Morgunblaðið - 24.05.2022, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Leikfimi með Milan kl.
10. Erlent handverksfólk kl. 10-12. Handavinna kl. 12-16. Dansleikfimi
kl. 14:15. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heitt á könnunni. Kaffisala kl.
14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Boðinn Þriðjudagur: Ganga/stafganga kl. 10. Bridge og Kanasta kl.
13. Sundlaugin er opin frá kl. 13:30-16.
Fella og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 og eldriborgarastarf Lokada-
gur eldriborgarastarfsins fyrir sumarfrí og við grillum að hætti grill-
meistara Fella og Hólakirkju. Söngur og gleði inn í sumarið. Verið vel-
komin í skem mtilegt og gefandi samfélag. Hlökkum til að sjá ykkur
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlis-
tarhópurinn Kríur kl. 12.30-15.30. Heimaleikfimi á RUV kl. 13-13.10.
Bónusrútan kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Bókabíllinn kl.
14.45.
Garðabær 9. Pool-hópur í Jónshúsi 9. Qi-Gong í Sjálandi (síðasti
tími) 10. Gönguhópur frá Jónshúsi 11.Tölvuaðstoð í Jónshúsi 12.15
Leikfimi í Ásgarði (síðasti tími) 13.10 Boccia í Ásgarði
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á
könnunni. Inni- og útifjör (með kennurum) frá kl. 9.30 – 10.20. Lis-
taspírur kl. 13. Allir Velkomnir
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 24. maí verður opið hús fyrir eldri
borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13-15. Margt er til ga-
mans gert s.s. spilað, spjallað og sungið. Að opna húsinu loknu er
boðið uppá kaffi og meðlæti. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir.
Kyrrðarstund hefst kl. 12. Kyrrlát stund með fyrirbænum og alt-
arisgöngu. Verið öll velkomin!
Guðríðarkirkja. Uppstingardagur messa kl: 11 Prestur sr. Leifur Rag-
nar Jónsson Ræðimaður Helgi Pé formaður landssamband eldri bor-
gara. Vorboðin syngurkór eldriborgara úr Mosfellsbæ undir stjórn
Hrannar Helgadóttur. Guðríðarkirkja býður upp á kaffihlaðborð. Davíð
Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson skemmta í kaffinu. Allir hjartan-
lega velkomin.
Hraunsel Þriðjudaga: Billjard: Kl. 8 -16. Bridge kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30. Spilastund
kl. 10:30. Bridge kl. 13.Tækninámskeið Android kl. 13-16. Gönguhópur
– lengri ganga kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir
hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Þriðjudagur: Listmálun kl. 9. Boccia kl. 10. Helgi-
stund í Borgum kl. 10:30. Leikfimihópur í Egilshöll kl. 11. Spjallhópur í
Listasmiðju kl. 13. Sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 14. Gleðin býr í
Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni - Bútasaumshópur í
handverksstofu kl. 9-12. Hópþjálfun í setustofu kl. 10.30-11. Bókband í
smiðju kl.13-16.30. Qi Gong með Veroniku í handverksstofu kl. 13.30-
14.30 & síðdegiskaffi kl.14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í síma
411 9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 7.10. Kaffikrókur frá kl. 9.. Pútt á
flötinni við Skólabraut kl. 10.30. Karlakaffi í safnaðarh. kl. 14. Engin
dagskrá í salnum á Skólabraut þessa viku vegna uppsetningar hald-
verkssýningar sem opnar nk. fimmtudag kl. 14. á Skólabraut 3-5.
Sýningin verður einnig opin föstudag og laugardag milli kl. 13. og 17.
Vöfflukaffi og sölubás. Allir hjartanlega velkomnir.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Sandblástursfilmur
Límmiðar
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
alltaf - allstaðar
mbl.is
✝
Gunnvör Erna
Sigurðardóttir
(Stella) fæddist í
Reykjavík 31. júlí
1930. Hún lést á
Bylgjuhrauni á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 10. maí
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Einarsson, f. 1903,
d. 1971, og kona
hans Guðrún Markúsdóttir, f.
1895, d. 1971. Systkini hennar
voru: Magnús Ragnar, f. 1928,
d. 2006, Margrét, f. 1931, d.
2017, Oddný Steinunn, f. 1934,
d. 1997, Markús, f. 1935, d.
2017, og Einar, f. 1937, d. 2010.
Hinn 25. desember 1954 gift-
ist Stella eiginmanni sínum, Óla
Kristjáni Jóhannssyni stýri-
manni frá Vestmannaeyjum, f.
1926, d. 1999. Börn Stellu og
Óla eru: 1) Gunnar Rúnar, f.
1954, maki Kristín J. Sigurð-
ardóttir. Dætur þeirra: a) Sig-
urbjörg Stella, maki Samúel Ív-
ar Árnason, börn þeirra eru
Rebekka Kristín og Viktoría
Unnur. Sonur Stellu frá fyrra
sambandi Óli Fannar Þorvarð-
arson. b) Anna Steinunn, maki
Jóhann Kristinn Guðmundsson,
maki Anna Lovísa Jónsdóttir,
barn þeirra Hafdís Klara. c)
Eva Rós, maki Agnar Sigurðs-
son, börn þeirra Íris Birta og
Hrafnar Logi. d) Svava Lilja,
unnusti Emil Snær Eyþórsson.
5) Jóhann Ólafur, f. 1964, sam-
býliskona Ingibjörg Þ. Hjalta-
dóttir. Börn Jóhanns og fv.
maka, Berglindar Hallgríms-
dóttur, eru: Hallgrímur, maki
Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir,
barn þeirra Kristófer Gauti.
Sonur Sjafnar er Mikael Helgi
Sigurðsson. b) Telma Ósk, maki
Einar Jónsson. Sonur Ingi-
bjargar er Davíð Árnason,
maki Karlotta Jóhannsdóttir,
börn þeirra Birkir Leó og
Heiðrún Sara. 6) Lóa Björg, f.
1966. Dóttir hennar er Sylvía
Rut Vilhjálmsdóttir.
Stella ólst upp á Njálsgötu
69 í Reykjavík. Fór í Austur-
bæjarskóla og einn vetur í Hús-
mæðraskólann á Laugarvatni.
Hún var sjómannskona og
heimavinnandi húsmóðir. Vann
líka við saumaskap og ræst-
ingar. Stella hafði gaman af því
að ferðast og fóru þau Óli ótal
ferðir ein og með systrum og
mökum þeirra, einnig með
börnum og barnabörnum. Hún
hafði gaman af lestri, handa-
vinnu o.fl. Eftir að hún varð
ekkja tók hún þátt í fé-
lagsstarfi eldri borgara í
Digraneskirkju.
Stella verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, 24. maí
2022, klukkan 13.
börn þeirra Mar-
grét Sif og Gunnar
Freyr. c) Díana
Hrund, maki Val-
geir Gauti Árna-
son, barn þeirra
drengur óskírður.
Dóttir Díönu úr
fyrra sambandi
Natalía Líf Árna-
dóttir. 2) Randver
Einar, f. 1955, d.
2019. 3) Páll Egg-
ert, f. 1956, maki Hólmfríður
Bjarkadóttir. Dætur þeirra: a)
Erla Björk, maki Smári Freyr
Jóhannsson, dætur þeirra Lára
Lovísa og Emma Lísa. b) Krist-
jana Erna, maki Haraldur Þor-
steinsson, börn þeirra Úlfhild-
ur, f. andvana, Stígur Breki,
óskírðir tvíburar, stúlka og
drengur. Dóttir Haralds er Sig-
rún Lára. c) Helena Rún, maki
Þórir Björn Sigurðarson, börn
þeirra Kristján Sölvi og Katla
Vigdís. 4) Sigurður Óli, f. 1961,
maki Sigrún Linda Loftsdóttir,
f. 1961. Börn þeirra: a) Davíð
Þór, maki Helena Hauksdóttir
Jacobsen. Barnsmóðir Davíðs
er Nína Eck, barn þeirra Brím-
ir Alexander. Fósturbarn Dav-
íðs, dóttir Helenu, er Hrafn-
hildur Eyrún. b) Gunnar Örn,
Þinn tími er víst kominn elsku
amma,
þú lifðir vel og þú lifðir lengi.
Fallega, ljúfa og góða amma,
stolt við erum að hafa fengið,
að kynnast þínum hlýja faðmi
og þínu góða hjarta.
Elsku amma,
þér líður vel, það við vitum.
Í sumarlandinu þér verður fagnað,
þar muntu gleðja með þínum björtu
litum.
Takk fyrir allt elsku amma,
þangað til næst.
Þín barnabörn,
Hallgrímur og
Telma Ósk.
Elsku amma, það er margt að
minnast og þakka fyrir.
Ein af mínum uppáhalds-
minningum er frá því ég var 6
ára. Þú fórst með mig út í garð í
Kjalarlandinu og ætlaðir að sýna
mér uppskeruna á kartöflunum
– nema það voru engar kartöflur
og þú hlóst svo mikið; skildir
ekkert í því hvað hafði gerst.
Önnur uppáhaldsminning, einnig
úr Kjalarlandinu, er þegar þú
varst að gera pönnukökur. Það
var fullt hús af gestum, ég úti að
leika mér og þú laumaðir pönnu-
kökum í gegnum eldhúsglugg-
ann til mín.
Þegar ég kom heim til þín eft-
ir skóla þá tókstu alltaf svo vel á
móti mér. Þú varst tilbúin með
uppáhaldsgrautinn minn og sast
síðan með mér í eldhúskróknum
og spjallaðir við mig þangað til
ég fór á æfingu.
Þú varst alltaf svo glæsileg og
lést ekki sjá þig án varalitar. Þú
tókst morgunleikfiminni alvar-
lega en ekki jafn alvarlega og
daglegu „bíómyndinni þinni“ –
sem ég horfði svo oft á með þér.
Þú kenndir mér að prjóna og
sauma en tókst yfir alla heima-
vinnu sem ég fékk í hannyrðum
– þér fannst ómögulegt að ég
myndi skila inn verkunum eins
og ég hafði gengið frá þeim.
Ég mun ávallt muna fallega
brosið þitt, hlýjuna þína og hvað
þú varst góð við mig. Nú kveð
ég þig ástkæra amma mín og
hugsa til þess að þú sért komin
á góðan stað til afa.
Sylvía Rut
Vilhjálmsdóttir.
Elsku besta amma okkar er
látin, á 92. aldursári. Amma
Stella var glæsileg kona sem
elskaði að fara í lagningu og
blástur þegar mikið stóð til, fór
ekki út úr húsi án varalitar og
spáði mikið í það að hafa sig til.
Við systur eigum margar dýr-
mætar og fallegar minningar
með ömmu. Sérstaklega heim-
sóknir í Kjalarlandið þegar við
vorum yngri, þar sem okkur
þótti húsið þeirra afa vera hreint
ævintýrahús og garðurinn
þeirra líka. Í minningunni var
alltaf sól í garðinum ykkar og
húsið ykkar fullt af lífi, nammi-
molar í skál í stofunni og kóte-
lettur í raspi í matinn á tyllidög-
um. Þegar þið fluttuð í Lautar-
smárann var ekkert betra en að
kíkja í kaffi, því það var alltaf
eitthvað til með kaffinu og sér-
staklega í kringum jólahátíðina,
þar sem maður gat gengið að
því vísu að komast í heimabak-
að. Við systur elskuðum að
hlusta á sögur frá því þegar
amma var ung, þegar hún
kynntist afa og hvernig var að
ala upp 6 börn þegar afi var á
sjónum.
Að heimsækja þig síðustu
mánuðina á Hrafnistu í Hafn-
arfirði var dýrmætt, bara að
horfa í þessu gömlu en traustu
augu. Við trúum því að afi og
systur þínar hafi tekið á móti
þér með opnum og hlýjum
faðmi, það yljar okkur sannar-
lega um hjartað að hugsa til
þess að þið séuð sameinuð á ný
eftir langan tíma.
Við kveðjum þig í dag elsku
amma og finnum nú þegar fyrir
tómleikanum þegar við keyrum
fram hjá Lautarsmáranum.
Minningarnar og þakklætið fyrir
tímann sem við fengum með þér
lifa í huga okkar og hjarta.
Guð geymi þig alltaf. Þangað
til næst,
Sigurbjörg Stella,
Anna Steinunn og
Díana Hrund
Gunnarsdætur.
Gunnvör Erna
Sigurðardóttir
Elsku Lilla.
Heppin vorum
við fjölskyldan
þegar við fluttum
inn í Höfðahlíðina
fyrir nokkrum árum með
drenginn okkar átta vikna
gamlan. Ég er þakklát fyrir að
hafa eignast þig fyrir vinkonu.
Þú varst ekki lengi að draga
okkur inn í kaffi. Þú varst mér
ómetanlegur félagsskapur í
fæðingarorlofinu. Það var svo
notalegt að kíkka og fá hlýlegt
bros, spjall um lífið, hlæja svo-
lítið, heyra fréttir eða bara
þegja.
Heima hjá þér tók sonur
minn fyrstu skrefin sín, frá þér
til mín. Þú og Anna nágranni
sunguð fyrir hann á fyrsta af-
mælisdaginn hans. Svo var allt-
af gaman að laumast upp til þín
og hitta ykkur stelpurnar með
smá bjór. Stundum leið mér
eins og ég byggi á heimavist.
Eitt kvöldið þegar Sverrir
Ásberg var tæplega tveggja
ára var hann eitthvað afundinn
og hafði ekki áhuga á kvöld-
matnum. Þegjandi klifraði hann
niður af stólnum sínum og fór
fram. Það næsta sem ég veit er
að drengurinn hafði tekið í
hurðarhúninn (hann var rétt
orðinn nógu stór til að ná upp í
hann) og var kominn fram á
stigagang. Ég hljóp fram og þá
var hann búinn að skríða sjálf-
Jóhanna Rannveig
Elíasdóttir
✝
Jóhanna Elías-
dóttir fæddist
22. janúar 1925.
Hún lést 3. maí
2022.
Útför hennar fór
fram 19. maí 2022.
ur upp tröppurnar
og bjóða sjálfum
sér inn til ömmu
Lillu. Ég horfði á
eftir honum inn til
þín og þig taka á
móti honum eins
og ekkert væri
eðlilegra en hann
kæmi einn í heim-
sókn. Svo sagði
hann blítt: „Amma,
má ég fá köku?“
Köku fékk drengurinn í kvöld-
matinn heldur betur.
Við vorum alltaf velkomin
sama hvað. Og þú til okkar.
Þú varst líka óhrædd við að
skammast í mér þegar þess
þurfti. Þú máttir það líka alveg.
Einu sinni sagðirðu við mig
ákveðið: „Hafðu ráð þótt
heimskur kenni.“ Ég hef mikið
hugsað um þessi orð síðan. Ég
er að hugsa um að sauma þessi
orð út og ramma inn.
Mér fannst erfitt að flytja úr
Höfðahlíðinni og ég sakna þín á
hverjum degi. Að geta ekki
skroppið upp í tvær mínútur
eða tvo tíma. Stundum til að
spjalla, stundum til að þegja.
Sverrir talar oft um þig og
talar stundum við þig í leik-
fangasímann sinn. Hann hefur
sagt mér síðustu vikur að þú
sért bara upptekin. Ég er að
vinna í að kenna honum að
segja „talsímavörður“, það
hefst fyrir rest.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar, ég hlakka til að hitta þig
næst, Lilla.
„Allt í lagi, elskan mín, já,
bleeeess.“
Dagný, Friðgeir
og Sverrir Ásberg.
Ástkær eiginkona mín, systir okkar,
mágkona og frænka,
GUNNHILDUR GUNNARSDÓTTIR
fjármálastjóri,
Algorfa, Spáni,
áður Blikahólum 2,
lést á sjúkrahúsi laugardaginn 14. maí.
Útför verður auglýst síðar.
Guy Gevaert
Baldur Gunnarsson
Reynir Ásgeirsson Björg Thomassen
Gunnarr Baldursson
Júlía Leví Baldursdóttir
Björn Þór Reynisson
Róbert Már Reynisson
Einar Þröstur Reynisson
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR SKAGFJÖRÐ BJARNASON,
Breiðabliki,
Skagaströnd,
lést á HSN Sauðárkróki mánudaginn
16. maí. Útför hans fer fram frá
Hólaneskirkju á Skagaströnd föstudaginn 27. maí klukkan 14.
Sigrún Kristín Lárusdóttir
Svava Guðrún Sigurðardóttir Halldór Björnsson
Inga Lára Sigurðardóttir Stefán Ómar Stefánsson
og barnabörn