Morgunblaðið - 24.05.2022, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022
Það hefur vísast ekki farið
framhjá neinu knattspyrnu-
áhugafólki að áhorfendur á leikj-
um í karlaboltanum á Englandi
hafa að undanförnu í stórum stíl
gert sér ferð úr áhorfendastúk-
um og hlaupið inn á velli til þess
að fagna fræknum sigrum liða
sinna.
Stuðningsmaður Nott-
ingham Forest fagnaði sigri liðs-
ins gegn Sheffield United í und-
anúrslitum umspils um laust
sæti í ensku úrvalsdeildinni með
því að hlaupa inn á völlinn og
skalla þar Billy Sharp, leikmann
Sheffield, af öllu afli í andlitið.
Sauma þurfti fjögur spor í
andlit Sharps og stuðningsmað-
urinn hefur þegar verið dæmdur
í 24 vikna fangelsi.
Í síðustu viku hlupu stuðn-
ingsmenn Everton inn á völlinn
til þess að fagna sigri á Crystal
Palace, sem þýddi að Everton
tryggði sæti sitt í úrvalsdeild-
inni.
Einn þeirra ögraði Patrick
Vieira, knattspyrnustjóra Palace,
þegar hann var að ganga af velli,
og brást Vieira við með því að
sparka í stuðningsmanninn.
Á sunnudaginn hlupu
stuðningsmenn Manchester City
inn á völlinn til þess að fagna
Englandsmeistaratitlinum. Einn
þeirra lamdi Robin Olsen, mark-
vörð Aston Villa, í höfuðið þegar
hann var að ganga af velli.
Þrjú tilfelli af stuðnings-
mönnum að hlaupa inn á völlinn
og í öllum þeirra komu upp of-
beldisatvik.
Auðvitað skil ég þegar gleði-
tilfinningar sem tengjast mikil-
vægum sigrum liðsins manns
fara langt með að bera mann of-
urliði en sú gleði fellur tafarlaust
í skuggann á því þegar leikmenn
og þjálfarar hafa gildar ástæður
til þess að óttast um öryggi sitt.
BAKVÖRÐUR
Gunnar Egill
Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
KNATTSPYRNA
Besta deild kvenna:
Kópavogur: Breiðablik – Valur ........... 19.15
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Árbær: Fylkir – Víkingur R ................ 19.15
Mjólkurbikar karla, 3. umferð:
Fellavöllur: Höttur/Huginn – Ægir......... 17
Höfn: Sindri – ÍA ....................................... 18
Ísafjörður: Vestri – Afturelding .............. 18
Selfoss: Selfoss – Magni............................ 18
Grindavík: Grindavík – ÍR................... 19.15
Varmá: Hvíti riddarinn – Kórdrengir 19.15
Kórinn: HK – Grótta ............................ 19.15
Dalvík: Dalvík/Reynir – Þór................ 19.45
Í KVÖLD!
Úrslitakeppni NBA
Þriðji úrslitaleikur Vesturdeildar:
Dallas – Golden State....................... 100:109
_ Staðan er 3:0 fyrir Golden State og fjórði
leikurinn fer fram í Dallas í kvöld.
>73G,&:=/D
Noregur
Undanúrslit, fjórði leikur:
Arendal – Drammen ........................... 30:28
- Óskar Ólafsson skoraði 6 mörk fyrir
Drammen.
_ Arendal vann einvígið 3:1 og mætir El-
verum í úrslitunum.
Olísdeild kvenna
Annar úrslitaleikur:
Valur – Fram ........................................ 27:26
_ Staðan er 1:1 og þriðji leikur í Safamýri á
fimmtudagskvöld.
$'-39,/*"
Hilmar Örn Jónsson, Íslandsmethafi
í sleggjukasti úr FH, sigraði í grein-
inni á móti í Halle í Þýskalandi um
helgina. Hilmar kastaði 75,52 metra,
hans besta kast í ár, en Íslandsmet
hans frá því í ágúst 2020 er 77,10
metrar. Hilmar freistar þess að
komast á stórmótin í sumar en lág-
mark fyrir EM er 77 metrar og fyrir
HM 77,50 metrar. Elísabet Rut Rún-
arsdóttir úr ÍR náði líka besta ár-
angri sínum í ár í sleggjukasti, 64,30
metra, og varð þriðja í flokki U23
ára. Hún var níu sentimetrum frá Ís-
landsmeti sínu.
Hilmar sigraði í
Þýskalandi
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Sleggjukast Hilmar Örn Jónsson
var nálægt sínum besta árangri.
Golden State Warriors er komið í
afar vænlega stöðu í úrslitaeinvígi
Vesturdeildar NBA í körfubolta
eftir sigur gegn Dallas Mavericks á
útivelli, 109:100, í fyrrinótt. Þar
með er Golden State komið í 3:0 og
þarf aðeins einn sigur enn til að
vinna deildina og fara í lokaúrslitin
gegn Miami eða Boston. Stephen
Curry var í lykilhlutverki hjá Gold-
en State, skoraði 31 stig og átti 11
stoðsendingar, og Andrew Wiggins
var með 27 stig og 11 fráköst. Luka
Doncic átti stórleik með Dallas,
skoraði 40 stig og tók 11 fráköst.
Golden State í
vænlegri stöðu
AFP/Ron Jenkins
Góðir Stephen Curry og Luka
Doncic skoruðu samtals 71 stig.
Á HLÍÐARENDA
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Valur jafnaði einvígi sitt gegn
Fram í úrslitum Íslandsmóts
kvenna í handbolta í 1:1 með 27:26-
heimasigri í öðrum leik liðanna í
Origo-höllinni á Hlíðarenda í gær-
kvöldi. Fram vann fyrsta leikinn
með einu marki og hefur einvígið
verið góð auglýsing fyrir íslenskan
handbolta. Liðin eru einfaldlega
hnífjöfn.
Tveir af þremur deildarleikjum
liðanna enduðu með eins marks
mun og nú fyrstu tveir í úrslita-
einvíginu sjálfu. Rétt eins og í
fyrsta leik var nokkuð um sveiflur
og skiptust liðin á að eiga góða
kafla. Í þetta skipti var það Valur
sem átti síðasta góða kaflann.
Eins og borðtennis
Leikurinn var að mörgu leyti
svipaður og sá fyrsti. Fram keyrði
upp hraðann og reyndi að klára
sínar sóknir áður en Valur gat
skipt í vörn og sókn. Hinum megin
spilaði Valur skynsaman sóknarleik
og bjó sér oftar en ekki til góð
færi. Leikurinn minnti á borðtennis
þegar Valur skoraði úr hraðaupp-
hlaupi og Framarar brunuðu í sókn
hinum megin og skoruðu eftir
þriggja sekúndna sókn. Úr varð
mögnuð skemmtun, annan leikinn í
röð.
Ákveðin atriði voru ólík fyrsta
leiknum. Markverðirnir vörðu
minna, en þess í stað vörðu há-
varnir beggja liða hvern boltann á
fætur öðrum.
Hjá Val spiluðu Þórey Anna Ás-
geirsdóttir og Lovísa Thompson
gríðarlega vel annan leikinn í röð
og í þetta skiptið spilaði Thea Im-
ani Sturludóttir mun betur. Thea
tryggði einmitt Valskonum sigurinn
með því að vinna boltann til baka í
síðustu sókn Fram. Þá hefur Þórey
skorað úr ellefu vítum í röð í ein-
víginu.
Þórey Rósa Stefánsdóttir lék
betur í gær en í fyrsta leik hjá
Fram og Karen Knútsdóttir átti
annan stórleik. Kristrún Steinþórs-
dóttir hefur svo komið mjög vel inn
í einvígið, í mun stærra hlutverki í
fjarveru Ragnheiðar Júlíusdóttur.
Þriðji leikurinn fer fram í Safa-
mýri á fimmtudag og verði spennan
og skemmtunin eins mikil og í
fyrstu tveimur leikjum verður þetta
eitt besta úrslitaeinvígið í áraraðir.
Háspenna á Hlíðarenda
- Valur jafnaði úrslitaeinvígið gegn
Fram - Enn munaði aðeins einu marki
Morgunblaðið/Eggert
Sjö Valskonan Lovísa Thompson sækir að vörn Framara í Origo-höllinni í
gærkvöldi. Hún skoraði sjö mörk annan leikinn í röð í úrslitaeinvíginu.
Helgi Guðjónsson, sóknarmaður Víkings, var besti leikmaðurinn í sjöundu
umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Helgi skor-
aði eitt mark og lagði annað upp þegar Víkingar lögðu Valsmenn að velli á
Hlíðarenda, 3:1, í fyrrakvöld og hann var eini leikmaður deildarinnar sem
fékk tvö M í einkunn hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína í sjöundu
umferðinni.
Helgi er þar með í fyrsta sinn í liði umferðarinnar á þessu tímabili en sex
leikmenn eru nú valdir í liðið í annað skiptið eins og sjá má á uppstilling-
unni hér fyrir ofan og átta af tólf liðum deildarinnar eiga fulltrúa í liðinu.
7 . umferð
í Bestu deild karla 2022
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
24-3-3
Árni Snær Ólafsson
ÍA
Daníel Laxdal
Stjarnan
Kristinn
Steindórsson
Breiðablik
Dani Hatakka
Keflavík
Eiður Aron
Sigurbjörnsson
ÍBV
2
Logi Tómasson
Víkingur
Tiago Fernandes
Fram
Ísak Andri
Sigurgeirsson
Stjarnan
Patrik Johannesen
Keflavík
Helgi Guðjónsson
Víkingur
Brynjar Hlöðversson
Leiknir R.
2
2
2
2
2
Helgi bestur í 7. umferðinni
Skagamaðurinn ungi Hákon Arnar
Haraldsson lauk góðu tímabili með
FC Köbenhavn með því að vera val-
inn í úrvalslið 32. og síðustu um-
ferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu í gær.
Hákon Arnar og Ísak Bergmann
Jóhannesson, 19 ára jafnaldri hans
frá Akranesi, skoruðu báðir á
sunnudaginn þegar FCK tryggði
sér danska meistaratitilinn með 3:0
sigri gegn AaB á Parken. Þar voru
mættir 35.463 áhorfendur sem er
met hjá FCK eftir að leikvanginum
var breytt árið 2009, sem og mesti
áhorfendafjöldi á leik í deildinni í
sextán ár.
Hákon, sem kom til danska fé-
lagsins frá ÍA árið 2019, skoraði í
tveimur síðustu leikjum FCK í
deildinni og lauk þar með sínu
fyrsta tímabili með aðalliði félags-
ins á besta mögulega hátt. Hann
spilaði fjóra leiki með liðinu í hin-
um hefðbundnu 22 umferðum í
deildinni í vetur, og skoraði þá eitt
mark, en lét til sín taka í úrslita-
keppninni þar sem hann spilaði sjö
af tíu leikjum FCK og skoraði þrjú
mörk.
Ísak Bergmann, sem kom til FCK
frá Norrköping í Svíþjóð í haust,
skoraði líka fjögur mörk í úrvals-
deildinni í vetur, þrjú þeirra í síð-
ustu þremur leikjunum, en hann
spilaði sextán leiki, sex þeirra í úr-
slitakeppninni.
Frammistaða Skagastrákanna
hefur vakið athygli í Danmörku í
vor en þeir skoruðu fimm af sjö
mörkum liðsins í þremur síðustu
umferðum deildarinnar þar sem
FCK hristi Midtjylland af sér og
varð meistari í fyrsta sinn í þrjú ár.
Hákon og Ísak öflugir
á lokasprettinum
Ljósmynd/FCK
Mark Hákon Arnar Haraldsson
fagnar markinu gegn AaB.