Morgunblaðið - 24.05.2022, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.05.2022, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022 „VIÐ SKULUM EKKI RÍFAST YFIR ÞVÍ HVER ÁTTI HUGMYNDINA FYRR EN VIÐ VITUM HVORT ÞETTA VIRKAR EÐA EKKI.“ „ÉG SÉ EKKI UM AÐ BÓKA TÍMANA. ÉG SÉ BARA UM AÐ KLIPPA HÁR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... athafnir, ekki orð. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann NÆST ER „LÁTBRAGÐSLEIKUR ÓSÝNILEGA MANNSINS“ OG TÍMINN ER ÚTRUNNINN… ÉG HATA ÞENNAN LEIK ÉG HEF VERIÐ MEÐ AND- ÞYNGSLI SÍÐAN ÉG KOM HEIM ÚR FERÐINNI UM HITABELTIS- SKÓGANA! KANNSKI NÁÐIR ÞÚ ÞÉR Í EITTHVAÐ. KÍKJUM Á ÞETTA! stjóri, búsettur í Búdapest í Ung- verjalandi, maki: Hrafnhildur Sig- urðardóttir framkvæmdastjóri. Börn: Guðrún Elísabet, f. 1991, Haukur, f. 1995, og Hjalti Unnar, f. 2001, og 2) Ásta Garðarsdóttir, f. 24.10. 1964, kennari, búsett í Nay í Frakklandi, maki: Lucien Fréchede kennari. Börn: Victor, f. 2003, og Eva Marín, f. 2005. Sonur Garðars með Hrafnhildi Georgsdóttur er 3) Georg Garðarsson, f. 18.12. 1972, forritari og fitness-dómari, búsettur í Reykja- vík, börn: Kristjana, f. 2000, Alex- ander, f. 2003, Kári, f. 2007, og Axel, f. 2009. Börn Garðars og Ragnhildar eru 4) Helga Garðarsdóttir, f. 12.8. 1975, dósent í faraldslyfjafræði, bú- sett í Utrecht í Hollandi, maki: Mattijs Eggink lyfjafræðingur. Börn: Gunnar Hendrik, f. 2007, og Andri Garðar, f. 2010; 5) Jón Ágúst Garðarsson, f. 7.2. 1980, fram- kvæmdastjóri, búsettur í Reykjavík, maki: Jóhanna Gylfadóttir fjármála- stjóri. Börn: Aníta Eik, f. 2004, Gylfi Ágúst, f.2010, Garðar Ágúst, f. 2013, og 6) Garðar Jóhann Garðarsson, f. 23.3. 1987, starfsmaður í gagna- tæknideild, búsettur í Utrecht. Systkini Garðars eru Ólafur Er- lendsson, f. 22.6. 1943, fyrrverandi leigubílstjóri, búsettur í Reykjavík; Sævar Erlendsson, f. 1.4. 1946, fyrr- verandi leigubílstjóri, búsettur í Reykjavík; Þuríður Erlendsdóttir, f. 11.11. 1947, fyrrverandi verslunar- kona, búsett í Reykjavík; Hannes Erlendsson, f. 21.12. 1949, blikk- smíðameistari, búsettur í Reykjavík; Erlendur Erlendsson, f. 25.12. 1950, blikksmíðameistari, búsettur í Reykjavík; Guðjón Erlendsson, f.14.6. 1952, blikksmiður, búsettur í Reykjavík; Ragnheiður Erlends- dóttir, f. 19.9. 1957, húsmóðir, búsett í Reykjavík; Jóhanna Erlendsdóttir, f. 29.7. 1960, verslunarkona, búsett í Reykjavík; Sigurrós Erlendsdóttir, f. 12.2. 1962, skrifstofustjóri, búsett í Reykjavík; Jón Erlendsson, f. 25.9. 1953, forstjóri, búsettur í Kópavogi. Foreldrar Garðars voru hjónin Erlendur Jónsson Erlendsson, f. 5.10. 1917, d. 4.6. 1996, leigubílstjóri, og Sigríður Hannesdóttir, f. 5.8. 1921, d. 20.1. 2016, húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík. Garðar Erlendsson Borghildur Benjamínsdóttir húsfreyja í Skíðsholtum Jóhann Kristján Sigurðsson bóndi í Skíðsholtum Sigurrós Jóhannsdóttir húsfreyja í Skíðsholtum Hannes Gíslason bóndi í Skíðsholtum á Mýrum Sigríður Hannesdóttir húsfreyja í Reykjavík Hallfríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Múlaseli og víðar Gísli Jónsson bóndi í Múlaseli og víðar á Mýrum Þuríður Ólafsdóttir húsfreyja í Hallgeirsey Einar Sigurðsson bóndi í Hallgeirsey í A-Landeyjum Jóhanna Einarsdóttir húsfreyja á Giljum Erlendur Jónsson bóndi og trésmiður á Giljum í Hvolhreppi, Rang. Margrét Árnadóttir húsfreyja á Arngeirsstöðum Jón Erlendsson bóndi og rennismiður á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð Ætt Garðars Erlendssonar Erlendur Jónsson Erlendsson leigubílstjóri í Reykjavík Ingólfur Ómar gaukaði að mér þessum vísum: Sléttubönd um vorið Seður lýði glóey góð glæðir tíðin þorið. Kveður þíðan ástaróð yndisblíða vorið Og hér er oddhenda. Ingólfur Ómar tekur fram, að hringahrund sé gömul kenning. Vísa slungin léttir lund leiðum drunga eyðir. Gleðiþrungin hringahrund hali unga seiðir. Á Boðnarmiði fer Friðrik Stein- grímsson með frétt á RÚV: „Segja farþega græna í framan eftir ferð með Sæfara og skora á þingmenn að koma í siglingu.“ Ferjan þykir fráleitt væn ég fælni lýðsins kenni, það verða bara vinstri græn sem vilja far með henni. Fyrirsögn í Vísi var: „Musk sagð- ur hafa berað sig við flugfreyjur“. Kristján H. Theódórsson orti: Margt á flibbann fellur kusk, það fréttamaður hleraði. Að háreistur þótti herra Musk, hann er djásn sitt beraði. Kári Erik Halldórsson orti á laug- ardag „Morgunvísu að norðan“: Gráta ský að morgni mjög mínar rúður lemja. Þessi skondnu skúra lög skaparinn var að semja. Hallmundur Guðmundsson dró upp „Sjálfsmynd“: Ég brosvöðva byrjað’ að þjálfa, svo brosti á gemsanum ’sjálfa’. En brosið það brást því ’barasta’ sást; - mynd af bölvuðum bjálfa. Og hér sækir Hallmundur í vís- nabinginn „Sumarljóðið“ að gefnu tilefni. Mér löngum þykir ljúft að spá og labba um á blettinum. Í morgunlabbinu leit ég á; leifarnar frá kettinum. Guðmundur Arnfinnsson yrkir stuðlafall: Kvæðin þjálu kæta sálu mína, en vín á skál og vinamál á vegi hálum reynast tál. Magnús Halldórsson yrkir: Það var geigur í garginu’ og köllunum þegar gamanið hæst stóð á pöllunum Er féll yfir húmið, þau fóru’ undir rúmið. Og fundu hann Jón á Völlunum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Grímseyjarferjan og vinstri græn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.