Morgunblaðið - 24.05.2022, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND
ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER.
U S A TO D AY
72%
Empire Rolling StoneLA Times
BENEDICT
CUMBERBATCH
ELIZABETH
OLSEN
chiwetel
ejiofor
BENEDICT
WONG
xochitl
gomez
MICHAEL
STÜHLBARG
RACHEL
MCadams
Víóluleikarinn Eyvind Kang og söng-
konan Jessika Kenney halda tónleika
í Mengi næstu þrjú kvöld, 24.-26.
maí, og munu þau fara á dýptina í
gegnum eigin tónlist sem er í senn
huguð og ný, aldagömul og göldrótt,
eins og segir í tilkynningu.
„Tónlistarunnendum gefst nú
sjaldgæft tækifæri til að hlýða í ná-
vígi á hinn eftirsótta dúett Eyvinds
Kangs, víóluleikara og tónskálds, og
Jessiku Kenney, söngkonu og tón-
skálds, í Mengi,“ segir þar og að
hljóð- og tónheimur þeirra einkenn-
ist af miklum frumleika og áhrifum
frá ólíkum tónlistarhefðum heimsins
sem þau hafi varið áratugum í að
sökkva sér ofan í og rannsaka. Bæði
starfa við hinn virta listaháskóla
California Institute of the Arts og
sem dúett hafa þau m.a. starfað með
ljóðskáldinu Anne Carson og hljóm-
sveitunum Sun City Girls, Sunn O)))
og Animal Collective. Þau hafa einn-
ig samið fyrir og komið fram með
Sinfóníuhljómsveit Íslands og gefið
út hljómplötur bæði í sameiningu og
hvort í sínu lagi og einnig með öðrum
flytjendum.
Eyvind á íslenska móður og hefur
unnið með og verið áhrifavaldur á
listamanna á borð við Laurie And-
erson, Bill Frisell og John Zorn og
einnig hefur hann átt í samstarfi við
Skúla Sverrisson í áratugi. Geta má
þess að hann hefur unnið með og
leikið inn á tónlist Hildar Guðnadótt-
ur og þá meðal annars fyrir kvik-
myndina Joker sem hún hlaut Ósk-
arsverðlaun fyrir.
Kenney er einna þekktust fyrir
tónlist sína og söng í kvikmyndinni
Midsommar í leikstjórn Ari Aster
sem vakti mikla athygli árið 2019.
Hún hóf feril sinn sem söngkona í
pönkhljómsveitunum Cause, Ex Ni-
hilo og ASVA og í framhaldi hóf hún
sólóferil sem tónskáld og flytjandi.
Hún hefur flutt tónlist Alvins Luci-
ers og Jarrads Powels og komið fram
með listamönnum og hljómsveitum á
borð við Lori Goldston, Holland And-
rews, Trimpin og Simone Forti and
Wolves in the Throne Room, að því
er fram kemur í tilkynningu.
Eyvind og Kang segja frábært að
vera komin aftur til Íslands og að
þau hafi síðast komið hingað árið
2013 og þá komið fram með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og kór. „Við erum
ótrúlega spennt að koma fram í
Mengi í fyrsta skipti því við finnum
fyrir mjög miklum áhuga á alþjóða-
vettvangi fyrir dagskránni þar. Svo
er auðvitað yndislegt að fá tækifæri
til að tengja aftur við vini og sam-
starfsfólk sem við eigum hér,“ segja
þau.
Fara á dýptina
Samstarf Eyvind Kang og Jessika
Kenney halda þrenna tónleika.
Sýning á 25 málverkum og mynd-
listarbókinni Á meðan... eftir Jón
Magnússon var opnuð á Kaffi
Mokka fyrir helgi og er hún til
styrktar starfi Unicef í Úkraínu og
lýkur 7. júlí.
„Hugmyndin kviknaði þegar ég
sá fréttaljósmynd af látnu barni
flóttamanna á strönd Grikklands.
Ljósmyndin var í öllum fréttum og
mér ofbauð. Ég sá rautt og hugsaði
með mér, hvað get ég gert til að
hjálpa? Þetta var fyrir fjórum árum.
Þá ákvað ég að gera bók til styrktar
Unicef og málverkin ættu að vera
eftir fréttamynd-
um af börnum frá
stríðshrjáðum
löndu,“ skrifar
Jón m.a. um verk
sín og að Unicef
hafi veitt honum
aðgang að
myndabanka sín-
um. Eftir að hafa
skoðað þúsundir
ljósmynda hafi 25 orðið fyrir valinu
og málverk eftir þeim farið í bókina
Á meðan … með texta eftir skáldið
Diddu Jónsdóttur.
Verk til styrktar Unicef í Úkraínu
Jón Magnússon
Óperudeild Söngskóla Sigurðar
Demetz frumsýnir kammeróperuna
Gretti eftir Þorkel Sigurbjörnsson í
Hljómbjörgu, sal skólans á 2. hæð
Ármúla 44, í kvöld kl. 19.30 og sýnir
aftur annað kvöld á sama tíma. Að-
eins verða þessar tvær sýningar.
Leikstjóri er Þorsteinn Bachmann,
tónlistarstjóri og hljómborðsleikari
er Antonía Hevesi og Guðrún Dalía
Salómónsdóttir sér um píanóleik.
Samkvæmt upplýsingum frá skól-
anum sviðsetur óperudeildin árlega
óperu eða óperettu úr sígilda heim-
inum, en í ár var brugðið út af þeim
vana. Kammeróperuna Gretti samdi
Þorkell á ensku upp úr texta Böðv-
ars Guðmundssonar sem samdi upp-
runalegan íslenskan texta. „Leik-
stjóri sýningarinnar og tónlistar-
stjóri hafa í samvinnu aðlagað þann
texta tónlistinni og kappkostað að
vera upprunalegum texta Böðvars
trú í þeirri vinnu,“ segir í tilkynn-
ingu og rifjað upp að enska útgáfan
hafi árið 2004 verið sýnd í Bayreuth í
Þýskalandi og síðar í Kanada, í leik-
stjórn Sveins Einarssonar og undir
tónlistarstjórn dr. Guðmundar
Emilssonar. „Sýning Söngskóla Sig-
urðar Demetz verður því frumsýn-
ing verksins á Íslandi. Óperan
Grettir segir söguna af Drómundi,
bróður hetjunnar Grettis, sem hefur
verið fangelsaður suður í Miklagarði
en þar leitaði hann hefnda fyrir víg
bróður síns. Óperan fjallar á gaman-
saman hátt um það hvernig Dró-
mundur nær að sleppa úr prísund-
inni og hver örlög hans verða í
kjölfar þess.“ Miða má panta gegn
um netfangið: gunnar@songskoli.is.
Íslandsfrumsýning á Gretti
Ljósmynd/Gunnar Freyr
Kammerópera Grettir segir söguna af Drómundi, bróður Grettis.
Íslenski dansflokkurinn sýndi fjór-
ar sýningar um nýliðna helgi á
meginlandi Evrópu. Rómeó <3 Júl-
ía eftir Ernu Ómarsdóttur og Höllu
Ólafsdóttur var sýnd í Bilbao á
Spáni og sýndar voru tvær sýn-
ingar í hinu þekkta leikhúsi Teatro
Arriaga. Þá fór flokkurinn til
Hannover í Þýskalandi og sýndi
þar verkið No Tomorrow eftir Mar-
gréti Bjarnadóttur og Ragnar
Kjartansson. Sýndar voru tvær
sýningar á listahátíðinni Kunst-
FestSpiele í konunglega garðinum
Herrenhausen, að því er segir í
tölvupósti frá flokknum. Þar segir
einnig að mikið hafi verið um sýn-
ingarferðir hjá Íslenska dans-
flokknum á vormánuðum og að í
febrúar hafi hann farið til Noregs
og sýnt þar barnadansverkið Dag-
drauma eftir Ingu Maren Rúnars-
dóttur. Í apríl var aftur farið til
Noregs með Rómeó <3 Júlíu og
sýnt í Osló og Sandnes. Íd mun
halda áfram ferðalögum á næstu
vikum og flytja AION eftir Önnu
Þorvaldsdóttur og Ernu Ómars-
dóttur til Harstad í júní og koma
fram á listahátíðinni Arctic Arts
með Arctic Philharmonic Orc-
hestra. Þá verður Black Marrow
eftir Damien Jalet og Ernu sýnt í
þjóðleikhúsinu í Mannheim í Þýska-
landi.
Dansflokkur á ferð og flugi
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Myndrænt Úr sýningu Íd á dansverkinu Rómeó <3 Júlía.