Morgunblaðið - 24.05.2022, Síða 21

Morgunblaðið - 24.05.2022, Síða 21
aði það. Alltaf borðað á sama staðnum, setið við sama borðið. Við vorum ekki menn mikilla breytinga! Töluðum saman alla- vega einu sinni á dag. Hann átti að fara í ferð til Egyptalands í síðustu viku, ferð sem hann hlakkaði mikið til að fara. Magnús ferðaðist mikið og naut þess, hafði áhuga á sögu og sagnfræði og því var þessi ferð honum mikið tilhlökkunarefni. Hann var skyndilega kallaði til ferðar sem okkur er öllum ætluð, en of snemma – alltof snemma. Það er búið að vera erfitt að ná utan um að Magnús sé látinn og að maður eigi ekki eftir að heyra í honum, tala um daginn og veginn, spekúlera í pólitík- inni eða ræða um hvað var að gerast hvor í annars lífi. Ég votta börnum hans, tengdabörnum og afabörnum innilega samúð mína. Megi hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar styrkja ykkur í sorg ykk- ar. Minning um góðan dreng sem var vinur vina sinna og vildi öllum vel mun lifa meðal okkar. Halldór. Við vinirnir stóðum á bíla- stæðinu fyrir utan hús í iðnaðar- hverfinu í Árbæ hinn 2. maí og spjölluðum saman eftir fund. Napur norðanvindur blés og við mjökuðum okkur í skjól við bíl- inn hans. Samt var kalt. Hvað sagði Magnús í hinsta sinn er við sáumst? Um hvað töluðum við? Ég hef reynt að rifja þetta upp en minnið svíkur mig aftur og aftur. Ég minnist bara stóra sviphreina mannsins með góðlegu augun. Við töluðum dálítið um heils- una. Hann kvartaði undan ökkl- anum, sagði hann ferlega slæm- an. Það er nú allt í lagi, sagði ég, og nefndi til huggunar að senni- legra væri skárra að hafa haus- inn í lagi en ökklann, svona ef upp kæmi sú staða að velja þyrfti á milli. Magnús hló. Svo spjölluðum við eitthvað fleira sem líklega var svo algjörlega hversdagslegt að maður stein- gleymdi því. Við spauguðum. Slæmt að vera í frábæru líkam- legu formi og fá svo heilablóð- fall eða verða fyrir bíl. Um það vorum við sammála. Hvar kynntumst við? spurði Magnús, allt í einu. Hann mundi það ekki alveg. Ekki ég heldur. Heimdalli, Vöku í Háskólanum, MR? Það skipti engu máli. Leið- ir okkar höfðu legið þarna sam- an og svo ótal oft síðar. Vináttan bast snemma. Alltaf þótti mér gaman að Magnúsi. Hann var aldrei á hlaupum heldur gaf sér tíma. Var rólegur og yfirvegað- ur og veitti óspart góð ráð. Engu að síður hreinskilinn. Af fésbókinni að dæma naut hann lífsins, unni mat og víni. Fór víða um lönd, snæddi á frægum veitingahúsum og sagði svo vel frá að maður dauðöfund- aði hann. Engu að síður var hann hófsamur, gortaði aldrei. Tveimur árum munaði á okk- ur. Hann var ungi maðurinn en hokinn af reynslu og þekkingu eins og sagt er. Gott var að leita til hans. Vinsamlegt bros lék jafnan um varir hans sem end- urspeglaði innri mann, geðugan og greiðvikinn. Hann var dreng- ur góður. Vonlaust var að deila við Magnús. Ég reyndi það stund- um. Hann hafði alltaf rétt fyrir sér og það vissi ég um síðir. Nei, sagði hann. Víst, sagði ég. Og svo hélt þetta áfram í nokkrar sekúndur þangað til við hlógum. Við kvöddumst: Sjáumst aft- ur. Ég gekk niður fyrir húsið þar sem ég lagði bílnum. Magn- ús ók niður götuna og framhjá mér. Hvarf mér út í eilífðina. Magnús er einn af þeim lífs- ins samferðamönnum sem mað- ur saknar. Ég sendi ástvinum hans samúðarkveðjur. Sigurður Sigurðarson. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022 ✝ Jóhann Ás- geirsson (Jói) netagerðarmeistari fæddist í Keflavík 24. maí 1957. Hann varð bráðkvaddur í Akureyjum í Helgafellssveit 4. maí 2022. Foreldrar hans voru Hallfríður Jó- hannsdóttir hús- móðir og Ásgeir Jónsson netagerðarmaður. Þau eru bæði látin. Jói var áður giftur Steinunni Árnadóttur, sem fyrir átti þrjú börn. Saman eiga þau soninn Jón Einar tölvunarfræðing, f. 20.6. 1991, í sambúð með Lina Zabelo. Dóttir þeirra er Emilía Rós. Seinna giftist Jói Ágústínu Jónsdóttur sem fyrir átti eina dóttur. Steinunn og Ágústína eru báðar fallnar frá. Sambýliskona Jóa er Anna Gunnarsdóttir, f. 16.11. 1959. anum í Reykjavík og lauk hann bæði sveinsprófi og meist- araprófi í iðninni. Að loknu námi hóf hann störf hjá Seifi, veiðifæragerð. Þar vann hann í mörg ár, allt þar til að hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Veiðifæragerð Reykjavíkur, sem hann rak í um það bil tutt- ugu ár. Í nokkur ár starfaði hann við kennslu í Tækniskól- anum í Reykjavík. Á vorin og sumrin dvaldi hann ásamt sínu fólki í Akureyjum á Breið- arfriði. Þar hafði hann alltaf nóg fyrir stafni, m.a. dúntekju, auk þess sem hann var dugleg- ur að byggja upp húsakost fyr- ir menn og hænur og annan að- búnað. Jói undi sér best í Akureyj- um og lést á þeim stað sem hann elskaði mest. Útför Jóa fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 24. maí 2022, og hefst athöfnin klukkan 15. Streymt verður frá útförinni, https://www.akureyjar.is/ utforjohann Hlekkir á streymi: https://tinyurl.com/472ne6wz https://www.mbl.is/andlat Bróðir Jóa er Jón Páll stýrimaður f. 2.7. 1950, og upp- eldissystkinin J. Aðalheiður leik- skólakennari f. 6.6. 1956, gift Ágústi Ásgeirssyni, og Jó- hann byssusmiður, f. 11.4. 1955. Dóttir Jóa frá fyrra sambandi er Hallfríður sam- félagsmiðlasérfræðingur f. 14.2. 1975, í sambúð með Mor- ten Teigen, börn hennar eru Jóhann Freyr, Sunna Karen og Eiríkur Logi og barnabörn Carmen Sophia og Maximus Freyr. Jói bjó sín uppvaxtarár á Seltjarnarnesi og hóf skóla- gönguna í Mýrarhúsaskóla. Að loknu grunnskólaprófi fór hann að vinna á netaverkstæði Thor- bergs Einarssonar og ákvað í framhaldinu að skrá sig til náms við netagerð í Iðnskól- Elsku pabbi, þú sofnaðir inn í eilífðina eins og þú sjálfur vildir fá að skilja við þennan heim þeg- ar þar að kæmi, reyndar allt of snemma, en á þeim stað sem þú undir þér best og elskaðir, í Ak- ureyjum. Ég mun ávallt minnast þeirra góðu stunda sem við áttum sam- an en það mun taka tíma að sætta sig við að spilakvöldin í Akureyjum verða aldrei eins – ekkert afa skegg popp sem alltaf var svo vinsælt. Minningarnar eru margar og góðar og þá sérlega sumrin og uppvaxtarárin í Akureyjum. Mér er sérstaklega minnis- stætt þegar ég var 11 ára og þú kenndir mér að gera pabba- pönnukökur, þá hlógum við mik- ið því ég hafði ekki hugmynd um að það væri kaffi í uppskriftinni og þú bara hlóst og sagðir „nú, vissirðu það ekki?“. Svo þegar við fórum snemma morguns að vitja um á gráslepp- unni og ég fékk baujuna í skrúf- una á Brönu. Þú varst nú ekkert að kippa þér upp við það, lést mig bara hafa góðan vasahníf þegar það hafði fjarað út úr vog- inum og grínaðist með að ég myndi nú alveg örugglega passa mig betur næst því það tæki mig fram að flóðinu að hreinsa skrúf- una. Þegar ég skrifaði ritgerð í skólanum þegar ég var 12 ára um hvað við hefðum gert í sum- arfríinu skrifaði ég næstum þrjár blaðsíður um sumarið í Ak- ureyjum og hvernig maður fellir grásleppunet, haha. Ég veit þú munt lifa með okk- ur í anda og fylgja okkur um ókomna tíð. Hugurinn verður hjá þér og minningarnar um þig lifa áfram. Vertu sæll, elsku pabbi, og hvíl í friði. Þín, Hallfríður (Hadda). Elsku Jói okkar, sársaukinn er mikill að hugsa sér að þegar við förum út í eyju að þú verðir ekki þar. Þú gerðir svo mikið fyrir okkur og þökkum við fyrir allar frábæru minningarnar. Við munum alltaf hugsa um þig í strumpabuxunum með kríuhattinn og brosið. Þú varst svo flottur. Þú varst alltaf svo duglegur að smíða og hænsnakofinn bæði í Vola og út í eyju voru eitt það flottasta sem við höfum séð. Þú og Anna buðuð okkur allt- af fyrir jólin að sjá flotta jóla- landið ykkar. Við fengum heitt kakó og það var fullt borð af kræsingum. Þegar þið fluttuð í Vola og jólalandið var komið þar upp — Vá! Það sem þið gerðuð það flott. Jólatréð var best, hvítt öðrum megin fyrir Önnu og rautt hinum megin fyrir þig. Þín verður sárt saknað. Nadía Ósk og Marel Högni. Í dag er ég að kveðja Jóa bróður minn í stað þess að fagna með honum 65 ára afmæli hans. Eins og venjulega fór ég út í Ak- ureyjar á þessum tíma til að fagna afmælinu hans en nú er allt breytt. Við Jói kynntumst þegar pabbi hans og mamma mín tóku saman þegar ég var 10 ára og Jói 9 ára. Allar götur síðan höf- um við verið mjög náin. Á hverju föstudagskvöldi hringdi hann og spurði frétta úr kotinu og sagði svo „hér er allt rólegt og gott“. Börnunum mínum hefur hann alltaf reynst vel. Þau hafa alltaf verið í miklum tengslum við hann og þá sérstaklega Ásgeir Lárus. Í Akureyjum undi hann sér best og fór alltaf um páska til að undirbúa komuna í maí og þá fóru strákarnir mínir með honum og Palli bró. Hvítasunn- an var iðulega í kringum afmæl- ið hans og fórum við Ágúst, börn og fjölskyldur þeirra út í eyju og héldum upp á afmælið hans. Fyrstu helgina í júní komum við öll aftur og var þá farið í dúnleit. Jói stundaði grásleppuveiðar til margra ára auk þess að hugsa um kollurnar og tína dún. Hann var mjög handlaginn. Endur- byggði húsin tvö í Akureyjum af mikilli natni. Á síðasta ári smíð- aði hann hænsnakofa, sem var reyndar hænsnahöll, fyrir hæn- urnar sínar. Jói smíðaði líka hænsnakofa í Vola þar sem hann bjó með Önnu sinni. Kallið kom mjög óvænt en ég hugga mig við að hann fékk að fara á þeim stað sem hann unni mest. Það verður skrýtið að koma út í eyju og enginn Jói til að taka á móti okkur. Elsku bróðir hittumst síðar. Aðalheiður (Alla systir). Bróðir minn Jóhann Ásgeirs- son netagerðameistari var bráð- kvaddur í Akureyjum þann 4. maí. Við bræður vorum mjög nánir og í sambandi nær daglega, allt- af hringdum við hvor í annan þó stundum væri það stutt, en hann var ekki mikið fyrir það að tala lengi í síma. Jói var mjög laginn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, sann- kallaður þúsundþjalasmiður. Það sést best á öllum framkvæmdum í Akureyjum þar sem hann var hugsuðurinn á bak við allar framkvæmdir sem gerðar hafa verið gegnum árin og stjórnaði því af mikilli röggsemd. Margir vinir og ættingjar komu og lögðu hönd á plóginn við hin ýmsu verkefni. Sama er að segja um Vola austur af Selfossi, þar sem hann lagði mikla vinnu í að gera allt sem best úr garði með sambýliskonunni sinni Önnu, en þar var byggt frá grunni mjög fallegt hús og góð aðstaða fyrir þau bæði. Tala nú ekki um hæn- urnar og hænsnakofann sem Jói smíðaði og var mjög áhugasam- ur um. Jói var netagerðameistari og kenndi í Sjómannaskólanum – Tækniskólanum, sjóvinnuna í nokkur ár við góðan orðstír, hann vann líka hjá Seifi og Hampiðjunni. Svo var hann með eigið verkstæði um árabil, Veiðafæragerð Reykjavíkur. Hann vann í Vestmannaeyjum síðasta vetur við nótavinnu fyrir loðnuvertíðina og fékk mjög góð orð fyrir hæfni sína á þeim svið- um, þar var hann á heimavelli. Við bræður, ásamt Jóhanni Vilhjálms uppeldisbróður, stund- uðum grásleppuveiðar frá Akur- eyjum frá 1981, fyrst á trillunni Lovísu, um eitt tonn, og síðan frá 1985 á báti sem við keyptum, Brönu RE-28, sem var 2,6 tonn. Síðustu árinn stunduðum við bræður veiðarnar tveir. Þá út- bjuggum við söltunarhús og sölt- uðum hrognin í Akureyjum. Við hættum grásleppuveiðum 2015. Jói var hættur þessu öllu og hafði snúið sér alfarið að upp- byggingu á Akureyjum. Þar undi hann hag sínum mjög vel úti í náttúrunni innan um allt fuglalífið, allan æðarfuglinn, krí- urnar og mikið magn af ýmsum smáfuglum. Hann lagði mikinn metnað í að gera æðardúninn sem bestan, sem hann var. Hann var líka búinn að smíða hænsnakofa í eyjunni og voru hænurnar fluttar út um vorið og aftur heim í Vola um haustið. Um haustið og veturinn var hug- ur hans allur við Vola að byggja þar upp. Þegar líða tók að vori fór hugur hans að beinast að Ak- ureyjum og undirbúningi fyrir sumarið, farið var í páskaferð í Akureyjar og gert klárt fyrir sumarið. Það er mikill missir að Jóa bróður, Akureyjarjarl, og mun ég sakna hans mikið. Fallinn er frá langt fyrir aldur fram minn besti vinur, bróðir og félagi til 64 ára. Hvíl í friði elsku bróðir, ég mun sakna þín að eilífu. Þinn bróðir Jón Páll Ásgeirsson. Jóhann Ásgeirsson ✝ Nanna Jakobs- dóttir grunn- skólakennari fædd- ist 27. janúar 1936 í Reykjavík. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði 11. maí 2022. Foreldrar henn- ar voru Ásthildur J. Bernhöft, f. 11. janúar 1901, d. 27. júní 1982, og Jakob J. Jak- obsson, f. 18. febrúar 1907, d. 4. júlí 1971. Eiginmaður Nönnu var Sveinbjörn Jakobsson, rafvirki, f. 24. desember 1929 á bænum Kvíum í Jökulfjörðum, d. á Landspítalanum 2. september ar og Ragnar. 3) Hjörleifur, f. 6. ágúst 1971, maki Matthew Whelpton. Nanna elst upp í Reykjavík í húsinu Norðurhlíð í Laugarnes- hverfi þar sem nú stendur Hrafnista. Hún bjó þar þar til hún flutti til Ísafjarðar 1958 eftir að hafa lokið námi í Kenn- araskólanum. Á Ísafirði kynnist hún Sveinbirni og þau gifta sig í Laugarneskirkju 9. júlí 1960. Þriðja í jólum 1960 flytjast Nanna og Sveinbjörn til Dan- merkur þar sem Sveinbjörn stundaði nám í tækniskóla í Kaupmannahöfn einn vetur. Í Danmörku fæddist þeim dóttir. Ári síðar flyst fjölskyldan heim til Íslands. Þau byggðu sér hús á Móabarði 30 í Hafnarfirði og bjuggu þar frá árinu 1965 með börnum sínum þremur. Nanna kenndi mest alla starfsævina við Lækjarskóla í Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 24. maí 2022, klukkan 13. 2012. Foreldrar hans voru Jakob Falsson bóndi og bátasmiður, f. 8. maí 1897, d. 24. október 1993, og Guðbjörg Jóns- dóttir húsfreyja, f. 15. desember 1898, d. 8. apríl 1972. Börn Nönnu og Sveinbjarnar eru: 1) Hildur, f. 8. ágúst 1961, maki Eyjólfur Gunnarsson. Dóttir þeirra Eva Lind, maki Emanúel Þórður, börn þeirra eru Magnús Guðni, Aron Eyjólfur og Hildur Líf. 2) Sindri, f. 23. maí 1965, fyrrver- andi maki Unnur Alma Thor- arensen, börn þeirra eru Stein- Elsku amma mín, þú varst sú blíðasta kona sem ég þekkti og alltaf var svo gott að koma til þín og Svenna afa. Þið höfðuð svo ómælda þolinmæði við að spila og kjafta um allt á milli himins og jarðar. Oftast þegar ég kom á Móabarð 30 þá löbbuðum við saman í sund og svo töfraðir þú fram skjaldbökuegg í bleikri sósu. Það sem ég og svo börnin mín elskuðum kortin frá þér með skemmtilegum kveðjum og jafn- vel vísum sem þú skrifaðir. Við áttum margar yndislegar og dýrmætar stundir saman og ófá voru símtölin sem ég þurfti alltaf að hringja á Móabarðið að segja frá ef eitthvað gerðist og jafnvel spila fyrir ykkur á tromp- etinn í gegn um símann. Elsku amma Nanna, þú átt alltaf stóran stað í hjarta mínu. Elska þig, gleym mér ei. Eva Lind Breiðfjörð Eyjólfsdóttir. Nanna Jakobsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og stjúpfaðir, JÓN STEFÁNSSON kennari, Hulduborgum 13, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 15. maí. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 31. maí klukkan 13. Jóhanna Lind Ásgeirsdóttir Júlíana Rut Jónsdóttir Steindór Jakobsson Ásrún Jónsdóttir Sigurður Hjaltason Ólafur Daði Jónsson Hjördís Guðjónsdóttir afabörn, langafabörn og stjúpbörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA GUÐRÚN GÚSTAVSDÓTTIR, fv. kennari og skrifstofustjóri, lést á líknardeild Landakotsspítala miðvikudaginn 18. maí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 31. maí klukkan 15. Ása Kolbrún O'Hara Júlíus Pálsson Áslaug Sigurbjörg Alfreðsdóttir Gústav Alfreðsson Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, HALLGERÐUR STEFÁNSDÓTTIR, fyrrverandi bóndi í Litlu-Breiðuvík, síðar til heimilis í Austurbrún 37a Reykjavík, lést á Skjóli mánudaginn 16. maí. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 31. maí klukkan 13. Viðar Vilhjálmsson Svanlaug Auðunsdóttir Vilhjálmur G. Vilhjálmsson Sesselja Ósk Vignisdóttir Sigurbjörn S. Vilhjálmsson Berglind Scheving Magnús Vilhjálmsson ömmubörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.