Morgunblaðið - 24.05.2022, Síða 32

Morgunblaðið - 24.05.2022, Síða 32
• Sérferð fyrir eldri borgara og flogið með Icelandair • Mjög áhugaverðar skoðunarferðir alla daga þ.m.t. til Brattahlíðar • Allur matur og gisting innifalin í verði • Íslensk fararstjórn og mikil upplifun Stórkostlegt land að heimsækja! Grænland Verð 325.000 mann í tvíbýli* *aukagjald fyrir einbýli kr. 37.900 Narsarsuaq 20.-23. ágúst 4 dagar/3 nætur Allar nánari upplýsingar á www.ferdaskrifstofaeldriborgar.is Bókanir í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is eða í símum 783-9300/01 Joshua Barone, rýnir The New York Times, fer fögrum orðum um frammistöðu Dísellu Lárusdóttur í óperunni Akhnaten eftir Philips Glass, sem tekin hefur verið aft- ur til sýninga hjá Metropolitan-óperunni í framhaldi af Grammy-verðlaununum sem upp- takan á óperunni hlaut nýverið, en óperan var fyrst sýnd hjá Metropolitan árið 2019. Barone bendir á að þótt Glass votti í óperum sínum merkum karlmönnum, sem höfðu afger- andi áhrif á heiminn, virðingu sína, dragi uppfærslan fram að völdin felist raunverulega hjá konum. Nefnir hann í því sam- hengi hversu „ógnvekjandi og kraftmikil“ Tye drottning, móðir Akhnaten, verði í túlkun Dísellu. Akhnaten verður sýnd hjá Metropolitan til 10. júní. Kraftmikil í hlutverki sínu sem Tye ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 144. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Ljóst er að minnst fjóra leiki þarf til að útkljá einvígi Fram og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í hand- knattleik. Valur vann annan leik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöldi eftir æsispennandi baráttu, 27:26, en Fram vann fyrsta leikinn 28:27. Þriðja viðureignin fer fram í Safamýri á fimmtudagskvöldið. »27 Valur jafnaði í einvíginu gegn Fram ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Spennandi og leyndardómsfullur kafli hefst í ferðamálasögu Íslands þegar fyrirlestrarými í sögukjallara um Vestur-Íslendinginn sir William Stephenson verður formlega opnað í kjallara verslunarinnar Kirsuberja- trésins á Vesturgötu 4 í Reykjavík klukkan 13.30 í dag. Þar verður jafn- framt ráðgátuherbergi eða flótta- herbergi og verður það tekið í notk- un síðar á árinu eða á næsta ári. „Við segjum sögu sir Williams Stephen- sons, þess manns af íslenskum ætt- um sem líklega hafði mestu áhrif á gang seinni heimsstyrjaldarinnar,“ segir Hugi Hreiðarsson. „Saga hans er ákaflega stórbrotin, svo ekki sé meira sagt.“ Stephenson var iðnjöfur og millj- ónamæringur. Hann stjórnaði njósnastarfsemi Breta í Bandaríkj- unum í seinni heimsstyrjöldinni. Rit- höfundurinn Ian Fleming var á með- al starfsmanna hans en bækur Flemings og síðar kvikmyndir, sem gerðar voru eftir þeim um James Bond, eru þekktar um heiminn. Fleming skrifaði fyrir 60 árum að Stephenson væri hinn sanni James Bond. Langur undirbúningur Bræðurnir Bogi Auðarson og Hugi Hreiðarsson hafa unnið að gerð sögukjallarans frá 2014. Þá hafði Bogi farið í flóttaherbergi (e. Escape Room) í Amsterdam og þeir ákváðu að búa til slíkt. Í þess konar her- bergjum er fólk læst inni og þarf að finna lausnir til þess að komast út. Um svipað leyti voru þættir Egils Helgasonar um Vesturfarana sýndir í Ríkissjónvarpinu og þá heilluðust bræðurnir af vesturíslenska njósna- foringjanum. „Við byrjuðum að kynna okkur sögu hans og eftir því sem við köfuðum dýpra, þeim mun áhugasamari urðum við,“ segir Hugi. Þeir hafi meðal annars farið til Winnipeg í Kanada, þar sem Steph- enson ólst upp, og til Bermúda, þar sem hann bjó síðustu 30 árin. Eins hafi þeir sótt söfn í London, Toronto og New York til að afla sér frekari upplýsinga. „Við skynjuðum hvað sagan var djúp og stór en samt svo mikið ósögð og leyndardómsfull að við gátum ekki sleppt henni frá okk- ur.“ Eftir að hafa safnað heimildum víða, meðal annars hjá ættingjum Stephensons og kanadískum rithöf- undi sem hefur skrifað tvær bækur um Vestur-Íslendinginn, hafa bræð- urnir sett saman rúmlega klukku- stundar langa dagskrá um fyrirmynd James Bonds. „Við tvinnum sögu hans við sögu Ians Flemings og að okkar mati væri James Bond jafnvel ekki til ef vinskapur hefði ekki verið þeirra á milli. Saga hins sanna James Bonds verður nú sögð í Reykjavík.“ Bræðurnir fengu Tony Correia, náinn vin Stephensons frá Bermúda, til að opna kjallarann og hafa sett upp vefsíðuna www.truespy.is, þar sem eru miklar upplýsingar um sir William Stephenson, auk þess sem panta má miða á fyrirlestra á síð- unni. Til að byrja með verður einn fyrirlestur klukkan 16 alla virka daga en Hugi segir að þeim verði fjölgað í takt við eftirspurn. „Hægt er að velja um fyrirlestur á íslensku eða ensku, en helsti markhópur okk- ar eru erlendir gestir þessa lands.“ Hinn sanni James Bond í Reykjavík - Sögukjallari opnaður um sir William Stephenson Morgunblaðið/Eggert Leyndardómurinn Við innganginn Bogi Auðarson, Tony Correia og Hugi Hreiðarsson opna sögukjallarann í miðbæ Reykjavíkur í dag. Hetja William Stephenson var heiðraður fyrir frammistöðu sína í fyrri heimsstyrjöldinni og stjórnaði njósnum Breta vestra í þeirri seinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.