika sér. Við útbjuggum fleka
til að fara út á lónið, lékum okk-
ur með aflóga dráttarvél og fjöl-
margt fleira.
Eftir að fjölskyldan á Seyð-
isfirði flutti til Reykjavíkur,
urðum við Magnús nágrannar.
Margoft fór ég í kvöldheim-
sóknir á Sunnuveginn og við
Magnús áttum afar vel saman.
Ég minnist sérstaklega þegar
við vorum í sumarvinnu í Síldar-
og fiskimjölsverksmiðjunni á
Kletti og Örfirisey í Reykjavík.
Við vorum samhentir og ákafir í
að vinna okkur inn pening og
fórnuðum mörgum helgum í
þeim tilgangi. Þessi sumarvinna
styrkti vinasamband okkar
Magnúsar enn frekar. Þegar í
háskóla kom minnkuðu sam-
skiptin, en jukust aftur síðustu
áratugina.
Ég mun minnast Magnúsar
sem skemmtilegs og glaðlynds
frænda og vinar sem var ávallt
tilbúinn að hlusta og leggja gott
til við mig og Ingu Mörtu systur
mína þegar við leituðum álits
hans. Ég mun sannarlega sakna
vináttunnar við hann og sam-
verustundanna. Hann kvaddi
allt of fljótt.
Ég votta börnum hans og
öðrum aðstandendum mína inni-
legustu samúð.
Jón Gunnlaugur
Jónasson.
Vinur minn og samstarfsmað-
ur um rekstur lögmannsstofu til
26 ára, Magnús Guðlaugsson
hæstaréttarlögmaður, er fallinn
frá.
Leiðir okkar Magnúsar lágu
fyrst saman í lagadeild Háskóla
Íslands haustið 1978. Eftir laga-
námið fórum við hvor í sína átt-
ina, en á árinu 1990 gerðist
Magnús meðeigandi í lögmanns-
stofunni Lögrún, sem ég og
Hjalti Steinþórsson hæstarétt-
arlögmaður höfðum rekið sam-
an frá byrjun árs 1987.
Samstarf okkar Magnúsar
var alltaf með miklum ágætum
og Magnús bæði ráða- og bón-
góður þegar á þurfti að halda,
auk þess að vera góður félagi og
vinur. Síðar sameinaðist Lög-
rún (þá í eigu okkar tveggja)
lögmannsstofunni Lögmáli í
byrjun árs 2001, en þá hófst
samstarf okkar við hæstarétt-
arlögmennina Ásgeir Þór Árna-
son og Lúðvík Örn Steinarsson,
sem stóð allt til ársins 2016,
þegar Magnús ákvað að láta af
störfum hjá Lögmáli, en nokkru
áður hafði Magnús Óskarsson
hæstaréttarlögmaður bæst í
eigendahópinn.
Ég hugsa til Magnúsar með
eftirsjá og söknuði því það er
skarð fyrir skildi þegar góður
félagi í blóma lífsins fer í sína
síðustu ferð.
Við samstarfsfólk Magnúsar
hjá Lögmáli þökkum kærlega
samfylgdina og minnumst hans
af hlýhug og virðingu.
Við vottum fjölskyldu Magn-
úsar samúð okkar vegna fráfalls
föður, tengdaföður og afa.
Blessuð sé minning hans.
Elvar Örn
Unnsteinsson.
Hvað er hægt að segja þegar
skyndilega er kippt í taumana á
lífinu og veruleikinn verður all-
ur annar á einu augabragði?
Við Magnús vorum ekki í
miklum samskiptum á síðustu
árum, eftir að þau Anna systir
skildu, en hittumst eðlilega af
og til og heyrðumst vegna ým-
issa mála. Það var alveg sama
hvort það var í selskap, í síma, á
skrifstofunni, í skilaboðum eða í
stofunni hjá honum, alltaf var
viðmótið hans það sama gagn-
vart mér, áþreifanleg væntum-
þykja, vinátta og hjálpsemi. Og
hann var alltaf „máfur“ minn.
Ég var fimmtán ára þegar ég
sá máfinn fyrst. Mér leist ekk-
ert á hann þarna í dyrunum á
Langholtsveginum, í skósíða
leðurfrakkanum, kominn til að
sækja systur mína á stefnumót.
Ég vissi þó hvað hún var spennt
fyrir honum. Hún var 17 ára
stelputrippi í Kvennó og hann
sex árum eldri laganemi, í há-
skólapólitík og ungliðahreyf-
ingu Sjálfstæðisflokksins. Mér
fannst þetta allt saman agalegt
og ekki teljanlegt manninum til
tekna en stóð mig þó að því að
þykja til þess koma að hann
væri formaður Orators.
Magnús fann fljótlega að það
var auðvelt að espa systur kær-
ustunnar með umræðum um
stjórnmál, jafnrétti og mann-
réttindi. Pirraði mig óstjórnlega
og ég man eftir að hafa argað
svo á hann í rökræðum um að-
skilnaðarstefnuna í Suður-Afr-
íku að viðstaddir í eldhúsinu á
Langó létu sig hverfa. Það leið
örugglega ár eða því sem næst
af átakasamskiptum þar til ég
komst að því að hann væri alls
ekki eins fordómafullur og for-
pokaður eins og mér fannst,
heldur hafði hann bara enda-
laust gaman af því að stríða
mér. Á einum göngutúr að
kvöldlagi í íslenskri sveit urðum
við vinir, ég og Magnús máfur.
Það væri ofsögum sagt að
halda því fram að ekki hafi borið
skugga á okkar vináttu í gegn-
um tíðina því stundum reyndi
vel á, enda skapmikið og skoð-
anafast fólk. Breysk líka, bæði.
En einhvern veginn náði hún
alltaf að halda, þessi taug á milli
okkar sem var upphaflega ofin
úr sameiginlegri ást á systur
minni og strengd á fallegu ís-
lensku vorkvöldi.
Lífið fer sínar eigin leiðir og
nú, rúmum 40 árum síðar, er
hann skyndilega farinn úr þess-
ari tilveru. Máfurinn með stóra
persónuleikann. Það breytir
veruleikanum. Hann fór óvænt
og allt of snemma frá börnunum
sínum fjórum og sex barnabörn-
um, þar af einu nýfæddu. Magn-
ús kunni vel við sig í afahlut-
verkinu og ég held að það hafi
verið hans mesta lukka í lífinu
að eignast barnabörn. Þeirra er
missirinn mikill.
Elsku Gulla, Sigrún, Þóra og
Lárus, við Leifsgötuslektið
sendum ykkur og fjölskyldum
ykkar, sem og ástvinum öllum,
hjartans samúðarkveðjur.
Ingveldur Lára
Þórðardóttir.
Meðan ég sit bæjarvakt á Ak-
ureyri og dagurinn er þokka-
lega þétt bókaður verður Magn-
ús vinur minn jarðsunginn í
Vídalínskirkju. Vinátta okkar
spannaði um 60 ár: Ég man
fyrst eftir honum þegar við vor-
um fjögurra ára, hann var ljós-
hærður. Milli heimila okkar
reiknast mér til að hafi verið
191 metri miðað við útidyr
húsanna. Æskuheimili hans
gegnir í dag nafninu Hótel Ald-
an sem mér finnst alltaf ögn
skrítið. Mest lékum við okkur
saman á aldrinum 10-14 ára: Fól
það í sér með meiru bílaleik,
njósnir og fjallgöngur, stundum
í félagi við aðra glaðbeitta
stráka í bænum. Á prófum var
Magnús jafnan hæstur, ég náði
við og við öðru sæti. Svo fermd-
umst við í lok maí 1972. Magnús
fékk að gjöf útvarpstæki sem
gat tekið upp á kassettur. Um
kvöldið hlustuðum við á Útvarp
Matthildi og hann tók þáttinn
upp. Þá um sumarið flutti hann
suður og ég hitti hann í Reykja-
vík milli jóla og nýárs: Við pabbi
vitjuðum höfuðstaðarins í tilefni
af brúðkaupi systur minnar. Nú
var Magnús kominn með hár
niður á herðar, það var enn
ljóst. Veturna 1973-1978 var ég
nemandi á Laugarvatni. Kom ég
suður í ýmsum helgarfríum og
við sáum allar bíómyndir sem
sýndar voru í Reykjavík, Kópa-
vogi og Hafnarfirði. Frá og með
17 ára aldri herjaði Magnús
jafnan út úr föður sínum Merce-
des Benz-bifreið módel 1969 og
við rúntuðum milli kvikmynda-
húsa. Föstudags- og laugar-
dagskvöld sáum við tvær mynd-
ir í senn: Ef við sáum þrjár
myndir samdægurs fékk ég mí-
grenikast. Á háskólaárum fylgdi
hvor sínum félögum. Við hlutum
kandídatstign frá allólíkum há-
skóladeildum í júnílok 1984.
Héldum við sambandi allar göt-
ur en það jókst með tilkomu raf-
rænna bréfa og boða upp úr
1990. Eftir innreið snjallsíma og
messengerskilaboða urðum við
óstöðvandi. Augliti til auglitis
hittumst við aðallega á
Regluhátíðum. Síðan trúlofaðist
hann Birnu, minni fyrrverandi,
og þá jókst samgangur okkar til
muna. Ég sagði þeim að þau
væru ágæt saman og tóku þau
því vel. Síðan bauð ég þeim mál-
verk í brúðargjöf sem þau af-
þökkuðu. Hann var enn ljós-
hærður en 9. maí fékk ég þau
tíðindi úr húsi Birnu að Magnús
væri farinn til Austursins eilífa.
Þá renndi ég fingri yfir fyrsta
bekk gagnfræðaskóla á skóla-
spjaldinu 1971-1972 og sýndist
að hin væru öll á lífi. Bekkj-
arsystur mínar staðfestu að svo
væri: Magnús væri fyrstur til að
kveðja. Ég vil nota tækifærið og
votta aðstandendum hans hlut-
tekningu mína. Bróður Magnúsi
óska ég velfarnaðar á þeirri
braut sem hann hefur nú lagt út
á.
Stefán Steinsson.
Góður vinur og samstarfs-
félagi er fallinn frá. Við sem eft-
ir stöndum erum slegin yfir
þeirri sorglegu staðreynd.
Maggi var einstakur húmor-
isti, eldklár og skemmtilegur og
hafði góð áhrif á alla sem unnu
með honum. Það var sama
hversu önnum kafinn hann var,
hann gaf sér alltaf tíma til að
ræða málin og ráðleggja. Hann
nálgaðist hvert viðfangsefni
með visku, rökvissu og sinni
einstöku þolinmæði að vopni.
Þannig leituðum við samstarfs-
fólkið oft til hans þegar þörf var
á en einnig til að spjalla um allt
milli himins og jarðar. Maggi
naut þess að ferðast og var ekki
fyrr kominn úr einni ævintýra-
ferðinni þegar hann var farinn
að skipuleggja þá næstu.
Við kveðjum einstakan mann
sem farinn er í sína hinstu ferð.
Við áttum öll góðan vin í honum
og söknuðurinn er mikill.
Fjölskyldunni vottum við
innilega samúð okkar.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
F.h. starfsfólks Domusnova
fasteignasölu,
Vilborg
Gunnarsdóttir.
Það er óraunverulegt að
skrifa minningarorð um vin til
margra ára, sem hverfur jafn
skyndilega frá og Magnús gerði.
Við Magnús kynntumst í stjórn-
málastarfi ungra sjálfstæðis-
manna í Langholts- og Laugar-
neshverfum í kringum tvítugt.
Við urðum vinir og sú vinátta
hefur haldist allar götur síðan.
Nú hin síðari ár varð þessari
vinátta nánari, alltaf áttum við
trúnað hvor annars. Magnús var
hin trausti vinur sem hægt var
segja allt og gerði allt fyrir vini
sína. Hann var ekki gallalaus
frekar en aðrir, en svo á við um
okkur öll.
Við hittumst í hvert sinn sem
ég fór til Reykjavíkur, fékk
bæjarleyfi eins og Magnús kall-
Magnús
Guðlaugsson